Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 17
Margir sárir Unga og kappsama liðið í Alþýðuflokknum átti sjálf- sagt von á því að geta haldið áfram sigurgöngu sinni frá árinu áður og Sjálfstæðisflokkurinn hafði að minnsta kosti ástæðu til að vera nokkuð bjartsýnn, enda hafði sundurlyndi og eilíf illindi innan vinstri- stjórnar ýtt undir óstjórn í efnahagsmálum landsins. En það fór á annan veg. Alþýðuflokkurinn tapaði mestu fylgi hefðbundnu flokkanna og fór úr 22% niður í 17,4% og missti fjóra þingmenn. Framsóknarflokk- urinn, undir forystu nýs formanns, Steingríms Her- mannssonar, fór upp í 24,9% og bætti við sig átta pró- sentustigum. Sjálfstæðisflokkurinn bætti líka við sig, en vegna væntinganna miklu var honum ómögulegt að tala um sigur, enda hafði hann óneitanlega tapað kosn- ingabaráttunni. Flokkurinn hækkaði úr 32,7% í 35,4%. Nefna má að tvö sérframboð flokksins fengu á lands- vísu mælt 1,2% (Eggert Haukdal) en allt það fylgi skil- aði sér í einu kjördæmi og komst þingmaðurinn inn. Jón Sólnes fékk 0,7% á sama mælikvarða mælt en náði ekki kjöri. En hvers vegna fór Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnar- andstöðu gegn misheppnaðri vinstristjórn svo illa frá kosningunum? Kannski má segja, þótt það hljómi ekki vel, að ástæðan var sú að flokkurinn sýndi á spilin sín. Gagnsæi er bara klisja en ekki klókindi, eins og heim- spekingurinn Don Corleone hefði sjálfsagt orðað það. Flokkurinn birti heildstæða stefnuskrá á válegum tímum sem hann sagðist myndu fylgja og með henni rétta af efnahag þjóðarinnar. Hann birti þessa áætlun af virðingarverðri nákvæmni undir forskriftinni Leiftur- sókn gegn verðbólgu. Auðvitað var tekið fram að leift- ursókninni fylgdi tímabundið harðræði. En andstæðingar flokksins náðu að gera áætlun flokksins tortyggilega og koma honum í vörn úr sókn- inni miklu. Þeir (Ólafur Ragnar Grímsson) gáfu henni nafnið Leiftursókn gegn lífskjörum og náðu verulegum árangri, þótt Alþýðubandalagið sjálft ynni ekki á í þess- um kosningum. Þess má geta að ríkisstjórn Steingríms Herannssonar framkvæmdi leiftursóknina á árunum 1983-1987 með allgóðum árangri. En þá hafði efnahags- óöldin staðið lengur og verðbólgan nálgaðist 100 pró- sent á ársvísu og því komu aðgerðirnar þyngra niður á almenningi en hefði gerst undir „leiftursókninni“. Hvers vegna fór svo illa? En hvers vegna lenti Sjálfstæðisflokkurinn í bullandi vörn með áætlun sem seinna var sannað að gengi upp? Það var m.a. vegna þess að samheldnin innan flokksins var ekki jafn góð og hann vildi vera láta. Það sýndi sig í því að ýmsir þingmenn og þar með taldir frambjóð- endur fóru að hliðra sér hjá stuðningi við kosninga- áætlunina. Þeir sögðu að þingmenn hefðu hvergi komið nærri henni. Hún hefði verið samin af sérfræðingum úti í bæ. Það var að verulegu leyti rétt (Jónas Haralz o.fl.) og hafði því hvergi verið leynt, enda sat Jónas kynningarfundi um áætlunina með forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og hún var samþykkt af miðstjórn hans og þingflokki. Sumir þingmanna sögðu nafnið minna á árásar- stefnu nasista sem gert hefðu „leiftursóknir“ frægar og fleira var fundið til. Og víða af framboðsfundum bárust fréttir um að frambjóðendur væru ekki aðeins hálfvolgir í stuðn- ingi við kosningastefnuna heldur beinlínis teknir að afneita henni. Þegar svo var komið var ljóst að flokk- urinn var kominn í bullandi vörn og þurfti nú á varn- arsigri að halda í stað hins glæsta sigurs sem stefnt hafði verið að. Framhaldið er þekkt. Rúmum tveimur mánuðum eftir þessar kosningar var svo komið að varafor- maður Sjálfstæðisflokksins var orðinn forsætisráð- herra í stjórn sem að öðru leyti var vinstristjórn. Formaður Sjálfstæðisflokksins varð þá leiðtogi stjórnarandstöðunnar gegn varaformanni sínum! Það ástand varði í rúm þrjú ár. Það má teljast töluvert afrek að flokkurinn skuli hafa lifað það ástand af. Þá til Bretlands Ekkert skal fullyrt um það að kosningarnar sem Boris Johnson kríaði loks út leiði til jafn erfiðar niðurstöðu fyr- ir hann og dæmið hér að framan. En óneitanlega er staða hans mjög snúin. Johnson batt vonir sínar við það að hann næði að koma brexit frá fyrir kosningar. Það hefði þýtt að tveir einsmálsflokkar hefðu þar með laskast mjög og annar þeirra, Brexitflokkur Farage, varla lifað það af. En Frjálslyndiflokkurinn, sem aftur var orðinn að smáflokki eftir samstarf formannsins Cleggs við Cam- eron forsætisráðherra, er eini hreini ESB-flokkurinn í kosningunum núna. Verkamannaflokkurinn hefur færst í þá átt þótt vitað sé að leiðtoginn sjálfur, Jeremy Corbyn, hefur alla sína pólitísku tíð verið á móti veru Breta í sambandinu. Al- mennir flokksmenn hans eru mjög margir stuðnings- menn brexit og ekki er hægt útiloka að illa geti farið fyr- ir flokknum í ýmsum kjördæmum. Um allt þetta er erfitt að spá vegna breska kosninga- kerfisins. Enn skal bent á að árið 2017 stóð Íhaldsflokkurinn undir forystu May vel í skoðanakönnunum. Og þær gengu eftir að mestu í kosningunum. En þó fór svo að May, sem bætti við sig 6% stigum, sem hefðu með hag- felldri skiptingu getað skilað tugum þingmanna, bætti engu við sig. Þvert á móti. Hún tapaði meirihlutanum sem hún hafði á þingi og það varð upphafið að pólitískum endalokum hennar sjálfrar! Það var ekki endilega sanngjarnt. En það er ekki spurt um það. Ekki í kosningum. Morgunblaðið/Árni Sæberg 3.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.