Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 V ið vöðum beint í stóru málin þegar Ólafur Jóhann Ólafsson hefur hleypt mér inn úr haustrigning- unni í höfuðborginni – ensku knattspyrnuna. Hann hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að ég deili því merka áhugamáli með honum og í sviphend- ingu erum við komnir aftur í tímann; að horfa á vikugamla leiki í svart-hvítu og safna pappa- spjöldum með stigatöflunum úr Shoot. Eða var það Match? Ólafur ánetjaðist ensku knatt- spyrnunni ungur og batt sitt trúss lengi vel við hið fornfræga félag Leeds United. Um alda- mótin söðlaði hann hins vegar um og fylgdi okkar manni, Eiði Smára, yfir til Chelsea. „Og hef verið helblár síðan,“ trúir hann mér fyrir við eldavélina, þar sem hann er að sjóða egg handa okkur, sem hann hyggst bera fram með ilmandi nýbökuðum krossöntum og brauði. Hér er ekki í kot vísað. Talandi um helbláa menn er Ólafur hæst- ánægður með nýja karlinn í brúnni, goðsögn- ina Frank Lampard, og spáir sínum mönnum góðu gengi í vetur. Í ljós kemur að hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á efninu og innihalds- ríkara samtal við rithöfund um knattspyrnu hef ég ekki átt síðan ég settist niður með Nick Hornby um árið. Heil þjóð stendur á öndinni En þótt við getum báðir malað viðstöðulaust og án áreynslu tímunum saman um spark- menntir er það ekki tilefni heimsóknarinnar; heldur hitt að Ólafur Jóhann var að senda frá sér nýja skáldsögu, Innflytjandann. Sögusviðið er Reykjavík í febrúarskamm- deginu. Íslensk kona, sem búið hefur um langt árabil í New York, kemur heim til að virða hinstu ósk vinar síns. Hún sogast óvænt inn í rannsókn lögreglu á morði á erlendum ríkis- borgara, múslima, sem finnst látinn í Örfiris- ey. Málið hefur þó ekki forgang hjá lögreglu fyrir þær sakir að daginn áður hvarf ung ís- lensk stúlka eins og jörðin hefði gleypt hana í miðborginni. Og heil þjóð stendur á öndinni. „Það gerðist með þessa bók, sem gerist ekki oft hjá mér, að hún fór að banka áður en ég var búinn með þá síðustu, Sakramentið,“ segir Ólafur Jóhann, en síðarnefnda skáldsagan kom út fyrir tveimur árum. „Yfirleitt er lengra bil á milli bóka, en þessi byrjaði sem sagt að mótast meðan ég var að prófarkalesa þá síðustu.“ Tvö atvik hrintu atburðarásinni af stað. Annað þeirra var hvarf og skelfileg örlög Birnu heitinnar Brjánsdóttur í ársbyrjun 2017. „Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig við Íslendingar bregðumst við þegar eitthvað kemur við kvikuna á okkur; hvernig heilt þjóð- félag snýr saman bökum og hættir á auga- bragði öllum skærum. Sjálfur var ég staddur í New York en það breytti því ekki að við fjöl- skyldan fylgdumst jafn grannt með og hefðum við verið stödd heima á Íslandi. Með tímanum fór ég síðan að velta fyrir mér, hvað ef um- gjörðin hefði verið önnur? Hvað ef hvarf ungr- ar stúlku hefði skarast við rannsókn á láti inn- flytjanda?“ Hitt atvikið átti sér stað í leigubíl í New York. „Ég ferðast mest með neðanjarðarlest- inni og gömlu gulu leigubílunum, er lítill Uber- maður, og hef alltaf haft gaman af því að spjalla við leigubílstjórana. Í þetta tiltekna skipti var ég að tala íslensku í símann og leigu- bílstjórinn, Pakistani, spurði þegar símtalinu var lokið hvaða tungumál þetta væri. Kom þá í ljós að frændi hans var tímabundið á Íslandi að bíða eftir því að komast til New York. Sú staða vakti áhuga minn; hvernig líður honum í kuld- anum og fámenninu á Íslandi og hvernig er honum tekið? Hvernig er að standa fyrir utan heildina þegar samkenndin er svona mikil, eins og þegar ung stúlka hverfur?“ Ólafur kveðst vanalega ganga lengi með hugmyndir til að sjá hvort þær skjóti rótum og leiti á. Það gerðist sannarlega í þessu tilviki. Spurður um hvað honum finnist bókin öðru fremur vera svarar höfundurinn: „Um mann- fólkið og hvernig við existerum saman og hvað gerir okkur lífið auðvelt og leitt. Annars býr ekkert manifestó að baki þegar maður skrifar skáldsögu og lesandinn getur sjálfur dregið sínar ályktanir.“ Innflytjendamál eru ofarlega á baugi í bók- inni, eins og þau eru vítt og breitt um heiminn og eiga eftir að verða áfram í náinni framtíð, eins og Ólafur bendir á. „Í þeim efnum eru menn stundum fljótir að skipast í sveitir og sjá þá sérhvern flöt á þessu margþætta máli ann- að hvort í svörtu eða hvítu. En gleymum því ekki að gráu svæðin eru mörg líka.“ Hann þagnar stutta stund. „Á líf okkar að ráðast af því hvar við fæð- umst?“ spyr hann svo. „Eigum við að vera njörvuð þar niður alla okkar tíð? Það er ekki bara hinn myrti í þessari sögu sem er innflytj- andi; aðalsöguhetjan, Hildur, er líka innflytj- andi í Bandaríkjunum, eins eiginmaður hennar sálugi og vinurinn sem hún er að skila heim. Öll þurfa þau að spyrja sig: Hvar eru ræturnar og hvenær skýtur maður rótum?“ Kona sem átti að vera karlmaður Ólafur man þá tíð, og við báðir, að hér á landi bjó nánast ekkert fólk sem leit öðruvísi út en við sem hér fæddumst. „Það voru stórtíðindi þegar flóttamennirnir frá Víetnam komu til landsins 1979; ég vann með einum þeirra í Mjólkursamsölunni. Þetta hefur breyst á seinni árum og hvernig búum við í haginn fyrir þetta nýja fólk og ólíka sem hingað kemur? Hvernig auðveldum við því að aðlagast og komum í veg fyrir að það verði út undan? Sums staðar leiðir núningur milli innfæddra og innflytjenda til átaka og við vitum hvernig það endar.“ Hann nefnir heimaborg sína, New York, sem dæmi um stað þar sem innflytjendum hef- ur vegnað vel. „Varla er til sá ættbálkur í heiminum sem ekki á fulltrúa í New York og öll lifum við saman í sátt og samlyndi. En New York endurspeglar á hinn bóginn ekki Banda- ríkin.“ En hvers vegna segir kona söguna? „Fyrst ætlaði ég að hafa það karlmann, úr því ég var með konu síðast [nunnuna í Sakra- mentinu] en síðan kom þessi ágæta kona til mín og var frá upphafi skýr. Ég byggi hana ekki á ákveðinni manneskju, það eru nokkrar týpur sem vefast þarna saman en þegar upp er staðið er hún nú bara hún sjálf. Ég lét konu fyrst segja söguna í Slóð fiðrildanna fyrir tutt- ugu árum og man að ég spurði mig þá: Á ég að vera að þessu? Þá, eins og nú, sótti á mig kona og þegar maður er byrjaður að skrifa skiptir engu máli hvort sögumaðurinn er karl eða kona. Geti höfundur ekki sett sig í spor aðal- eða aukapersóna, karla og kvenna, ætti hann ekki að skrifa sögur yfirleitt.“ Raunar kveðst hann aldrei hafa fengið nei- kvæðar athugasemdir við þetta. Einu sinni sagði kona sem Ólafur hitti í lesklúbbi í Denver meira að segja að hún tryði því ekki að karlmaður hefði skrifað Slóð fiðrildanna. Hann hlyti að hafa verið með skuggahöfund, konu. „Það þótti mér góð meðmæli,“ segir Ólafur. Söguhetjan í Innflytjandanum er ekkja, var gift arabískum múslima, og hefur tekið íslams- trú. Það verður til þess að hún er fengin til þess að þýða Kóraninn og segir Ólafur þann þátt bókarinnar byggjast á sönnum atburðum. Eftir að Helgi Hálfdanarson þýddi verkið fyrir fjölmörgum árum lenti hann í aðfinnslum, ekki síst frá bókstafstrúarmönnum, en þeir eru upp til hópa þess sinnis að ekki megi þýða Kóran- inn yfir á annað tungumál en arabísku enda sé hann hið óbrenglaða orð Allah opinberað Mú- hameð í gegnum erkiengilinn Gabríel. Meðan á vinnslu bókarinnar stóð komst Ólafur meðal annars yfir bréf sem Helga bárust vegna þýð- ingarinnar, sem sonur þýðandans, Sigurður Helgason, lét honum í té. Gaman að elda – og borða Söguhetjan starfar þó alla jafna sem matar- gagnrýnandi fyrir dagblað í New York og er mat og matargerð gert hátt undir höfði í bók- inni. Lesendur geta búið sig undir að fá reglu- lega vatn í munninn. Sjálfur gengst Ólafur við því að vera áhuga- maður um matargerð. „Sá áhugi vaknaði um þrítugt; matur skiptir mig miklu máli og ég hef afskaplega gaman af því að elda mat og borða. Fyrir vikið fannst mér skemmtilegt að skrifa gagnrýni hennar; hún er hörð en líka örlát og uppbyggileg. Kann best að meta einlægni og að fólk leggi sig fram. Er lítið fyrir froðu og til- gerð. Við eigum það sameiginlegt.“ Hann brosir. Talandi um innflytjendur er við hæfi að spyrja Ólaf, sem búið hefur í 37 ár í Bandaríkj- unum, hvernig hann skilgreini sjálfan sig. „Ég er Íslendingur og hef aldrei velkst í vafa um það. Íslendingur sem býr í New York. Allan þennan tíma hef ég verið mikið á Íslandi og hér höfum við fjölskyldan átt fast heimili í aldarfjórðung. Ég hef aldrei haldið jól annars staðar en á Íslandi og ekki börnin mín heldur. Elsti sonur minn var einu sinni erlendis um áramótin en segist aldrei munu gera þau mis- tök aftur.“ Hann hlær. „Við höfum líka verið mikið hér á sumrin og tölum alltaf íslensku á heimilinu. Þegar börnin voru lítil og reyndu annað þóttist ég ekki skilja þau. Ég hef líka alltaf verið í miklu sambandi hingað heim, við fjölskyldu, vini og kunningja. Það er orðið afskaplega auðvelt í dag og var það svo sem áður líka; ég hef aldrei kunnað illa við mig í símanum. Í störfum mínum hefur líka alltaf verið vitað að ég er Íslendingur; það er eins og ég sé bara í landsliðstreyjunni.“ Hann kímir. Þjóðin er að klofna Á fyrstu árum Ólafs vestra var alls ekki sjálf- gefið að fólk hefði áhuga á Íslandi, vissi jafnvel ekki að það væri til. Hann segir þetta hafa breyst mikið á síðustu tíu til fimmtán árum, eftir að Ísland varð vinsælt ferðamannaland. Nú sé landið á allra vörum og þau hjónin séu reglulega beðin um ráðleggingar vegna fyrir- hugaðra ferðalaga vina og kunningja. „Það er líka svo skemmtilegt að maður heyrir aldrei neitt neikvætt í garð Íslands; mannorð þjóðar og lands er mjög gott. Það tengir enginn okkur við neitt misjafnt.“ Sama heiðríkjan er ekki í Bandaríkjunum, að sögn Ólafs, en þess má geta að söguhetjan í Innflytjandanum fer vel völdum orðum um sitjandi forseta í bókinni. „Bandarískt sam- félag hefur breyst mikið eftir að Donald Trump tók við embætti. Maður finnur alls staðar fyrir þessu. Keyrt hefur um þverbak, þjóðin er að klofna og orðræðan og andrúms- loftið eftir því. Það fór illt orð af Trump í New York meðan hann stundaði viðskipti þar og það trúði því enginn að hann næði kjöri. En þegar það gerðist bjuggust flestir við því að hann myndi breyta um kúrs, yrði yfirvegaðri, fyndi jafnvægi og myndi ráða hæft fólk í kring- um sig. Hann hefur farið alveg í hina áttina. Ég hef aldrei séð forseta hegða sér með þess- um hætti, það snýst allt um hans persónu með- Þarf ekki að dansa eftir öðru lagi en mínu eigin Hvar eru ræturnar og hvenær skýtur maður rótum? veltir Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir sér í nýrri skáldsögu, Innflytjandanum. Hvers vegna eru sumir feimnir og jafnvel hræddir við fólk sem lítur ekki út eins og þeir sjálfir og hvar standa aðkomumenn þegar heil þjóð snýr bökum saman? Ólafur skaust heim í vikunni til að fylgja bókinni úr hlaði og ræðir hér um innflytjendur, skáldskap, stöðu sína á vinnumarkaði, andrúmsloftið vestra og að sjálfsögðu knattspyrnu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.