Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 um með lága endurkomutíðni í samanburði við önnur lönd. Erlendir fjölmiðlar og fræðimenn hafa sýnt okkar kerfi áhuga á síðustu árum, meðal annars vegna tröppugangskerfisins og menningar opnu fangelsanna.“ Stundum heyrir maður fólk tala um að það sé lúxus að vera á Kvíabryggju; menn geti hangið í golfi og haft það gott. Hvað segir þú við því? „Já, ég heyri svona tal og fæ stundum yfir mig hressilegar gusur þegar ég sit í heita pott- inum. En það sem þetta snýst um er að svipta fólk frelsi sínu. Það er ekki okkar hlutverk að gera frelsissviptinguna verri en nauðsynlegt er og það er okkar verkefni að framkvæma hana þannig að einstaklingurinn geti átt von þegar hann kemur úr afplánun. Ég get sagt fyrir mína parta að ef ég væri lokaður inni í svítunni á Hótel Hilton í fimm ár, þá myndi mér ekki líða vel. Þeir sem eru á Kvíabryggju mega ekki fara þaðan og ef þeir gera það er lit- ið á það sem strok úr afplánun, það er lýst eftir þeim og þeir svo sendir í einangrun á Litla- Hraun,“ segir Páll. „Við myndum vilja fjölga opnu rýmunum á kostnað lokuðu rýmanna en til þess að það sé mögulegt þurfum við að bjóða upp á betri þjónustu vegna fíknisjúkdóma, sem eru mjög alvarlegt vandamál í fangelsum landsins.“ Níutíu prósent í neyslu Talið víkur að einu stærsta vandamáli fangels- anna; eiturlyfjunum. „Ég áætla að um 70-90% fanga glími við eiturlyfjafíknina. Í opnu fang- elsunum eru menn komnir lengra í bata, en í lokuðu fangelsunum eru 90% fanga í virkri fíkn. Við erum að glíma við harðari og harðari efni og það er alveg dagljóst að það þarf að skipta um aðferð í þeirri baráttu,“ segir Páll. Nýtt eiturlyf, Spice, tröllríður nú fangels- unum, enda er afar erf- itt að finna það á gest- um eða í vörum sem koma inn í fangelsin. „Við höfum oft verið gagnrýnd fyrir það að fíkniefni komist inn í fangelsi. Það er nú þann- ig að fangar eiga rétt á að fá heimsóknir frá ættingjum og vinum. Svo þarf að senda mat og vörur inn í fangelsin. Við erum með fíkniefna- hund og mjög öflugt starfsfólk sem leitar á öll- um og í þessu öllu saman, en þegar komið er efni sem er lyktarlaust, og þar sem eitt gramm verður að hundrað skömmtum, þá geturðu ímyndað þér hvað það er erfitt að koma í veg fyrir svona sendingar. Við vitum hvaða fangar eru að dreifa fíkniefnum innan fangelsanna en efnin koma hins vegar ekki inn með heimsókn- argestum þeirra. Þvert á móti eru það heim- sóknargestir lágtsettra fanga sem eru þving- aðir til að koma með efni inn í fangelsin.“ Ertu að segja að „háttsettir“ fangar láti gesti „lágtsettra“ fanga koma inn með efnin með hótunum? „Já, þannig gengur þetta fyrir sig.“ Páll segir óhugnanlegt að horfa á fanga sem neytt hafi Spice. Þeir verði algjörlega út úr heiminum í um það bil fimmtán mínútur og að því loknu taki við skelfilegur niðurtúr. Svo slæmur að það eina sem komist að sé næsti skammtur. Að lokinni vímunni muni menn ekkert eftir henni né hvað þeir gerðu á meðan. Kemur fyrir að hópur fanga sé í vímu á sama tíma, sem gerir starf fangavarða afar erfitt og krefjandi. Páll segir þau þurfa að gera betur með því að draga úr eftirspurninni. „Við drögum úr framboðinu með því að leita og vera vakandi. En á meðan það er vilji, þá komast menn í fíkniefni. Því þurfum við að bjóða betri og meiri meðferð fyrir þá ein- staklinga sem eru á þessari braut,“ segir hann og segir að í dag sé vissulega einhver meðferð í boði en betur má ef duga skal. Vilja þeir meðferð? „Sumir þeirra vilja það. Ef menn vinna í sín- um málum og verða edrú komast þeir betur í gegnum afplánunina,“ segir Páll og segir þau þurfa stað til afeitrunar, auk fjölbreyttari með- ferðarúrræða en til eru í dag. „Það er ákveðin vakning í gangi núna og ég heyri að það er vilji til að gera eitthvað í þess- um málum. Margt af þessu fólki er ágætis fólk þegar það er ekki í neyslu. Og sumir þeirra eru jafnvel aðallega dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir að fjármagna neyslu sína. Ef neyslan er sjúkdómur, þá veltir maður fyrir sér hvort við séum á réttri braut með þetta, að dæma þessa einstaklinga aftur og aftur í fangelsi fyrir að vera veikir. Það er umhugsunarefni.“ Páll segir Litla-Hraun afar óhentugt fang- elsi að því leyti að þar sé enginn aðskilnaður á milli fanga. Því þyrfti að breyta því vissulega sé erfitt fyrir edrú fanga að halda sér edrú þegar allt flæði í efnum. Þannig gætu þeir sem væru að vinna í sínum málum verið á öðrum stað en þeir sem eru í bullandi neyslu. „Þú heldur ekki AA-fund á pöbbnum.“ Fimm hundrað á biðlista Fleiri fangar eru nú utan fangelsa í samfélags- þjónustu en þeir sem lokaðir eru inni. Um 150- 200 manns eru í dag í fangelsum landsins, þar af eru 45 pláss í opnum fangelsum. Um tvö hundruð taka dóminn út í samfélagsþjónustu. „Svo eru fimm hundruð manns á biðlista. Þetta er uppsafnaður vandi frá efnahags- hruninu. Ef við værum ekki með biðlista myndum við vel anna dæmdum refsingum á Íslandi en við erum enn að vinna í listanum. Þegar verst lét var listinn 620 manns,“ segir Páll. „Við forgangsröðum inn í fangelsin og því standa þeir oft eftir sem hafa framið minni- háttar brot og eru þeir stærstur hluti þeirra sem bíða,“ segir hann. Spurður hvort fangelsið á Hólmsheiði hafi ekki hjálpað til við að stytta biðlistanna svarar Páll: „Jú, það gerði það en það sem við sjáum ekki fyrir er hvernig refsingar eru hjá dóm- stólum. Refsingar milli þessa árs og síðasta hafa þyngst um 40%. Þegar það eru svona miklar sveiflur í refsingum er mjög erfitt að gera lang- tímaplön. Við erum líka að sjá nýjar tölur í fjölda þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi en það hafa aldrei verið fleiri í gæsluvarðhaldi frá upphafi en núna, um þrjá- tíu manns. Þannig að fram undan eru álags- tímar.“ Flestir fangar eru karlmenn en konur eru aðeins 7-10%. „Það er óskiljanlegt, en karlar virðast vera verri upp til hópa.“ Spurður um tölur fanga af erlendum upp- runa segir Páll það vera breytilegt. „Þeir voru á tímabili einn af hverjum fjórum en eru nú 16- 17% af föngum. Þeir eru oftast mjög þægilegir fangar þótt til séu undantekningar.“ Ekki svart og hvítt Páll segist hafa allt aðra sýn á afbrotamönnum nú en í upphafi ferilsins. „Þegar ég byrjaði sem ungur maður í lög- reglunni hafði ég ekki upplifað margt. Ég var fljótur að átta mig á því að það voru tvö lið; við sem vorum að halda uppi lögum og reglu og svo þeir sem voru að fremja afbrotin. Mér fannst það algjörlega svart og hvítt. Með tíð og tíma og eftir því sem ég eldist og þroskast og læri meira um aðstæður og bakgrunn þessara einstaklinga sem lögreglan er að fást við hef ég áttað mig á því að þetta er ekki svart og hvítt. Margir þeirra sem við erum að dæma í fangelsi hafa átt hræðilega æsku; hafa búið við skelfilegar að- stæður sem ég og þú getum ekki ímyndað okk- ur. Þeir hafa skiljanlega farið snemma að finna sér hugbreytandi efni til að deyfa sig og lifa af raunveruleikann. Þessir einstaklingar hafa margir upplifað hræðilega framkomu í æsku; líkamlegar og andlegar refsingar. Maður byrjar að skilja betur af hverju þeir leiddust út á glæpabrautina. Það var aldrei neinn sem tók ut- an um þá þegar illa gekk í lífinu,“ segir Páll. „Ég fór að finna til meiri samkenndar með þessum hópi og það er fullt af ágætum ein- staklingum í fangelsi; vel gefnu og góðu fólki þegar það er ekki langt leitt af neyslu. Afstaða mín til þessa hóps hefur breyst töluvert mikið,“ segir hann. „Svo bættist eftir efnahagshrunið við ný tegund afbrotamanna, sem áður höfðu ekki haft neina tengingu við fangelsiskerfið eða réttarkerfið yfir höfuð. Þessir einstaklingar voru ekki líkir þeim einstaklingum sem við vorum vön að þjónusta. Fangelsismál í dag hafa meiri tengingu út í allt samfélagið því það eru svo margir sem þekkja einhverja sem hafa verið í fangelsi. Allar stéttir samfélagsins eiga sína fulltrúa í fangelsunum.“ Engin spilling eða klíkuskapur Páll hefur kynnst undirheimunum vel á þeim aldarfjórðungi sem hann hefur fengist við lög- gæslu. Ekki eru allir þar sáttir við forstjóra fangelsismála. „Ég fer mjög varlega og fjölskylda mín einn- ig. Ég og aðrir starfsmenn hér verðum reglu- lega fyrir hótunum og áreitni úti í bæ en mað- ur lagar sig að því og ég tek það ekki inn á mig. Það er kannski skondið þegar maður er farinn að flokka hótanirnar í frumlegar og ófrum- legar,“ segir Páll og brosir. „Það var einn mjög frumlegur sem hringdi í mig um daginn. Hann náði óvart í gegn og kynnti sig og sagði svo: „Ef það er eitthvert rétt- læti í heiminum færð þú krabbamein og deyrð“,“ segir Páll og bætir við að eitt sinn hafi maður verið kominn inn á gafl heima hjá honum. „Á venjulegum degi er maður ekki að hugsa út í þetta en við förum varlega.“ Ertu hræddur við þessa menn? „Nei. Ég er ekki hræddur við þessa menn en ég geri mér grein fyrir því að þeir geta verið óútreiknanlegir við vissar aðstæður og fer því varlega. Lögreglan er mjög öflug í þessu landi og sterk og hún sér um mig og mína þegar á þarf að halda,“ segir hann. ’Þessir einstaklingar hafamargir upplifað hræði-lega framkomu í æsku; lík-amlegar og andlegar refs- ingar. Maður byrjar að skilja betur af hverju þeir leiddust út á glæpabrautina. Það var aldrei neinn sem tók utan um þá þegar illa gekk í lífinu. „Ég segi henni frá ljótu málunum og hún segir mér frá samkvæmismálunum og þannig verður hið fullkomna samtal,“ segir Páll, sem sést hér með sambýliskonu sinni, fréttastjóranum Mörtu Maríu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.