Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 100

Morgunblaðið - 29.11.2019, Qupperneq 100
100 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 enda á EM innanhúss í San Sebast- ian árið 1977 þegar Hreinn Hall- dórsson varð Evrópumeistari í kúluvarpi. Kratochvílová hljóp þá á 53,95 sekúndum. Hún var 29 ára þeg- ar Ólympíuleikarnir fóru fram í Moskvu og þar fékk hún silfur- verðlaun í 400 metra hlaupi. Eru það einu ólympíuverðlaun hennar en væntanlega hefði hún verið í barátt- unni á leikunum árið 1984 í Los Ang- eles. Tékkar sniðgengu hins vegar leikana af pólitískum ástæðum eins og fleiri kommúnistaríki. Vangaveltur um lyfjanotkun Eins og ljósmyndir sýna glögglega var Kratochvílová líkamlega sterk og vöðvamassinn meiri en yfirleitt geng- ur og gerist hjá 800 metra hlaup- urum. Í gegnum tíðina hefur verið rætt og ritað um mögulegt lyfjamis- ferli í hennar tilfelli, meðal annars vegna líkamlega styrksins en einnig vegna þess hversu seint hún sprakk út sem hlaupari. Kratochvílová féll aldrei á lyfjaprófi en lyfjaprófin voru fátíðari og frumstæðari á þeim tíma. Þar sem skipulagt lyfjamisferli í Sovétríkjunum og Austur-Þýska- landi hefur verið til umfjöllunar í gegnum tíðina þurfa aðrar Austur- Evrópuþjóðir að búa við það að fólk dragi þær ályktanir að þar hafi vinnubrögðin verið svipuð. Sjálf hefur Kratochvílová ávallt neitað því að hafa notað lyf sem eru á bannlista til að bæta árangur sinn. Reis hún upp á afturlappirnar og mótmælti harðlega þegar umræða um að strika öll heimsmet út sem sett voru fyrir 2005 fór á flug. Málflutn- ingur hennar hefur gengið út á að hún hafi lagt afar hart að sér og tekið inn mikið magn af B12-vítamíni. Þjálfari hennar til tveggja áratuga, Miroslav Kvac, tók iðulega í sama streng. Fór út í þjálfun Þegar ferlinum sleppti fór sú tékk- neska sjálf út í þjálfun. Hefur hún þjálfað í frjálsum íþróttum og verið hluti af þjálfarateymi tékkneska landsliðsins. Hversu lengi glæsilegt met hennar mun standa er erfitt að segja til um en það virðist ekki bein- línis vera í hættu. Ummæli hinnar rússnesku Svet- lönu Masterkovu, ólympíumeistara í 800 metra hlaupi árið 1996, um metið eru athyglisverð. „Það á ekki að vera hægt fyrir konu að hlaupa svo hratt. Metið mun standa í 100 ár.“ AP Yfirburðir Jarmila Kratochvílóvá, heimsmethafi í 800 m hlaupi kvenna, kemur langfyrst í mark, einu sinni sem oftar. Mun heimsmetið hjá Jarmilu standa í 100 ár?  Spádómurinn frá 1996 gæti ræst en enginn hefur ógnað alvarlega metinu hjá Jarmilu Kratochvílóvu í 800 metra hlaupi í 36 ár  Setti tvö heimsmet 32 ára Sögustund » Í þessum dagskrárlið hefur áður verið fjallað um John Daly, Wayne Gretzky, Mike Powell, Mark Spitz, Nadiu Comaneci, Hermann Maier, Önu Fideliu Quirot, Ben Johnson, Charles Austin, Alberto Juantorena, Helmuth Duckadam, Matti Nyk- änen, Jack Nicklaus, Heysel- harmleikinn, Ben Crenshaw, David Beckham, Milfred „Babe“ Didrikson, knattspyrnulandslið N-Kóreu 1966 og Alsírs 1982, Eddie Eagan, Roberto Cle- mente, Larisu Latininu og Tórínó-flugslysið. Ljósmynd/Jan Bartos Þjálfari Jarmila Kratochvílóvá hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari á heimaslóðum síðan hún hætti keppni. Hún er 68 ára gömul í dag. SÖGUSTUND Kristján Jónsson kris@mbl.is Líftími meta í íþróttunum er mjög mismunandi. Vilhjálmur Einarsson átti til að mynda ólympíumet í aðeins tvær klukkustundir árið 1956. Á hinn bóginn geta met staðið í áratugi. Elsta núgildandi heimsmet í frjálsum íþróttum hefur nú staðið síðan 1983, eða í þrjátíu og sex ár. Metið stendur í grein Anítu Hinriksdóttur, 800 metra hlaupi. Methafinn er Tékki, Jarmila Krat- ochvílóvá, og keppti fyrir Tékkóslóv- akíu sálugu. Kratochvílóvá er magn- aður afreksmaður því hún skaraði fram úr bæði í 400 metra hlaupi og 800 metra. Ekki er hlaupið að því þótt hlauparar kunni að vera fram- úrskarandi í annarri hvorri vega- lengdinni. Munurinn á þessum grein- um er meiri en hinn almenni áhugamaður getur gert sér fyllilega grein fyrir. Gull í tveimur greinum Árið 1983 var ár Kratochvílóvu, en það sumarið setti hún heimsmet í báðum greinum. Hinn 26. júlí 1983 setti hún heimsmetið í 800 metra hlaupi á móti í München. Tíminn var undraverður: 1:53,28 mínútur. Fyrri hringinn hljóp hún á 56,1 sekúndu, en hraðanum í fyrri hluta hlaupsins var haldið uppi af hinni þýsku Petru Kleinbrahm. Á síðari hringnum áttu keppinautarnir ekki nokkra mögu- leika og Jolanta Januchta frá Pól- landi, sem hafnaði í 2. sæti, var heil- um sjö sekúndum á eftir. Kratochvílóva lét ekki þar við sitja sumarið 1983 og nældi í gullverðlaun í 800 og 400 metrunum á HM í Hels- inki síðar um sumarið. Slíkt hafði aldrei gerst áður á HM. Er ekki öll sagan sögð því á HM setti sú tékk- neska heimsmet í 400 metra hlaupinu á tímanum 47,99 sekúndum. Stóð það met í tvö ár. Kratochvílóva stal sen- unni á HM 1983, en á þeim tíma voru miklar kempur að hefja sína vegferð: Sergey Bubka og Carl Lewis. Þegar hún sigraði í 800 metrunum hafði hún lokið við undanúrslitin í 400 metr- unum aðeins hálftíma fyrr. Þrátt fyr- ir það var tíminn frábær í 800 metr- unum og síðustu 200 metrana hljóp hún á 27,3 sekúndum. Var það betri endasprettur en hjá þremur hlaup- urum í úrslitum 800 metra hlaups karla. Ef við skoðum tímann í 800 metr- unum í München, sem enn stendur óhaggaður sem heimsmet, hefur eng- in farið undir 1:54 mínútur síðan Kratochvílová gerði það. Metið á undan henni átti Nadezhda Oliz- arenko frá Sovétríkjunum, en hún hljóp á 1:53,43 mínútum árið 1980. Pamela Jelimo frá Kenía hljóp á 1:54,01 árið 2008 og hin umtalaða Caster Semenya frá Suður-Afríku á best 1:54,25. Íslandsmet Anítu Hin- riksdóttur frá Ólympíuleikunum í Ríó er 2:00,14 mínútur. Blómstraði seint á brautinni Jarmila Kratochvílová fæddist hinn 26. janúar árið 1951 í litlum bæ, Golèùv Jeníkov, en íbúafjöldi þar er svipaður og á Egilsstöðum. Krat- ochvílová fékk vafalítið ágætt íþróttauppeldi en hún er þó þekkt fyrir að hafa blómstrað seint á hlaupabrautinni, í það minnsta þegar horft er til þess hvenær henni tókst að slá þeim bestu við. Hún varð orðin 32 ára þegar hún setti heimsmetin sem um ræðir og hafði ekki farið sekúndur í 400 metr- unum fyrr en hún varð orðin 27 ára. Hún var sem dæmi á meðal kepp-  Valdís Þóra Jónsdóttir er í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Andalúsíumótinu í golfi á Costa del Sol á Spáni en mótið er það næstsíð- asta á Evrópumótaröðinni í ár. Valdís lék hringinn á 78 höggum, sex yfir pari, og er í 86. sæti af 96 kepp- endum. Hún þarf á góðum árangri að halda til að vinna sér fast sæti á móta- röðinni fyrir næsta tímabil en fyrir þetta mót er hún í 82. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Sjötíu bestu fá örugg- an keppnisrétt.  Framarar fengu í gær góðan liðs- auka fyrir keppn- ina í 1. deild karla í fótbolta á næsta tímabili þegar sóknarmaðurinn Þórir Guðjónsson kom til þeirra frá Breiðabliki og miðjumaðurinn Albert Hafsteinsson frá ÍA. Þórir er 28 ára gamall, uppalinn hjá Fram en hefur leikið með Val og Fjölni í meistaraflokki og er marka- hæstur í sögu Fjölnis í efstu deild með 31 mark. Hann gerði eitt mark í sex leikjum fyrir Breiðablik í deildinni í ár. Albert er 23 ára og hefur leikið allan sinn feril með ÍA, alls 74 leiki í efstu deild og 15 þeirra á síðasta tímabili.  Rhein-Neckar Löwen, lið Alexand- ers Peterssonar og Kristjáns Andr- éssonar þjálfara, verður í riðli með Cu- enca frá Spáni, Nimes frá Frakklandi og Holstebro frá Danmörku í sextán liða úrslitum EHF-bikars karla í hand- knattleik en dregið var í riðlana í gær. Þráinn Orri Jónsson og samherjar í danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg verða í riðli með Melsungen frá Þýska- landi, Gwardia Opole frá Póllandi og Benfica frá Portúgal.  LeBron James varð í fyrrinótt fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik til að skora 33 þúsund stig í deildinni. Hann skoraði 29 stig og gaf 11 stoðsendingar þegar Lakers vann New Orleans Pelicans, 114:110. Á undan honum á stigalistanum eru Kareem Abdul- Jabbar (38.387), Karl Mal- one (36.928) og Kobe Bryant (33.643). Annars var Ant- hony Davis í mikl- um ham með Lak- ers og skoraði 41 stig í leiknum. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – ÍBV .................. 18.15 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – ÍBV .................. 20.15 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ásvellir: Haukar U – Víkingur............ 19.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – Þróttur .............. 19.30 Origo-höllin: Valur U – KA U.............. 19.30 Hertz-höllin: Grótta – FH U .................... 20 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – FH ........................ 18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Fjölnir ............ 18.30 MG-höllin: Stjarnan – KR ................... 20.15 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Sindri ............... 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Breiðablik........... 19.15 Ísafjörður: Vestri – Snæfell................. 19.15 Í KVÖLD!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.