Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2019 TRATTO model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla MENTORE model 3052 L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 389.000,- L 201 cm Leður ct. 10 Verð 459.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 365.000,- WINSTON model 3066 L 240 cm Áklæði ct. 70 Verð 419.000,- L 240 cm Leður ct. 15 Verð 589.000,- JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,- Ný sería af sjónvarpsþáttunum Krúnunni (The Crown) kemur inn á efnisveituna Netflix 17. nóvember næstkom- andi en fyrir þá sem ekki þekkja til fjalla þættirnir um ensku konungsfjölskylduna. Mannavelta hefur verið tíð- ari í þáttunum en veruleikanum, en sem kunnugt er hef- ur Elísabet II. Englandsdrottning setið í hásæti sínu í 66 ár með Filippus drottningarmann sér við hlið. Claire Foy hefur til þessa farið með hlutverk drottningar í þáttunum og hlotið Emmy-verðlaun fyrir. Hún fer nú frá borði og óskarsverðlaunahafinn Olivia Colman tekur við keflinu enda áratug eldri en Foy og ætti því að duga um sinn. Tobias Menzies leysir Matt Smith líka af hólmi sem Fil- ippus og Helena Bonham Carter bregður sér í hlutverk Margrétar prinsessu, en eins og glöggir aðdáendur kon- ungsfjölskyldunnar muna lék hún móður Margrétar og Elísabetar í kvikmyndinni The King’s Speech árið 2010. Nýja serían hefst á því gagnmerka ári 1964 og nær fram til ársins 1977 en nokkur ólga var þá í landinu, með- al annars vegna verkfalla námamanna. Þá braust Karl prins til manns á þessum tíma og Kamilla vinkona hans birtist okkur í fyrsta sinn. Þá riðar hjónaband Margrétar og Snowdon lávarðar til falls. Af nægu er sumsé að taka. Olivia Colman í hlutverki Elísabetar drottningar. Netflix Ný drottning tekur við Elísabet II. Englandsdrottning situr sem fastast en ný leikkona tekur við hlutverki hennar í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Krúnunni í mánuðinum. Kvöldvaka Blaðamannafjelags- ins fór fram á þessum degi fyrir áttatíu árum, 3. nóvember 1939, og voru skemmtiatriðin af dýr- ari gerðinni. Dr. Guðmundur Finnbogason byrjaði á „dægurhjali“. Því næst söng MA kvartettinn „líf og gleði í alla sem á þá hlýða“. Þá var komið að óperusöngvurunum Pjetri Jónssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur að syngja við und- irleik dr. Viktors Urbancic. Að því búnu steig í pontu Tómas Guðmundsson, skáld höfuðborgarinnar, og las upp ný kvæði eftir sig. Gamanvísur söng síðan Alfred Andrjesson, þ. á m. nýjar rit- stjóravísur eftir Ragnar Jóhann- esson. Ætli menn séu alveg hættir að yrkja slíkar vísur? Og ekki versnaði það. Næst á dagskrá var Draugasaga (með daufum ljósum!): Þórbergur Þórðarson rithöfundur. „Karikatur“ dans sýndu Brynj- ólfur Jóhannesson og Lárus Ing- ólfsson („Boms-a-Daisy“). Loks léku Jack Quinet, hinn vinsæli hljómsveitarstjóri að Hótel Borg, og hljómsveit hans nýtísku lög áður en dans var stig- inn til klukkan 3. GAMLA FRÉTTIN Stuð hjá blaða- mönnum Tómas Guðmundsson skáld var á meðal þeirra fjölmörgu sem skemmtu blaðamönnum þessa lands á samkomu þeirra fyrir áttatíu árum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Alec Baldwin kvikmyndaleikari Logi Ólafsson knattspyrnuþjálfari Carlo Ancelotti knattspyrnuþjálfari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.