Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 19
1.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Ágústa og Ómar reka ferðaskrif-stofuna IC Iceland og sérhæfasig í einkaferðum í súp- erjeppum um land allt. Nýjasta verk- efnaviðbótin er fjallaskálinn Cabin 9, sem bæði er ætlaður til útleigu og fyrir fjölskyldu hjónanna að njóta saman. „Við keyptum einingahús, tókum við því fokheldu og kláruðum sjálf. Húsið er 150 fermetrar á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum. Það eru tvö baðherbergi, baðkar og sána,“ út- skýrir Ágústa, en Hrífunes er frábær- lega staðsett og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsins. „Það- an eru tveir tímar í Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, stutt upp á há- lendið í Landmannalaugar, á Mæli- fellssand, Langasjó og Lakagíga.“ Spurð hvað hafi heillað fyrst og fremst við staðsetninguna nefnir Ágústa fallegt útsýni og friðsælt um- hverfi. Stílhreint og skandinavískt „Við vildum hafa þetta í skandinav- ískum stíl, vandaður fjallaskáli, ein- faldur og stílhreinn,“ útskýrir Ágústa spurð út í stílinn á húsinu. Hún segir hjónin hafa lagt mikla áherslu við innréttingu bústaðarins á að vel færi um alla sem þangað kæmu. „Eldunaraðstaðan og alrýmið er rúm- gott og vel útbúið. Rúm, sængur og sængurver eru fyrsta flokks og aðbún- aður eins í öllum herbergjum svo jafn vel fari um alla.“ Ágústa segist hafa verslað víða inn í bústaðinn en verslanir á borð við Hús- gagnahöllina, ILVA, Signature, Söstrene Grene og Heimilistæki eru í eftirlæti auk þess sem sumt kemur að utan. Eftirlætishluturinn á heimilinu sé þó borðstofuboðið. „Fallega eik- arborðstofuborðið okkar er alveg uppáhalds. Það er tæpir 4 metrar á lengd, smíðað af syni okkar Marinó sem starfar hjá Irmu. Borðfæturna fengum við í Norr11. Gluggarnir og út- sýnið toppa svo allt.“ Spurð hver sé eftirlætisstaður fjöl- skyldunnar í bústaðnum nefnir Ágústa samverustundirnar í alrýminu. „Loft- hæðin í alrýminu nær sjö metrum þar sem það er hæst og gerir það að verk- um að efri hæðin er varla undir súð. Það getur farið vel um okkur öll 17 við matseld, borðhald og leik.“ Spurð að lokum hvort eitthvað sé á óskalistanum inn á heimið segir hún mikilvægt að ofhlaða ekki húsið af hlutum heldur bara njóta, fara í gönguferðir og skoða umhverfið betur. „Í Hrífunesi er hægt að fara í hjóla- ferðir og sleðaferðir og skapa ynd- islegar minningar með fjölskyldunni.“ Ljósmyndir/Íris Ann Falleg smáatriði setja punktinn yfir i-ið. Hjónin leggja áherslu á gæði og vandað vinnubragð. Ágústa leggur áherslu á að halda bústaðnum stílhreinum. Útsýnið toppar allt Hjónin Ágústa Hreinsdóttir og Sigurður Óm- ar Sigurðsson tóku við fokheldu einingarhúsi við Hrífunes og bjuggu þar dásamlegan fjalla- skála í skandinavískum stíl. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Útsýnið úr stórum stofugluggunum er óborganlegt. Hlýlegt svefn- herbergi í fjalla- skálanum. EXTRA AF VÖLDUM VÖRUM VEFVERSLUN www.husgagnahollin.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.