Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 94

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 94
94 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 12/06/2018 Breytingar í lífi mínu Þegar ég skutlaði Leifi Ottó í Austurbæjarskóla sá ég Hallgrím Helgason rithöfund mjaka sér út úr næsta bíl. Skáldið sneri baki í okkur feðga, táknrænt að mér fannst. Ansi voldugur með þennan hatt, svolítið eins og forystusauður eða að minnsta kosti stór fiskur í lítilli tjörn á hjara veraldar. Mér fannst augnablikið einhvern veginn táknrænt fyrir breytingar í lífi mínu. Í tutt- ugu ár hafði ég harkað sem listamaður með yfirdrætti í nokkrum löndum. Nú var komið að skuldadögum. Ég varð að gera svo vel að spýta í lófana, dýfa mér ofan í túristagaleiðuna af full- um krafti og sjá svo til hvar ég kæmi í land. Ég var þó að minnsta kosti frjáls maður, laus við ei- líft kvabbið og barlóminn. Það voru fjörutíu Þjóðverjar í rútunni plús samkynhneigður og ótrúlega ófríður fylgd- armaður sem sá blessunarlega um að telja grásprengda hausa og þar að auki tveir dularfullir staff ljósmyndarar úr skipinu. Gott að taka strax annan þýskan dag. Maður slípar og mótar al- veg eins og í enskumælandi ferðunum. Veðrið aðeins verra en daginn áður. Það var rigningarúði og þoka frá því að við lögðum upp frá Gullfossi og alla leið í bæinn. 21/08/2018 Óttalegt vesen á Jordan Jordan tróð sér í ferð á síðustu stundu og lét síðan bíða eftir sér í öllum stoppum. Fyrst var hann svolítið að afsaka sig þegar hann var seinn en skipti svo um skoðun í miðju kafi og var þá allt að því ógnandi í fasi. Í Kerinu renndi hann sér á rassinum alla leið niður í gíginn og mætti drullugur upp fyrir haus í rútuna. Ástandið náði hápunkti á Þingvöllum þegar hann lenti í áflogum við leiðsögumann sem var að reyna að banna honum að hlaða vörður úr grjóti við Öxarárfoss. Hann hafði verið að hlaða þess- ar vörður í hverju einasta stoppi. Í lok dags tjáði Jordan mér að hann ætti bókaðan rútumiða frá BSÍ um sexleytið svo ég þurfti að keyra örlítið skarpt til að losna við hann. 17/04/2019 Dauðinn í Gullhring Robert var með alvarlegan taugasjúkdóm og vissi að hann átti stutt eftir. Við sátum þöglir eftir í rútunni og horfðum á eftir konunni hans ganga ásamt öðrum farþegum niður slóðann að foss- inum Faxa. Hún var um fimmtugt, nokkrum árum yngri en eiginmaðurinn. Sprúðlandi af lífsgleði sem hann var búinn að glutra niður. Robert sagði mér stoltur frá því að hún hefði nýlega gengið til liðs við brunaliðið heima í New Hampshire. Tvítugur sonur þeirra kom hlaupandi upp frá fossinum, opineygður með myndavélina á lofti. Svo góður drengur, sagði pabbinn. Þrátt fyrir einhverfuna. Svo tilfinninganæmur. Það var sérstakt að sitja þarna og vera ekki lengur bara leiðsögumaður heldur líka sálusorg- ari og vitni að endalokum. 24/12/2018 Aðfangadagur Ég ligg allsber á rúminu á herbergi 447 á Hótel Selfossi klukkan korter í sex á aðfangadag. Það voru mistök að hafa ekki með sér spariföt. Ég er með einar buxur og jakkalaus. Leifur Ottó er búinn að hringja tvisvar, frekar hissa á pabba sínum að vera að vinna um jólin. Auðveldur dagur að öðru leyti. Sótti sprinter og tíndi upp sextán kínverska stúdenta á Hlemmi klukkan átta. Hætti við að fara beint á Þingvelli enda niðamyrkur ennþá. Brunaði þess í stað yfir Hellisheiði í fínu færi og í kaffipásu í Hveragerði. Síðan ók ég upp með Þingvallavatni og þaðan yfir flekaskilin. Kínverjarnir reyndust skarpgreindir og vel enskumælandi, svo ég sagði frá flestu sem ég nefni vanalega. Fólkið var orðið kalt og hrakið á Gullfossi svo ég tók strikið á Hótel Selfoss rúmlega þrjú. Ég er með allt annað og betra álit á Kínverjum eftir daginn. Mættur niður í jólahlaðborðið um sjöleytið og sló mér niður við borðið hjá þrem bílstjórum frá stóru rútufyrirtæki, vambsíðum körlum á sjötugsaldri, undarlega sléttum og glansandi í fram- an. Við spjölluðum um færð og ökurita þangað til kínversk leiðsögukona birtist við borðsendann gædd þónokkrum persónutöfrum. Hún gaf gömlu lesbíunum sinn hvorn bjórinn í jólagjöf. Karlarnir fóru allir svolítið hjá sér. Ég kvaddi borðið rúmlega átta og fór að sofa. Bekkurinn – dagbók í Gullhring Bekkurinn – dagbók í Gullhring heitir bók eftir Þórarin Leifsson og birtir minningar og myndir frá starfi Þórarins við ferðaþjónustu árin 2018-2019. Á einu ári fór hann sjötíu og sex sinnum í Gullhring með erlenda ferðamenn. Í hvert skipti sem áð var við Geysi tók hann mynd af bekk sem stendur fyrir framan goshverinn Strokk. Hann skráði jafnframt hjá sér það markverðasta sem gerðist í hverri dagsferð og gaf henni einkunn að hætti TripAdvisor.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.