Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 90

Morgunblaðið - 29.11.2019, Síða 90
90 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Ég er á leiðinni Músargráa húsið okkar númer 46 við Skipasundið í Reykjavík er lágreist skeljasandshús með ljós- gráu bárujárnsþaki; ég man ekki eftir strompi, en samt hlýtur að hafa verið strompur einhvers stað- ar á þakinu. Um leið og ég sé hann fyrir mér, langan og gráan, standa svona líka beint upp í loftið sé ég bæði hvernig lífsklukkan mín og bernskusagan hefja sinn slátt og gang í hvítmáluðu svefn- herbergi foreldra minna. Ég hugsa: Þarna var alltaf gott að vera, gott að kúra, gott að dvelja, mikið sem ég sakna hlýjunnar. Mömmumagi, brjóst og læri, fellingar og mýkt, mamma mín að anda - betri söng getur ekkert barn hugsað sér og þennan söng heyri ég núna. Klukkan er sjö að morgni mið- vikudagsins 19. júní og árið er 1946 - ef heyrst hefði í morgun- útvarpinu hefðu borist ljúfir tónar á undan spjallþætti dagsins, en svo er ekki því á þessum árum hljómar ekkert útvarp fyrr en á hádegi og þá eru eingöngu sagðar fréttir og hvað í þeim er helst. Það er logn núna og allt sýnist stefna í heitan dag, blár himinn, ekki ský á lofti og fuglarnir leita að örmjóum trjágreinum í garð- inum mínum. Hversu stór og grænn sem hann er alltaf þessi garður bernskunnar, þegar allt er saklaust, ósnortið og gott. Þetta er í rauninni svo kunn- ugleg mynd að mér er sem ég finni hvað allt er friðsælt og ein- mitt á þessu andartaki sem er að líða sé ég hvar mamma mín, Anna Jónsdóttir frá Prestbakka við Hrútafjörð, og Bjartmar, bróðir minn, sofa bæði svefni hinna rétt- látu, svo undur, ósköp vært. Ekk- ert virðist geta raskað ró þeirra, enda rumska þau ekki þegar pabbi minn, Sveinbjörn Markússon frá Ystu-Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi, gengur léttstígur út í sum- arið og lokar ofur varlega á eftir sér. Honum er í mun að þau mæðginin hvílist, ekki síst hin há- ólétta mamma mín sem komin er á tíma. Nei, ég er ekki fædd enn þá; ég er á leiðinni. Ein stelpa, tveir sykurmolar Pabbi er í sumarfríi frá kennsl- unni í Austurbæjarskóla og þenn- an morgun, einsog alla aðra virka morgna bernsku minnar, hjólar hann af stað í byggingarvinnu sumarsins. Á þessum árum vinna margir kennarar hörðum höndum á sumrin til að halda í horfinu því ekki duga kennaralaunin ein til að sjá fyrir heimili. Ó, nei. Hver frjáls stund frá hefðbundinni dag- vinnu skal nýtt til sem mestrar aukavinnu og ekki nema von að skáldbræðurnir og húmoristarnir Jón Múli og Jónas Árnasynir skuli hafa haft um ástandið bæði lag og ljóð sem smellpassa enn þá við til- veru svo ótal, ótal margra Íslend- inga, því miður nægir ekki dag- vinnan ein til að halda heimili á floti: ... Við heimtum enn þá meiri aukavinnu! / Því það er okkar æðsta sæla að pæla / þræla og þræla / og þræla fram í rauðan dauðann. / Ó, gefðu, Guð, oss meira puð. Nóg um þrældóminn því tveim- ur tímum seinna, á slaginu klukk- an níu, gerir hann pabbi minn hlé á steypupuði sínu og fer í bláa, krumpaða vinnugallanum í kær- komið morgunkaffi til Ástu, systur sinnar, sem býr í verkamannabú- stöðunum í Meðalholtinu – og sem hann vindur sér snarlega inn úr dyrunum með bros á vör, færir systir hans honum hina glóðvolgu lukkufrétt: – Hún Anna þín er búin að eign- ast 15 marka heilbrigða, sprikl- andi stelpu og allt gekk svona líka ljómandi vel; þeim líður báðum einsog blóma í eggi, mæðgunum. Til hamingju, Svenni minn, viltu ekki tvo mola út í kaffið í tilefni dagsins? Að vera herforingi En hvernig var þetta eiginlega? Jú, mamma vaknar með hríð- arverki, hún finnur auðvitað hvað er í þann mund að gerast og kall- ar til konunnar í risinu, segjum að hún heiti Stína; sú kemur hlaup- andi niður stigann og mamma seg- ir henni hvað gera skuli, hún verði einfaldlega að standa sig, nú sé líf í húfi og ekkert minna en það. Mér er sem ég sjái hana móður mína, másandi og blásandi að stjórna þessari fæðingarsögu minni frá upphafi til enda. Hún er herforingi sem kann að skipa manneskjum í réttu hlutverkin og það gerir hún á þessum stað og á þessari stundu, einsog alltaf síðan. Ég fæðist svo í sömu mund og Stína í risinu kallar á konurnar úr nærliggjandi húsum sem láta ekki á sér standa, koma askvaðandi með allar hjálparhendurnar út- réttar. Það er því mikill meyjafans í kringum rúmið hennar mömmu þegar hin gargandi smástelpa lítur dagsins ljós. Ein kvennanna nær svo í vin okkar, við skulum kalla hann Sigga, sem er við vinnu sína í bíl- skúrnum við hliðina á húsinu. Siggi, þessi elskulegi maður, á bíl, sem er í raun fáheyrt á þessum tíma, og hann ekur í loftköstum sem leið liggur upp á Langholts- veg, rýkur inn í Silla og Valda, beint á móti strætóstoppistöðinni á Sunnutorgi, og fær að hringja þar í ljósmóður sem býr skammt frá. Hún kemur óðara til okkar í Skipasundið, lítur snöggt yfir kvennaskarann í herberginu og segir, heldur en ekki hneyksluð á svipinn: – Allar þessar konur á staðnum og svo segið þið að hér vanti hjálp. Að þeim orðum sögðum strunsar ljósan ljúfa hiklaust á dyr og skellir á eftir sér. Ég man mig í mömmu Það er ekki að sökum að spyrja, engin viðstödd manneskja veit sitt rjúkandi ráð. Hvað eiga konur nú að taka til bragðs? Mamma, sem liggur með blessaða mig á mag- anum, virðist í rauninni pollróleg allan tímann, en slíkur er sagður háttur herforingja á erfiðum tím- um. Nema hvað, enn má sem sagt öðlingurinn Siggi bruna af stað í Silla og Valda og hringja þar aftur og nú eftir annarri ljósmóður. Við svo búið má ekki standa; það verð- ur að klippa á naflastrenginn og slíta stelpuna frá mömmunni sem á eftir að remba úr sér fylgjunni. Síðari ljósan er rösk og hún er ekkert að tvínóna við hlutina, klippir á naflastrenginn eftir að hafa rekið allt kvennaliðið út á meðan. Hefði mig rekið minni til væri þetta örugglega mín uppá- haldsstund: Ég og mamma tvær einar, ég ofan á maganum á henni, hún að finna mig á bumbu sér; ég að muna mig í henni og hún að muna mig í sér. Bingó. Tvö núll að elska, tvö núll að dúa sér. – Þið komið inn þegar þetta er búið, segir ljósan ákveðin og kon- urnar hlýða einsog þægir smá- strákar. Fljótlega verður svo allt klappað og klárt og þarna standa allir þessir kvenmenn auk Bjart- mars bróður míns í kringum okk- ur mæðgur sem báðar erum him- insælar og rjóðar í vöngum – og nú er sem ég sjái fimmtán mánaða bróður minn klifra upp í rúmið til að snerta kinnar og fitla við eyru á stelpu - hann hefur eignast syst- ur og keppinaut og það á sjálfan kvenréttindadaginn, en jafn lítill og orðlaus maður hugleiðir auðvit- að ekki hvaða dagur er; hann veit bara að það er stelpa í plássinu hans. Hversu heppin er ég; hversu heppið er það barn sem er vel- komið; hversu ljúf er sú tilfinning að finna hönd á brjósti og heyra svo móðurröddina hvísla orðum í eyra, orðum sem þýða svo miklu meira en þau kunna að hljóma: – Vertu velkomin í heiminn, litla mín. Tíu konur og örlagaþræðir Seinna veit ég að í tilefni kven- réttindadagsins skrifa tíu konur í Þjóðviljann, sem er auðvitað óvenjulegt um miðja síðustu öld, að svo margar konur eigi rödd í einu blaði. Það er bara dásamlegt og margar fínar jafnréttisgreinar er þar að finna sem sumar hverjar eiga við enn þann dag í dag þótt margt hafi, sem betur fer, til batnaðar breyst. Og ekki er hún heldur slæm forsíða Morgunblaðs- ins sem skartar vísun í heitstreng- ingu Ólafs Thors forsætisráð- herra: Íslendingar vilja engar herstöðvar á landi sínu á frið- artímum; fagurt loforð sem var svo laglega svikið einsog menn muna. Hvers vegna ég nefni þetta sér- staklega? Jú, ég nefni þetta tvennt, þótt kannski sé það út- úrdúr, vegna þess að þetta hefur alltaf verið mér sérlega hugleikið, jafnréttið og réttur hvers manns til að lifa í friði. Mér finnst reynd- ar stundum einsog ég hafi fengið áhugann á þessum heimsins mik- ilvægu málum strax í vöggugjöf; að þennan 19. júnídag 1946 hafi örlaganornirnar, Urður, Verðandi og Skuld, spunnið sína löngu þræði og lagt þá yfir stelpukornið í vöggunni, að þær hafi lotið yfir mig og síðan breitt fortíð, nútíð og framtíðarþræðina sína yfir barnið á sama hátt og haft er fyrir satt að þær hafi spunnið hverri einustu manneskju sem fæðst hefur á jörðinni, örlög sín. Misskipt er manna láni og víst hefur margt barnið hlotið slælegri örlög en ég, en það er nú ekki verra að trúa því að nornirnar þrjár hafi unnið vinnuna sína af alúð einsog þeirra var háttur og verða í sömu svipan hluti af hinu stóra og mikla samhengi norrænn- ar goðafræði. Þar þykir mér að minnsta kosti gott að vera. Skáldskapur Sagan um fæðingu mína þann 19. júní fyrir rösklega 70 árum er auðvitað mín eigin útgáfa af því hvernig ég kom í veröldina og þannig varðveitist hún og þannig verður hún, svo einfalt er það. Þegar ég lít til baka er ég fyrst í stað bara glöð að hafa lifað en ekki dáið; löngu seinna, þegar ég sjálf fæði börn og skil aðstæð- urnar í hinu hvíta svefnherbergi foreldra minna þennan morgun í Skipasundinu, sýp ég hreinlega hveljur - og núna, þegar ég er orðin eldri manneskja og lít yfir farinn veg, sé ég mömmu mína ljóslifandi fyrir mér, tvítuga stúlku að ráða fram úr flókinni at- burðarás við ákaflega frumstæð skilyrði. Sjálf man mamma auðvitað at- burðinn öðruvísi og í mun ítarlegri smáatriðum en ég, annað hvort væri nú. Það var jú hún sem fæddi stelpuna og var á staðnum í aðalhlutverkinu, það var hún sem axlaði ábyrgð sem ég hafði ekkert með að gera. Kannski Stína í ris- inu, sem mamma kallaði á sér til hjálpar, muni frekar tilfinningu en atburðarás, muni að allt hefði get- að farið á versta veg og barnið dá- ið nema hún brygðist rétt við. Kannski man Siggi, vinur okkar sem ók sem óður væri út í Silla og Valda á Langholtsveginum til að hringja í ljósmæðurnar, ekki neitt nema að allt hafi að lokum farið vel þrátt fyrir allan handaganginn í öskjunni og að mamma hafi verið sú eina sem hélt ró sinni allan tímann. Ég veit þetta ekki og mun aldrei vita það, báðar þessar greiðviknu manneskjur, þau Stína og Siggi, eru horfnar af sjón- arsviðinu og geta því engu svarað spurningum mínum um málið þótt ég fegin vildi fá svör við þeim. En hitt veit ég - um það erum við mamma sammála þegar við ræðum saman einsog við gerum oft - að engar tvær manneskjur muna sama atburðinn eins, hvern- ig sem þær reyna. Ég hugsa að við hljótum öll að geta sæst á þá síendurteknu vísu án þess að bjaga hana frekar með raunsæis- hjali. Blekkingin stóra og sæta er líka sú, og hún er náttúrlega al- gjör, að ég man ekki nokkurn lif- andis skapaðan hlut frá þessum blessaða degi þótt mér finnist það. Ég man ekkert nema sögur annarra sem mér hafa verið sagð- ar og hafa lifað með mér og lifnað við, runnið svo saman hver við aðra og með tímanum orðið mínar. Minningasaga mín um það hvernig ég kem í heiminn og byrja eigin göngu, að stíga þennan lífsins polka sem ég er svo dæmalaust lánsöm að hafa fengið að dansa við fólkið sem steig út á gólfið með mér, ef svo má að orði komast. Á þennan hátt á líf mannsins, byrjun þess og endirinn líka, svo óendanlega margt sameiginlegt með skáldskapnum; ef lífið sjálft er þá ekki bara skáldskapur þegar upp er staðið. Hvað vitum við svo sem um svarið við þeirri spurn- ingu? Ég ætla mér að minnsta kosti ekki að reyna að svara henni, hvorki í dag né nokkurn annan dag, en ég tek að sama skapi fullan þátt í leiknum. Glöð að hafa lifað en ekki dáið Lífsklukka Börnin í Skipasundinu, Bjartmar, Sveinsý og Systa, börn Ástu Jónsdóttur og Sveinbjörns Markússonar. Í Systu skráir Vigdís Grímsdóttir ævisögu Sigrúnar Sveinbjörns- dóttur, sem er ævin- lega kölluð Systa, sál- fræðings og prófessors emerítu við félagsvís- indadeild Háskólans á Akureyri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.