Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Side 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 Er Arsenal að (fyrir)liðast í sundur? Fáum sögum fer af því að maðurhafi gengið af sér fyrirliða-stöðu hjá knattspyrnufélagi í bókstaflegri merkingu eins og Sviss- lendingurinn Granit Xhaka gerði í leik liðs síns, Arsenal, gegn Crystal Palace á dögunum. Eins og við þekkj- um þá var hann kallaður af velli í miðjum klíðum og bauluðu áhang- endur Arsenal þá eins og Bjarna- staðabeljurnar forðum enda Xhaka ekki í hópi vinsælustu leikmanna liðs- ins, sem átt hefur í basli í ensku úr- valsdeildinni nú á haustmisseri. Kappinn brást vondur við, sjálfsagt lítt um kúabúskap gefið, baðaði út öll- um öngum, reif sig úr keppnistreyj- unni og sagði gestum í samkvæminu að fara í rass og rófu. Eða öllu heldur í rass og hala. Mikið moldviðri hlaust af og var knattspyrnustjóri Arsenal, Spánverj- inn Unai Emery, hvattur til að rífa fyrirliðabandið strax af Xhaka, meðal annars af virtum sparkskýrendum, enda væri slík framganga ekki sönn- um leiðtoga sæmandi. Emery gaf sér rúma viku, enda maður ákvarðana- fælinn, svo sem dæmin sanna, til að komast að nákvæmlega þessari nið- urstöðu. Leysti Xhaka undan skyld- um sínum og réð Gabonmanninn Pierre-Emerick Aubameyang til starfans í staðinn. Spurði salinn Sú tímalengd var þó hátíð hjá því hvað það tók Spánverjann langan tíma í haust að útnefna nýjan fyrir- liða eftir að óyndi greip þann gamla, Frakkann Laurent Koscielny, sem harðneitaði að fara með liðinu í æf- ingaferð til útlanda og heimtaði sölu. Hafði það á endanum í gegn. Emery velti málinu aftur á bak og áfram fyr- ir sér vikum saman og á endanum voru greidd um það atkvæði, eins og um fletið handa skáldinu í gamla daga, þar sem kjörgengir voru allir leikmenn Arsenal. Bar Xhaka þar sigur úr býtum. Það var sumsé eftir að hafa horft djúpt í augun á Þor- steini Joð, „hringt í vin“, „tekið burt tvö röng svör“ og loks „spurt salinn“ að Emery komst að þeirri niðurstöðu að Xhaka væri besti kosturinn – enda þótt fyrir hafi legið að stór hluti stuðningsmanna liðsins vantreystir leikmanninum sem er víðfrægur fyrir rangar ákvarðanir á velli og að vera eins og umrenningur á umferðar- miðstöð í stóru leikjunum. Því fór sem fór. Öðruvísi mér áður brá. Englend- ingurinn Tony Adams var fyrirliði Arsenal í fjórtán ár, frá 1988 þangað til hann lagði skóna á hilluna 2002, og óumdeildur allan þann tíma. Leið- togahæfileikar hans gerðir ódauðleg- ir í kvikmyndum á borð við The Full Monty, eða „Monty dettur í’ða“, eins og gárungarnir kölluðu þá ágætu ræmu. Adams er meðal annars þekktur fyrir að hafa leitt Arsenal til meistaratignar á þremur mismun- andi áratugum, níunda og tíunda á seinustu öld og fyrsta á þessari. Goð- sögn og löngu steyptur í styttu á Em- irates. Á þeim sautján árum sem síðan eru liðin hefur Arsenal haft hvorki fleiri né færri en ellefu fyrirliða. Takk fyrir, túkall! eins og Doddi litli myndi segja, væri hann að skrifa þessa grein. Og þá erum við að tala um fast- ráðna menn, enga afleysingapilta og íhlaupagemlinga. Þá byrjaði ballið Það byrjaði raunar alls ekki illa. Frakkinn Patrick Vieira tók við kefl- inu af Adams og dró liðið taplaust gegnum mótið 2003-04. Ári síðar hvarf Vieira á braut og landi hans, Thierry Henry, tók við fyrirliðaband- inu. Önnur gerð af manni en óum- deildur vegna afburðasnilli sinnar á velli. Henry hvarf á braut 2007 í leit að eina bikarnum sem hann vantaði í safnið, meistaradeild Evrópu. Og fann hann. Sem er allt önnur saga. Þá byrjaði ballið. Við tók landi hans og jafnaldri (þeir fæddust sama dag), William Gallas, en keflið var löngum sjóðheitt í höndum hans enda maðurinn sérlundaður. Allt fuðraði á endanum upp eftir að Gallas varð ber að illmælgi í garð liðsfélaga sinna í nóvember 2008 og Arsène Wenger, sem þá var við stjórnvölinn, átti ekki annarra kosta völ en að breyta hon- um snarlega í starfsmann á plani – og tannbursta hann með sápu. Þurfti hvorki margar vikur né (þjóðar) atkvæðagreiðslur til. Þá kom röðin að Spánverjanum Cesc Fàbregas sem fór hlutverkið vel, þrátt fyrir ungan aldur. Hann var 21 árs eða jafngamall og Adams þeg- ar hann tók við bandinu. En Fàbre- gas dreymdi líka um stóra titla og hélt í humátt á eftir Henry út í heim að þremur árum liðnum. Hollending- urinn Robin Van Persie tók við í eitt ár en þá sigldi hann líka sinn sjó til að spyrna með „kynþroska mönnum“, eins og Patrice Evra myndi orða það væri hann að skrifa þessa grein. Má ég þá frekar biðja um Dodda litla! Næstu þrír fyrirliðar, Belginn Thomas Vermaelen, Spánverjinn Mi- kel Arteta og Þjóðverjinn Per Merte- sacker eiga það allir sameiginlegt að hafa misst sæti sitt í liðinu fljótlega eftir að bandið var hengt á þá. Voru því lengst af hálfgerðir aftursætisbíl- stjórar. Það var Koscielny svo sem líka enda tók hann meiddur við fyrir- liðastöðunni og var að auki á hraðri leið niður getuhæðina. Nær miklu lengra aftur Ykkur að segja nær þetta basl raunar miklu lengra aftur en næstu þrír fyrirliðar á undan Tony Adams misstu allir stöðuna, af ólíkum ástæð- um þó. Írinn David O’Leary fann sig einfaldlega illa í hlutverkinu – en lék þó við góðan orðstír með Arsenal í áratug eftir það. Englendingurinn Graham Rix datt einfaldlega út úr lið- inu og í þá daga voru menn ekki með fyrirliðann á bekknum. Loks lenti Englendingurinn Kenny Sansom upp á kant við stjórann á þeim tíma, Skot- ann George Graham sem gat verið forn í skapi. Er nema von að menn spyrji sig hvort bölvun hvíli á fyrirliðastöðunni hjá Arsenal! Svona lítur alvöru fyrirliði út. Tony Adams huggar Eið okkar Smára. AP (Ó)gönguhrólfur. Granit Xhaka. AFP Bjarnargreiði? P-E Aubameyang. AFP Hvílir bölvun á fyrirliðastöðunni hjá Arsenal? Spurt er að gefnu tilefni enda skiptir enska úrvalsdeildarfélagið oftar um fyrirliða í seinni tíð en meðalmaður um sokka. Nú síðast eftir hádrama í miðjum kappleik og óskemmtilegt ævintýri á gönguför. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is LÖG OG LANDSMÁL NÝ BÓK EFTIR ARNAR ÞÓR JÓNSSON Lögin eiga sér samfélagslegar rætur og þjóna samfélagslegum tilgangi. Umfjöllun um lög og lögfræði verður því ekki slitin úr samhengi við umhverfið og samtímann. Greinarnar sem bók þessi geymir miða að þeim til- gangi að hvetja lesandann til um- hugsunar um lögin í þessu sam- hengi. Jafnframt geta greinarnar þjónað tilgangi sem innlegg í almenna og vonandi lifandi um- ræðu um lögin í heimspekilegu, pólitísku og siðrænu samhengi. Útgáfuhóf verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands 14. nóvember kl. 16. ARNAR ÞÓR JÓNSSON er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Á fyrri stigum hefur hann m.a. starfað sem lögmaður, ritstýrt lögfræðitímariti og sinnt kennslu- og fræðistörfum við laga- deildir Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hann fékk dósentsmat við síðastnefndu lagadeild- ina árið 2018. Arnar hefur flutt fjölda erinda um efni bókar- innar bæði hérlendis og erlendis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.