Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 104

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 104
104 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Vantar þig pípara? FINNA.is Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir stuttu kom út skáldsaga Sig- rúnar Pálsdóttur sem hún nefnir Delluferðina. Í bókinni segir frá stúlkunni Sigurlínu Brandsdóttur, Jónssonar fræðimanns og skrifara frá Kotum í Skagafirði, sem þráir það heitt að komast af heimilinu og til mennta. Í leiðinni fjallar Dellu- ferðin um það hvernig menningar- verðmæti verða til, enda kemur við sögu íslenskur forngripur, beltis- sproti, sem kemst í eigu Metro- politan-safnsins í New York, seldur þangað ungri íslenskri konu, Miss Selena Branson, Sigurlínu Brands- dóttur. Löngun Sigurlínu að komast til náms er þekkt minni úr Íslandssög- unni, enda fengu konur oft ekki að læra nema til heimilisverka og hann- yrða, eins og Guðrún Borgfjörð (1856-1930) lýsir til að mynda í minn- ingabók sinni. Ég nefni það við Sig- rúnu að mér hafi verið hugsað til Guðrúnar snemma í Delluferðinni, en hún segir að þótt Guðrún hafi vissulega verið sér innblástur og mikilvæg heimild um ýmislegt eigi Sigurlína sér enga eina fyrirmynd. „Sigurlína er kokkuð upp úr ýmsum konum 19. aldar en segja má að saga hennar sé eins konar sannsögulegur uppspuni því allt í henni er kirfilega reist á sögulegum heimildum. Dellu- ferðin hefði með öðrum orðum getað gerst enda liggur mikil rannsókn að baki henni.“ Raunverulegar persónur fremur hráefni „Önnur kona sem eflaust kemur upp í huga einhverra lesenda er Sig- ríður Magnússon, kona Eiríks Magn- ússonar, en grunnhugmyndin að sög- unni kviknaði líklega þegar ég rannsakaði bréfaskipti Sigríðar og fyrsta forstöðumanns Metro- politan-safnsins í New York, Luigi Palma di Cesnola, vegna sölu á íslensku silfri í lok 19. aldar. Sigríður og Sigurlína eiga hins vegar ekki annað sameiginlegt en samskipti við Cesnola og ég veit ekki af hverju ég tók þá ákvörðun að senda í skáldsögu tuttugu og fimm ára gamla stúlku á fund þessa manns í stað þess að rannsaka samskipti hans og Sigríð- ar. Kannski óttaðist ég þær enda- lausu getgátur sem sundurlaus bréfaskipti þeirra hefðu haft í för með sér. Svona spillir skáldskapur- inn manni, breytir gamalli konu í unga, og 19. aldar búningasilfri í jarðfundinn beltissprota frá 11. öld.“ Í Delluferðinni eru raunverulegar persónur því fremur hráefni en bein- ar fyrirmyndir enda segist Sigrún viðkvæm fyrir því að skrifa skáld- skap með þeirri aðferð: „Annaðhvort koma persónur bara fyrir sem auka- persónur undir raunverulegu nafni eða þær eru uppdiktaðar. Ég gef meira að segja nokkrum raunveru- legum persónum, sem einhverjir les- endur gætu talið fyrirmyndir að kar- akterum í sögunni, hálfgerða fjarvistarsönnun með því að nefna þær á nafn annars staðar í textanum, og ég læt Brand föður Sigurlínu til dæmis aðeins hafa tímabundna um- sjón með Forngripasafninu í Reykja- vík til að leysa þann sem því embætti gegndi á tíma skáldsögunnar undan allri ábyrgð á hugsanlegum glæpum sem þar koma fyrir.“ Hver er þjófur og hver ekki? – Þegar sagan berst til New York og á Metropolitan-safnið vakna hjá lesanda spurningar ekki bara um hvernig þjóðararfur verður til, held- ur hvernig söfnin urðu til. „Jú, það er rétt, bókin er öðrum þræði saga um varðveislu menn- ingararfs og þeirra mannlegu örlaga sem búa þar að baki en þar leikur til- urð stórra minjasafna auðvitað stórt hlutverk. Og þetta er forvitnilegur tími hvað þessar stofnanir varðar. Grunnur þeirra margra myndaðist að einhverju leyti með vafasömum hætti. Þess vegna er saga þeirra spennandi umgjörð um glæp og refs- ingu og þá spurningu hver er þjófur og hver ekki. Og hver ákveður virði einstakra gripa. Delluferðin fjallar svolítið um þess konar spurningar og þar spilar stórt hlutverk áhugi Bandaríkjamanna þess tíma á sigl- ingum norrænna manna til Ameríku um aldamótin 1000.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Menningararfur Aðalpersóna Delluferðar Sigrúnar Pálsdóttur er kokkuð upp úr ýmsum konum 19. aldar. Sagan er eins konar sannsögulegur uppspuni því allt í henni er kirfilega reist á sögulegum heimildum. Sannsögulegur uppspuni  Í skáldsögunni Delluferðin fjallar Sigrún Pálsdóttir um það hvernig menningarverðmæti verða til  Einnig kemur við sögu útþrá og menntunarlöngun kvenna Annað hefti Stínu þessa árs, tímarits um bókmenntir og listir, er komið út. Meðal efnis eru greinar um Jóhannes Kjarval og myndir eftir hann; Kormákur Bragason gerir grein fyrir æviferli Kjarvals og Guð- bergur Bergsson segir frá kynnum sínum af Kjarval þegar Guðbergur var dyra- og næturvörður á Hótel Borg á sjöunda áratugnum. Í heftinu eru líka birt ljóð eftir Magneu Þ. Ingvarsdóttur, Jón Ósk- ar, Kormák Bragason, Sigurbjörgu Þrastardóttur, Kristian Guttesen og Jónas Hallgrímsson. Einnig eru birtar smásögur eftir Atla Antons- son, Láru Kristínu Sturludóttur, Aðalstein Aðalsteinsson, Arnhildi Hálfdánardóttur og Stefán Gauta Úlf Stefaníuson. Aukinheldur örsög- ur eftir Svar Má Snorrason og Olgu Alexandersdóttur Markelova og einnig argentínska rithöfundinn Enrique Del Acebo Ibañez sem Hólmfríður Garðarsdóttir snarar. Í lokin er bókmenntaspjall Torfa Tuliniusar um vísnakverið Til í að vera til eftir Þórarin Eldjárn og Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. Vetrarhefti Stínu er komið út Tímarit Stínu skreytir tússteikning án titils eftir Jóhannes Kjarval. VINNINGASKRÁ 394 8837 19266 28284 38345 48195 59792 68803 616 8863 19316 28550 38654 49034 59911 68902 718 9178 19343 28677 39138 49480 59988 68986 1051 9203 19444 28924 39463 50384 60017 69418 1144 9306 19503 28982 39579 50502 60109 69687 1337 9420 20133 29156 39897 50952 60551 69719 1482 9642 20350 29277 40212 51487 60709 69959 1677 9713 20795 30087 40312 51611 60811 70057 2055 9914 20809 30118 41019 51730 60916 70089 2389 11144 20830 30367 41045 51810 61444 70112 2543 11417 20917 30485 41457 52608 61613 70759 2719 11804 21940 30731 41799 52700 61640 71777 2750 11813 22200 31238 41969 53012 61739 71901 3083 11921 22325 31350 42060 53055 61816 72048 3237 11927 22548 31835 42096 53268 61848 72649 3269 12162 22574 31902 42249 53704 61967 73627 3447 12878 22713 32103 42277 53815 62433 74008 3753 13356 22770 32527 42290 53912 62577 74211 3771 13527 22815 32811 42571 54054 63515 74365 4165 13723 24216 33211 42644 54478 63694 74675 4389 13725 24546 33492 42812 54958 63784 74806 4505 14297 24625 33814 42875 55109 63856 74866 5636 15885 24649 34203 42996 55430 63991 75206 5718 15911 24798 34270 43044 55486 64078 75495 5804 16274 24825 34559 43226 55629 64117 75667 6125 16609 24961 34815 43228 55707 64297 75719 6217 16670 24971 35069 43240 55876 64599 76134 6235 16954 25257 35335 43398 55921 64616 76202 6263 17166 25407 35948 43748 56698 64719 76233 6878 17337 25428 35992 43900 56745 64819 76591 6890 17545 25893 36112 43959 56893 65181 76702 7086 17630 26314 36668 44239 58596 65237 76712 7090 17662 26383 36784 44344 58684 65876 77050 7151 18117 26650 36897 44734 58829 66849 77179 7737 18160 27042 36974 45217 58919 67730 77421 8191 18323 27130 36986 46145 58944 68170 77471 8406 18552 27438 37366 46395 59202 68284 78216 8414 18559 27880 37823 47392 59389 68337 78231 8635 18672 28167 38108 47517 59493 68577 79325 8821 19006 28261 38226 47618 59731 68750 79960 372 8984 26888 34967 41879 54164 65600 71448 532 15394 27096 35833 42135 54452 65799 73132 624 17541 27819 36012 42352 54999 66610 73483 1581 17615 28426 36036 43104 55217 66613 76228 2352 17839 28455 37573 43271 56396 66816 76289 2627 17937 28631 38678 44819 56896 66971 77951 3474 19383 29038 39523 46511 56951 67240 78601 4432 22167 29304 39633 46678 56975 68514 78762 4815 25025 30427 39953 50116 57419 68529 79092 6557 25048 31022 40507 50677 57667 68568 6580 25089 31925 41147 50834 58305 68906 8960 26489 32375 41582 51077 61790 68952 8975 26847 34754 41863 53071 62217 69390 Næstu útdrættir fara fram 5., 12., 19. & 30. desember 2019 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 8990 9991 15842 52813 67266 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 864 13633 21793 39703 57453 70179 1133 14868 29823 50306 59116 71724 10182 18912 31790 55810 62560 76284 11885 18930 35443 55977 67123 78939 Aðalv inningur Kr. 4.000.000 Kr. 8.000.000 (tvöfaldur) 7 0 6 7 4 30. útdráttur 28. nóvember 2019
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.