Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Blaðsíða 28
Breska leikkonan Vicky Knight segir fyrsta kvikmyndahlutverkið, í Dirty God, hafa bjargað lífi sínu. Hún hafi í framhaldinu sæst við sjálfa sig en Knight brenndist á 33% líkamans sem barn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Reyndi að klóra af sér örin slapp naumlega lifandi úr eldsvoða þegar hún var átta ára en hlaut brunasár á 33% líkamans og gekkst í framhaldinu undir fjölda húð- græðsluaðgerða. Tveir ungir frænd- ur Knight, tíu og fjögurra ára, létust í eldsvoðanum. Ekki liggur fyrir hver elds- upptök voru en frænka Knight var kærð fyrir manndráp af gáleysi og dregin fyrir dómstóla – en fundin sýkn saka. Knight rifjar upp í við- talinu að þau frændsystkinin hafi ekki fundið neina leið út úr öl- knæpu afa þeirra, þar sem þau sváfu að næturlagi. Þá birtist mað- ur, Ronnie Springer, og lofaði að bjarga henni. „Ég hélt að hann væri svona sveittur en í raun var hann að bráðna fyrir augum mér. Bráðna eins og kerti,“ segir Knight en Springer, sem kom henni heilu og höldnu út, lést nokkrum dögum síðar á spítala. Tvísýnt var um líf Knight sjálfrar og hún rifjar upp að móðir hennar hafi hraðað sér á spítalann ásamt presti „vegna þess að þau vissu ekki hvort ég myndi hafa það af“. Daglegt ofbeldi Líkami Knight er þakin örum og skólagangan reyndist henni afar erfið. „Ég var beitt ofbeldi svo til daglega,“ segir hún við The Inde- pendent. „Fólk gekk framhjá mér og veifaði kveikjurum framan í mig, tróð sígarettum í andlitið á Ég var að taka of stóraskammta, skaða sjálfa mig,skera mig og var komin á þann stað að mig langaði ekki að lifa með örunum lengur. Ég reyndi að klóra þau af mér. Ég hataði þau, hat- aði hvernig ég leit út. Í hvert skipti sem ég horfði á mig í speglinum þá grét ég.“ Þannig lýsir hin 24 ára gamla breska leikkona Vicky Knight lífi sínu áður en hún fékk hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd, Dirty God, eftir hollenska leikstjórann Sacha Polak, sem frumsýnd var á þessu ári. Í samtali við breska dagblaðið The Independent segir hún myndina hafa bjargað lífi sínu – hún hafi loks- ins sætt sig við orðinn hlut. Knight mér og hótaði að brenna heimili mitt.“ Kaldhæðnin var um skeið besta skjólið og Knight var óspör á grínið á eigin kostnað. „Þegar ég dey fæ ég helmingsafslátt af líkbrennsl- unni,“ var einn brandarinn og annar að hún væri dóttir Freddies Krue- gers. „Þetta er ófyndið og að því kom að ég var farin að niðurlægja sjálfa mig án afláts. Þegar fólk hrósaði mér vissi ég ekki hvernig ég átti að taka því.“ Knight reyndi fyrir sér á stefnumótasíðum en þegar hún sagði frá örunum var lokað á hana. Í dag hefur hún verið í sambandi við aðra konu í á annað ár en þær höfðu spjallað saman á netinu í sex ár áður en Knight þorði að hitta hana augliti til auglitis. Kom með allskonar afsakanir í millitíð- inni. Þegar Knight var átján ára bjó hún til stutt myndband, þar sem hún sýnir örin, og í framhaldinu vildi Lucy Pardee, sem vinnur við að finna nýtt hæfileikafólk og velja í hlutverk, ólm komast í samband við hana. Knight fór til að byrja með undan í flæmingi enda hafði hún áður verið plötuð í stefnu- mótaþátt með því undarlega nafni „Of ljót/ur fyrir ástina“ og vildi ekki upplifa aðra slíka niðurlæg- ingu. Þá frétti hún af Dirty God og samþykkti að hitta Polak leik- stjóra að máli. Vicky Knight í hlutverki Jade í Dirty God. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 LESBÓK TEKJUR Fagtímaritið Pollstar hefur birt lista yfir tekjuhæstu túrlistamenn áratugarins sem er að líða og reynast þeir vera á ýmsum aldri. Tekjuhæsta tónleika- band áratugarins er írska rokksveitin U2, en brúttó- tekjur hennar af tónleikahaldi frá árinu 2010 losa millj- arð Bandaríkjadala. Næst koma gömlu kempurnar í Rolling Stones með tæplega 930 m.d. í brúttótekjur og fast á hæla þeim fylgja yngri stjörnur, Ed Sheeran, Tay- lor Swift og Beyoncé. Gömlu rokkhundarnir í Bon Jovi eru í sjötta sæti og sjálfur Paul McCartney í því sjöunda. Coldplay er í áttunda sæti og Bruce Springsteen í því ní- unda. Roger gamli Waters skýtur svo aftur fyrir sig listamönnum á borð við Elton John, Metallica, Guns N’ Roses, Eagles og One Direction sem eru í 15. sæti. U2 tekjuhæsta túrbandið Bono trekk- ir alltaf að. AFP GÆÐI Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur með hjálp fjölmennrar og fjölþjóðlegrar sveitar sérfræðinga tekið saman lista yfir 100 bestu kvikmyndir sögunnar sem leikstýrt er af konum. Í efsta sæti er kvikmyndin The Piano eftir Jane Campion frá árinu 1993 og í öðru sæti Cléo from 5 to 7 eftir Agnès Varda frá 1962. Í þriðja sæti er Jeanne Dielman, 23 Quai du Commerce, 1080 Bruxelles, sem Chantal Akerman gerði 1975 og í fjórða sæti Beau Travail eftir Claire Denis frá 1999. Í fimmta sæti er Lost in Translation eftir Sofiu Coppola frá 2003 og í því sjötta Daisies, sem Vera Chytilová gerði 1966. The Piano besta kvikmynd leikstýru Jane Campion sló ekki feilnótu í The Piano. AFP Nancy Wilson á tónleikum í haust. Hjartað á réttum stað SÆTTIR Svo sem kunnugt er sætt- ust Hjartasystur, Ann og Nancy Wilson, heilum sáttum fyrr á þessu ári en hljómsveit þeirra, Heart, tók sér pásu fyrir þremur árum eftir að eiginmaður Ann réðst á tánings- tvíburasyni Nancyar og hlaut skil- orðsbundinn dóm að launum. Syst- urnar hafa túrað á árinu og í samtali við tímaritið Ultimate Classic Rock á dögunum segir Nancy að hún sé að vinna að nýju efni sem líklega muni líta dagsins ljós á næsta ári. Þá segir hún blasa við að fylgja nýja efninu eftir með tónleikaferð um Kanada og Evr- ópu, sem hafi einmitt verið að spyrja eftir þeim systrum. Selfoss Austurvegur 64a 5709840 Hella Suðurlandsvegur 4 5709870 Hvolsvöllur Ormsvöllur 2 5709850 Nýjungar í hestafóðrun Fóðurblandan hefur hafið samstarf með Saracen horse feeds frá Englandi. Fóðrið er samsett í samvinnu við Kentucky Equine Research frá Bandaríkjunum, sem er leiðandi stofnun í rannsóknum á fóðrun hrossa. Skoðaðu nánar innihald og virkni á vefsíðu okkar www.fodur.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.