Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 Þ að á allt sinn tíma. Ríkjum getur þannig þótt virðu- legt verkefni og jafnvel eftirsókn- arvert að gegna gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Nató. En Boris for- sætisráðherra Breta þykir það örugglega ekki auðvelda sinn yfirstandandi leik að vera í forsæti þess fundar þegar aðeins átta dagar verða í kosningar. Trump og hinir tylla niður fæti Leiðtogarnir mæta ekki einir. Og þeir valda slíku um- ferðaröngþveiti að breskur almenningur heldur helst að Dagur B. hafi verið fenginn til að leysa einhvern af í barneignarleyfi eða kulnun í ráðhúsinu þeirra. Sumir leiðtoganna mæta jafnvel með margar flutn- ingavélar í eftirdragi með eigin þriggja tonna drossí- ur innanborðs. Þeir þurfa helst að biðja Elton John að setja niður nokkrar birkihríslur fyrir sig til að kol- efnisjafna leikinn, svo að sú sænska mæti ekki í skút- unni, eins og Elton gerði fyrir Harry og Meghan svo þau gætu notað fjórar einkaþotur eina vikuna. Corbyn er nú með storminn í fangið og þykir því ekki ónýtt að fá ástæðu og afsökun fyrir því að stilla þeim Boris og Donald upp sem síamstvíburum. Í póli- tískum vandræðum er allt hey í harðindum. Corbyn veit ekki í hvern fót hann á að stíga í brexit- deilunni og reynir því að beina athyglinni annað. Hann hélt sérstakan blaðamannafund og veifaði þar 500 síðna leyniskýrslu sem hann sagði sanna að Boris væri tilbúinn til að selja Trump breska Landspít- alann! „Yfirgengilegt rugl,“ sagði Boris Johnson. En þegar ekki eru nema 12 dagar í kosningar og Trump er væntanlegur eftir fjóra daga þá er auðveldara að matreiða 500 síðna „skýrslu“ með hann í aðal- hlutverki sem enginn maður hefur lesið eða er líkleg- ur til að lesa. Kristinn Hrafnsson lagði einmitt ofuráherslu á matreiðsluþátt frétta í útspili sínu með „RÚV“, en hann og Stundin eru samherjar þess í málinu. Þessi áhersla Kristins á matreiðslu en ekki fréttagildi minnir dálítið á orð Markosar heitins forseta á Fil- ippseyjum sem sagði að kvöldi kjördags: „Nú kemur að mikilvægasta þætti kosninganna; talningunni sjálfri.“ Markos var misgóður í framboðsbrölti en bil- aði sjaldan á talningunni, ekki frekar en íslenska varaformannsefnið forðum. Leyniskýrsla Corbyns reyndist vera uppkast að vinnuplaggi embættismanna í Bandaríkjunum um allt það sem þyrfti að ræða fyrir gerð væntanlegs við- skiptasamnings Breta og Bandaríkjanna. Á meðal þúsunda annarra atriða voru heilbrigðis- og lyfsölu- mál nefnd. Og þar með var Boris Johnson bersýni- lega reiðubúinn til að selja Trump Landspítalann og sá vís til þess að vilja hafa spítalann með sér vestur strax eftir natófundinn. Hrjá pestir pótintáta? En nú verður reyndar ekki betur séð en að heilbrigð- ismál verði ekki langt undan á natófundinum. Því í aðdraganda hans hefur Macron forseti Frakklands búið til storm í tebollum bandalagsins með því að slá því fram að það gætti merkja „um heilabilun“ í hinu mikla varnarbandalagi. Virtist forsetinn hafa ætlað sér að lýsa einhvers konar tilvistarkreppu hjá Nató, sem vissi ekki lengur sjálft fyrir hvað bandalagið stæði og hvort þess væri yfirleitt lengur þörf. Margir leiðtogar hafa lýst undr- un sinni á þessum viðvaningslegu vangaveltum Frakkans, og sumir gerst æði stóryrtir. Angela Merkel kanslari Þýskalands var hins vegar hófsöm í sínum ummælum, en þó afgerandi, sem kanslarinn er ekki alltaf. Hún tók af öll tvímæli um að varnarhlutverk Nató væri það sama og fyrr og gekk svo lengra og bætti því við að mikilvægi þess væri jafnvel enn meira en fyrr og án þess og lykilhlutverks Bandaríkjanna í vörnum Evrópu gætu ríki álfunnar alls ekki verið. Þessi taumur hafði reyndar verið dreginn víðar, t.d. í bréfi hér nýverið. Erdogan forseti Tyrklands var á áþekku róli og kanslarinn en hann hafði gleymt silkihönskunum heima, enda ár og dagar síðan hann setti þá upp síð- ast. Forsetinn sagði af þessu tilefni að fyrrnefnda heilabilun væri hvergi að finna nema þá helst í höfð- inu á forseta Frakklands. Því hefur verið „lekið“, sem í þessu tilviki þýðir, eins og svo oft, „spunnið upp“, að Boris óttist mest af öllu að Trump segist ekki bara styðja hann í kosning- unum heldur sé hann ástfanginn upp fyrir haus af forsætisráðherranum. En þótt það hljómi vissulega sætt og krúttlegt, þá var það einmitt sama orðalagið og forsetinn notaði fyrir fáeinum mánuðum um tilfinningar sínar í garð Kim Yong-un! Tíu dögum fyrir kosningar, þar sem allt er undir, er tími taugaveiklunar. Og þegar margir góðir gestir mæta, sem eiga það ekki síst sameiginlegt að vera vísir til alls og fái jafnvel meiri athygli en bítlarnir á blómaskeiðinu, er ekki að undra þó að spennan fari út fyrir hættumörk. Athyglisverð einkunnagjöf Þegar þetta er skrifað er ekki gert ráð fyrir því að hryðjuverkatilræðið í Lundúnum í gær hafi áhrif á kosningabaráttuna, en dæmi eru vissulega til um það, að slíkir atburðir setji marga í uppnám. Tímamót urðu í Evrópusambandinu í gær þegar Jean Claude Juncker forseti framkvæmdastjórn- arinnar hvarf úr sínum valdastóli. Lýsing hans á kveðjustundinni og mat á því hverjar væru horfur bandalagsins virtust ekki vænleg, þótt hann tíndi vissulega til sitt hvað sem hann taldi hafa miðað í rétta átt á valdaskeiði sínu. Juncker var lengi for- sætisráðherra Lúxemborgar sem hefur um áratuga- skeið haft mikið upp úr krafsi verunnar í ESB, enda hefur drjúgur hluti af starfsemi sambandsins verið þar og meðfylgjandi þúsundir háttlaunaðra starfs- manna. Skattlausir að mestu tryggja þeir mikla inn- spýtingu í efnahaginn án þess að landið hlaði upp skuldbindingum þeirra vegna. Lúxemborg hefur að auki komist upp með að reka bankastarfsemi sem býr í reynd við minni upplýs- ingakröfu gagnvart yfirvöldum en gengur og gerist í Evrópulöndum. Þaðan hafa iðulega reynst fá skref og stutt yfir í enn meiri „skattaskjól“ en frá öðrum sam- bærilegum ríkjum. Raunsær á endaspretti Juncker spáði því á kveðjustundinni að innan 10 til 15 ára yrðu engin Evrópuríki tæk inn í G7-hópinn, þar Boris bítur á jaxl og Trump bítur afganginn ’ Þá hefur Bloomberg tilkynnt að fjölmiðlaveldið mikla, sem við hann er kennt, hafi fengið fyrirmæli um það að rannsaka engar ábendingar sem kynnu að koma fram um hann sjálfan eða einhverja aðra frambjóðendur demókrata til þingsins eða ríkisstjóra þetta ár sem kosningabaráttan stendur. Reykjavíkurbréf29.11.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.