Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 110

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 110
110 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Málleysingjarnir er fyrsta skáldsaga Pedro Gunnlaugs Garcia. Bókin er viðamikil og óvenjuleg en í henni fléttast saman ólíkar sögur fólks og greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í bókina. Sagan gerist að hluta til í Rúmeníu undir lok síðustu aldar en einnig hér á landi á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar. „Það sem fyrir mér er stórt þema í bókinni er að leiða í ljós erfiðleika fólks við að tengjast öðrum og tjá sig. Þetta er að miklu leyti fólk sem ber mikla hlýju til annarra en hún er læst inni og þau finna enga leið til þess að tjá hana,“ segir Pedro. Pedro segir titil bókarinnar vera nokkuð lýsandi fyrir söguna. „Þetta er orð sem haft um dýrin oft og í bók- inni eru málleysingjar af ýmsum toga. Það eru börn með málþroska- röskun og fólk sem getur illa tjáð sig. Undirliggjandi meiningin er líka sú að fólk getur tjáð sig og talað en ef það sem mestu máli skiptir fær aldrei að koma fram er það oft ekki til mik- ils. Það má sín lítils að geta tjáð sig ef þú getur ekki tjáð það sem í hjarta býr, ef þú getur ekki sagt einhverjum hvað þér þyki vænt um hann.“ Skrifaði hvorki né las í áratug Eins og áður sagði hefur mikil vinna verið lögð í bókina. „Ég hafði áður fyrr alltaf verið að skrifa og átti ótal stílabækur sem voru fullar af ljóðum, smásögum og tvö drög af skáldsögum. En svo þegar ég var 19 ára ákvað ég að brenna þetta allt og snúa baki við allri svona vinnu. Ég skrifaði ekki neitt og las varla milli tvítugs og þrítugs. Þá greip mig sterk tilfinning um að ég væri að sóa lífi mínu ef ég fengist ekki við þetta. Ég fann að þetta var eitthvað sem mig vantaði og ég fengi enga fullnægju í öðru, sama hvað það var. Ég fór þá að velta fyrir mér hvað ég myndi gera ef ég fengi tækifæri til að gera eina bók. Ég lagðist í undir- búningsvinnu í svona ár áður en ég setti staf á blað. Ég ferðaðist til Rúmeníu og reyndi að læra tungumálið og safnaði mér alls kyns hugmyndum af fólki, per- sónum og atvikum; dramatískum og fyndnum. Ég ákvað að taka svolítinn séns með formið; að hafa hana þrí- skipta þar sem fyrsti hluti fjallaði um eitt sett af karakterum og annar hluti annað sett af karakterum og í þriðja hluta myndu örlög þeirra fléttast saman. Mig langaði að taka einhverja áhættu með stílinn; bregða út af van- anum og tefla fram einhverju óvenju- legu.“ Pedro bjó fyrstu ár ævi sinnar í Portúgal. „Mig langaði að hluti sög- unnar myndi ekki gerast á Íslandi. Ég er sjálfur bæði Íslendingur og svolítið annað og kaus að notast við annað land líka,“ segir Pedro og kveðst ekki viljað hafa haft sögusviðið í Portúgal, það hefði honum fundist of sjálfhverft. „Ég notaði því annað land sem staðgengil þessa annarsleika.“ Árið 2017 fékk Pedro nýræktar- styrk Miðstöðvar íslenskra bók- mennta. „Það var mikil blessun og bölvun á sama tíma. Blessun að því leyti að það rættist ekki það sem ég hafði búist við, að ég þyrfti að senda handritið út um allt og fá neitanir og engin svör, heldur höfðu forlög sam- band að fyrra bragði sem var nátt- úrulega draumur. Þetta var bölvun að því leyti að ég hélt að ég hefði hitt beint í mark við fyrstu tilraun og þetta væri tilbúið til útgáfu. Maður fær lofsamlega umsögn og heldur að þetta sé eintóm snilld. Svo eignast ég barn og næ ekki að sinna handritinu í kannski hálft ár. Þegar ég kem aftur að því sé ég að það er alveg stórkostlega gallað og þá tekur við vinna í eitt og hálft ár í við- bót við að styrkja það og koma það í þetta horf sem það er í núna. Ég er mjög þakklátur fyrir að verkið hafi ekki komið út fyrr en núna því það er eins gott og það getur orðið.“ Morgunblaðið/Hari Skáldskapur „Það má sín lítils að geta tjáð sig ef þú getur ekki tjáð það sem í hjarta býr,“ segir Pedro Gunnlaugur Garcia um bók sína Málleysingja. Flétta af ólíkum sögum  Skáldsaga um erfiðleika fólks við að tjá sig  Höfundur dvaldist í Rúmeníu í undirbúningi fyrir bókina Landsliðsfyrirliðinn SaraBjörk Gunnarsdóttirverður þrítug í lokseptember á næsta ári. Þrátt fyrir ekki hærri aldur hefur Hafnfirðingurinn leikið 129 A- landsleiki fyrir Ísland í knattspyrnu og verður á næsta ári að öllum lík- indum leikja- hæsta landsliðs- konan frá upphafi. Þar fyrir situr nú Katrín Jónsdóttir, sem lék 133 landsleiki á glæstum ferli. Sara fer yfir fót- boltaferilinn í bókinni Óstöðvandi, allt frá ákveðnu og tapsáru Haukastelpunni á Pæju- mótinu til þeirrar sem er lykilmaður í einu af bestu liðum Evrópu og virð- ist nánast óstöðvandi. Það er á engan hallað þegar sagt er að ferill Söru er með þeim glæsi- legri. Hefur einhver íslenskur bolta- sparkari náð meiri frama en hún á 21. öldinni? Spurningin fer ekki lengra aftur til að stugga ekki við gömlum skörfum. Sara er að hefja fjórða tímabil sitt með Wolfsburg í gríðarsterkri þýsku knattspyrnunni, en liðið hefur unnið deild og bikar öll tímabil Söru. Einungis vantar að vinna Meistaradeild Evrópu til að fullkomna verkið. Það munaði líka svo litlu í úrslitaleiknum á síðasta ári, eins og Sara fjallar sjálf um í bókinni, þegar Wolfsburg tapaði fyr- ir Lyon eftir framlengdan úrslita- leik. Sara lýsir því hvernig hún hafi frá því hún byrjaði að æfa fótbolta alltaf viljað vinna. „Ég hef alla tíð verið ótrúlega tapsár og þegar ég var yngri átti ég stundum erfitt með að hemja keppnisskapið,“ skrifar Sara í upphafi bókarinnar. Tæpu einu og hálfu ári eftir að Sara fór í aðgerð vegna kross- bandaslita var hún í fyrsta skipti val- in í A-landsliðshópinn. Hún kom inn á í nokkrar mínútur 26. ágúst 2007, rúmum mánuði fyrir 17 ára afmælið, í 2:1-tapi gegn Slóvenum. Tapið var óvænt og sagðist Sara aldrei áður hafa upplifað jafn miklar tilfinningar í búningsklefanum eftir tapleik. Hlutum var fleygt um klefann og leikmenn öskruðu að svona lélegan leik myndu þær aldrei spila aftur. Unglingnum úr Hafnarfirði fannst hún eiga heima þarna, í liði þar sem viljinn til að vinna var takmarkalaus. Óþarfi er að fara nánar yfir sög- una ár frá ári, til þess er jú bókin. Ferill Söru hefur bara legið upp á við, frá því að spila með Haukum í næstefstu deild hér á landi, í Breiða- blik í efstu deildinni, til Malmö/ Rosengard þar sem hún varð loksins landsmeistari til eins af bestu liðum í Evrópu þar sem lið hennar, Wolfs- burg, hefur verið óstöðvandi. Bókin fjallar ekki eingöngu um boltasparkið heldur líka lífið utan vallarins, þar sem ljóst er að Sara á góða fjölskyldu sem hefur stutt vel við bakið á henni. Tvennt annað vakti athygli mína við lesturinn. Annars vegar var það þegar Sara viðurkenndi að hafa tek- ið þátt í að leggja skólasystur sína í grunnskóla í einelti. Einhverjum hluta af mér þykir merkilegt að stór- stjarna eins og Sara er fegri ekki sannleikann og er það vel gert af henni að viðurkenna þetta, sem og ræða við viðkomandi stelpu eins og hún gerði. Hins vegar vakti athygli mína þegar Sara ræddi eigin andlegu van- líðan og það þegar hún leitaði að- stoðar sálfræðings. Vanlíðanin virð- ist hafa leitað upp á yfirborðið í kjölfar sambandsslita en Sara skrif- ar í bókinni að hún hafi þurft að halda áfram að vera sami karakter- inn og alltaf; óstöðvandi. „Ég setti kvíðann bara ofan í skúffu og beindi allri minni orku í fótboltann. Vildi láta hlutina líta vel út og svaraði bara með útúrsnúningum ef einhver spurði hvernig mér liði.“ Þetta skrif- ar Sara, sem hóf að vinna úr eigin hugsunum og kvíða eftir Evrópu- mótið 2017, þar sem sálfræðingur bað hana meðal annars að hugsa sér hvernig 16 ára Söru liði að spila með stórliði Wolfsburg. Þetta var hluti af hugarleikfimi sem virðist hafa geng- ið vel. Bókin er skemmtilega uppsett og skreytt góðum myndum af núver- andi landsliðsfyrirliða og liðs- félögum hennar, í nútíð og þátíð. Þrátt fyrir að um sé að ræða nokk- urs konar „fótboltaævisögu“ á Sara nóg eftir. Hún á eftir að vinna Meist- aradeild Evrópu og koma kvenna- landsliðinu á heimsmeistaramót. Miðað við metnaðinn, viljann og ákefðina er ég mest undrandi á því að það hafi ekki tekist nú þegar en hún stjórnar þessu ekki öllu sjálf, þó að hún sé nánast óstöðvandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Metnaður Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fjallar ekki bara um boltasparkið heldur líka um lífið utan vallarins í bókinni Óstöðvandi. Takmarkalaus sigurvilji Fótboltaævisaga Óstöðvandi bbbbn Eftir Söru Björk Gunnarsdóttur. Magnús Örn Helgason skrásetur. Benedikt, 2019. Innbundin, 224 bls. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Húðslípun HollywoodGlow Dermapen Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Gerðu vel við einhvern sérstakan þessi jólin 15% afsláttur NÚNA af gjafabréfum hjá okkur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.