Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 29
„Gott skrímsli“ Dirty God fjallar um unga konu sem reynir að koma undir sig fót- unum á ný eftir að hafa orðið fyrir sýruárás en myndin þykir veita magnaða sýn inn í heim fólks sem finnst því vera útskúfað vegna út- litsins. Karakterinn, Jade, sem Knight leikur, verður fyrir þeim ósköpum að dóttir hennar hræðist hana eftir árásina og sannfæra þarf hana um að móðir hennar sé „gott skrímsli“. Gert er grín að Jade í vinnunni og hún leiðist út í að fróa sér fyrir framan áhorf- endur á netinu – ljósið dauft til að hylja örin. „Til að byrja mér var mér ekkert um það gefið,“ segir Knight um nektarsenurnar. „Ég hafði aldrei sýnt neinum líkama minn í kynferð- islegum tilgangi. Svæfi ég hjá, þá var ég alltaf í ermabol. En mér finnst þetta koma vel út í myndinni. Alls ekki dónalegt.“ Hún segir tökurnar á myndinni hafa reynt á sálarlífið enda var hún að endurupplifa allt sem hún hafði gengið í gegnum sjálf. „Ég marg- brotnaði niður á settinu og skaut leikstjóranum í tvígang skelk í bringu.“ Eins erfitt og þetta var þá kveðst Knight ekki mundu vera hérna án Dirty God. „Það var ekki fyrr en ég sá Dirty God í fyrsta sinn að ég sá einhverja aðra, ekki sjálfa mig, með örin mín. Myndin bjargaði lífi mínu. Ég gafst hér um bil upp og manni eru engir vegir færir inni í kassanum. Ég átta mig á því nú að það er ekkert að því að vera öðru- vísi. Í raun er það betra en að vera venjulegur. Mig langar að lifa. Vil ekki deyja. Ég vil lifa lengur en yf- irgangsseggirnir sem gerðu mér lífið leitt.“ Vildi vera í slökkviliðinu Knight langaði að leggja slökkvistörf fyrir sig en var tjáð að hún myndi aldrei ná inn- tökuprófinu vegna sára sinna. Undanfarin misseri hefur hún skipt tíma sínum á milli þess að vinna sem aðstoðarmanneskja á sjúkrahúsi í Chelmsford og reyna fyrir sér í áheyrnarprufum. Ef að líkum lætur mun hún ekki hafa mikinn tíma fyrir spítalann á næstunni en Knight hefur bæði verið tilnefnd sem besta leikkonan og besti nýliðinn á Sjálfstæðu kvikmyndaverðlaununum í Bret- landi og sem besti nýliðinn á Bafta. Spurð hvernig þessi nýfundna frægð leggist í hana svarar Knight: „Ég get ekki lengur farið út með viðhorfið: Hættu að glápa á mig! Vegna þess að ég veit ekki hvers vegna fólk er að horfa. Ég er ekki lengur þekkt sem stúlkan með örin. Ég er stúlkan í bíó- myndinni.“ Vicky Knight á rauða dreglinum fyrir frum- sýninguna á Dirty God. AFP 1.12. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ROKK Sammy Hagar rifjaði upp fyrstu kynni sín af Van Halen í spjalli í Grammy-safninu í Los Angeles á dög- unum, en söngvarinn gekk til liðs við bandið árið 1985. „Þegar ég gekk inn í hljóðverið voru gaurarnir eins og rón- ar – bjórflöskur og sígarettustubbar. Þetta var eins sóðaleg og mikið rokk og ról og það gat orðið. Eddie [Van Halen] hafði sofnað í öllum fötunum, fór á fætur og byrjaði að vinna án þess að skipta um föt. Jæja, lagsi, hugsaði ég með mér, þetta eru alvöru menn – og lagaði mig að aðstæðum.“ Eins sóðalegt og það gat orðið Sammy Hagar í Grammy-safninu. AFP BÓKSALA 1.-24. NÓVEMBER Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Tregasteinn Arnaldur Indriðason 2 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason 3 Þögn Yrsa Sigurðardóttir 4 Þinn eigin tölvuleikur Ævar Þór Benediktsson 5 Leikskólalögin okkar Jón Ólafsson o.fl. 6 Gamlárskvöld með Láru Birgitta Haukdal 7 Lára fer í sveitina Birgitta Haukdal 8 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson 9 Hvítidauði Ragnar Jónasson 10 Hnífur Jo Nesbø 11 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 12 Útkall – tifandi tímasprengja Óttar Sveinsson 13 Vigdís – bókin um fyrsta konuforsetann Rán Flygenring 14 Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku Helgi Seljan 15 Slæmur pabbi David Walliams 16 Björgvin Páll Gústavsson – án filters Björgvin Páll Gústavsson og Sölvi Tryggvason 17 Prjónastund Lene Holme Samsö 18 Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna Bjarni Fritzson 19 Vængjaþytur vonarinnar Margrét Dagmar Ericsdóttir 20 Kindasögur Guðjón Ragnar Jónasson Allar bækur Þessa dagana seilist ég annað veif- ið í bókina On Writing – A Memoir of the Craft eftir meist- ara Stephen King. Ég er að bauka ögn við að skrifa og þá er gott að eiga þöglar samræður við einhvern sem kann til verka. King brýnir fyrir rithöfundum mik- ilvægi þess að þeir fylgist grannt með hversdagsleikanum eða taki eftir því sem þeir taka eftir, eins og Þorvaldur heitinn Þor- steinsson, rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn snjalli, gæti hafa orðað það. Það er skemmtilegt að verða áskynja virðingarinnar sem King auðsýnir öðrum stórmeisturum heimsbók- menntanna. Hann sagði t.d. einhverju sinni eitthvað í þá veru að sér væri fyrirmunað að rita nokkuð jafngott og besta verk John Steinbeck, Þrúgur reiðinnar, jafnvel þó að hann streðaði við það í þúsund ár. Kannski nýtir King sér það vísvit- andi að auðmýktin lýkur upp dyr- um nýrrar þekkingar, sem er öll- um skapandi listamönnum nauðsyn. Allt um það þá verður þessi til- vitnun auðvitað til þess að ég dreg fram bókina The Grapes of Wrath úr bókaskápnum og hlakka til að lesa hana á ný. Sögusviðið er kreppan mikla í Bandaríkjunum sem skall á haustið 1929 og olli því að heilu bændasamfélögin flosn- uðu upp, fjölmargar fjölskyldur neyddust til að bregða búi og leggja upp í óvissuför til fyrir- heitna landsins í vestri, Kaliforníu. Það er engin tilviljun að Steinbeck hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þessa bók, þvílík nærfærni og snilld sem einkennir lýsingar hans á mönn- um, dýrum, umhverfi og að- stæðum í bókinni. Grunnstefið er reiðin, sem getur verið sumum sjálfseyðandi elds- neyti en veitt öðr- um þrótt til að lifa af erfiðar að- stæður. Aðrar bækur sem eru innan seilingar frá skrif- borðinu mínu í þessum rituðum orðum eru Greek Mythology – A Traveller‘s Guide from Mount Olympus to Troy eftir David Stutt- ard, The Social Organism eftir Ís- landsvininn Oliver Luckett og Mich- ael J. Casey og meistaraverkið sí- gilda Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez. Meðal nýútkominna góðra bóka sem ég hef áhuga á að lesa má nefna Nornina eftir Hildi Knúts, sem hlýtur mikið lof. JÓN ÞORVALDSSON ER AÐ LESA Streðað í þúsund ár Jón Þorvalds- son er eigandi og fram- kvæmdastjóri Eflis almanna- tengsla. SKILLBIKE er nýtt byltingarkenntæfingarhjól frá Technogym, búið gírskiptingum eins og í venjulegu götuhjóli sem byggt er á nýrri tækni Multidrive™. SKILLBIKE er hannað til líkja semmest eftir raun- verulegumhjólreiðum en hjólið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun. Skoðaðu hjólið í sýningarsal okkar, hjá Holmris Síðumúla 35 NÝTT BYLTINGARKENNT ÆFINGAHJÓL Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.