Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 LÍFSSTÍLL Skóli vonarinnar í Beit Jala áVesturbakkanum ber nafnmeð rentu. Palestínsk ung- menni sem mörg hver eiga fárra annarra kosta völ fá þar menntun og viðspyrnu fyrir framtíðina. Skólinn hefur veitt fjölda nemenda tækifæri eftir að þeir náðu ekki settu marki annars staðar, ýmist vegna fjárhags- erfiðleika, félagslegra aðstæðna eða námsörðugleika. Hann er rekinn fyrir sjálfsaflafé að hluta og reiðir sig mjög á stuðning. Íslenskir vel- unnarar hafa lengi styrkt skóla- starfið og hófst sá stuðningur fyrir forgöngu Ólafs Jóhannssonar. Greinarhöfundur og eiginkona hans heimsóttu Landið helga um síð- ustu páska og var tækifærið notað til að heimsækja skólann. Nemendur voru flestir í páskafríi, en nokkrir höfðu valið að dvelja á heimavistinni yfir hátíðina vegna bágra aðstæðna heima fyrir. Beit Jala er þorp í Betlehemshér- aði á Vesturbakkanum, um 10 km suður af Jerúsalem. Íbúarnir eru kristnir og múslimar, meirihlutinn kristinnar trúar og tilheyra margir grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Var skóli Mennóníta Khader Saba skólastjóri tók á móti okkur. Hann er með MA-gráðu í al- þjóðasamskiptum og starfaði m.a. á aðalskrifstofu YMCA (KFUM) í Jerúsalem við að stýra áætlun um að efla fjárhag fátækra fjölskyldna á Vesturbakkanum og Gaza. Einnig starfaði hann hjá SOS barnaþorpum áður en hann tók við skólastjórninni. Saba sagði að bandarískir mennó- nítar hefðu stofnað skólann árið 1962 til að mennta ungmenni frá svæðinu í kringum Betlehem. Í byrjun var pláss fyrir 50-60 drengi í 7.-12. bekk. Strákarnir komu margir frá sundr- uðum heimilum eða af götunni og fengu inni á heimavist. Þegar Mennó- nítakirkjan dró sig út úr rekstrinum árið 1976 stofnuðu heimamenn Arab- ísku góðgerðarsamtökin sem tóku við rekstrinum. Mennónítarnir styrktu rekstur skólans til ársins 2007. Þá- verandi skólastjóri lést 2011. Hagur skólans versnaði hratt í kjölfarið svo lá við gjaldþroti og var orðið tvísýnt um reksturinn árið 2013. Skólinn skuldaði þá um 350.000 bandaríkja- dali. Starfsmennirnir 23 fengu ekki kaupið sitt að fullu og sögðu upp einn af öðrum. Miklir rekstrarörðugleikar „Ég vissi af Skóla vonarinnar en hafði aldrei hugsað mér að vinna hér,“ sagði Saba. Breskur maður sem studdi skólann heimsótti Saba ásamt vini þeirra og spurði hvort til greina kæmi að Saba kæmi að rekstrinum í hlutastarfi, ella yrði honum lokað. Engin laun voru í boði. „Ég var hikandi fyrst en féllst svo á að gera þetta þótt ég hefði meira en nóg að gera,“ sagði Saba. „Ég var mættur hér klukkan sjö á morgnana og vann fram undir tíu þegar ég fór í launuðu vinnuna hjá YMCA þar sem ég vann til klukkan fimm síðdegis. Þá kom ég aftur hingað og vann fram á kvöld.“ Hann sagði að þetta hefði verið erfiðasti tími lífs síns hvað vinnu varðar en mjög gefandi að gefa fátækum börnum nýtt tækifæri. Þegar Saba kom að skólanum voru 58 nemendur í 7.-12. bekk. Skólahúsið var í niðurníðslu og þakið lak. Skólalóðin varð eitt drullusvað þegar rigndi. Miðstöðin biluð sem kom sér illa því skólinn er uppi á hæð sem kölluð er „Everest“ þar sem verður kaldast í Beit Jala. Skólastarfið er byggt á kristi- legum grunni en óháð öllum kirkju- Ljósmynd/hopesschoolbeitjala.co Skóli vonarinnar gefur von Stúlkur eru um þriðjungur 150 nemenda í Skóla vonarinnar. Ljósmynd/hopesschoolbeitjala.co Uppskerutími er alltaf ánægjulegur. Ljósmynd/hopesschoolbeitjala.co Palestínsk börn og ungmenni fá menntun og viðspyrnu fyrir framtíðina í Skóla vonarinnar í Beit Jala á Vesturbakkanum. Nemendur og kennarar eru ýmist kristnir eða múslimar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skólinn leggur áherslu á friðar- fræðslu. Khader Saba skóla- stjóri er lengst til hægri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.