Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 K osningabaráttan í Bretlandi hófst með braki og brestum. Fyrirfram gáfu menn sér að flokkur forsæt- isráherrans hefði nokkurt forskot til að byrja með vegna stöðu hans og athygli fjölmiðla á hefð- bundnum fyrstu leikjum í aðdraganda kosninga. Hin eilífa móðir Boris Johnson sótti drottningu sína heim í Buck- inghamhöll og kyssti skóna eða það sem menn kyssa við það tækifæri. Drottningin er langhæst á öllum þeim mælum sem sýna vinsældastöðu fólks í valdapíramítanum sem samanstendur af frægum fjölmiðlaspírum, borgar- stjórum stærstu borga, þingmönnum og ráðherrum, og hrín ekkert á henni og gengur þó mikið á, og bless- að kóngafólkið á allt ósköp bágt, eins og gamla konan á Selfossi orðaði það forðum eftir lestur greinar um það í Familie Journal á biðstofu læknisins. En Elísabet II. drottning er undraverð kona og undantekning þessarar reglu og hefur ekki átt bágt svo vitað sé í nærri 94 ár. Og hún er eitursnjöll. Bréf- ritari geymir dæmi um það sem enginn annar hefur haft aðgang að fyrr en nú. Hún sem engum gleymir Þegar Bretadrottning kom hingað í opinbera heim- sókn 1990 í boði Vigdísar forseta var þáverandi borg- arstjóra í Reykjavík falið að taka á móti drottningu, Philip hertoga og fylgdarliði og í því var fremstur meðal jafningja sá indæli maður Magnús Magnússon, sjónvarps- og fræðaþulur og eilífur Íslendingur í Ed- inborg. Þau konungshjón komu víða við þann dag og stopp- uðu varla nema tæpa klukkustund í Höfða, en heils- uðu þó þar upp á fjölda gesta í húsinu og áttu stutt spjall við hvern og einn um þeirra störf eða aðkomu og var aðdáunarvert að fylgjast með hversu sannfær- andi áhugi í bland við smekkvísi einkenndi alla þá framgöngu. Um kvöldið var boð drottningar í snekkju hennar Brittanniu sem þá lá bundin og fánum prýdd í gömlu höfninni. Þangað var gestgjöfunum úr Höfða boðið ásamt fleiri og enn meiri fyrirmennum. Inni í skipinu var allt með hátíðarblæ og eftir að innfæddir af klakanum höfðu fengið að dreypa á góð- víni af einhverju tagi var þeim raðað í skipulega röð af siðameistara drottningar sem sá ætlaði síðan að kynna hvern og einn fyrir hátigninni. Einstakt lag á ólagi Borgarstjórinn taldi víst að hann, alvanur maðurinn, myndi komast klakklaust í gegnum þetta, enda þrautþjálfaður úr porti Austurbæjarskóla þar sem sama aðferð var brúkuð 5 daga vikunnar eftir stóru frímínútur. En öll sú æfing reyndist ekki duga til. Svo hittist á að borgarstjórinn og Ólafur Skúlason biskup voru samsíða í þessari röð samkvæmt fyrir- mælum siðameistarans sem var með svo margar orð- ur á brjóstinu að hann hlaut að vita hvað hann var að gera. Þeir tveir hófu þegar spjall eins og gamlir bændur sem finnast á förnum vegi eða undir réttarvegg og fóru með líflegar sögur og voru á töluverðri hreyfingu á meðan. Skyndilega var bjöllu hringt og tilkynnt að drottn- ing og bóndi hennar gengju nú í salinn og datt þá allt í dúnalogn. Þegar röð hátignanna kom að biskupnum og borgarstjóranum benti siðameistari mynduglega á Ólaf biskup og sagði fullur af öryggi, eins og hann hefði þekkt Ólaf persónulega alla sína tíð: „Hans virðulegheit, borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Odds- son! Þá sagði drottningin svo allir nærstaddir máttu heyra (í íslenskri þýðingu): „Er það virkilega? Borg- arstjórinn hefur þá bæði lengst og grennst frá því að Vér hittum hann fyrr í dag!“ Og þá stakk sá „litli, þéttholda“ svartkollinum hrokkna fram fyrir biskup- inn og hafði drottningin gaman af en einkum þó her- toginn sem virtist telja kvöldinu bjargað með þessu lítilræði. En augljóst var á augnaráði siðameistarans að hann hefði viljað höggva þennan óuppdregna inn- fædda asna í spað og gefa svínum sem sunnudagsmat í Ballmoral. Og ekki er einu sinni víst að biskupinn yfir Íslandi hefði endilega lifað af heift og hatur siða- meistarans. Við biskup hittumst ekki löngu síðar og bar saman um að þetta hefði verið býsnamikil veisla í Brittanniu og hefði alltaf orðið eftirminnileg, en hin frumsömdu asnaspörk okkar tveggja hefðu þó gert hana al- gjörlega ógleymanlega. Í kóngaveislum þurfa af- brigðin því ekki að vera mikil til að ná inn í annála eins og þetta axarskaft gerir núna. En sagan um eftirtekt og minni drottningar jafnvel þegar smæl- ingjar á berrössuðum klettum við ysta haf eiga í hlut er í góðu samræmi við allt sem maður hefur um Dýrðina heyrt og lesið. En sem sagt En að öðru leyti er sagan óþarfur útúrdúr og því rétt að taka aftur upp fyrri þráð og reyna að halda honum. Fyrsti dagur kosningabaráttu breska forsætisráð- herrans varð ekki það sigurstart sem treyst hafði verið á. Boris var varla búinn að ljúka sínum fyrsta blaðamannafundi eftir heimsókn í höllina þegar hver daunilla fréttin af annarri skall á andlitinu á honum. Einn af ráðherrum hans hafði talað með eindæmum ógætilega til fólksins sem missti allt sitt og marga sína nánustu þegar ógnareldur kom upp í „Grenfell Tower,“ 24 hæða húsi sem var með utanáliggjandi einangrun sem breytti eldi sem kom upp í einni af íbúðum hússins á skammri stundu í eldhaf sem heltók alla bygginguna með yfirgengilegum hörmungum. Slökkviliðið hafði í samræmi við handbók sína ráð- lagt fólki sem hringdi í neyð sinni að halda kyrru fyrir í íbúðum sínum. Þetta reyndist hreint óráð þótt gefið væri í góðri trú þeirra sem vissu ekki að háhýsið var í raun dulbúin eldgildra af versta tagi. Varð ráðherrann ekki skilinn öðru vísi en svo að hann teldi að íbúarnir sem í þessu lentu, þar með taldir þeir 70 sem týndu lífi, gætu að nokkru leyti kennt sjálfum sér um það hvernig fór! Þessi ráðherra er sjálfsagt með réttu talinn einn snjallasti og greind- asti gaurinn í þinghúsinu en dómgreindin virðist þó hafa orðið útundan þegar gáfunum var hlaðið í hann í Það er eitthvað rotið í öðrum konung- dæmum en dönskum ’ En Elísabet II. drottning er undraverð kona og undantekning þessarar reglu og hefur ekki átt bágt svo vitað sé í nærri 94 ár. Og hún er eitursnjöll. Bréfritari geymir dæmi um það sem enginn annar hefur haft aðgang að fyrr en nú. Reykjavíkurbréf08.11.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.