Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 10
Elsku Ljónið mitt, þetta er spennandi tími sem þú ert að fara inn í og mikið af allskonar að gerast í þessum dásamlega jólamánuði, svo núna skiptir það öllu að róa hugann því allt er á réttri leið, slepptu stjórninni, talaðu vel um alla og fallega til allra. Þú getur haft svo mikla stjórn á hvað er að gerast og hvernig þú tekur hlutunum, svo æfðu þig í því. Þú skalt skipuleggja lífið vel og standast tímasetningar, það er eitthvað svo merkilegt við það að hafa tímasetningar á hreinu og vera samkvæmur því sem þú segir því þú færð þínu framgengt og góð skilaboð um að lausn hafi fundist á vanda þínum, svo ekki dekra þig niður í þunglyndi. Ég skamma mig svo ofsalega oft fyrir að dekra mig í þunglyndi og þegar ég var yngri sagði ég oft að ég væri buguð, en það er rosalega stórt og neikvætt orð að senda inn í alheimsorkuna. Ég tók oft eftir því að þegar ég sagði þessi orð lenti ég í miklum veikindum, svo miklum að aðrir þurftu að aðstoða mig, svo passaðu orðin sem þú segir við þig, talaðu þig upp og talaðu þig til. Þú verður svo næmt fyrir öllu sem er að gerast í kringum þig og það er svo margt jákvætt í því, vegna þess þú getur skapað eitthvað svo merkilegt og stórt og mundu að það sem er stórt og merkilegt fyrir þér þarf ekki endilega að vera það fyrir öðrum. Það er svo mikilvægt að elska hversdaginn og hið einfalda, það er ferðalagið í lífinu sem skiptir meira máli en áfangastaðurinn og þú ert búið að læra svo mikið undanfarna mánuði og ganga í gegnum svo margt að ekkert mun slá þig niður. Peningamálin þín verða miklu betri en þú bjóst við, og peningar eru bara færanleg orka, svo settu eitthvað í varasjóð, þá líður þér svo miklu, miklu, betur. Sólin mun lýsa þér leiðina og þú veist alveg hvað þú átt að gera, svo hafðu markmiðin stór og stefndu á sólina því þá geturðu alltaf krækt þér í stjörnu. Sólin lýsir leiðina LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 Elsku krabbinn minn, þú ert búinn að taka svo margar ákvarðanir undanfarið og það hafa verið merkilegar breytingar í kringum þig og allt breytist við að taka ákvörðun, svo þú mátt ekki velta fyrir þér orðinu kannski, það er annaðhvort já eða nei, ekkert bull eða kjaftæði. Skoðaðu afskaplega vel hvað fólk er að segja við þig og hvað fólk telur að þú getir, því þú sérð ekki alveg nákvæmlega hvernig þú ætlar að stíga næsta skref, en fólkið í kringum þig mun sýna þér hvað þú getur og þá þarftu að hugsa, já akkúrat. Ég á alveg ofboðslega góða vinkonu í krabbanum og ég hitti hana ásamt hópi fólks nýverið þar sem henni var bent á að bjóða sig fram sem forseta, og svo sannarlega tel ég hún væri góður kandídat til þess, og þótt það sé kannski ekki leiðin sem hún mun fara voru þetta skilaboð frá al- heiminum um að hún gæti allt sem hún vildi. Taktu eftir skilaboðunum sem þú færð á næstunni og hefur fengið undanfarið því þau eru að segja þér eitthvað svo magnað og mikið, svo hlustaðu. Þú hefur fullan rétt á því að láta fólk fara í taugarnar á þér og núna þarftu mikinn frið og ró til þess nákvæmlega að geta sinnt því sem þú vilt gera. Þú veist hverjir standa með þér og taktu vel eftir þeim sem tala illa um fólk í kringum sig; það eru þeir sem tala líka illa um þig. En þá ýtirðu bara á delete-takkann um stund því þú þarft ekki á neikvæðni að halda. Jólamánuðurinn verður þér góður, þér hlýnar í hjarta þínu og þú færð verðskuldaða athygli frá þeim sem skipta þig máli. Það er mikil rómantík í kringum þig enda elskar þú allar árstíðir, munt hafa mikið af kertum í kringum þig og byggja heimili þitt upp svo fallega og í þessari tilfinningu er falin mikil ást, svo þetta fer allt vel. Og láttu það ekki skipta þig neinu máli hvar þú ert staddur í dag, heldur hvert þú stefnir. Hlustaðu og taktu eftir KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Elsku Tvíburinn minn, þú ert að fara inn í tímabil þar sem lífið mun gefa þér raflost og pottþétt vekja þig, sama hvaða þyrnirósarsvefni þú sefur. Það er fullt tungl í þínu merki þann 12. desember og þá fáið þið aukakraft til að geta snert stjörn- urnar. Þessi kraftur verður sterkari og sterkari með hverjum degi sem líður og þér finnst að þú sért með eitthvert óútskýrt frelsi eða kannski útskýrt frelsi, það er að enginn haldi þér niðri og þú finnur með hverjum andardrætti hvað súrefnið er betra en áður. Þú færð þá tilfinningu að þú sért kominn í mark, þú sért að taka við verðlaunum og þér líður svo vel í öllum þínum frumum, þetta hefur svo mikil áhrif á allt þitt kerfi að veikindi geta vikið í burtu. Það virðist sem þú þurfir að breyta plönum þín- um á síðustu stundu, en þú verður svo 100% ánægður með það þegar þú skoðar bet- ur. Ekki sýna dauðum hlutum mikla athygli og alls ekki elska þá út af lífinu, því þó þú tapir einhverju veraldlegu drasli þá skaltu láta það vera alveg merkingarlaust í huga þínum, því þú færð eitthvað svo miklu betra í staðinn. Í öllu þessu sem er að gerast skaltu sýna eins mikinn samhug og þú getur, með öllu því fólki sem er í kringum þig sama hvar það er á vegi statt, þetta tengir orku þína og afl hinu góða miklu betur. Það sem tengist ástinni hjá þér er beintengt orðinu traust, ef þér finnst að það sé ekki tengt þeim sem þú elskar þá þarftu að endurhugsa málið og ef þú ert á lausu ertu með næga útgeislun til þess að tæla til þín þann sem þú vilt, en þú þarft að hreyfa við ástinni, hún gerir það ekki sjálf. Aukakraftur og frelsi TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Gleðin verður erfið- leikunum yfirsterkari. Elsku Sporðdrekinn minn, það er mikil spenna í kringum þig og mundu það að nota frekar orðið að vera spenntur en að vera stressaður. Þú ert að læra svo ótalmargt þessa dagana og það eru búnar að vera breytingar sem gefa þér betri stefnu. Þú skynjar betur hvern- ig þú getur reddað lífinu og því sem þú ert að fara í gegnum. Þú stendur svo sterkt upp og hefur engan möguleika á öðru, þú ert tréð í fjölskyldu þinni og það stóla svo margir á þig og þú hefur þann neista sem þarf til að kveikja eld og munt dreifa í kringum þig mikilli jákvæðni, hvort sem þú nennir því eða ekki. Þegar líða tekur á mánuðinn muntu fá upp í hendurnar það sem þú hefur beðið eftir. Það verður ótrúlegur hraði í kringum þig og þú færð stundum þá tilfinningu þú sért að klessa á, svo þessi mánuður verður fullur af spennu og nýjum og skemmtilegum atburðum eins og þú sért staddur í spennandi bíómynd sem þú getur ekki slitið þig frá. Njóttu þess, það er eina leiðin til að lifa í nútíðinni, en af og til finnst þér að þú sért að kafna og getir ekki meira, en kraftur, vinnusemi og margbreytileiki mun fleyta þér áfram og eftir því sem þú tekur að þér fleiri verkefni verður lífið betra. Skilaboð til þeirra sem eru að skoða ástina, þá skaltu grípa tækifærin umsvifalaust og hafa frumkvæðið, þannig mun farnast þér best. Fólk í kringum þig fattar ekki alveg hver þú ert, skil- ur ekki alltaf að þú meinar bara vel, en það er svo dásamlegt hvað þú getur verið dularfullur en ekkert er fjær sannleikanum en að þú sért fáskiptinn og alvarlegur, því þú ert í raun og veru al- gjör draumur. Hraði og spenna SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Elsku Vogin mín, þessi dásamlegi og stressandi tími verður skemmtilegur og lit- ríkur eins og pakkaflóðið undir jólatrénu. Þú tengir svo ótrúlega margt á þessu tímabili og nærð að yfirstíga allar þær hindranir sem þú eða lífið hefur lagt fyrir þig. Þú lærir að njóta svo vel og vera nokkuð skítsama um hvað aðrir eru að spá. Það eru ný áhugamál eða lífsstefnur að færast til þín í lífinu og þú verður eitthvað svo ánægð og afslöppuð og þá ertu svo sannarlega hrókur alls fagnaðar. Þú átt í svo skemmtilegum samræðum við sjálfa þig og ert meistari í að finna allskyns gullkorn, því þú hefur svo mikla meistarasamskiptahæfi- leika og það eina sem gæti stoppað þig í öllu þessu flæði er að þig gæti skort kjark. Það er svo mikil- vægt að vera hinn friðsæli bardagamaður og hjarta þitt er svo sannarlega skreytt þeirri mýkt og hlýju sem fær mann til að langa til að þekkja þig betur og langa til að hanga með þér. Þú átt eftir að nýta þér tækifærin sem þú færð, því það er ekki nóg að fá tækifæri ef maður nýtir þau ekki, þau koma og fara eins og vindurinn. Það er verið að segja þér að líta upp úr mannhafinu og láta ljós þitt skína meira. Ef þú ert eitthvað að kíkja eftir eða velta ástinni fyrir þér, þá eru þeir sem eru í sambandi vel staddir og eiga ekkert að hreyfa við því, en ef þú ert á lausu þarftu bara að gera þig aðeins sýnilegri, því ekkert er meira sexí en geislandi Vog. Þú ert eins og páfuglinn, reistu þig upp, sýndu fjaðrirnar því þú hefur svo miklu meira til að bera en þig grunar, tækifærin eru til staðar en hvorki ég, alheimurinn né stjörnurnar geta breytt því ef þú vilt ekki þiggja! Sýndu fjaðrirnar VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku hjartans Meyjan mín, það er mikið búið að vera að gerast í kringum þig og þú ert búin að hugsa sterkt til fortíðar og jafnvel til þeirra sem eru fallnir frá og þó að orkan þín sé góð ertu eitthvað svo meyr. Þú elskar þegar allt er á hreinu og stöðugt en óróleikinn getur sett allt úr skorðum. Það er svo á hreinu að það sem er búið er búið og núna er tími að skoða að það er að koma ný uppskera, val og góð útkoma fyrir þá sem eru í prófum, eða öðrum áskor- unum. Þér mun líða vel og er það ekki allt sem við erum að leitast eftir, það er í raun og veru líðan? Skoðaðu mjög vel hvernig þér líður og hvað þú getur gert til að líða betur, því lausnin að svo mörgu er alveg beint fyrir framan þig. Þetta verður að mörgu leyti besti mánuðurinn á árinu og þér mun finnast þú hafir unnið einhverskonar lottóvinning og vina- og fjölskyldutengingar munu eflast og þú munt finna svo vel í hvaða ramma þú passar. Fyrir þá sem eru á lausu og eitthvað er búið að vera að gerast í þeim málum þá mun það eflast og dafna, en ekkert nýtt eða það sem kemur á óvart er á döfinni. En það eru svo stórkostlegar tengingar í ástina svo leyfðu þér að slaka á og njóta, þú berð ekki ábyrgð á öllu eða öllum og fólk bjargast alveg þó að þú bjarg- ir því ekki. Þetta er mánuður sem gefur hlýju, nýjar tengingar, upplifanir og bjartsýni, sér- staklega í því sem tengist fjármálum því þar verðurðu heppin. Ný uppskera í vændum MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.