Morgunblaðið - 02.12.2019, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Því er iðulegahaldið fram íopinberri um-
ræðu að ójöfnuður
fari vaxandi í þjóð-
félaginu. Þetta ein-
skorðast ekki við Ís-
land heldur er þessu
einnig haldið fram
erlendis. Í þessu sambandi er
gjarnan bent á ofurríka menn á
borð við stofnanda Facebook, en
slíkir eru vitaskuld algerar und-
antekningar þó að þeir segi út af
fyrir sig áhugaverða sögu um
netið og hluta af áhrifum þess.
Netið er þess eðlis að hitti at-
hafnasamir einstaklingar á réttu
þjónustuna og geti fénýtt hana,
þá er allur heimurinn undir sem
markaður, aðgengið auðvelt og
möguleikarnir til að afla tekna
nánast óþrjótandi. En þessir
möguleikar eru auðvitað ekki
fyrir hendi nema fjöldinn vilji
nýta þjónustuna eða kaupa hana.
Þó að þessi hlið netsins sé út af
fyrir sig áhugaverð er hæpið að
fullyrða að hún hafi breytt jöfn-
uði í þjóðfélaginu almennt og ný
úttekt The Economist, sem
mbl.is sagði frá fyrir helgi, bend-
ir til þess að fullyrðingar um
aukinn ójöfnuð eigi ekki við rök
að styðjast. Í úttektinni er vísað í
nýjar rannsóknir þar sem fyrri
rannsóknir um notkun gagna eru
gagnrýndar og dregnir fram
gallar í þeim sem skekki niður-
stöður.
Nýjar rannsóknir fræðimanna
benda til dæmis til þess, ólíkt því
sem oft er haldið fram, að „hlut-
fallslegur skerfur ríkasta 1%
íbúa Bandaríkjanna hafi sama
sem staðið í stað frá 1960. Segja
fræðimennirnir að fyrri rann-
sóknir, sem notuðu skattskýrslur
til að reikna út ójöfnuð, hafi ekki
notað gögnin með
réttum hætti. Þá sé
auðsöfnun milli-
stéttarinnar van-
metin s.s. vegna
þess að hlutabréfa-
eign þeirra er að
stórum hluta bundin
í milliliðum eins og
lífeyrissjóðum“, eins og kom
fram í frásögn mbl.is af úttekt
The Economist.
Annað sem skekkt hefur eldri
rannsóknir er að rannsakendum
hefur láðst að gera ráð fyrir
breyttu fjölskyldumynstri. Hjú-
skapartíðni hafi farið lækkandi
meðal tekjulægri hópa, sem þýði
að meðaltekjur heimila í neðri
tekjuþrepum virðist lægri en
þær annars væru. Þetta snýr
meðal annars á haus niður-
stöðum hagfræðinga á borð við
Thomas Piketty, sem náð hefur
töluverðum vinsældum eftir að
hafa fullyrt að misskipting auðs
hafi aukist mikið á undanförnum
áratugum.
Fleiri röksemdir eru ræddar í
úttekt The Economist sem ekki
verða raktar hér, en skipta
miklu, og allt ætti þetta að verða
til þess að farið verði gætilegar
framvegis í umfjöllun um ójöfnuð
en gert hefur verið hingað til.
Raunar ættu þeir sem barist
hafa gegn meintum auknum
ójöfnuði, og meðal annars viljað
ganga langt í að umbylta þjóð-
félaginu og auka ríkisafskipti og
skattheimtu til að ná fram mark-
miðum sínum, að fagna því að
slíkra aðgerða er ekki þörf. Lík-
legra er þó að margir þeirra
haldi sig við sama heygarðs-
hornið, enda er tal um meintan
vaxandi ójöfnuð oft aðeins átylla
til að ná pólitískum markmiðum
og völdum.
Nýjar rannsóknir
fræðimanna varpa
ljósi á ranga
útreikninga í fyrri
rannsóknum}
Ójöfnuður fer
ekki vaxandi
Hryðjuverka-árásin í Lund-
únum á föstudag,
þar sem tveir létu
lífið, auk hryðju-
verkamannsins
sjálfs, hefur vakið mikinn óhug.
Hún rifjar ekki aðeins upp sams-
konar árás, enn mannskæðari, á
sama stað fyrir fáum árum, held-
ur hefur hún einnig orðið til þess
að vekja umræður um fangelsun
hryðjuverkamanna og einkum þó
lausn þeirra úr fangelsi.
Sá sem framdi árásina á föstu-
dag var látinn laus úr fangelsi fyr-
ir tæpu ári, eftir að hafa setið inni
um helming af sextán ára dómi
sem hann fékk fyrir að skipu-
leggja hryðjuverkaárás. Viðbrögð
sumra stjórnmálamanna hafa ver-
ið hörð, eins og við er að búast, og
dómsmálaráðuneytið breska hef-
ur hafið rannsókn í skyndi á um
70 dæmdum hryðjuverkamönnum
sem talið er að hafi verið látnir
lausir án þess að hafa afplánað
fullan dóm.
Þetta er ískyggilegur fjöldi og
óhugnanlegt að slík-
ir menn skuli látnir
ganga lausir. En við-
fangsefnið er hvorki
einfalt né auðvelt.
Hvað á að gera við
þá sem hafa undirbúið eða jafnvel
framið hryðjuverk? Eru lýðræðis-
og réttarríki tilbúin til að hafa þá
alla á bak við lás og slá ævilangt?
Og hvar á að draga mörkin í þessu
efni? Hvað með til dæmis þá sem
átt hafa samskipti við hryðju-
verkamenn og hvers eðlis mega
þau samskipti hafa verið?
Lýðræðis- og réttarríki eru í
miklum vanda þegar kemur að því
að finna leiðir til að takast á við
hryðjuverkamenn og þá öfgafullu
einstaklinga sem hætta er á að
fylli þann hóp. Lausnin má ekki
vera að breyta þjóðfélaginu í alls-
herjar eftirlits- og lögregluríki,
en hún getur ekki heldur falist í
því að láta eins og ekkert sé og
meðhöndla hryðjuverk eins og
hvern annan glæp og hryðju-
verkamenn eins og hverja aðra
glæpamenn.
Hryðjuverkamenn
eru ekki eins og
aðrir glæpamenn}
Hryðjuverkavandinn
G
reint var frá því í fréttum um sl.
helgi að annan hvern dag komi
kona með áverka eftir heimilis-
ofbeldi á Landspítalann. Þessar
upplýsingar koma fram í nýrri
skýrslu sem nær yfir 10 ára tímabil. Beinn
kostnaður spítalans er sagður um 100 milljónir
króna. Raunverulegur kostnaður er mun meiri.
Fyrir þolendur er um óbætanlegt tjón að ræða.
Heimilið á að vera friðar- og griðastaður en
ekki vettvangur ofbeldis og annarra óhæfu-
verka, hvorki gegn konum, stúlkum né öðrum
heimilismönnum. Kynbundið ofbeldi er mesta
ógn gegn frelsi og sjálfsákvörðunarrétti
kvenna sem fyrirfinnst í íslensku samfélagi.
Jafnrétti kynjanna verður aldrei að veruleika á
meðan það fær þrifist.
Árlega leita hundruð kvenna til Kvenna-
athvarfsins og Stígamóta í leit að skjóli undan
líkamlegu og andlegu ofbeldi á heimilum sínum. Ofbeldi á
heimilum er skeinuhættast kvenfrelsinu. Þögn og af-
skiptaleysi er í bandalagi með ofbeldismanninum.
Gerendurnir eru í flestum tilvikum eiginmenn, fyrrver-
andi eiginmenn, sambýlismenn, kærastar, feður, bræður,
frændur eða vinir. Innan við 20% ofbeldismanna eru
ókunnugir þeim konum sem þeir beita ofbeldi skv. upplýs-
ingum frá Stígamótum.
Nú stendur yfir árlegt 16 daga alþjóðlegt átak gegn
kynbundnu ofbeldi. Það hófst 25. nóvember sl. á alþjóð-
legum degi gegn ofbeldi sem beinist að konum og því lýk-
ur 10. desember nk. sem er hinn alþjóðlegi mannréttinda-
dagur. Átakinu er ætlað að opna augu sem flestra fyrir
þessu vandamáli. Árangur næst ekki nema
með almennri vitundarvakningu meðal þjóð-
arinnar og þá ekki síst meðal karlmanna. Við
verðum öll að stíga fram og hafna hvers kyns
áreitni og ofbeldi.
Margt hefur áunnist í þessari baráttu. Sem
dæmi má nefna þá mikilvægu breytingu sem
gerð var á almennum hegningarlögum árið
2016 að setja sérstakt ákvæði um ofbeldi í
nánum samböndum. Fyrst og fremst var það
sett í þeim tilgangi að draga athyglina að al-
vöru heimilisofbeldis. Ákvæðið er rökrétt
framhald af viðhorfsbreytingu sem hefur átt
sér stað í samfélaginu og lýsir sér m.a. í því
breytta verklagi sem lögreglan hefur tekið
upp þegar hún er kölluð út vegna brota af
þessu tagi.
Ísland fullgilti einnig svonefndan Istanbúl-
samning fyrr á þessu ári en samningurinn lýt-
ur að forvörnum og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og
heimilisofbeldi. Fullgildingin felur í sér að Ísland hefur
skuldbundið sig til að fara að ákvæðum samningsins og
tryggja vernd kvenna gegn ofbeldi og heimilisofbeldi í
samræmi við ákvæði hans.
Skilaboðin eru skýr. Á Íslandi líðum við ekki heimilis-
ofbeldi og áfram verður unnið að auknum úrbótum. Hafi
einhvern tímann verið talið að ofbeldi fengi að þrífast inni
á heimilum og að yfirvöld létu það óátalið er ljóst núna að
svo er ekki.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Við líðum ekki ofbeldi
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þrír vinsælustu spennusagna-höfundar landsins hafakomið sér makindalega fyr-ir á metsölulistum þessa
jólavertíðina rétt eins og undanfarinn
áratug. Arnaldur Indriðason á mest
seldu glæpasöguna, Yrsa Sigurðar-
dóttir þá næstmest seldu og Ragnar
Jónasson þá þriðju.
Vinsældir þeirra þriggja eru
raunar með nokkrum ólíkindum –
ekki síst ef horft er út fyrir landstein-
ana. Þegar rýnt er í sölutölur kemur í
ljós að samanlagt hafa þau selt yfir 20
milljón bækur á heimsvísu.
Yrsa komin í fimm milljónir
Þau Arnaldur, Yrsa og Ragnar
þurfa sannarlega ekki að skammast
sín fyrir sölu á bókum hér á landi. Á
löngum ferli hefur Arnaldur mokað út
hálfri milljón eintaka, Yrsa er komin
yfir 200 þúsund eintök og Ragnar hef-
ur selt 65 þúsund bækur. Þetta er þó
bara brot af sölunni um heim allan.
Arnaldur hefur alls selt um 14,4
milljónir eintaka af bókum sínum.
Þær hafa verið þýddar á 41 tungumál.
Yrsa hefur selt um fimm milljónir ein-
taka síðan fyrsta bók hennar kom út
ytra árið 2006. Bækurnar hafa verið
þýddar á ríflega þrjátíu tungumál.
Ragnar rauf nýlega milljón eintaka
múrinn á heimsvísu eins og greint var
frá í Morgunblaðinu. Bækur hans
hafa verið gefnar út í yfir tuttugu
löndum.
Heiðar Ingi Svansson, formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda, segir
að það sé óneitanlega mjög merkilegt
að íslenskir höfundar hafi náð slíkum
árangri í sölu á heimsvísu. „Ég tel að
skýringin á þessari velgengni sé sam-
bland af nokkrum þáttum. Í fyrsta
lagi eru þetta færir höfundar sem hafa
náð mjög góðum tökum á þessu skáld-
sagnaformi. Í öðru lagi eru þau hluti
af bylgju norrænna spennusagnahöf-
unda, nordic noir, sem hefur fengið
mikla athygli og notið velgengni á
heimsvísu síðustu ár. Að síðustu held
ég að áhugi á Íslandi spili inn í,“ segir
Heiðar.
Hann bendir jafnframt á að mikil
vinna liggi að baki þessum vinsældum.
„Þau hafa sjálf lagt töluvert upp úr því
að rækta góð samskipti við útgef-
endur og lesendur í þessum löndum
með því að kynna bækur sínar og taka
þátt í alls konar viðburðum.“
Engir glæpir í landi álfa
Höfundarnir og samstarfsmenn
þeirra hafa einmitt greint frá því að
talsvert hafi þurft að hafa fyrir því að
koma sér á kortið erlendis. „Það tók
drjúgan tíma að finna fyrsta erlenda
útgefandann. Nokkur ár. Þetta var
mikil barátta. Við fengum alls kyns at-
hugasemdir frá erlendum útgef-
endum, meðal annars þær að það væri
morgunljóst að engir glæpir væru
framdir í landi álfa og eldfjalla. Það
tæki því ekki að líta á glæpasagna-
handrit frá þessu landi. Aðrir sögðu að
nafn höfundar væri svo erfitt í fram-
burði að ætti hann að tryggja sér út-
gáfu á erlendri grund þyrfti hann að
skipta um nafn sem skjótast,“ sagði
Valgerður Benediktsdóttir hjá rétt-
indastofu Forlagsins í viðtali við
Morgunblaðið um upphaf ferils Arn-
aldar.
Ragnar kominn á fleygiferð
Pétur Már Ólafsson, bókaútgef-
andi í Veröld, segir að mörg ár hafi
tekið að koma Ragnari Jónassyni á
þann stað sem hann er í dag. Hjólin
hafi ekki byrjað að snúast af alvöru
fyrr en árið 2016. Síðasta árið lætur
nærri að á tveggja mínútna fresti hafi
verið seld bók eftir Ragnar einhvers
staðar í heiminum.
Yrsa vakti aftur á móti strax
áhuga erlendra útgefenda. „Vorið
2005 var hún komin af stað með Þriðja
táknið – óþekktur barnabókahöf-
undur. Við sendum enska þýðingu á
þremur köflum til nokkurra þýskra
bókaútgáfa og áður en sá dagur var
úti voru fimm af stærstu forlögum
Þýskalands farin að bjóða hvert í kapp
við annað. Tíðindin um þennan nýja
íslenska glæpasagnahöfund bárust út
og þegar bókin kom svo út á íslensku í
byrjun nóvember sama ár höfðum við
samið um útgáfu á Þriðja tákninu á 15
tungumálum,“ segir Pétur.
Krimmahöfundarnir
moka út bókum ytra
Arnaldur Indriðason
23 bækur á 23 árum.
14,4 milljón eintök seld
á heimsvísu.
500 þúsund eintök
seld á Íslandi.
Yrsa Sigurðardóttir
20 bækur á 22 árum.
Þar af eru 5 barnabækur
og 15 glæpasögur.
5 milljón eintök seld
á heimsvísu.
200 þúsund eintök
seld á Íslandi.
Ragnar Jónasson
11 bækur á 11 árum.
1 milljón eintök seld
á heimsvísu.
65 þúsund eintök
seld á Íslandi.
Halldór Laxness
10 milljón eintök
seld á heimsvísu.
(til samanburðar)
Ótrúleg velgengni íslenskra krimmahöfunda Heimild: Forlagið, Bjartur/Veröld
Þegar öllu er á botninn hvolf
þá er lífi ð þó umfram alt salt-
fi skur en ekki draumaríngl.