Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2019, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2019 LÍFSSTÍLL Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn fer eftir skapi.Í léttum orðum myndi ég lýsa honum sem einföldum og háværum.Ég klæðist helst svörtum klæðum. Leður og föðurland eru í uppá- haldi. Hvað heillar þig við tísku? Tíska er tíðarandinn. Fyrir mér er munur á tísku og „trendi“. Tíska er list og „trend“ er „hype“. Ég dáist að persónu- legum stíl í stað þess að elta „trend“ og fylgja öðrum en sjálfum sér. Hvað er á óskalistanum þessa stundina? Skór frá Eyts sem heita „the Halo sneakers“. Síðan er Eygló að koma með Halo-fatalínu. Þar er kjóll sem ég er að deyja yfir. Hvar kaupirðu helst föt? Ég kaupi varla. Panta örsjaldan á netinu og versla mest í búð- um með notuð föt. Ég tek ofan fyrir búðum eins og Spúúútnik og Aftur. Mér finnst Rauði krossinn mjög kúl. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Allt sem ég á, en samfestingur frá Ambush er miklu uppáhaldi. Súper þægilegur og mér líð- ur eins og ég sé óklædd þegar ég klæðist hon- um! Hvaða þekkta andlit finnst þér með flott- an stíl? Grace Jones var alveg fáránlega nett og Michèle Lamy. Ég fíla aðallega þegar fólk kemur á óvart! Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönn- uð? Alexander McQueen heitinn var minn uppáhaldsfatahönnuður. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ást við fyrstu sýn og notagildi. Hver er þín uppáhaldsárstíð varð- andi tísku og hvers vegna? Sumar, vetur, vor og haust. Engin árstíð fram yfir aðra. Munurinn á þeim er ekki mikill hér á landi! Hvaða tískutímaritum, -bloggum eða -áhrifavöldum fylgist þú með? Ég fylgist meðal annars með @Lotta- volkova, @Gupmagazine, @Viviane- sassenstudio, @Iamcardib, @Harley- weir, @Olaviagrims … Ég gæti lengi haldið áfram! Hvaða álit hefur þú á tískuheim- inum í dag? Ég skil ekki hvað er í gangi í heiminum í dag varðandi „fast fashion“ eða hraðtísku. Ég sá um daginn flíkur á 100 krónur í H&M og velti fyrir mér: hvernig er það hægt? Það skiptir máli að efla vitund neytenda um framleiðsluaðferðir hraðtískurisanna sem eru að verða æ stórtækari á ís- lenskum fatamarkaði. Siðferðis- þröskuldurinn er afar lágur og vinnuskilyrði í fataverskmiðjum skelfileg. Í sumar gerði ég ljósmyndaverk sem ber titilinn „Fast fashion“ eða „Hröð tíska“. Verkið útfærði ég með flíkum sem ég fann í ruslinu, brenndi þær og myndaði þær verða að engu. Mig langar að varpa ljósi á nútímaneytandann í kapítal- ískum heimi. Um fjórðungi af þeim fötum sem eru framleidd er kastað í rusl- ið eða brennd. Anna Maggý klæðist helst svörtum klæðum. Leður og föðurland eru í uppáhaldi. Ljósmynd/Anna Maggý Einfaldur og hávær fatastíll Anna Maggý ljósmyndari sérhæfir sig í listrænni ljósmyndun. Hún er með einstakan stíl en reynir þó að kaupa afar sjaldan nýjan fatnað. Anna segir miklu máli skipta að efla vitund neytenda um framleiðsluaðferðir hraðtískurisanna. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Instagramreikningurinn Vivianesassenstudio er með- al þeirra fjölmörgu sem Anna Maggý fylgist reglulega með. „The HALO sneakers“ frá EYTS eru á óskalistanum. Ljósmyndaverkið „Fast fashion“ eftir Önnu Maggý er ádeila á hraðtískurisana. Grace Jones kemur alltaf á óvart.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.