Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 63
UMRÆÐAN 63 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Buggy- og fjórhjóla- dekk/felgur allt að 30% afsláttur Álfelgur undir margar gerðir fólksbíla, jepplinga og jeppa Dekkjavörur allt að 30% afsláttur BLACK FRIDAY VIKA 25. - 29. NÓVEMBER Hinn 16. október lagði undirritaður fyrirspurnir er varða ellilífeyri sjómanna fyrir félags- og barnamálaráðherra. Spurningin var eft- irfarandi: Hefur ver- ið kannað hversu margir sjómenn nýta sér rétt til töku elli- lífeyris á aldrinum 60-67 ára? Ef svo er, hversu hátt hlutfall sjómanna nýtir þann rétt að hefja töku ellilífeyris fyrir 67 ára aldur? Í svari ráðherra kom fram að skilyrði fyrir töku ellilíf- eyris við sextugt sé að viðkomandi hafi stundað sjómennsku í 25 eða meira. Það er rétt að taka það fram að réttindi í lífeyrissjóðum geta verið með ýmsum hætti, margir sjómenn eiga því miður ekki alltaf mikil réttindi í lífeyr- issjóðum. Ég átti því von á að þessi hópur væri nokkuð stór. Í svari kom fram að einungis 29 manns fengju lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. Til þess að geta sótt um lífeyri þarf viðkomandi að leggja fram af- rit af skattframtali, tekjuáætlun og yfirlit yfir lögskráða daga. Samgöngustofa heldur utan um lögskráningar í dag en einhver dæmi eru um að kalla þurfi eftir upplýsingum um lögskráningar til þeirra embætta sem sáu um lög- skráningar fyrir daga samgöngustofu. Slík upplýsingaöflun getur verið flókin og einhver brögð eru að því að sjómenn leggi ekki út í þá vegferð. Hér er um gríð- arlegt hagsmunamál að ræða. Sjómanns- tarfið er erfitt lík- amlega og slítandi. Mikill skilningur er á því að starfsævi þeirra geti verið styttri en flestra annarra. Mikli hagsmunir liggja í því fyrir sjómenn að þeir nýti sér rétt sinn. Hagsmuna- samtök og hið opinbera eiga að sjálfsögðu að veita slíkar upplýs- ingar. Það getur verið erfitt fyrir menn að afla sér gagna og leið- beiningar þurfa að vera aðgengi- legar. Sjómenn eiga það svo sann- arlega skilið. Sjómenn, þekkið þið ykkar rétt? Eftir Sigurð Pál Jónsson Sigurður Páll Jónsson » Sjómannsstarfið er erfitt líkamlega og slítandi. Mikill skilningur er á því að starfsævi þeirra geti verið styttri en flestra annarra. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. sigurdurpall@althingi.is Það er ýmislegt sem nútímatækni og fram- farir i heilbrigðisþjón- ustu hafa gert til að breyta heiminum. Eitt af því er að lengja líf fólks. Við erum heilsu- hraustari lengur og þar af leiðandi lengist ævikvöldið. Það er ýmislegt sem þarf að gera til að koma til móts við þetta. Eitt af því er að endurskoða ellilífeyr- isaldur. Ég hef lagt fram á Alþingi þings- ályktunartillögu þess efnis að fela fjármála- og efnahagsráðherra ásamt félags- og barnamálaráð- herra að hefja viðræður við samtök opinberra starfsmanna um afnám þeirra ákvæða úr lögum sem tak- marka starf opinberra starfsmanna við 70 ára aldur. Ég tel að þetta sé nauðsynleg og tímabær breyting. Þau rök liggja fyrir í núgildandi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að 60 til 70 ára gamlir starfsmenn viðurkenni það sjaldnast sjálfir að þeir séu ekki lengur vinnuhæfir og að veita þurfi ungum mönnum færi til að komast til starfa. Vissulega þarf að tryggja að ungt fólk komist að vilji það starfa fyrir hið opin- bera. Því fylgir oftast ferskur blær og ný sjónarmið. Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að eldri starfsmenn, sem kannski hafa starfað fyrir hið opinbera í fjölda ára, búa yfir reynslu og þekkingu sem getur reynst dýrmæt, jafnt fyrir starfsemina sjálfa og fyrir nýja starfsmenn. Það skýtur skökku við að um leið og fólk nær ákveðnum aldri eigi það að vera óhæft til starfa, líkt og einhver hafi ýtt á hnapp. Því tel ég nauðsynlegt að gera þeim, er þess óska, kleift að starfa áfram og hafa heilsu til eftir 70 ára aldurinn. Málið sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki lagt fram með það að leið- arljósi að hvetja eða þrýsta á op- inbera starfsmenn að lengja starfs- ævi sína. Þvert á móti tel ég það lykilatriði að starfsmennirnir sjálfir fái að meta það hvenær þeir vilji hefja lífeyristöku, hvort sem það er fyrir eða eftir sjötugt. Ég tel að það sé einnig mikilvægt að gera starfsfólki sem nálgast lífeyrisaldur kleift að lækka starfshlutfall sitt. Ég tel jafnframt að það sé rétt að vinna að afnámi þessara aldurs- takmarkana í samvinnu við samtök opinberra starfsmanna, enda mik- ilvægt að sjónarmið þeirra komi fram þegar verið er að breyta lög- um og reglum sem þá snerta. Tímarnir breytast og mennirnir með Eftir Bjarkeyju Ol- sen Gunnarsdóttur »Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að eldri starfs- menn búa yfir reynslu og þekkingu sem getur reynst dýrmæt. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.