Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 www.danco.is Heildsöludreifing Pappírvborðarvpokar böndvpakkaskraut kortv skreytingarefni teyjurv sellófan Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum Hvar á að gista? Af mörgum ágætum kostum er rétt að vekja sérstaka athygli á Sofitel-hótelinu, sem er í fallegri byggingu við hlið aðallest- arstöðvar borgarinnar. Hót- elbyggingin er 120 ára gömul og hýsti áður starfsemi konunglegu bæversku póstþjónustunnar. Húsið var síðan tekið algjörlega í gegn á árunum 2002 til 2004 og breytt í lúxushótel. Staðsetningin gæti varla verið betri, enda auðvelt að komast til og frá flugvellinum frá aðallest- arstöðinni og miðbærinn í göngufæri. Gestir ættu m.a. að kíkja á sundlaugina í kjallara hótelsins, en hún er ólík öllum öðrum hótelsundlaugum og minnir helst á helli. Þá ættu þeir sem vilja vera í toppformi að at- huga hvort ekki má bóka her- bergi með hlaupabretti eða æf- ingahjóli, en finna má nokkrar slíkar svítur á hótelinu, með risa- stórum gluggum sem veita gott útsýni yfir þök og turna borgar- innar. Blaðamaður fékk að gista á Sofitel Hotel Münich Bayerpost í boði Accor. Stælt Sumar svíturnar eru búnar líkamsræktartækjum. Reisn Sofitel er í byggingu sem áður var aðalpósthús Bæjaralands. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er ekki erfitt að heillast af töfr- um Bæjaralands, í Suðaustur- Þýskalandi. Samt virðist oft eins og þessi hluti Evrópu falli í skuggann af nágrönnunum, og þótt straumur ferðamanna liggi t.d. til Prag eða Vínarborgar í austri, ellegar til Fen- eyja í suðri, eiga margir eftir að upp- götva alla þá kosti sem München býr yfir. Það er gaman að heimsækja Bæj- araland á öllum árstímum en hægt er að mæla sérstaklega með ferð til München að vetri til, til þess ýmist að upplifa Októberfest eða njóta jólamarkaðanna og vetrarrómantík- urinnar í nóvember og desember. Fljúga má beint með Icelandair og tekur ekki nema þrjá tíma og þrjú korter að ferðast til þessarar borg- ar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi: Farðu á jólamarkað í miðbænum Í desember ætti vitaskuld að setja stefnuna á Marienplatz, en þar rís risastór ekta þýskur jólamarkaður sem iðar af lífi. Jólaglögg og alls kyns jólagóðgæti rennur ljúflega niður, og hægt að kaupa sígilt þýskt jólaskraut fyrir heimilið. Ráðhúsið stendur við Marienplatz; mikil- fengleg bygging í ný-gotneskum stíl, með einstaklega fallegri „Glocken- spiel“-klukku sem vaknar til lífs nokkrum sinnum á dag. Kíktu á BMW-safnið München er heimaborg bílafram- leiðandans BMW og eins og vera ber hefur fyrirtækið innréttað bæði stórt og mikið safn, sem og risastór- an sýningarsal fyrir nýju bílana. Í BMW Museum er saga fyrirtækisins rakin í merkilegum bifreiðum, og í BMW Welt er hægt að skoða bíla- framboð allrar BMW-fjölskyld- unnar, þar með talið Rolls-Royce og Mini. Horfðu á Hnotubrjótinn Óperuhúsið í München, Bayer- ische Staatsoper, þykir vera með þeim betri í heiminum. Mikill metn- aður er lagður í dagskrána og helstu perlum óperu- og ballettbókmennt- anna blandað saman við ný og spennandi verk. Eins og við er að búast er Hnotubrjóturinn áberandi í dagskrá desembermánaðar og þegar þetta er skrifað eru enn lausir miðar á nokkrar sýningar. Til að komast í bestu sætin þarf þó að kaupa miða með lengri fyrirvara, ellegar bíða við innganginn rétt fyrir sýningu og vona að pláss losni. Upplifðu list Bláu riddaranna München var þungamiðja annarra af tveimur meginfylkingum express- jónisma í þýskri málaralist. Bláu riddararnir, Der Blaue Reiter, mörkuðu djúp spor í listasöguna með fólki eins og Wassily Kandinsky og Gabriele Münther í broddi fylk- ingar, og upplagt að renna við í Len- bachhaus þar sem þessari merkilegu listrænu hreyfingu eru gerð góð skil. Haltu út fyrir bæinn Allt í kringum München má finna áhugaverða áfangastaði. Ber sér- staklega að nefna Neuschwanstein- kastala, sem er í um 1.40 klst. akst- ursfjarlægð, rétt við austurrísku landamærin, og sömuleiðis smáhöll- ina Linderhof sem er lítil perla á svipuðum slóðum. Þá er enginn hörgull af góðum skíðasvæðum syðst í Þýskalandi, og ef skíðin eða snjóbrettið eru með í för ætti að setja stefnuna á t.d. Alpsee- Grünten, Oberjoch og Karwendel þar sem finna má Dammkar- skíðabrekkuna sem ku vera sú lengsta í Þýskalandi; 7 km frá upp- hafi til enda. Ævintýralegur vetur í München Hvort sem fólk er með bíladellu, brennandi áhuga á ballett, eða á kafi í þýskum expressjónisma veldur höfuðborg Bæjara- lands ekki vonbrigðum. Ljósmynd/Wikipedia – Pe-Sa (PD) Óskaheimili Linderhof er lítill draumakastali sem upplagt er að heimsækja í sömu ferð og Neuschwanstein. Að innan er þessi smáhöll engu lík. Ljósmynd/BMW Group Drossíur Hjá BMW Welt má finna öll merki BMW-fjölskyldunnar undir einu þaki, þar með talið Rolls-Royce. Byggingin er stórglæsileg og bílaáhugafólk hefur gaman af að skoða úrvalið, og BMW-safnið í næsta húsi. Ljósmynd/Flickr – Mark Pegrum (CC) Glögg Ekta bæversk jólastemning ríkir á ráðhústorgi München. Ljósmynd/Bayerische Staatsoper – Wilfred Hösl Sígilt Fátt kemur fólki betur í jólaskapið en að horfa á Hnotubrjótinn. Til að fá miða í góð sæti þarf samt helst að panta með löngum fyrirvara. Málverk/Wassily Kandinsky Djásn Lenbachhaus-safnið er eitt helsta heimili Bláu riddaranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.