Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 P áll tekur á móti blaðamanni á skrif- stofu sinni í Fangelsismálastofnun ríkisins einn fallegan vetrar- morgun. Út um gluggann blasir hafið við og Esjan sem lúrir enn í myrkri handan fjarðarins. Það er stafalogn og frost og sólin er að mjakast upp fyrir fjöllin í austri. Smátt og smátt lætur húmið í minni pokann fyrir deginum sem rís og þá stirnir á steina og strá handan götunnar. Páll býður til sætis og nær í úrvalskaffi. Hann er reffilegur í eldrauðri skyrtu og brosir breitt þannig að skín í skemmtilegt frekju- skarðið. Eftir skraf um dásamlegt útsýnið og daginn og veginn vindum við okkur í spjall um fangelsismál, sem eru í stöðugri þróun. Vanda- málin eru mörg hjá þeim hópi fólks sem svipt- ur er frelsinu um stund; fólks sem Páll segir flest í grunninn gott. Svigrúm fyrir góða fanga Páll er lögfræðingur að mennt en meðfram lögfræðináminu vann hann í lögreglunni. Eftir útskrift starfaði hann sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og þaðan lá leiðin í Landssamband lögreglumanna. Þá tók hann við embætti aðstoðarríkislögreglustjóra en var svo ráðinn forstjóri Fangelsismálastofnunar í ársbyrjun 2008. „Ég hef unnið í löggæslugeiranum í 25 ár; hér í tæp tólf ár. Ég hóf að vinna við afleys- ingar í lögreglunni um tvítugt og síðan hef ég ekki átt útleið. Ég kann vel við mig í þessu,“ segir Páll og brosir. „Til að byrja með, sem ungur maður, fannst mér þetta spennandi heimur og ég fékk að sjá hluti sem maður hafði ekki séð eða upplifað áður. Það kom mér á óvart hvað þetta var harkalegur heimur. Mér fannst erfitt að horfa upp á erfiðar aðstæður og það kom mér á óvart hvað lífið er fjölbreytt í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi. Hér er mikil stéttaskipting og misjafnt hvernig fólk hefur það.“ Páll segist hafa verið ákveðinn frá upphafi í að breyta ýmsu þegar hann tók við sem for- stjóri Fangelsismálastofnunar. „Ég áttaði mig á því mjög fljótlega að það þyrfti að breyta um stefnu. Innilokun í lokuðu fangelsi bætir ekki nokkurn mann. Að loka manneskju inni í lokuðu fangelsi allan afplán- unartímann er slæm hugmynd og ekki líkleg til að betra einstaklinginn. Við fórum því markvisst í það að breyta fangelsiskerfinu þannig að nú er ákveðinn tröppugangur í kerf- inu. Sá sem kemur inn til að afplána fer fyrst í lokað fangelsi og ef allt gengur vel fer hann þaðan í opið fangelsi. Ef allt gengur vel þar fer hann á áfangaheimili og lýkur afplánun heima hjá sér með ökklaband og er þá undir rafrænu eftirliti. Þetta hefur verið markviss vinna lög- gjafans, Fangelsismálastofnunar og Dóms- málaráðuneytisins síðustu árin. Það hafði sýnt sig að það var ekki góð aðferð að loka mann inni á Litla Hrauni og afhenda honum svo strætómiða í bæinn út í frelsið,“ segir Páll. Fleiru vildi Páll breyta því illa fór um fang- ana í gömlum og lélegum húsakostum fangels- anna. „Við vorum með ónýtan húsakost; bæði Hegningarhúsið á Skólavörðustíg og Kvenna- fangelsið á Kópavogsbraut. Það hafði staðið til í hálfa öld að byggja nýtt fangelsi í Reykjavík og það náðist á endanum að byggja sérhannað fangelsi á Hólmsheiði sem var svo tekið í notk- un árið 2016. Skömmu áður lokuðum við á Skólavörðustíg, en þar hafði verið fangelsi síð- an 1874,“ segir Páll og útskýrir að fangelsi landsins séu fimm; Litla-Hraun, Kvíabryggja, Hólmsheiði, Sogn og Akureyri. Páll er hvergi nærri hættur að breyta og bæta kerfið því verkefnin er mörg. „Við getum gert mun betur á margan hátt, sérstaklega hvað varðar fanga með fíkni- sjúkdóma og andlega sjúkdóma.“ Snýst um frelsissviptingu Oft heyrast í þjóðfélaginu gagnrýnisraddir varðandi þá fanga sem fá að afplána utan fang- elsa eða í opnum fangelsum. Páll hefur sterkar skoðanir á refsingum fanga. „Þetta er sú aðferð sem reynst hefur best úti í hinum stóra heimi. Menn eru sviptir frelsi sínu í opnum fangelsum líka. En aðbúnaðurinn er ekki eins neikvæður og veldur ekki eins miklu tjóni á sálinni og lokuðu fangelsin gera. Við erum með þessu að búa einstaklinginn undir að fara aftur út í samfélagið. Megin- markmið okkar hér er að draga úr líkum á því að þessir einstaklingar brjóti af sér aftur og þessi leið er æskileg til þess. En auðvitað byggir það allt á trausti; fanginn þarf að standa sig og sýna fram á að hann geti af- plánað við frjálsar aðstæður,“ segir hann. „Sumir fara aldrei í fangelsi heldur vinna bara í samfélagsþjónustu og geta áfram tekið þátt í lífinu,“ segir Páll og útskýrir að þeir fangar sem fái að taka út dóm sinn í samfélags- þjónustu þurfi að uppfylla ýmis skilyrði. „Þetta er mjög góð þróun og kostar minna fyrir samfélagið.“ Ertu á móti hugmyndafræðinni sem ríkir í Bandaríkjunum þar sem fólk er oft dæmt harkalega, jafnvel í ævilangt fangelsi? „Í vissum tilvikum þar sem menn eru mjög ofbeldishneigðir og veikir geta þeir talist hættulegir samfélaginu alltaf. En það er ákaf- lega sjaldgæft. Í sumum ríkjum Bandaríkj- anna er dauðarefsing enn við lýði. Svo eru fangatölur þar svo ógnvekjandi að það tekur engu tali; þeir eru með fimmtán sinnum fleiri fanga á hverja hundrað þúsund íbúa en við. Þeir eru mjög refsiglaðir og ég held að við höf- um ekkert þangað að sækja. Við getum horft til Norðurlanda og höfum gert það; og við er- „Að loka manneskju inni í lok- uðu fangelsi allan afplánunar- tímann er slæm hugmynd og ekki líkleg til að betra einstaklinginn,“ segir forstjóri Fangelsis- málastofnunar, Páll Winkel. Morgunblaðið/Ásdís Að umgangast vald með auðmýkt Í aldarfjórðung hefur Páll Winkel unnið við löggæslu og kann hann því vel. Sem forstjóri Fangelsismálastofnunar hefur hann lát- ið til sín taka og breytt mörgu til batnaðar. Hann segir innilokun í lokuðu fangelsi ekki bæta nokkurn mann og þótt Páll telji vont fólk vera til segir hann flest fólk gott. Eitt stærsta verkefnið er glíman við eiturlyfin, en um 70- 90% fanga eru í neyslu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Við vitum hvaða fangar eruað dreifa fíkniefnum innanfangelsanna en efnin koma hinsvegar ekki inn með heimsókn- argestum þeirra. Þvert á móti eru það heimsóknargestir lágt- settra fanga sem eru þvingaðir til að koma með efni inn í fangelsin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.