Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 Áræði, þor, hugrekki. Þettavoru forsendur þess að Ís-land byggðist. Allt heimsins hugvit á sviði skipasmíði og sigl- ingafræði hefði verið einskis virði ef enginn hefði þorað að leggja af stað. Svipað gildir um frumkvöðla- drifna nýsköpun í dag. Hún kallar á mikið áræði og enn meira úthald, oft í andstreymi og mótvindi. Sem bet- ur fer höfum við séð marga ná til lands og skapa með því bæði störf og verðmæti. Gangverk verðmætasköpunar Áhætta gegnir stærra hlutverki í gangverki efnahagslegrar verð- mætasköpunar en kannski margir gera sér grein fyrir. Færa má rök fyrir því að stærsti drifkraftur verð- mætasköpunar á Vesturlöndum a.m.k. síðustu hundrað árin hafi ver- ið auknir möguleikar einstaklinga til að taka áhættu – til að sýna áræði. Þetta gerðist með nýjum mögu- leikum til fjármögnunar og trygg- inga og auðvitað með hinu til- tölulega nýtilkomna fyrirbæri sem við köllum hlutafélag með takmark- aðri ábyrgð. Allt þetta og fleira leysti úr læðingi óhemjusterka krafta framtaks, nýsköpunar og verðmætasköpunar sem eiga sér upptök hjá einstaklingum en gagnast öllu samfélaginu. Nýjar leiðir skapa ný tækifæri Nýjungar í fyrirkomulagi viðskipta, ekki síst fjármögnunar, hafa úr- slitaáhrif um það hvaða möguleika hugvit og framtak hafa til að ryðja hina grýttu braut framfara, nýsköp- unar og aukinnar hagsældar. Svo að aftur sé vikið að siglingum er það ekki tilviljun að margt í skipulagi nútíma viðskipta á rætur sínar í áhættusömum langsiglingum fyrri tíma. Nýjar leiðir til að dreifa áhættu (fjármögnun, hlutakerfi, tryggingar o.fl.) sköpuðu ný og bylt- ingarkennd tækifæri. Á sama hátt var það skortur á fjármögnun sem hindraði lengi vel innreið nútímans í atvinnuháttum Íslendinga. Nýjar fjármögn- unarleiðir, einkum með tilkomu Ís- landsbanka, áttu stóran þátt í marg- víslegri nútímavæðingu atvinnulífs Íslendinga í upphafi tuttugustu ald- ar. Vísifjármögnun Hundrað árum síðar er það enn og aftur fremur nýleg tegund fjár- mögnunar (með gamlar rætur þó) sem á hlut að máli í sögu flestra mikilvægustu, framsæknustu og mest brautryðjandi nýju fyrirtækja samtímans. Það er ekki tilviljun að þessi fjármögnun hefur mest rutt sér til rúms í Sílikondal í Kaliforníu, höfuðstöðvum nýsköpunar í heim- inum. Á ensku er þessi fjármögn- unarleið kölluð „Venture Capital“ eða „VC“, borið fram „ví-sí“. Nær- tækast er að kalla hana „vísi- fjármögnun“ á íslensku, enda má segja að fjárfestingarstefna slíkra sjóða endurspeglist í orðtakinu „mjór er mikils vísir“. Í stuttu máli er um það að ræða að áhættuþolnir einkafjárfestar taka að sér að auka úthald nýsköpunar- fyrirtækja sem eru komin úr hreiðr- inu (og jafnvel orðin stór) en ekki orðin nógu vel fleyg til að eiga kost á hefðbundinni fjármögnun. Oft er þetta vegna þess að viðskipta- hugmyndir þeirra byggjast fyrst og fremst á hugviti. Í samfélagi þar sem sífellt stærri hluti verðmæta byggist einmitt á hugviti er ljóst að þau samfélög sem hafa fjárhagslega innviði til að styðja við þess háttar starfsemi standa þeim framar sem hafa þá ekki. Í heimi vísifjárfestinga er ætlast til þess að fjárfestar komi ekki bara með fjármagn að borðinu heldur líka viðskiptaþekkingu, reynslu og tengsl, sem eykur möguleika á árangri enn frekar. Í Bandaríkj- unum hafa flest þeirra fyrirtækja sem hraðast vaxa notið stuðnings vísifjárfesta og á Íslandi eru nokkur dæmi um fyrirtæki sem hefur tekist að útvega sér vísifjármagn. Þeirra á meðal eru Meniga, CCP, Valka, Oculis, Kara Connect, Plain Vanilla og Sidekick Health. Árangurinn af vísifjármögnun í Bandaríkjunum, einkum í Sílikon- dal, talar sínu máli. Fyrirtæki sem komist hafa á legg með þessum hætti hafa skapað verulegan hluta allra nýrra starfa þar í landi. Mörg önnur lönd hafa freistað þess að skapa jarðveg fyrir svipaða þróun og þykir Ísrael hafa náð hvað bestum árangri. Á Íslandi hafa sem betur fer orðið til fáeinir sjóðir af þessu tagi á undanförnum árum en að óbreyttu er hætta á stöðnun á þeim vettvangi, einmitt þegar það blasir við að þörfin fyrir slíkt fjár- magn fer vaxandi. Nýsköpunarlandið Ísland Fyrir nokkrum vikum kynnti ég ný- sköpunarstefnu fyrir Ísland sem unnið hefur verið að undanfarið ár. Í þessari viku voru svo kynntar fyrstu aðgerðirnar sem styðja við stefnuna. Ein sú veigamesta er að greiða götu vísifjármögnunar með nýjum hvata- sjóði sem kallast Kría. Hlutverk Kríu verður að örva til- urð nýrra vísisjóða með því að hafa umtalsvert fé til umráða fyrir þátt- töku í þeim – á þriðja milljarð króna á þremur árum samkvæmt fjár- málaáætlun. Skýr skilyrði verða fyr- ir þátttöku enda er markmið stjórn- valda ekki síst að stuðla að því að umhverfi vísifjárfestinga á Íslandi þroskist í takt við það sem gerist og gengur í alþjóðlegu umhverfi. Við ætlum ekki að draga markað- inn í einhverja tiltekna átt heldur láta markaðinn ráða og styðja við hann þar sem hann vill sjálfur vera. Einkafjármagnið tekur áfram mestu áhættuna en við ætlum að gera hana viðráðanlegri og freista þess að hjálpa til við að koma af stað já- kvæðri keðjuverkun þar sem af- rakstur vel heppnaðrar fjárfest- ingar nýtist til enn frekari uppbyggingar. Þetta er afgerandi skref en við upphaf umróts fjórðu iðnbyltingar- innar eru slík skref nauðsynleg í þágu frumkvöðladrifinnar nýsköp- unar, eins og ríkisstjórnin gaf strax í upphafi fyrirheit um í nýsköpunar- miðuðum stjórnarsáttmálanum. Verðmætasköpun framtíðarinnar byggist á hugviti. Efnahagslegt sjálfstæði okkar og fullveldi veltur þess vegna að verulegu leyti á því að við tökum afgerandi stöðu með hug- vitinu. Þannig búum við íslenskt samfélag undir áskoranir framtíð- arinnar. Kría – súrefni fyrir frumkvöðladrifna nýsköpun Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Efnahagslegt sjálfstæðiokkar og fullveldi velt-ur að verulegu leyti á þvíað við tökum afgerandi stöðu með hugvitinu. Ég held að það sé ekkert ólíklegt aðeinhverntímann verði sett uppsérstök álma á Vogi fyrir kaup- fíkla. Eftir að netverslun varð svona vin- sæl eru nefnilega margir í þeirri stöðu að geta ekki hamið sig og panta alls- konar vitleysu. Ég sé fyrir mér fund þar sem maður stendur í pontu og segir: „Sæl. Ég heiti Jón og ég er kaupfíkill. Ég áttaði mig á því að þetta væri vandamál þegar ég pantaði buxnapressu og pappírstætara í sömu vikunni.“ Stundum hallast ég að því að þetta sé raunverulegt vandamál hjá mér. Ég get ekki talið allt sem ég hef pantað í ein- hverju bríaríi og svo ekki haft hugmynd um hvað ég ætti að gera við það. Viljið þið dæmi? Ljósaperur með hreyfiskynjara, birtu- skynjara og myndavél. Jólaljósakastara sem hafa gert nágranna mína brjálaða. Átta diskókúlur (óvart), ilmúðara, myndavélar, símahulstur, heyrnartól, hleðslutæki, verkfæri, klósettsetuhitara, lása, pípulagningamyndavél, sólgleraugu með myndavél, rakvélahaldara, selfie- ljós, grænmetisskera og ég veit ekki hvað og hvað. Veikleiki minn er þó allskonar raf- magnsdót (og greinilega allt með myndavél). Ef í lýsingu stendur blue- tooth eða wifi spennist ég upp, teikna í huganum aðstæður þar sem þetta kæmi sér vel og alltof oft: Panta. Svo kemur dótið og ég stend eins og bjáni með þetta. Jafnvel búinn að gleyma hvað ég pantaði og veit ekkert hvað ég á að gera við þetta. Hvað á ég til dæmis að gera við þráðlausa myndavél, á stærð við ten- ing, með hreyfiskynjara? Það er ekki eins og ég sé njósnari. Og af hverju á ég þrjá dróna? Nóvember er erfiðasti mánuðurinn. Fyrst kemur dagur einstæðra (singles day) 11. nóvember og rétt þegar maður er búinn að jafna sig á öllum tilboðunum þá skellur á manni svartur föstudagur. Og það er alls ekki bara föstudagur, heldur svört vika með endalausum til- boðum. Þá er erfitt að vera ég. Ég átti í alvöru samræður við konuna mína um hvort það væri ekki alveg frá- bær hugmynd að kaupa ryksuguróbot. Hann var á sérstöku tilboði og leit svo vel út. „Eigum við ekki tvær svona ryk- sugur,“ segir hún, uppfull af þolinmæði og öllu vön. „Og skúringaróbot. Fyrir utan venjulegu ryksuguna okkar.“ Ég verð að viðurkenna að hún hefur rétt fyrir sér og sennilega væri þetta mjög heimskulegt en ég bara ræð ekki við mig. Þetta er svo spennandi. Ég er eins og menn voru í teiknimyndum í gamla daga með púka á annarri öxlinni sem segir: „Þú átt skilið að kaupa þetta. Þetta er frábært tilboð,“ og á hinni öxl- inni er sparsami engillinn sem bendir mér á að þetta sé rugl og ég eigi aldrei eftir að nota þetta. Þið getið giskað á hvor talar hærra. Ég er búinn að fara inn á Heimkaup hundrað sinn- um. Lesa alls- konar umsagn- ir, bera hana saman við aðrar af svipaðri tegund og skoða verðið. Tilboðið er að renna út. Ef ég panta núna verður hún komin í há- deginu á morgun. Ég þarf að komast á fund. ’Hvað á ég til dæmis aðgera við þráðlausamyndavél, á stærð við ten-ing, með hreyfiskynjara? Það er ekki eins og ég sé njósnari. Og af hverju á ég þrjá dróna? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Raunir kaupfíkils Færð þú í magann af mjólkurvörum? Ekki láta laktósaóþolið hafa áfhrif á þitt daglega líf. Laktase töflunar frá tetesept aðstoða við meltingu ámjólkursykri. Forðatöflurmeð virkni sem varir í 4 klukkustundir. Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Fæst í öllum helstu Apótekum Settu þína ráðstefnu í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.