Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 15
1.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Að vonum eru teknar ákvarðanir hjá Fang- elsismálastofnun sem ekki hugnast öllum; síst þeim sem dæmdir eru. „Ég hef passað að umgangast það vald sem Fangelsismálastofnun hefur með auðmýkt. Ég passa upp á að reglur og verklag sem við vinnum eftir séu skýrar þannig að sem minnst svigrúm sé fyrir geðþóttaákvarðanir. Vissu- lega ber ég sem forstjóri ábyrgð á öllu sem gert er hérna en ég er búinn að ganga þannig um hnútana að enginn einn getur tekið veiga- miklar ákvarðanir. Allar ákvarðanir eru tekn- ar á fundum og færðar til bókar. Ég get ekki einn ákveðið neitt; það er teymisvinna í gangi. Ég er búinn að tempra völd einstaklinga hérna innan stofnunarinnar og hef þar með dregið úr líkum á spillingu og klíkuskap,“ seg- ir hann. „Það eru ekki mörg ár síðan ýmsir stjórn- málamenn og áberandi fólk í samfélaginu hringdi í mig og vildi fá greiða. En það er alveg búið.“ Nú hefur þú þroskast í starfi með árunum og séð ýmislegt. Er til vont fólk? „Já. Það er til vont fólk. Það hefur fólk farið hér í gegnum kerfið sem ég hef trú á að verði brotamenn alla tíð. En það eru algjörar undan- tekningar. Ég hef trú á að flestir geti betrast, og fái þeir hlýju og væntumþykju og finni að öllum sé ekki sama um þá, þá geti þeir komist á fætur. Það er virkilega skemmtilegt að rek- ast á einstaklinga sem voru lengi inni í fangelsi og ítrekað, sem eru svo allt í einu bara í röðinni með þér á Serrano; eru að koma úr vinnunni og í fínum gír.“ Heilsa þeir þér? „Já, já! Ég fæ líka bréf annað slagið frá gömlum skjólstæðingum sem segja mér að þeir séu á lífi og allt gangi vel og það er skemmtilegt.“ Myrkur í vinnunni Hvernig er týpískur dagur fangelsismála- stjóra? „Það er allt í fínu lagi í fangelsiskerfinu þegar ég hef ekkert að gera,“ segir Páll og hlær. „Ég fylgist auðvitað vel með öllu og fer yfir dagbækurnar og skoða hvað hefur gerst síð- asta sólarhring í öllum fangelsunum. Síðan er mjög misjafnt hvað ég geri. Það fer talsverður tími í að svara fyrirspurnum fjölmiðla og svo er ég mikið á fundum í ráðuneytum vegna ým- issa stýrihópa eða nefndavinnu. Svo held ég starfsmannafundi mánaðarlega í stóru fang- elsunum og þvælist á milli fangelsa og fylgist með,“ segir Páll og nefnir að í heildina vinni undir Fangelsismálastofnun 140 manns, þar af nítján á skrifstofunni. Hvað er það erfiðasta við starfið þitt? „Það er að setja skýr skil og taka ekki vinn- una með mér heim. Þessi heimur getur verið grimmur og oft verið að fjalla um ljót mál og ég á það stundum til að taka það með heim. Það vill svo vel til að ég á maka sem er bros- mildur og glaður. Það getur verið mikið myrk- ur í þessari vinnu og oft erfitt að kúpla sig út. Ég hefði ekki þraukað svona lengi ef ég væri ekki með svona samheldið og öflugt samstarfs- fólk.“ Páll er í sambúð með fréttastjóranum Mörtu Maríu Jónasdóttur og eiga þau samtals fjögur börn á aldrinum tíu til sautján. „Við tókum stóra skrefið og fluttum saman í mars eftir að hafa verið saman í fjögur ár. Það gengur mjög vel og hún er búin að laga sig að því að búa með manni sem fer varlega. Og ég er búinn að laga mig að því að búa með konu sem hefur gaman af lífinu,“ segir hann og brosir breitt. Eruð þið yin og yang? „Alveg hreint! Það er ótrúlegt hvernig svona ólíkir aðilar geta laðast að hvor öðrum. Við er- um eins ólík og mögulegt er en það gengur prýðilega. Ég segi henni frá ljótu málunum og hún segir mér frá samkvæmismálunum og þannig verður hið fullkomna samtal,“ segir Páll og hlær. „Það er virkilega skemmtilegt að rekast á einstaklinga sem voru lengi inni í fangelsi og ítrekað, sem eru svo allt í einu bara í röðinni með þér á Serrano; eru að koma úr vinnunni og í fínum gír,“ segir Páll. Morgunblaðið/Ásdís Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Prófaðu nýju Opn S heyrnartækin í 7 daga - Tímabókanir í síma 568 6880 Stærsta áskorun einstaklinga með skerta heyrn er að fylgjast með samtali í fjölmenni og klið. Nýju Opn S heyrnartækin frá Oticon skanna allt hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm hljóðúrvinnsla í Opn S heyrnartækjunum skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum en fyrri kynslóð heyrnartækja. Hægt er að fá Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum! Ertu einangraður í margmenni og klið?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.