Morgunblaðið - 02.12.2019, Síða 1
M Á N U D A G U R 2. D E S E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 283. tölublað 107. árgangur
KEXIÐ SLÆR Í
GEGN Í PORT-
LAND Í OREGON FIMMTÁN TILNEFNINGAR
ÞRÍR ÆTT-
LIÐIR Á
BRYGGJUNNI
ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN 26 NÝR BÁRÐUR SH 6ÓLAFUR ÁGÚSTSSON 2
22 dagartil jóla
Sendu jólakveðju á
jolamjolk.is
„Við Þróttarar erum mjög
ánægðir með að það sé að komast
hreyfing á aðstöðumál félagsins,“
segir Kristján Kristjánsson, vara-
formaður félagsins.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið
að skipa starfshóp sem á að fjalla
um aðstöðu fyrir íþróttaæfingar,
kennslu og keppni í Laugardal. Er
hópnum ætlað að skila niðurstöðu
fyrir lok febrúar 2020.
Mikil þörf er á nýjum mann-
virkjum fyrir íþróttafélög og skóla í
Laugardalnum. »10
Hyggjast bæta að-
stöðu í Laugardal
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Turnarnir þrír í íslenskum spennu-
sagnaheimi; Arnaldur Indriðason,
Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar
Jónasson, hafa náð frábærum
árangri á heimsvísu á liðnum árum.
Þau hafa samanlagt selt yfir 20
milljónir bóka og virðast vinsældir
þeirra aukast ár frá ári.
Arnaldur hefur selt ríflega 14
milljónir bóka, Yrsa yfir fimm millj-
ónir og Ragnar rauf nýverið milljón
eintaka múrinn. Til samanburðar
er talið að bækur nóbelsskáldsins
Halldórs Laxness hafi alls selst í um
tíu milljón eintökum.
Heiðar Ingi Svansson, formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda,
segir að það sé óneitanlega mjög
merkilegt að íslenskir höfundar
hafi náð slíkum árangri í sölu á
heimsvísu. Hann telur að nokkrir
þættir spili inn í vinsældir krimma-
höfundanna en þó ekki síst mikil
vinna. „Þau hafa sjálf lagt töluvert
upp úr því að rækta góð samskipti
við útgefendur og lesendur í þess-
um löndum,“ segir hann. »14
Hafa selt 20 milljón bækur
Tvöfaldur Laxness
Rithöfundarnir Ragnar Jónasson, Yrsa
Sigurðardóttir og Arnaldur
Indriðason hafa til
samans selt um
20,4 milljón
eintök af
bókum sínum á
heimsvísu, sem
er meira en
tvöföld sala
allra bóka
nóbel-
skáld sins.
Íslenskir krimmahöfundar gera það gott á heimsvísu
Áform dóms-
málaráðherra um
að rýmka reglur
um mannanöfn
ber að skoða í því
ljósi að þjóðin
sjálf er íhaldssöm
hvað varðar nafn-
giftir. Þetta segir
Davíð Þór Jóns-
son, sóknar-
prestur í Laugarneskirkju í Reykja-
vík. „Nöfn fylgja tískusveiflum,“
segir presturinn. Sú var tíðin að Sig-
ríður var mjög algengt kvennafn á
Íslandi. Í hópi fermingarbarna Dav-
íðs fyrir tveimur árum var þó aðeins
ein stúlka með því nafni en þrjár
hétu Salka. »7
Sölkurnar voru þrjár
Davíð Þór Jónsson
Kveikt var á Óslóarjólatrénu á Austurvelli í Reykjavík í gær, en
sú athöfn markar í vitund margra upphaf jólaundirbúnings.
Rauðklæddir jólasveinar mættu á svæðið og skemmtu börnum
jafnt sem fullorðnum með söng og sprelli og gáfu þar með tón-
inn fyrir að aðventan verði skemmtilegur tími enda er margt í
boði í desember, menning og litríkt mannlíf.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jólasveinar gáfu
tóninn á Austurvelli
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gerð nýs flugvallar í Hvassahrauni
verður aldrei arðbær nema völlurinn
verði alhliða og þjóni bæði innan-
lands- og millilandaflugi. Þetta segir
Matthías Sveinbjörnsson, forseti
Flugmálafélags Íslands, og bendir á
að mikil uppbygging á Keflavíkur-
flugvelli sem Isavia hefur áform um
og að útbúa nýjan innanlandsvöll í
Hvassahrauni sé fjárfesting upp á 280
milljarða króna. Eðlilegt sé því að
skoða hvort ekki sé skynsamlegt að
einn aðalflugvöllur landsins verði í
Hvassahrauni, enda felist margvís-
legt hagræði í því að færa þessa starf-
semi nær höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt samkomulagi sem
samgönguráðherra og borgarstjóri
undirrituðu fyrir helgina verður nú
farið í rannsóknir á aðstæðum á hugs-
anlegu flugvallarsvæði í Hvassa-
hrauni, svo sem á veðurfari. Á þeirri
forvinnu að ljúka eftir tvö ár, en flug-
vallargerðin tekur ef af verður 15-17
ár. Með tilliti til veðráttu segist Matt-
hías, sem er atvinnuflugmaður, ekki
útiloka þetta flugvallarstæði. Því
verði aftur á móti að halda til haga að
í fyrrgreindu samkomulagi sé margt
óljóst. Reykjavíkurborg ætli að skoða
breytingar á aðalskipulagi þótt ljóst
megi vera að flugvöllur verði áfram í
Vatnsmýri næstu 15-17 árin.
„Almennt get ég líka sagt að ef ekki
koma skýrar skuldbindingar borgar-
innar um að halda í Reykjavíkurflug-
völl ríkir óvissuástandið áfram. Í því
samhengi má nefna að samkvæmt
gildandi skipulagi á að loka aðalbraut
vallarins sem liggur frá norðri til suð-
urs eftir tvö ár en slíkt gerir völlinn
óstarfhæfan,“ segir Matthías Svein-
björnsson.
Hvassahraun ekki arðbært
Nýr alhliða flugvöllur þjóni bæði innanlands- og millilandaflugi Veðrátta úti-
lokar ekki staðinn Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar er sagt vera óljóst
MTilraun til að losna »4