Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Fákafeni 9 108 Reykjavík F ö s t u d a g u r t i l f j á r ! - 1 5 % a f s l á t t u r a f b a m b u s n á t t f a t n a ð i 2 9 . n ó v e m b e r- 1 5 % Síðasta aðför Banda- ríkjastjórnar gegn þjóðarréttindum, sjálf- stæði og fullveldi pal- estínsku þjóðarinnar átti sér stað þann 18. nóvember síðastliðinn er Pompeo utanríkis- ráðherra lýsti því yfir að Bandaríkin litu ekki lengur svo á, að land- tökubyggðir Ísraelsmanna á Vestur- bakkanum væru ólöglegar. Þetta fer þvert á alþjóðalög og fjórða Genfar- sáttmálann, þar sem kveðið er ský- laust á um að hernámsveldi sé óheimilt að flytja íbúa svæðisins burt og einnig óheimilt að flytja íbúa eigin lands inn á svæðið. Nú hafa ísraelsk yfirvöld flutt 600.000 manns inn í landránsbyggðir á Vesturbakkanum. Þessi aðgerð er stuðningur við þá stefnu að innlima Vesturbakkann smám saman í Ísrael. Tímaritið Eco- nomist segir yfirlýsingu Pompeos fyrst og fremst ætlað að höfða til hægrisinnaðs, kristins bókstafstrúar- fólks sem geti haft úrslitaþýðingu fyrir endurkjör Donalds Trump. Hin kolólöglega aðgerð, að flytja banda- ríska sendiráðið til hinnar herteknu Jerúsalemborgar, var af sama toga. Mannslíf og atkvæðaveiðar Viku áður, þann 12. nóvember síðast- liðinn, rauf Ísraelsher vopnahlé gagn- vart Gaza með morðárás á einn for- ystumanna Heilagrar baráttu (Islamic Jihad) og konu hans. Þessari fjölda- morðshrinu lauk aðeins tveimur dögum síðar, en þá höfðu 34 manns verið drep- in og lauk lotunni með fjöldamorði á 8 manna fjölskyldu, þremur fullorðnum og fimm börnum. 12 aðrir í fjölskyld- unni særðust alvarlega. Óhugnanleg hlið á þessu máli er sú að margt bendir til að Benjamín Net- anyahu hafi verið að nota þessa aðgerð til að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautum um forsætisráðherra- stólinn og þá ekki síst gagnvart Benny Gantz, herforingja og leiðtoga hins svokallaða miðju-vinstri bandalags. Gantz neri Netanyahu því um nasir í síðustu kosningabaráttu, hvað Bibi væri linur gagnvart Ham- as og Gaza. Þar mun Gantz hafa vísað til vopnahlés Ísraels sem samið var um í fyrra við Hamas. Og nú hefur Net- anyahu líka samið um vopnahlé við Heilaga bar- áttu. Það er annars ekki vænlegt að binda miklar vonir við Gantz sem vill herða árásir á Gaza og hefur einnig fagnað yfir- lýsingu Pompeos utanrík- isráðherra varðandi landránið á Vest- urbakkanum. Vinirnir Trump og Netanyahu beita greinilega sams konar aðferðum til að reyna að styrkja stöðu sína í pólitíkinni, forsetakosningar í Banda- ríkjunum á næsta ári og sennilega þriðju kosningar með stuttu millibili í Ísrael. Nema Netanyahu verði stung- ið inn fyrir mútur, fjársvik og spill- ingu sem hann hefur verið ákærður fyrir. Það kynni að auðvelda stjórn- armyndun, ef hans persóna þvælist ekki lengur fyrir. Trump á líka í vök að verjast einsog kunnugt er vegna ákæra um pólitíska spillingu og alvar- leg afglöp í starfi. Erfið staða sem þessi gerir slíka menn enn hættulegri en ella. Stór meirihluti viðurkennir Palestínu Frá því lýst var yfir sjálfstæði Pal- estínu þann 15. nóvember 1988 hefur stór meirihluti aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Palestínu, eða 138 ríki. Ísland gerði það árið 2011, fyrst vestrænna ríkja og Svíþjóð fylgdi í kjölfarið árið 2014. Hin Norðurlöndin hafa enn ekki gert það frekar en flest NATO- og Evrópusambandsríki. Þótt horfur séu ekki bjartar varð- andi friðsamlega og réttláta lausn, þá er það áskorun á heimsbyggðina alla að efla samstöðuna. Ef til vill er lykill- inn að lausn sú aðferð sem beitt var gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður- Afríku, þegar þjóðir heims samein- uðust um að sniðganga Apartheid- minnihlutastjórnina efnhagslega og á öllum sviðum viðskipta, ekki síst varð- andi vopn, en líka á menningarsviðinu, þar með taldar íþróttir. Þessar frið- sömu aðgerðir höfðu mikið að segja í að brjóta Apartheid á bak aftur. BDS, sniðgönguhreyfingin sem er bæði pal- estínsk og alþjóðleg hefur verið að ná talsverðum árangri, en betur má ef duga skal. Ill meðferð á ísraelskum ungmennum Það hefur sýnt sig undanfarið að Ísrael og Bandaríkin eru nánast alveg einangruð á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hverri atkvæðagreiðslunni á fætur annarri lýkur með atkvæðum þeirra tveggja gegn öllum öðrum. En vald þeirra efnahagslega og hernað- arlega er gríðarlegt og með neitunar- valdi í Öryggisráðinu koma þau í veg fyrir allar aðgerðir og ályktanir sem Ísraelsstjórn mislíkar. Meðferð Ísraelsríkis á ungmennum sínum sem skylduð eru í herinn og látin níðast á nágrönnum sínum, fer óhjákvæmilega illa með þetta unga fólk. Það minnir á afleiðingar Víet- namstríðsins og þá er ég ekki að tala um dauða milljóna Víetnama og áhrif eiturefnahernaðar sem sér ekki fyrir endann á, heldur afleiðingar fyrir milljónir Bandaríkjamanna og fjöl- skyldur þeirra sem sendar voru í óhugnanlegt og ranglátt gereyðingar- stríð gagnvart fátækri bændaþjóð. Nú sitja Bandaríkin uppi með hundr- uð þúsunda örkumla fólks, bæði líkamlega og ekki síst andlega, afleið- ingar stríðs sem var engin mistök heldur afleiðing vondrar stefnu, heimsvalda- og nýlendustefnu. Sú stefna sem ræður ríkjum í Ísrael er af sama meiði. Það er skylda okkar sem vina þjóðanna sem byggja þessi lönd að gagnrýna hátt og skýrt glæpsam- legt framferði. Vinur er sá er til vamms segir. 29. nóvember, dagur alþjóð- legrar samstöðu með Palestínu Eftir Svein Rúnar Hauksson »Meðferð Ísraeslríkis á ungmennum sín- um, sem skylduð eru í herinn og látin níðast á nágrönnum sínum, fer óhjákvæmlega illa með þetta unga fólk. Sveinn Rúnar Hauksson Höfundur er læknir. Loftslagsbreytingar verða ekki eingöngu vegna losunar manns- ins á gróðurhúsaloft- tegundum. Það sýna allar rannsóknir á hita- farinu undanfarnar aldir og árþúsund. Hlutdeild mannsins í þeim breytingum sem nú eiga sér stað er því umdeild. Það þýðir þó ekki að jörðin sé ekki að hlýna held- ur að sá kostnaður sem lagt er í til að hindra hlýnun er vonarpeningur. Þetta sjá allar þjóðir og einbeita sér því að þeim ráðstöfunum sem þjóna þeim sjálfum best auk þess að geta verið framlag til loftslagsmála. Brundtland-skýrslan fræga (Our Common Future) frá 1987 markaði þá stefnu að þjóðir heims skyldu vinna saman að sjálfbærri þróun undir kjörorðinu: „Hugsið hnatt- rænt, framkvæmið heima.“ Fyrri hluti þessa kjörorðs hefur oft gleymst í seinni tíð. Kýótósamkomulagið frá árinu 1992 var gert í anda Brundtland- skýrslunnar, svo og sá hluti þess sem nefndur er íslenska ákvæðið, en það veitti okkur sérstaka heimild til að auka hér stóriðju. Þjóðir heims skildu að það er til gagns að setja þann iðnað niður hér í landi vatns- orkunnar því þar með varð heildar- mengun margfalt minni en ef iðju- verin væru tengd kolaorkuverum annars staðar. Þetta er stærsta framlag sem við getum innt af hendi til loftslagsmála heimsins og okkur ber að varðveita þann árangur. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 byggðist sömuleiðis á grunni Brundtland-skýrslunnar um sjálf- bæra þróun. Þar var fyrst og fremst bætt við ákvæðum um aðstoð við fá- tækari þjóðir og skiptingu ábyrgðar milli þeirra og hinna ríkari. Eftir að Ísland hætti að teljast þróunarríki fyrir meira en 40 árum höfum við aukið framlag okkar til sjálfbærrar þróunar, meðal annars með ráðgjöf og stuðningi á sviði vist- vænnar orku, þar sem við njótum heimafenginnar reynslu. Af sömu ástæðu höfum við veitt aðstoð tengda fiskveiðum, en í því sam- hengi má sjá ótæmandi tækifæri til að auka við reynslu okkar og miðla til hagsbóta fyrir alla. Vistkerfi hafsins er það sem skipt- ir okkur hér á Íslandi mestu máli. Við búum líka við meiri áhættu en aðrar þjóðir vegna þess að haf- straumar kringum landið geta breyst skyndilega og valdið kólnun og breytingum á göngu fiska. Styrkur okkar Íslendinga liggur í sjálfbærri umgengni við hafið og í að finna jafnvægi milli veiða og verndar lífríkisins. Enginn eflir okkur á þeim sviðum meir en við sjálf. Við þurfum að beina kröftum okkar betur að rannsóknum á hafinu og lífríki þess því þar liggja hagsmunir okkar um- fram aðrar þjóðir. Aðrir hafa ekki sömu ástæðu til frumkvæðis í þeim efnum. Þann styrk og þá þekkingu eigum við að nýta okkur hér sem er- lendis og leggja áherslu á það fram- lag til umhverfismála heimsins. Af nógu er að taka. Plastmengun er mikið vandamál í höfum heimsins, ofnýting fiskstofna víðtæk og ástæða er til að hafa áhyggjur af súrnun sjávar. Áhrif framburðar jökulvatns á lífríki sjávar er lítt rannsakað. Margir óttast mjög hamfara- hlýnun. Sá ótti brýst oft fram á mót- sagnakenndan hátt og menn gleyma að hugsa í hnattrænu samhengi. Sumir vilja ýta öllu sem heitir meng- andi stóriðja úr landi og telja sig þannig gera jörðinni mest gagn. Auðvitað mundu stóriðjufyrirtækin þá flytja starfsemi sína til annarra landa þar sem kol yrðu brennd til raforkuvinnslu svo þetta mundi vinna gegn loftslagsmarkmiðum. Þetta á ekki síst við um álver, en ál er sá málmur sem hefur allra málma minnst kolefnisfótspor og notkun þess mun síst minnka í framtíðinni. Við getum því ekki rekið þessi stór- iðjuver úr landi. Fremur verðum við að vernda þann árangur sem við höf- um náð á þessu sviði og sækja fram á öðrum sviðum sem styrkja okkur sjálf til meiri átaka. Allar þjóðir heims huga fyrst að eigin hagsmunum og eigin efnahag áður en þær leyfa sér að leggja fjár- muni í varnir gegn loftslagsvanda heimsins. Ríkar þjóðir ganga ekki lengra en svo að samkeppnisstaða þeirra gagnvart öðrum haldist og hinar fátækari vilja bæta sína stöðu áður en þær leggja fjármuni til þátt- töku í þeim vörnum. Þetta verðum við að skilja en þetta er líka það sem unglingar skilja illa og láta því ýta sér út á götu til að krefjast meiri að- gerða til varnar loftslagsbreyt- ingum. Þar er verk að vinna. Við þurfum að skýra út fyrir ungu fólki að það skiptir höfuðmáli að varðveita árangur okkar í loftslagsmálum og auka áherslur á málefni hafsins. Ungir sem gamlir verða að hugsa til framtíðar. Við verðum að varð- veita þann árangur sem náðst hefur með framlagi okkar í loftslagsmálum og taka frumkvæði í rannsóknum á vistkerfi hafsins og sjálfbærri nýt- ingu þess. Þar er verk að vinna. Hugsum hnatt- rænt, framkvæm- um heima Eftir Elías Elíasson og Svan Guðmundsson Elías Elíasson » Vistkerfi hafsins er það sem skiptir okkur hér á Íslandi mestu máli. Elías er sérfræðingur í orkumálum. Svanur er sjávarútvegsfræðingur. eliasbe@simnet.is Svanur Guðmundsson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.