Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 50

Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 ✝ Einar HalldórHalldórsson fæddist í Reykjavík 10. september 1957. Hann lést 17. nóvember 2019. Sonur Eddu Ein- arsdóttur, f. 9. jan- úar 1940, og Borg- ars Garðarssonar, f. 23. október 1938. Ættleiddur af Hall- dóri Valtý Vilhjálmssyni, f. 8. ágúst 1932, d. 31. maí 2017. Systkini Einars: Hörður Halldórsson, f. 26. des- ember 1958, kona hans er Hólm- fríður Jónsdóttir. Samfeðra eru þau Gunnar, Þórhallur, Elín Hel- ena og Silja Marín. Fyrstu ár Einars bjó fjölskyld- an í Kópavogi, síðar í Stóragerði og gekk hann þar í Hvassaleitisskóla. Síðar flutti fjölskyldan í Dala- land og bjó þar í nokkur ár, einnig í Fellsmúla og Hraunbæ. Einar fór snemma að vinna og seldi blöð sem strákur. Lengi vann hann í Víði í Austur- stræti, síðar í hlað- deild Flugleiða en lengst af vann hann hjá Póstinum í Hafnarfirði eftir að hann flutti þangað með systur sinni á Merkurgötu 32. Leið honum vel þar. Seinni ár bjó hann í Álfaskeiðinu. Útför Einars fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 29. nóvember 2019, klukkan 13. Jæja elsku vinur, þá ert þú farinn og mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst fyrsti íbúinn sem ég kynnt- ist eftir að ég flutti á Álfaskeiðið en þá hringdir þú bjöllunni hjá mér eldsnemma morguns og baðst mig að lána þér tóbak sem ég og gerði. Síðan þróaðist okkar vinskapur þannig að þú komst oft í morgunkaffi og við töluðum mikið saman Ég vakna frekar snemma þannig að þetta var í góðu lagi. Síðan þegar gott var veður sátum við úti eldsnemma morguns og fengum okkur kaffi og sígarettu. Mér þótti voða vænt um þig, elsku Einar minn, og öllum sem þekktu þig. Við ræddum lífið og tilveruna og ég er svolítið viss um að þú hafir verið á sömu skoðun og ég og værir trúaður og að þú værir meira trúaður heldur en þú lést uppi. Nú bíð ég eftir því þegar ég fer út með kaffið mitt á morgn- ana að þú komir fyrir hornið, elsku drengurinn, til að drekka með mér kaffi og spjalla. Ég minnist þín með kærleika og þakka vináttu þína. Þú varst mjög bóngóður og vildir öllum vel. Okkur greindi stundum á en alltaf varst þú jafn rólegur og en sagðir þína meiningu og ég mína og svo var það ekki meir. Oft skammaði ég þig fyrir að hringja bjöllunni hjá mér svona eld- snemma og þú játaðir því bara og komst svo aftur á sama tíma næsta dag. Ég gat aldrei verið reið út í þig því þú varst svo mikill ljúflingur og góður strák- ur. Þú komst oft niður á Læk og allir gestirnir á Læk kunnu vel við þig því þú varst þannig mað- ur. Aldrei heyrði ég þig tala illa um einn eða neinn og við öll niðri á Læk söknum þín mikið. Oft bað ég þig að keyra bílinn minn fyrir mig því ég er orðin gömul og slæm af gigt og varst þú oft bæði boðinn og búinn til þess. Ég vissi að þú áttir oft erf- itt með svefn og fórst því oft út að ganga. Þú varst orðinn mikið veikur undir það síðasta en þú kvartaðir aldrei og harkaðir allt af þér. Ég man eftir einu samtali okkar um vinkonu þína sem þú saknaðir og þá sagði ég við þig í gamni, já já, Einar minn, þú ert þá ekki hjartlaus og þá hlógum við bæði eins og við gerðum oft. Ég votta mömmu þinni og stjúpföður og systkinum þínum, sem þú barst mikla virðingu fyr- ir, mína innilegustu samúð og megi góður Guð veita þeim styrk í þeirra sorg. Ég vil kveðja þig með bæn sem ég kenndi mínum börnum þegar þau voru lítil. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Kveðja frá öllum á Læk-at- hvarfi, hvíl í friði, elsku vinur. Sjáumst, þín vinkona, Kolla. Amelía Kolbrún Úlfarsdóttir. Við Einar kynntumst fyrir um 20 árum og urðum strax góðir vinir. Það sem einkenndi Einar dagsdaglega var kurteisi og jafn- aðargeð. Hann hafði góð áhrif á fólk með ljúfmannlegri fram- komu sinni. Hann var hjálpsam- ur og greiðvikinn meðan hann mátti því við koma, en veikindi háðu honum mjög hin seinni ár og lögðu hann loks að velli. Við vorum nágrannar síðustu tvö árin sem hann lifði. Hann var góður granni og nærvera hans var alltaf söm og jöfn; einkennd- ist af ljúfmennsku og kærleik. Ég votta fjölskyldu og vinum Einars mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur. Kristbergur Ó. Pétursson. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. (Úr Hávamálum) Takk fyrir allt, Einar Hallór Hallórsson, fyrir góð kynni í gegnum árin, það voru magnaðir tímar sem við fórum í gegnum í denn, labba Laugaveginn í bíó og allt það, á eftir að sakna þín það sem eftir er hjá mér. Þinn vinur, Guðlaugur (Gulli). Einar Halldór Halldórsson ✝ Ólöf Sveins-dóttir fæddist 25. janúar 1931 á Akureyri. Hún lést á öldrunarheimilinu Hlíð 10. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Sveinbjörnsson pípulagninga- meistari og Helga Sigurjónsdóttir húsmóðir. Hún giftist Jóni Vilmundi Óskarssyni, vélstjóra frá Ytra- Krossanesi við Akureyri, f. 11.6. mundssyni útgerðarmanni. Son- ur þeirra er Sveinbjörn, f. 1982, tölvunarfræðingur, giftur Sæ- unni Hrund Strange. Óskar Sveinn, f. 1951, meistari í bif- vélavirkjun. Börn hans eru Jón Gísli, f. 1980, vélfræðingur, gift- ur Margréti Hrund Kristjáns- dóttur og eiga þau fjögur börn, Óskar Helga, Jökul Ögra, Heið- björtu og Fanndísi Dórotheu. Ólöf Heiða, f. 1982, lögfræð- ingur, í sambúð með Steinþóri Má Auðunssyni. Börn Ólafar eru Jóhann Ægir og Tristan Ylur. Sveinbjörn, f. 1956, meistari í bifvélavirkjun, kona hans er Fjóla Traustadóttir. Útför Ólafar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 29. nóv- ember 2019, klukkan 13.30. 1923, d. 23.10. 2003, þann 25.9. 1949. Hófu þau bú- skap við Ránar- götu 20 en bjuggu lengst af á Greni- völlum 20 á Ak- ureyri. Ólöf var elst fjögurra systkina. Þau eru: Sig- urbjörn, f. 1934. Guðlaug Hanna, f. 1937, d. 1982, og Kristín, f. 1944. Eignuðust Ólöf og Jón þrjú börn. Þau eru Helga Guðný, f. 1949, gift Óskari Karli Guð- Þær eru ófáar góðu minning- arnar sem ég á um þig, elsku amma mín, árin 37 sem við deildum á þessari jörðu. Of- arlega í minningunni sitja öll skemmtilegu ferðalögin, veiði- ferðirnar, sveppatínsla í Kjarnaskógi og föndurferðirnar frægu. Í seinni tíð þótti mér gríð- arlega vænt um að koma norð- ur og heimsækja þig á Hlíð, þar sem þú hakkaðir í þig ýmsar heilaþrautir svo sem krossgát- ur og sudoku. Þú tókst okkur Sæunni alltaf svo vel þegar við komum og heimsóttum þig, oft með litla gjöf sem þú varst ávallt þakklát fyrir. En eitt sinn verða allir menn að deyja, söng Vilhjálmur Vil- hjálmsson og það er víst raun- veruleikinn sem við öll verðum að lifa við. Söknuður er óneit- anlega það sem mér er efst í huga á þessari stundu, en líka stolt og gleði yfir því að hafa átt þig sem ömmu sem reyndist mér svo vel. Hvíl í friði, amma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar. Þinn einasti dóttursonur, Sveinbjörn Óskarsson. Elsku hjartans amma mín. Mikið sem það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki heimsótt þig lengur og spjallað um daginn og veginn. Að rifja um góðar stundir hefur kallað fram mörg tárin en jafnframt hlýjað mér um hjartarætur og kallað fram bros. Allar góðu minningarnar um heimsóknir á Grenivellina þeg- ar ég var lítil stelpa, þar sem allt var alltaf svo fínt og flott hjá þér og hugsunin um það hversu vel við undum okkur alltaf saman nöfnurnar. Þú reyndir að kenna mér að föndra og á ég enn einhver listaverk sem ég gerði undir þinni handleiðslu. Toppurinn var svo þegar þú settir upp hattinn og við fórum í bæj- arferð, fá svo að fara með í sundleikfimina og jafnvel var svo splæst í Greifapítsu um kvöldið fyrir okkur systkinin. Þetta voru alltaf svo yndislegir dagar með ömmu Ollý á Ak- ureyri. Þú varst svo mikið jólabarn og að koma til þín á jólunum í barnæsku minni var ævintýri líkast því það var fallegt jóla- skraut í hverju horni. Meira og minna heimagert að sjálfsögðu. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var svo glæsilegt. Myndirnar sem þú málaðir og litaðir, fallegu ljósmyndirnar sem þú tókst og öll afmælis- og jólakortin sem þú föndraðir. Hver einasti jólapakki var listi- lega skreyttur og oft með heimagerðu jólaskrauti á sem hefur prýtt jólatréð mitt ár hvert. Þú hefur alltaf verið eft- irlætislistakonan mín. Sameiginleg ferðalög fjöl- skyldunnar voru ógleymanleg. Ein minning sem er mér ljóslif- andi er á þá leið að spiluð var tónlist einn morguninn meðan verið var að græja sig í veiði dagsins. Skyndilega voruð þið afi farin að dansa saman með veiðistangirnar í hönd og ég bættist svo í hópinn og tók sporin. Allir brosandi að njóta samverunnar, náttúrunnar og góða veðursins. Þú varst svo stolt af þínu fólki, börnum, barnabörnum og ekki síst barnabarnabörnum. Núna í seinni tíð birti svo yfir þér þegar maður sagði þér sög- ur af því hvað strákarnir mínir væru að gera og þú horfðir á myndirnar af þeim og varst alltaf jafn hissa á því hversu stórir þeir væru. Það sem huggar mig á þess- ari stundu er hugsunin um að þið afi séuð loks sameinuð á ný. Eftir öll þessi ár sem þú hefur saknað hans. Þið voruð svo samrýnd og samstiga í einu og öllu. Ég hef hugsað um endur- fundi ykkar oft á síðustu dög- um og þið brosið bæði út að eyrum. Þannig man ég bara eftir ykkur saman. Brosandi og hlæjandi. Afi kannski aðeins að stríða, sem þér leiddist nú ekki. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgríms.) Takk fyrir allt, elsku amma, hvíl í friði. Ólöf Heiða. Ólöf Sveinsdóttir Það er huggun að hugsa til þess að nú sé amma komin til afa, líði vel og geti spásserað um og sungið af hjartans lyst. Þannig sjáum við hana fyrir okkur, hlæj- andi glaða með afa á fallegum sumardegi. Við systkinin eigum margar góðar minningar tengdar sam- vistum við ömmu. Í okkar augum var hún einstök amma, hlý og góð og gaf sér alltaf góðan tíma til að tala við okkur krakkana. Þegar von var á ömmu og afa í sveitina var ávallt mikil tilhlökkun hjá okkur systkinunum. Með þeim komu fyrirheit um mjúka daga, um ljóðalestur eða söng í fanginu á ömmu, um áheyrn á allt sem okkur langaði að segja og eitt- hvað gott í gogginn. Andrúms- loftið einkenndist af þolinmæði, blíðu og athygli. Amma mundi líka alltaf allt sem maður hafði sagt við hana. Það var alveg merkilegt hversu vel hún mundi hvað var að gerast í lífi okkar og seinna þegar við eignuðumst fjöl- skyldur minnkaði ekkert geta hennar til að safna saman upplýs- ingum og muna hvað hver var að gera. Að koma í heimsókn á Háteig var mikil upplifun fyrir okkur. Í fyrsta lagi var alveg ofboðslega skrýtin lykt þar. Í öðru lagi var maður heppinn að komast lifandi úr stiganum ógurlega niður í kjallara og í þriðja lagi var ótal margt inni í kompunni meðfram stiganum upp á háaloftið sem heillaði okkur systkinin. Amma var vön að fara með ljóð og vísur fyrir okkur og lagði mik- inn þunga á að við skildum merk- ingu vísunnar, skildum um hvað var samið. Einnig söng hún með okkur vísur og lög sem ómetan- legt er að kunna og geyma í minngabankanum. Bergþóra Ólafsdóttir ✝ BergþóraÓlafsdóttir fæddist 12. nóv- ember 1923. Hún lést 17. nóvember 2019. Útför Bergþóru fór fram 25. nóv- ember 2019. Amma var mikill fagurkeri á fatnað, tísku, skraut og skart. Hún var alltaf vel tilhöfð í fallegum fötum með hárið lagt. Amma var vön að segja „komdu hingað og lofaðu mér að sjá hvað er í þessu“ og vildi svo fá að koma við flík- ina sem við vorum í til að meta efnið. Amma vandaði sig mikið og gaf sér tíma þegar hún fann sig til, lakkaði á sér neglurnar og spreyjaði hárlakki í þykkt og grá- hvítt hárið. Hún vandaði sig og gaf sér tíma. Hjá ömmu máttu hlutirnir taka tíma. Takk fyrir að kenna okkur að hlutir mega taka tíma og að maður þurfi ekki alltaf að vera að flýta sér. Í seinni tíð bjó hún til mikið af fallegum skartgripum og lagði hún sig fram við að gera hvern grip þannig að hann passaði þeim sem hún ætlaði hann. Við er svo óendanlega þakklát- ar fyrir þær stundir sem við feng- um að vera samferða. Takk fyrir hlýjuna, þolinmæðina og áheyrn- ina. Takk fyrir sönginn, ljóðin og allar endalausu gjafirnar. Við kveðjum þig elsku amma með fallegu kvæði sem þú kennd- ir okkur þegar við vorum börn. Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir, geysast um lundinn rétt eins og börn. Lækirnir skoppa, hjala og hoppa, hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn. Hjartað mitt litla, hlustaðu á; hóar nú smalinn brúninni frá. Fossbúinn kveður, kætir og gleður, frjálst er í fjallasal. (Helgi Valtýsson) Bergþóra, Benedikt, Hekla og Rán. Elsku tengda- mamma. Nú er komið að kveðju- stund og vil ég þakka þér öll ár- in okkar, en þú komst inn í líf mitt þegar við Alda dóttir ykkar rugluðum saman reytum árið 1984. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Birna Valgerður Jóhannesdóttir ✝ Birna Val-gerður Jóhann- esdóttir fæddist 10. október 1937. Hún lést 22. október 2019. Útför hennar fór fram 1. nóvember 2019. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér Megi englar þér unna, megi árur bægja hættu frá, megi ást alltum lykja þig. Megi ávallt rætast hver þín þrá, og bænar enn ég bið að ávallt geymi, þig Guð sér við hlið. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Hafðu þökk fyrir allt, minn- ing þín mun lifa. Óskar Ólafsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar Elskuleg móðir okkar, amma, tengdamóðir, systir, mágkona og frænka, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, Yrsufelli 11, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. nóvember á Landakotsspítala eftir erfið veikindi. Útförin fór fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild K1 á Landakoti. Agnes Arnardóttir og fjölskylda Rúnar Hafsteinsson og fjölskylda Alda S. Björnsdóttir og fjölskylda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.