Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Blaðsíða 2
Af hverju er útivist með börnum mikilvæg? Útivist hefur jákvæð áhrif á alla þroskaþætti barna enda sýna rann- sóknir að náttúran hefur jákvæð áhrif á tugi ef ekki hundruð þátta er varða heilsu bæði andlega, líkamlega og félagslega. Það er því frábært veganesti út í lífið að alast upp við mikla útivist með frá- bærum fyrirmyndum úti í náttúrunni. Útivist er lífsnauðsynleg börnum, og fjölskylduáhugamál skiptir máli enda góð forvörn. Hvernig kviknaði hugmyndin að bókinni Útiveru? Ég er búin að vera með hana í kollinum í nokkur ár og kannski síðustu þrjú hef ég fundið fyrir meiri þörf fyrir svona efni. Ég hef haldið fyrirlestra og námskeið í hundraða tali fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla og stundum vantar fólk bara einfald- ar hugmyndir til að auka útivist með börnum og á sama tíma minnka kyrrsetu. Eiga hugmyndirnar eitthvað sameiginlegt? Þær hafa allar áhrif á þroskaþætti barna á einn eða annan hátt. Ég er ekki að telja upp hvað hver hugmynd mun þjálfa eða hafa áhrif á heldur kýs ég einfalda og skemmtilega framsetningu. Hugmyndirnar eru ein- faldar, krefjast lítils eða einskis tilkostnaðar, auðveldar í framkvæmd og flestar hugmyndirnar er fjölskyldan kannski 10 mínútur að hefjast handa við. Getur þú komið með dæmi um skemmtilega útiveru í nóvember? Hver árstíð hefur sinn sjarma og nú erum við að detta í meira myrkur og því tilvalið að fara í vasaljósagönguferð. Fara út í „nóttina“ er allt- af pínu sport hjá börnum. Skella sér í náttföt og kuldagallann og lesa eina sögu á vel völdum stað fyrir svefninn. Það sofa allir betur eftir að fá ferskt loft í lungun og gæðastund í náttúrunni. Kakó á brúsa myndi gera upplifunina enn skemmtilegri. SABÍNA STEINUNN HALLDÓRSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Frábært fjöl- skylduáhugamál Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 Fyrir meira en tveimur áratugum héldum við sem heyrum til Knatt-spyrnufélagi Magnúsar Finnssonar, sem starfrækt hefur verið hér áMorgunblaðinu í rúm fjörutíu ár, sem leið lá í keppnisferð austur á Litla-Hraun. Við höfðum frétt að þar væri sprækt knattspyrnulið, FC Hrottar, og langaði að reyna okkur við það. Eftir að hafa sent upplýsingar um leikmannahópinn, kennitölur, hreint sakavottorð og annað slíkt lögðum við í’ann úr Kringlunni með langferða- bifreið sem pöntuð hafði verið undir hópinn. Það var norðan suddi þegar okkur bar að garði (segi ég sem þekki engar áttir í þessu landi nema ég geti miðað við Vaðlaheiðina) og þegar við gengum inn um hliðið og í átt að íþróttasalnum, þar sem við áttum að fá að skipta um klæði, var ekki nokkur maður á ferli. Skyndilega opnaðist gluggi á einni byggingunni og hrópað var rámri röddu: „Huuuuuundar!“ Að því búnu var glugginn lagður aftur. Fullyrða má að þarna hafi farið um einhverja í hópnum. Leikurinn hófst á tilsettum tíma og var leikið á malarvelli, sem þá var, við aðalbyggingu fangelsisins. Nú er þar gervigras. Aðeins spark- endurnir fengu útivistarleyfi af vist- mönnum en hinir fjölmenntu út í glugga og hvöttu sína menn ákaft til dáða með dynjandi rúðuslætti. Ekki voru margar mínútur liðnar af leiknum þegar hreinsað var með slíkum myndarbrag að tuðran sveif yfir girðinguna við völlinn; sem þó var ekki af minni gerðinni. Við magnúsingar gláptum á eftir tuðrunni eins og tröll á heiðríkju og óttuðumst að leik væri lokið. Ekki aldeilis. Einn varamanna gestgjafanna tók umsvifalaust á rás, renndi sér gegnum holu undir girðinguna og hljóp eins og fætur toguðu niður veginn til Stokkseyrar eða Eyrarbakka. Man aldrei hvort þorpið er nær. Við gestirnir litum að vonum í forundran á fangavörðinn sem annaðist dóm- gæslu. „Hann kemur aftur,“ fullyrti hann án þess að depla auga. Sannarlega gerði hann það og leikurinn hélt áfram; vart mátti á milli sveit- anna sjá. Glíman gekk að mestu leyti vel fyrir sig en harkan í einum vist- manna fór þó svolítið fyrir brjóstið á okkur; hann tæklaði mann og annan upp í háls og reif stólpakjaft. „Fyrir hvað situr þessi eiginlega inni?“ spurðum við fangavörðinn forvitnir. Ekki stóð á svari: „Skjalafals!“ Eftir á að hyggja var ég hættast kominn í þessari ferð yfir flatböku á Sel- fossi eftir leik. Pantaði svo sterka að ég hélt að kvikna myndi í mér. Krakkar, við þurfum að stefna takkaskónum aftur á Hraunið! Skjalafalsfréttir Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Einn varamannagestgjafanna tók umsvifalaust á rás,renndi sér gegnum holu undir girðinguna og hljóp eins og fætur toguðu niður veginn ... Eyrún Viktorsdóttir Svona 23. desember. SPURNING DAGSINS Hvenær hefst jóla- undirbún- ingurinn? Fjalar Vignisson Ég kaupi jólagjafir í desember og mæti svo í jólamatinn til mömmu. Guðrún Kr. Sveinbjörnsdóttir Alltof seint, um miðjan desember. Þá set ég upp jólakransinn sem átti að fara upp 1. des. Kristján Jónasson Í desember. Ég geri frekar lítið, mamma sér um allt. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Sabína Steinunn Halldórsdóttir er höfundur bókarinnar Útivera. Bókin snýst um hugmyndir að útivist sem fjölskyldan getur stundað saman. Útgáfuhóf bókarinnar er í Grasagarðinum á sunnudag kl. 14. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.