Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 LÍFSSTÍLL Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel urströnd Afríku. Þangað hafði Keli ekki komið í annan tíma og heill- aðist af landi og þjóð. „Madagaskar er merkileg fyrir margra hluta sakir. Bæði er náttúr- an mjög sérstök og svo er eyjan stórkostlegur suðupottur mismun- andi menningar. Þarna ægir öllu saman; afrískri, asískri, arabískri og evrópskri menningu,“ segir hann. „Madagaskar er líka einn af fáum stöðum í heiminum þar sem ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Þetta er ekki hættulegt svæði á nokkurn hátt en mjög frumstætt miðað við það sem margir þekkja. Þarna sér maður til dæmis vagnhjól ennþá í stað gúmmídekkja. Menn eru ekki mikið að stressa sig á lífsgæðakapp- hlaupinu á Madagaskar.“ Kemst í mikla nálægð Margir ættbálkar eru á Madagask- ar og segir Keli andrúmsloftið vina- legt. „Mín upplifun er sú að íbúar Madagaskar séu vinsamlegir og hjálpsamir; manni líður strax eins og maður sé velkominn. Það er mik- ið um lítil hótel og litla veitingastaði þarna og fyrir vikið kemst maður í mikla nálægð við fólkið, sem er mjög opið og alveg tilbúið að bjóða manni inn á heimili sín.“ Keli fór vítt og breitt um eyjuna og hitti meðal annars og myndaði fiskimenn af Vezo-ættbálkinum sem búa við vesturströndina. Þeir eru hirðingjar og frægir fyrir að vera bestu fiskimennirnir á Madagaskar. Vezo-menn búa í reyrkofum og láta nútímatækni, eins og við þekkjum hana á Vesturlöndum, ekki þvælast mikið fyrir sér. „Það er virkilega gaman að sjá að Vezo-menn halda í lífsstíl sinn og hefðir eins og þeir hafa gert um ald- ir. Fiskimennirnir fara út á nóttunni og koma inn snemma á morgnana og allt líf fólksins snýst um þetta; þeir gera sérstaklega mikið úr því þegar fiskimennirnir koma að landi með feng dagsins. Allt veltur svo á aflanum hvort menn hafa það gott eða slæmt. Á Madagaskar lifir fólk fyrir daginn í dag,“ segir Keli. Himalajafjöllin næst Ferðaklúbburinn heimsmyndir er þegar farinn að undirbúa næstu ferð, en um páskana 2020 ætlar hann að leggja leið sína í Hi- malajafjöllin, nánar tiltekið til Bútans og Nepals. „Ég hlakka mikið til þeirrar ferðar; það er svo gaman að komast úr alfaraleið,“ segir Keli. „Ég hef brennandi áhuga á þessu svæði en þangað koma að jafnaði mjög fáir ferða- menn. Bútan var til að mynda lengi lokað fyrir ferðamennsku en hefur opnað litla gátt í seinni tíð. Þarna iðka menn búddisma og lifa mjög einföldu lífi, sem mér finnst afskaplega spennandi. Það verður mikil upplifun að koma til þessara landa.“ Hvað er betra á pönnuna en girnileg branda sem er nýkomin úr hafinu? Hjá Vezo-mönnum veltur allt á afla dagsins og stýrir hann lunderninu. Vezo-fólkið er ekki upptekið af lífsgæðakapphlaupinu og kann vel við sig í reyrkofum. Ljósmyndir/Þorkell Þorkelsson Snemma beygist krókurinn. Ungir fiski- menn að störfum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.