Morgunblaðið - 02.12.2019, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019
✝ Sigmar ÖrnPétursson
fæddist 6. nóv-
ember 1982 á Ak-
ureyri. Hann lést
eftir erfið veikindi
18. nóvember
2019. Hann ólst
upp í Ytri-Njarðvík
og flutti síðan
norður á Dalvík
með fjölskyldunni.
Foreldrar hans eru
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir,
f. 21.7. 1964, leiðbeinandi á
leikskóla, og Pétur Ásgeir
Steinþórsson, f. 23.11. 1962,
vélstjóri. Albræður og stjúp-
systkini eru: Þorvaldur Snær
Pétursson, Ársæll Helgi Pét-
ursson, Aldís Pétursdóttir, El-
ísabet Bjarnadóttir, Marín
Dögg Bjarnadóttir, Klemens
Hallgrímsson og Sigfríð Hall-
grímsdóttir. Stjúp-
faðir Sigmars er
Hallgrímur Harð-
arson og stjúp-
móðir hans er
Guðrún Þorbjarn-
ardóttir. Sigmar
var í sambúð með
Láru Dögg Þórð-
ardóttur, f. 20.6.
1985, til loka árs
2018 og gekk
drengjunum henn-
ar tveimur í föðurstað. Þeim
Hafsteini Inga Lárusyni, f.
18.8. 2005, og Daníel Þór Lár-
usyni, f. 30.9. 2009. Saman
eignuðust þau Önnu Guð-
björgu, f. 23.1. 2015. Þau
bjuggu á Akureyri þar sem
Sigmar vann um tíma hjá
Sana. Útför hans fer fram í
Akureyrarkirkju í dag, 2. des-
ember 2019, kl. 13.30.
Grallarinn hann Sigmar er
látinn. Ég var að skoða myndir
af honum sem barni þar sem
hann situr fyrir með grettu-
eða mæðusvip, því mamma
hans hefur örugglega náð í
hann úr einhverri ævintýraför
sem var mun skemmtilegri en
að sitja kyrr fyrir hjá ljós-
myndara. Ég man eftir ótal
skiptum þar sem mamman,
pabbinn eða amman voru að
leita að drengnum sem
gleymdi sér í einhverjum
skemmtilegum leik eða drull-
umallsuppgötvunum, í dásam-
legum hugarheimi þar sem
klukkan átti ekki heima. Hann
borðaði gjarnan krókódílakjöt
og ljónastöppu í hádeginu að
eigin sögn.
Hann var elstur af bræðr-
unum og hafði mikla ábyrgð-
arkennd gagnvart þeim og
öðrum, en átti í erfiðleikum
sjálfur. Hann barðist við fíkn-
isjúkdóm og nýrnasjúkdóm
sem hafði hann undir í lokin.
Ljúflinginn og fallega dreng-
inn sem vildi allt fyrir fólkið
sitt gera. Megi góður Guð
halda verndarhendi yfir börn-
unum hans, systkinum og for-
eldrum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
...
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hafdís Sigmarsdóttir.
Elsku Sigmar. Það er skrít-
ið að kveðja þig hér, einn koss
á kalda kinn og nokkur orð á
blað. Það er skrítið að fá ekki
hnyttið tilsvar, smá stríðni og
pínu glott. Það er skrítið að
heimta þig ekki úr helju. Öllu
þarf að venjast.
Við áttum svo margar góðar
stundir hjá ömmu og afa á
sumrin – það var okkar tími.
Átum rabarbara með sykri úr
ömmu garði (og annarra!) með
Ingunni frænku. Reyndum að
veiða hornsíli án nokkurs
árangurs. Veiddum kynstrin
öll af flugum og settum í
krukku með sykri og loftgöt-
um. Reyndum að klappa bý-
flugunum hennar ömmu í
hornblómabeðinu. Pössuðum
bræður þína, vökvuðum garð-
inn og þvældumst fyrir ömmu.
Heimsóttum ömmu og afa á
Dalbæ og fengum machintosh.
Þú varst alltaf úti um allan
bæ, að leika við vini þína og án
efa að fremja mögnuð prakk-
arastrik – sokkalaus, með
kámugan munn og búinn að
skíta út öll fötin þín. Sokkana
líka – þó að þú værir ekki einu
sinni í þeim! En dásamlega
fallegt barn varstu, glókollur
með augu sem brostu svo inni-
lega og fallega.
Vikuna áður en ég fékk
þetta ömurlega símtal um að
þú værir farinn hafði sex mán-
aða gamall sonur minn sogið
stanslaust á sér neðri vörina
dögum saman og mér var því
hugsað til þín á hverjum degi,
enda var neðrivararsogið þitt
vörumerki langt fram eftir
aldri! Og sögurnar – maður
minn! Þær voru magnaðar og
ótrúlega á köflum – enda var
ávallt fært örlítið í stílinn, en
sannfæringarkrafturinn var
alltaf í botni! Það var alltaf
svo spennandi að heimsækja
ykkur í Njarðvík, alltaf mikið
að gerast og þú auðvitað fullur
af sögum og hugmyndum. Það
var rólegra þegar þið komuð í
Kópavoginn, fullorðna fólkið
borðaði mat frá öllum heims-
hornum – á meðan við fengum
pitsu og horfum á Turtles.
Þegar við urðum eldri og
eignuðumst fjölskyldu urðu
samskiptin stopulli en alltaf
var þetta ósýnilega band sem
gekk á milli okkar. Við höfðum
alltaf samband á afmælisdegi
hins og ef eitthvað kom upp á
vorum við fljót að halda í hönd
hvort annars og hughreysta.
Þegar við hittumst var eins og
enginn tími hefði liðið. Þú
varst með svo gott hjartalag,
elsku Sigmar, ávallt tilbúinn
að rétta fram hjálparhönd og
ég veit að þú hefðir gert hvað
sem er fyrir ástvin.
Ég sakna þín og á erfitt
með að trúa að þú sért farinn.
Ég vona að þú lesir þetta
þarna einhvers staðar, glottir
og skjótir einhverju á mig,
með brosi í augunum og vænt-
umþykju í hjartanu.
Þú fluttir mér ljómann
af fyrri árum.
Ég sál mína friða
í söltum tárum.
Er Hel í fangi
minn hollvin ber,
þá sakna ég einhvers
af sjálfum mér.
(Stefán frá Hvítadal)
Þín „næstumþvísystir“
Ásta Sóley Sigurðardóttir.
Sigmar Örn
Pétursson
Vertu blessaður afi, ég sakna
þín.
Árni Þór.
Kæri afi.
Á kveðjustundu sem þessari
streyma fram margar hugljúfar
minningar. Það var alltaf svo
gaman að koma á Kirkjuveginn
til þín og ömmu Fríðu, sérstak-
lega þegar þú gafst okkur sleik-
jóa sem þú geymdir í búrinu.
Eftir að amma fór í Víðihlíð fór-
um við ófáar ferðirnar saman
með mömmu að heimsækja hana
og knúsa. Í afmælisveislum
komstu færandi hendi, iðulega
með peningagjafir sem afmælis-
barninu voru gefnar þegar þú
varst á leiðinni heim á leið, en þá
tókstu afmælisbarnið afsíðis og
réttir pening í lófann eins og
enginn mætti sjá til. Í sjónvarp-
inu sá maður Cartoon Network
hjá ykkur ömmu og síðar meir
komum við strákarnir með
pabba að sjá meistaradeildina á
Sýn, nú ef svo vildi til að þú varst
erlendis þá komum við bara og
sóttum myndlykilinn til að horfa
heima, nema Toggi frændi hefði
komið á undan og tekið hann. Og
ætli þú berir ekki ábyrgð á að
hafa smitað örverpið af flugbakt-
eríunni. Húmoristinn í þér skein
í gegn þegar þú baðst hana að
fljúga hægt og lágt í hvert skipti
sem hún fór að fljúga og brostir
svo út í annað.
Allt undir það síðasta rædd-
um við ævintýrin í fótboltanum,
leikirnir gegn Real Madrid,
Everton og Tottenham með
Keflavík stóðu upp úr fyrir unga
fótboltaáhugamenn.
Takk fyrir allar góðu sam-
verustundirnar og við hittumst
aftur síðar, elsku afi. Þangað til
munum við sjá til þess vel að lifa.
Þín barnabörn,
Guðmundur Árni, Gylfi
Már og Esther Elín.
Hann afi.
Mér þótti vænt um hann afa
og á bara góðar minningar um
hann. Mér fannst gaman að tala
við hann um heimsstyrjöldina
síðari og mér fannst voða flott að
eiga afa sem var lifandi og mundi
eftir styrjöldinni. Ég man þegar
mamma sagði mér að afi hefði
fengið sekt því hann var að tala í
símann þegar hann var að keyra
og flýta sér til að sjá mig keppa í
sundi, mér fannst leiðinlegt að
hann hefði fengið sekt, en fallegt
af honum að vilja koma og sjá
mig keppa.
Ég á eftir að sakna afa og
hugsa oft til hans. Nú er hann
hjá ömmu Fríðu og ég veit að
þau munu bæði vaka yfir mér.
Kveðja
Helgi.
Þó að maður viti að tími okkar
allra hérna megin tilvistar sé
takmarkaður og að við fáum mis-
langan tíma þá kom fráfall Árna
okkur í fjölskyldunni á óvart.
Mamma og Árni sátu hjá okkur
nýverið við eldhúsborðið í
Langagerðinu og gæddu sér á
kvöldmat ásamt dýrindis eftir-
rétti. Síðan var horft á báða
fréttatímana í sjónvarpinu.
Þennan háttinn höfum við haft á
í nær öll þau skipti sem þau hafa
komið til okkar sem var reglu-
lega síðustu árin. Þegar mamma
og Árni kynntust bjuggu þau í
sama húsi í Keflavík, hann á
neðri hæð en mamma á þeirri
efri. Fyrst um sinn voru þau vin-
ir sem sáu um að gæta húss og
vökva plöntur fyrir hvort annað
þegar þau fóru til útlanda. Síðan
felldu þau hugi saman og hófu
sambúð í Árskógunum í Reykja-
vík þar sem þau hafa búið síðan.
Sjálfur man ég eftir Árna frá
unglingsárum mínum í Keflavík
þegar ég vann við bensínaf-
greiðslu á Aðalstöðinni. Þá kom
Árni sem var einn af fastakúnn-
unum og keyrði ef ég man rétt
Dodge-bíl með númerinu
Ö-1330, ávallt á svipuðum tíma
vikunnar og lagði bílnum sínum
oftast við sömu dælu. Já, menn
eins og hann voru vanafastir. Ég
vissi að hann væri flugumferð-
arstjóri og væri í stjórn KSÍ sem
manni þótti mjög virðulegt. Þeg-
ar mamma og Árni hófu svo bú-
skap kynntist ég honum betur
og við komumst að því að við átt-
um sameiginleg áhugamál.
Helst var það áhugi okkar á golfi
og fótbolta og bauð hann mér oft
með sér á landsleiki í knatt-
spyrnunni en hann fékk reglu-
lega boðsmiða frá KSÍ. En einn-
ig kom í ljós að okkur, eins og
fleirum í fjölskyldunni, þótti
ákaflega gaman af því að borða
góðan mat. Enda var ósjaldan
góð steik sett á grillið þegar
hann og mamma komu í mat til
okkar. Við sátum oft úti á palli
þegar veðrið var gott og sleikt-
um sólina. Árni var sóldýrkandi
og þurfti ekki langan tíma til að
vera vel útitekinn. Mamma og
Árni áttu góð ár saman. Þau
ferðuðust til útlanda og fóru í
gönguferðir um Ísland og reglu-
lega í bústað mömmu í Grafn-
ingnum. Árni mætti líka sterkur
til leiks þegar við fjölskyldan í
Langagerðinu fórum til útlanda.
Þá tóku þau mamma að sér að
sinna köttunum en þar sem
henni líkar temmilega vel við
ketti þá gaf hún þeim að éta en
Árni tók þá upp, spjallaði við þá
og klappaði þeim. Í seinni tíð
þegar heilsu Árna var farið að
hraka brosti hann alltaf þegar
kettirnir komu til hans og heils-
uðu honum. Árni var mikil fé-
lagsvera og var m.a. virkur fé-
lagi í Oddfellowreglunni og
Lions. Ein ánægjulegasta stund
sem ég átti með Árna síðustu ár-
in var einmitt í ferð okkar á kútt-
magakvöld Lions fyrir tveimur
árum þar sem við áttum
skemmtilegt kvöld í góðra vina
hópi. Á heimleiðinni tók hann
það fram oftar en einu sinni hvað
kvöldið hefði verið skemmtilegt
sem ég var innilega sammála.
Enda var gott að vera í nálægð
Árna. Hann var hlýlegur og
kurteis maður sem við fjölskyld-
an erum þakklát fyrir að hafa
kynnst og fengið að vera sam-
ferða í lífinu. Að lokum viljum
við votta mömmu og börnum
Árna og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúð og vonum
að minningin um góðan mann
hlýi þeim um hjartarætur um
ókomna tíð.
Ögmundur Máni Ög-
mundsson og fjölskylda.
Í dag kveðjum við heiðurs-
manninn hann Árna Þorgríms.
Hann kom inn í líf okkar fyrir
um 20 árum og strax fundum við
að þar var vandaður og þægileg-
ur maður á ferð. Hann sýndi öll-
um þeim sem hann snerti hlýju
og umhyggju, og tók heilshugar
þátt í lífi okkar. Nú er hann bú-
inn að kveðja og við rifjum upp
þætti úr æviskeiði hans frá þeim
tíma þegar hann var hjá okkur,
virkur þátttakandi í fjölskyld-
unni. Það var ekki mikið vesen á
honum Árna og alltaf var hann
til í að spjalla og aðstoða eins og
hann gat. Við kynntumst honum
sem frekar hljóðlátum og róleg-
um manni sem alltaf var með á
nótunum og fylgdist vel með
öllu.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók)
Það er með virðingu og þakk-
læti sem við kveðjum góðan
mann í dag.
Kolbrún (Kolla), Jón
Þór, Sigrún og Ásgeir.
Kveðja frá KSÍ
Árni Þ. Þorgrímsson var
fæddur 6. ágúst 1931, átta árum
eldri en ég. Leiðir okkar lágu
saman þegar ég hafði tekið að
mér formennsku í Knattspyrnu-
sambandi Íslands árið 1973 og
Árni var kosinn í stjórnina einu
ári síðar, 1974. Þar sat hann með
mér sem fulltrúi Keflvíkinga í tíu
ár, tíu skemmtileg og eftirminni-
leg ár. Sjálfur keppti Árni í fót-
bolta frá 1940 til 1950 fyrir Ung-
mennafélag Keflavíkur á
unglingsárum sínum, en síðan sat
hann í stjórnum UMFK og ÍBK
um margra ára skeið. Þar á með-
al sem formaður og gjaldkeri
ÍBK. Árni var sæmdur gullmerki
ÍSÍ á fimmtugsafmæli sínu árið
1981 og gullmerki KSÍ árið árið
1984.
Það var mikill fengur fyrir
KSÍ að fá hann í stjórnina, enda
framúrskarandi félagi og sam-
starfsmaður. Var varaforseti um
tíma, ritari stjórnar, formaður
mótanefndar, formaður lands-
liðsnefndar, fomaður kvenna-
nefndar og formaður dómara-
nefndar. Honum var treystandi í
öllum þessum störfum.
Um leið og hann tók að sér öll
þessi verkefni í þágu knattspyrn-
unnar vann hann sem flugum-
ferðarstjóri á Keflavíkurflugvell-
inum. Enda flinkur og traustur í
alla staði.
Árni var hvers manns hugljúfi,
kurteis og glaðvær og lagði til
lausnir í erfiðum málum, sem
flestir gátu samþykkt. Á þessum
árum Árna í stjórn KSÍ unnum
við vel saman, með brosum hans
og farsælum niðurstöðum. Ekki
bara á stjórnarfundum eða kapp-
leikjum heldur sem nánir vinir
hvunndags.
Á síðari árum hittumst við
minna dagsdaglega en við rák-
umst stundum hvor á annan á
golfvellinum í Keflavík og þá var
hlegið og faðmast og rifjaðar upp
eftirminnilegar stundir í knatt-
spyrnustarfinu. En allt með brosi
og bræðralagi. Árni var drengur
góður og í hópi þeirra einstak-
linga sem alltaf var yndislegt að
hitta og tala við. Ég mun aldrei
gleyma honum, ég mun ætíð
minnast hans, ég þakka vinátt-
una og samferðina.
Ég skrifa þessi minningarorð í
mínu nafni og knattspyrnuhreyf-
ingarinnar, sem naut og nýtur
enn framlags Árna Þorgrímsson-
ar í þágu íþróttanna og lífsins.
KSÍ kveður fallinn félaga og
sendir innilegar samúðarkveðjur
til fjölskyldu og ástvina.
Ellert B. Schram,
heiðursformaður KSÍ.
Kveðja frá flugleiðsögusviði
Isavia.
Árið 1957 hóf Árni störf hjá
Flugmálastjórn Íslands eftir að
hafa lokið grunnnámi í flugum-
ferðarstjórn.
Á starfsferli sínum öðlaðist
hann réttindi til flugumferðar-
stjórnar í flugturninum í Reykja-
vík og Keflavík, auk réttinda til
flugumferðarstjórnar í flug-
stjórnarmiðstöð.
Að undanskildum sjö árum af
starfsævi Árna starfaði hann við
flugumferðarstjórn og önnur
flugtengd verkefni svo sem við
Notam-upplýsingagjöf.
Árni lauk störfum hjá Flug-
málastjórn Íslands árið 1994
vegna starfslokaákvæða.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund situr eftir minning um góð-
an dreng sem alla tíð var ánægju-
legt að starfa með.
Að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd starfsmanna flugleiðsögu-
sviðs Isavia þakka Árna sam-
fylgdina. Fjölskyldu og vinum
vottum við okkar dýpstu samúð.
Ásgeir Pálsson
framkvæmdastjóri.
Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur og bróðir,
BERGUR MÁR EMILSSON,
sjálfstætt starfandi,
Hólsvegi 16,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 25. nóvember.
Jarðarför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
6. desember klukkan 15.
Helena Dögg Hilmarsdóttir
Matthías Már Bergsson
Emil Már Bergsson
Isabella Bergsdóttir
Birna Bergsdóttir
Matthildur Þorláksdóttir Hilmar Viktorsson
Kristín Emilsdóttir
Sólveig Berg Emilsdóttir
Ragnar Þór Emilsson
Eva María Emilsdóttir
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi,
HAUKUR PÁLMASON
fyrrverandi aðstoðarforstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur,
áður Rafmagnsveitu Reykjavíkur,
lést sunnudaginn 24. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
4. desember klukkan 11.
Anna Soffía Hauksdóttir
Jóhannes Hauksson Inga Björg Hjaltadóttir
Helga Hauksdóttir Hafþór Þorleifsson
Haukur Óskar og Auður Tinna
Margrét Aðalheiður og Friðgeir Ingi
Hringur Ásgeir og Ívar
Hildur Ylfa, Haukur Oddur, Urður