Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Blaðsíða 13
„Dóttir hennar var hjá mér í sumar og sonur minn dvaldi hjá henni nýlega. Annar sonur minn verður hjá þeim um áramótin. Kate er einstök. Stundum í lífinu hittir maður fólk sem manni finnst maður hafa þekkt alla ævi, og þannig var það með Kate. Við smullum bara saman.“ Margrét rifjar upp atvik sem gerðist stuttu eftir fyrstu kynnin. „Hún hringdi í mig. Keli lá í rúminu hjá mér og hún heyrði eitthvert hljóð og spyr hvort Keli sé hjá mér. Hún segir spennt: „Má ég fá að tala við hann?“ Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Kate átti að vita að hann gæti ekki talað og það hafði enginn áður beðið mig um að fá að tala við Kela. Ég spurði mjög hikandi hvort hún vissi ekki að hann talaði ekki. Hún svaraði: „Jú ég veit, en hann skilur allt, er það ekki?“ Ég svaraði því játandi og rétti honum tólið. Ég veit ekkert hvað þeim fór á milli en brosið á barninu! Keli elskar Kate.“ Margrét og Kate hittast reglulega og segir hún Kate vera enn betri kokk en leikkonu, og er þá mikið sagt. Þær skiptast gjarnan á upp- skriftum. „Hún er besti kokkur í heimi. Eitt sinn kom hún fljúgandi til mín til að elda þakkargjörðar- matinn fyrir okkur. Hún flaug yfir með krakk- ana og var hjá okkur í fimm daga. Hún eldaði fyrir okkur allan tímann. Svo er hún alltaf að bjóða okkur eitthvað. Hún bauð okkur Kela á tökur á James Bond-mynd. Hún hefur reynst mér alveg rosalega vel. Stundum býður Kate mér að koma til sín í nokkra daga svo ég geti hvílt mig. Þá færir hún mér morgunmat og þvær af mér fötin þótt ég segi henni auðvitað að það sé nú óþarfi.“ Fékk 9,5 í stærðfræði Þegar ljóst var að Keli gæti tjáð sig var hann settur í almennt nám í grunnskóla í Austin. „Keli notar stafaborð núna, stórt lyklaborð, og svo er hugbúnaður sem talar fyrir hann en pabba sínum og líka með músíkþerapistum. Hann er með mikla sköpunargáfu.“ Gæti komist í Carnegie Hall Þekktur bandarískur tónlistarmaður, Tim Janis, sem unnið hefur með stórstjörnum á borð við Paul McCartney, Billy Joel og Ray Charles, hafði samband við Margréti, en hann hafði séð heimildamyndina. „Hann nefnir að hann hafi heyrt í myndinni að Keli væri að semja tónlist og spyr hvort ég eigi einhverja tónlist eftir hann. Ég segi hann vera að semja og ég spyr Kela hvort ég megi deila því með Tim. Keli var spenntur og ég mátti það og Tim varð svona rosalega hrifinn. Hann sagðist vilja fá að frumflytja tónlistina hans Kela í Carnegie Hall með hundrað hljóð- færa strengjasveit. Enn hefur tónlist Kela ekki verið spiluð í Carnegie Hall því Keli er ekki tilbúinn. Þetta er þrjú þúsund manna sal- ur og það er mjög erfitt fyrir hann að vera í fólksfjölda. Hann stífnar allur upp og fyllist kvíða. Það batnaði ekki eftir að hann varð lög- blindur,“ segir Margrét. „Nú kemur Tim til okkar árlega eða tvisvar á ári og semur tónlist með Kela. Hann vill að Keli fari í tónlistarháskóla eins og Berklee,“ segir Margrét. „Keli semur mjög öðruvísi tónlist. Mér finnst hún dásamleg en ég er auðvitað ekki hlutlaus,“ segir hún og brosir. Þess má geta að Keli hefur haft sérstakt dá- læti á tónlist Bjarkar alveg frá því að hann var lítill drengur. „Tónlistin endurspeglar hann og er hans tjáning. Hún seytlar inn í hjartað þitt. Hún er rosalega tilfinningalega sterk.“ Kærleikur flytur allt annað Í dag unir Keli sér vel við skriftir og tónlistar- sköpun. Margrét segir óvíst hvort hann fari í meira nám en honum hafi boðist að fara í þriggja ára sérnám sem heitir Independent living skills. „Þar læra fatlaðir einstaklingar að hugsa um sig, en Keli er alveg ósjálfbjarga. Það þarf alltaf manneskja að hjálpa honum á fætur, að klæða sig og við dagleg störf. Við er- um með aðstoðarmanneskju sem býr hjá okk- ur en við borgum það allt sjálf og það er gríð- arlega dýrt. Svo kemur sjúkraþjálfari tvisvar í viku þannig að það er mikið prógramm fyrir hann,“ segir Margrét og hún segist ekki vilja að Keli fari á sambýli meðan þau foreldrarnir hafi efni og getu til að hugsa um hann heima þar sem tölfræði sýnir að svona mikið fatlaðir einstaklingar eins og hann, sem geta ekki einu sinni talað, verði oft fyrir líkamlegu ofbeldi á slíkum stöðum. „Eins og er tökum við bara einn dag í einu; einn dagur í einu er alveg nóg. Lífið er bara eins og kom fram í Forrest Gump; lífið er eins og konfektkassi og maður veit aldrei hvaða mola maður fær. Það er enginn sem lofar manni auðveldu lífi. Það þýðir heldur ekkert að horfa til baka og hugsa, hvað ef. Ég hugsa stundum um það að Keli fékk sjálfur nánast engan svefn fyrstu þrjú árin. Hver þroskast eðlilega sem fær engan svefn?“ segir Mar- grét. „Núna þegar ég endurskrifa bókina þá er ég með alls konar pælingar og þótt ég sé alls ekki að erfa neitt við lækna vona ég að bókin verði til þess að foreldrar barna með þroskaröskun verði vakandi fyrir þessu, að læknar horfi framhjá fötlun þegar eitthvað er að,“ segir hún. „Bókin er ekki bók um einhverfu, heldur um mótlæti. Og hvernig maður snýr mótbyr í með- byr. Hún er skrifuð í miklum kærleika og ég held að hún sé mjög gefandi. Ég er mjög þakk- lát og auðmjúk. Bókin á erindi við alla því við þurfum öll að fara í gegnum þennan lífsins skóla, í gegnum súrt og sætt. Það er oft sagt að trúin flytji fjöll en kærleikurinn flytur bara allt annað. Það er aflið sem ég hafði að leiðarljósi þegar ég skrifaði bókina.“ Ljósmyndir/Úr einkasafni ’Stundum býður Kate mér aðkoma til sín í nokkra dagasvo ég geti hvílt mig. Þá færirhún mér morgunmat og þvær af mér fötin þótt ég segi henni auð- vitað að það sé nú óþarfi. Fjölskyldan er afar samrýnd. Bræðurnir Erik Steinn, Unnar Snær og Þorkell Skúli, ávallt kallaður Keli, eru hér með foreldrum sínum Þorsteini og Margréti. Þau una sér vel í Texas þar sem Keli hefur fengið fleiri tæki- færi í lífinu en hann hefði fengið hér heima. hann skilur bæði ensku og íslensku en tjáir sig eingöngu á ensku,“ segir Margrét og bætir við að alltaf hafi verið töluð tvö tungumál í kring- um Kela frá unga aldri, enska og íslenska. „Við sáum strax að við færum ekki aftur heim, þarna voru svo góð tækifæri,“ segir Margrét. Fjölskyldan unir hag sínum vel í Texas og þótt það hafi ekki verið létt fyrir eldri bræð- urna að slíta sig frá vinum á unglingsaldri, hafa þeir ávallt staðið þétt við bakið á bróður sínum og foreldrum. Margrét segir fjölskyld- una vera nokkurs konar fjölskyldufyrirtæki sem snúist um velferð Kela og eru þau mjög samrýnd. „Keli er alveg með fulla greind. Hann er mik- ill stærðfræðingur. Samræmdu prófin hér eru átta tíma löng, en sem betur fer krossapróf. Ég var smá efins að hann myndi höndla þetta og ef hann gæti það ekki myndi hann ekki útskrifast úr almennu námi. Ég lét hann vita hvernig próf- in voru en hann vildi taka þau. Hann kom rosa- lega vel út úr prófunum, var með 9,5 í stærð- fræði,“ segir Margrét sem er að vonum stolt. „Hann var ekki með reiknivél en reiknaði þetta allt í huganum. Konan sem sat yfir hon- um er stærðfræðikennari og hafði enga trú á þessu en var alveg bit yfir þessari getu hans.“ Keli hefur nú útskrifast úr almennum menntaskóla en hans helsta áhugamál er tón- list sem hann semur í tölvu en einnig skrifar Keli ljóð og aðra texta. „Ég hef ekki hundsvit á tónlist og kem ekk- ert nálægt þessu. Hann semur tónlist með 10.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.