Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Síða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 Stundum óttast ég að verða gamall og fúllkall sem hefur allt á hornum sér. Fuss-andi og frussandi út í loftið og talandi helst alltaf um sama hlutinn. Það er þó ekki útilokað að það hafi þegar gerst, án þess að ég tæki eftir því. Ég skrifaði nefnilega pistil um daginn um það af hverju allar framkvæmdir Reykjavík- urborgar (og reyndar ríkisins líka til að vera sanngjarn) þurfa að kosta einhverjar skrillj- ónir. Þá var ég meira að tala um stærri mál. Endurbyggingar á húsum og meiriháttar framkvæmdir. Svo fæ ég tölvupóst fyrir stuttu um Betri Reykjavík, sem mér finnst algjörlega frábært framtak. Að borgarbúar fái að koma hug- myndum sínum á framfæri um ýmsar smá- breytingar og lagfæringar í hverfinu sínu og kjósa svo um þær. Það er náttúrlega bæði fal- legt og skemmtilegt. En svo fer maður aðeins að skoða hvað þetta kostar. Og þá fer Reykjavíkurborg að minna mann á nýríkan bjána sem eyðir öllu í einhverja vitleysu og gefur fáránlega mikið þjórfé. Ein hugmyndin er til dæmis smábókasafn. Upphaflega hugmyndin hljómar svona: „Ég vil láta setja upp litla kassa með loki nálægt blokkunum eða á leikvöllum þar sem fólk myndi geta skipst á bókum (bæði fullorðins- og barnabókum), skilja eftir bækur og fá bæk- ur lánaðar í staðinn.“ Þetta hljómar vel og getur ekki kostað mik- ið. En í hagkerfi borgarinnar eru tvær millj- ónir eðlilegt verð fyrir þetta. Bókaskáp! Einn bekkur við hornið á Öldugötu á að kosta eina milljón. Jafnmikið og umferðar- spegill við gatnamót Hamarsgerðis og Réttar- holtsvegar eða hjólapumpa við Rauðagerði. Í öðrum hverfum virðist borgin líka ætla að haga sér eins og milljónamæringur á fylleríi. Tvö til þrjú langborð á Klambratúni. Með fylgir mynd af borðum sem kosta 23 þúsund krónur í BYKO. Reykjavíkurborg áætlar að kostnaður við þessi borð sé þrjár milljónir! Sem er reyndar vel sloppið miðað við það að merkingar með krúttlegum skiltum við stíg- ana tvo á Klambratúni eiga að kosta sex millj- ónir. Sex! Tveir stígar, eigum við að segja fjögur skilti? Það er ekki nema ein og hálf á stykkið. Vel sloppið. Að mála hraðamerkingar á götur í Hlíð- unum kostar þó ekki nema tvær milljónir. Jafnmikið og nokkrar rusla- tunnur í Frosta- fold. Körfubolta- spjöld og hand- boltamark í Breiðholtslaug kosta þrjár milljónir. Sama og niðurgrafið trampólín í Árbænum, nú eða fótboltamark við Ljósheimaróló. Og þetta eru bara nokkur dæmi um hluti sem ég skil. Ég hef til dæmis ekki hugmynd um hvort það er eðlilegt að borga fimm milljónir fyrir að tyrfa lítinn sparkvöll eða sex milljónir að setja upp eitt strætóskýli við Fellsveg. Mér finnst gott að búa í Reykjavík og kvarta svo sem ekki oft yfir því að borga hæsta útsvar landsins. En ég held að það væri góð hugmynd að starfsmenn borgarinnar myndu nú setjast aðeins niður og velta því fyrir sér smástund hvort þeir væru tilbúnir að borga þessar upphæðir fyrir svona verk ef peningarnir kæmu úr þeirra eigin vasa. Það virðist nefnilega alltaf aðeins auðveldara að vera rausnarlegur þegar sýslað er með ann- arra manna fé. ’Einn bekkur við hornið áÖldugötu á að kosta einamilljón. Jafnmikið og umferðar-spegill við gatnamót Hamars- gerðis og Réttarholtsvegar eða hjólapumpa við Rauðagerði. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Annarra manna fé Elsku hjartans Ásdís Halla mín, þú átt af- mæli þann 6. júlí 1968 eins og þú trúlega veist. Nú, ef ekki þá lastu það hér. Þegar þversumman af fæðingar- tölu þinni og ári er tekin er útkoman 37, sem gerir það að verkum að þú ert talan 1. Þessi tala táknar mikla leiðtoga- hæfileika. En það segir þó ekki endi- lega að mann- eskjan sem töluna beri hafi hátt og standi hæst. Með einhverri ólýs- anlegri seiglu og þrautseigju tek- urðu hvert skref í lífinu sem mikil fyrirmynd, sem þú ert svo sann- arlega og því óhætt að segja að fólk sem fær að vera þér nærri sé afar heppið. Þú ert mjög gömul sál og finnur sterkt á þér hvað er að gerast í kringum þig. Þú gerir allt þitt besta til velja réttu púsluspilin í lífinu til að útkoman verði góð fyrir ekki bara sjálfa þig heldur alla. Það er hvorki mont né mikilvægt fyrir sjálfið þitt að fá mikla athygli. Það hefur einhvern veginn eins og óvart bara gerst en ekkert er alveg óvart. Núna ljómar í kringum þig hin andlega tala sjö, sem byrjar á að banka hjá þér um það bil tveimur mánuðum fyrir afmælisdag- inn þinn. Sumum finnst óþægilegt að vera á þessari tölu því hún gerir það að verkum að fólk breytir um hraða í lífinu. Þér gæti fundist að það þurfi mikl- ar breytingar til og að það þurfi að framkvæma alls konar en það sem þú þarft að gera er ekki neitt. Vertu bara sjálf á fjarstýringunni og horfðu á það sem þér sýnist þegar þér sýnist. Þetta ár mun leiða þig að betri líðan og styrkja þig í huga, sál og líkama. Það að þú hafir blessað og hjálpað fjölskyldu þinni mun gera hana enn sterkari og færa hana nær þér en nokkru sinni á næstunni. Ég segi allt- af þegar ég er með hópa að ég hefði þurft að eiga eitt barn sem væri talan einn, því að þá væri ég ekki með nein- ar áhyggjur af ellinni. Ásinn hjálpar nefnilega og styður við foreldra sína, og lætur þá helst búa sem næst sér. Það er í raun alveg magnað að skoða þetta því af flestum þeim ás- um sem ég hitti á þetta nánast allt- af við. Ásinn á það meira að segja til að halda að hann sé einbirni og að enginn annar muni redda neinu, svo að það er oft skvetta af stjórn- semi þarna líka en það orð á að vera gott og blessað en ekki litið niður til. Því ekkert myndi gerast ef enginn stjórnaði neinu. Á næsta ári er óhætt að segja að það verði hálfgerð flugeldasýning hjá þér þegar líður á árið. Þú verður með sama þrek og þegar þú varst átján ára, uppfull af hugmyndum og til- boðum um að breyta heiminum til hins aðeins betra eins og vanalega. 2022 verður svo árið sem uppfyllir djúpar óskir þínar. Þó að þú hafir bara séð fyrir þér að það væri ein hrísla eða lítið tré sem myndi spretta fyrir þig á því herrans ári get ég ekki betur séð en að þarna verðir þú með í kringum þig skóg með allavega trjám og mun sá skógur aðeins halda áfram að vaxa í kringum þig. Stjörnumerki Ásdísar er krabbi. Morgunblaðið/Ásdís ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR 06.07.1968 Mikil fyrirmynd ’Þú verður með samaþrek og þegar þúvarst átján ára, uppfullaf hugmyndum og til- boðum um að breyta heiminum til hins aðeins betra eins og vanalega. 3+1 Þú borgar 3 en færð 4 ! NÓVEMBERTILBOÐ Hjá Fóðurblöndunni og Bústólpa SuperClean -sápa, 25lítrar Tilboðgilda í verslunumFóðurblöndunnarogBústólpaognetverslu Cid Non P -sýra, 25lítrar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.