Morgunblaðið - 02.12.2019, Side 28

Morgunblaðið - 02.12.2019, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2019 Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is Metabolic Reykjavík Ný þjálfunarstöð við Gullinbrú Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi Halldór Ásgrímsson fædd-ist 8. september 1947 ogvar því 67 ára að aldriþegar hann andaðist af völdum hjartaáfalls 18. maí 2015. Eftir nám í Samvinnuskólanum hlaut Halldór löggildingu sem endurskoðandi árið 1970. Síðan stundaði hann framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn árin 1971-1973. Eftir heimkomu varð hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands um tveggja ára skeið. Hann bauð sig fram til þings fyrir Fram- sóknarflokkinn í Austurlands- kjördæmi árið 1974 og sat síðan nær óslitið á þingi til ársins 2006. Í 19 ár var hann ráðherra, sjávarútvegs- ráðherra í átta ár (1983 til 1991), utanríkis- ráðherra í rúm níu ár (1995 til 2004) og forsætis- ráðherra 2004 til 2006. Starfsævi sinni lauk hann sem framkvæmda- stjóri Norrænu ráðherranefnd- arinnar (2006 til 2013) með aðsetur í Kaupmannahöfn. Halldór var varaformaður Fram- sóknarflokksins frá 1980 til 1994 og síðan flokksformaður til 2006. Hann var ávallt kjörinn á þing fyrir Austurlandskjördæmi nema í síð- ustu kosningum sínum, árið 2003. Þá var hann kjörinn þingmaður Reykjavíkur norður. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur skrifar ævisögu Halldórs sem kom út nú í haust, alls 668 bls. með tilvísunum, heimildaskrá og nafna- skrá. Bókin er ríkulega skreytt myndum. Hún skiptist í 30 kafla. Að meginhluta er bókin stjórn- málasaga síðustu áratuga 20. aldar og fyrsta áratugar 21. aldar með verkefni Halldórs og gengi Framsóknarflokksins sem leið- arhnoðu. Texti Guðjóns er skýr. Hann fer hefðbundna leið og raðar frásögn- inni í tímaröð en brýtur hana þó upp með lýsingu á einkahögum Halldórs og fjölskyldu hans auk þess sem einstök stór málefni eru rakin, hvert í sínum kafla. Má þar nefna kaflana: Kvótakerfi og sjávar- útvegsmál til 1987, Hvalveiðideilan, Frá ríkisafskiptum í sjávarútvegi til frjáls framsals, Milliríkjadeilur um úthafsveiðar, Þróunarhjálp og um- deild friðargæsla, Ólafur Ragnar og Halldór, ESB eða ekki? Afdrifarík einkavæðing, Kárahnjúkavirkjun og Fjarðaál, Herinn og Írak. Kaflaheitin sýna að þarna er gerð grein fyrir ýmsum ágreinings- málum sem eru mörgum í minni. Í hvalveiðideilunni var hart tekist á við Bandaríkjastjórn. Hlypi mönn- um kapp í kinn á þessum árum létu þeir reiði sína gjarnan bitna á NATO-aðildinni og varnarsamstarf- inu. Skoðanakönnun birtist í DV seint í september 1986 og þar kom fram að 61,5% þeirra sem spurðir voru en 82,7% þeirra sem tóku af- stöðu vildu endurskoða varnar- samninginn við Bandaríkin vegna hvalveiðimálsins. Skömmu síðar beindist athyglin þó annað því að í október 1986 komu Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorb- atsjov Rússlandsforseti hingað á heimssögulegan fund. Guðjón tekst hér á við skráningu á viðkvæmu efni sem stendur okkur nærri í tíma. Skiptir miklu að les- andinn telji hann ekki draga taum Halldórs á kostnað annarra. Skuggi fellur almennt ekki á söguhetjuna. Í garð þeirra sem standa með Hall- dóri í fremstu röð andar stundum köldu frá höfundi. Stjórnmálamenn eru gjarnan allir dregnir í sama dilk. Meðal þeirra er þó skýr verkaskipting eins og á öðr- um vettvangi. Við Halldór sátum um áratug saman í ríkisstjórn en persónuleg kynni okkar voru lítil. Aldrei skarst í odda milli okkar þótt ekki værum við sammála um allt. Ráðherrar sinna hver um sig sínum málaflokki og skipi þeir ekki stöðu innan flokks síns sem kallar á bein samskipti við annarra flokka menn við úrlausn mála eða til að stilla saman strengi á milli flokkanna halda þeir sér við sín mál og vinna að framgangi þeirra innan ríkis- stjórnar, hjá þingflokkum stjórnar- innar og síðan á vettvangi alþingis. Málaflokkum okkar Halldórs var þannig háttað að beinir snertifletir voru litlir; auk þess var hann ótrú- lega mikið á ferð og flugi sem utan- ríkisráðherra. Í bókinni segir Guðjón réttilega frá því að við Guðmundur Bjarna- son, þáv. varaformaður Fram- sóknarflokksins, hittumst um páska árið 1995 til að ræða hvort flötur væri á stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Þegar svo var fór málið úr mínum höndum til Davíðs Odds- sonar og Friðriks Sophussonar, for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins. Guðjón kemur ekki á óvart með lýsingu sinni á Halldóri sem ráð- herra eða afstöðu hans enda er frá- sögnin að verulegu leyti reist á opinberum heimildum. Um er að ræða endursögn á atburðarás þeirra stóru mála sem rakin eru og stuðst við það sem sagt er í blöðum og ræðum. Guðjón virðist ekki hafa rætt við marga þegar hann safnaði efni í bókina, hann styðst til dæmis við minningargreinar samstarfs- manna Halldórs í utanríkisráðu- neytinu í stað þess að eiga samtöl við þá. Þó ræddi hann við Árna Pál Árnason, fyrrv. ráðherra og for- mann Samfylkingarinnar, en vin- átta var milli þeirra Halldórs. Þá er einnig vitnað í samtöl við Finn Ing- ólfsson, sem reynt var að gera að formanni Framsóknarflokksins þeg- ar Halldór hætti. Óbirt minnisblöð Jóns Kristjánssonar, fyrrv. sam- þingsmanns Halldórs á Austur- landi, eru meðal heimilda og minningabrot Tómasar Árnasonar, sem einnig var þingmaður Framsóknarflokksins á Austur- landi. Tómas Árnason og Steingrímur Hermannsson, forveri Halldórs á formannsstóli Framsóknar, saka Halldór um undirróður gegn sér. Í báðum tilvikum hafnar Halldór því. Má ráða af frásögninni að ef til vill hafi ákafir stuðningsmenn Halldórs gengið lengra í innanflokksátökum fyrir hans hönd en honum sjálfum líkaði. Það ber vott um að hann hafi í stjórnmálum almennt átt meira undir öðrum en ætla mátti af styrk hans í þeim málaflokkum þar sem hann tók forystu, eins og við inn- leiðingu kvótakerfisins eða gerð Kárahnjúkavirkjunar. Þar hafði hann allar staðreyndir betur á valdi sínu en aðrir. Ferðir hans um land- ið og óteljandi fundir á níunda ára- tugnum vegna kvótakerfisins bera vott um mikið baráttuþrek. Fyrir þá sem vildu koma á kvótakerfinu var Halldór lykilmaður. Löng seta hans sem sjávarútvegsráðherra og öflug málafylgja réð úrslitum máls- ins á stjórnmálavettvangi. Þegar bókin er lesin er ástæða til að undrast meira en áður að vinstri- flokkarnir komist upp með að láta eins og öll ábyrgð á kvótakerfinu og ákvörðunum vegna þess hvíli á Sjálfstæðisflokknum. „Halldór Ásgrímsson var lítið fyrir lýðskrum. Hann var þeirrar skoðunar að eina ráðið til að vernda fiskstofnana við Ísland og gera veiðarnar arðsamar væri að fækka fiskiskipum og gera þau stærri. Frjáls sala á kvóta mundi stuðla að því. Og hún mundi þegar tímar liðu fækka fiskiskipum og þar með smá- bátum og veita þeim sem eftir voru betri möguleika,“ segir Guðjón á bls. 275 þegar hann segir frá því að vinstristjórn Steingríms Hermanns- sonar, stjórn Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, beitti sér fyrir að sett voru lög sem heimiluðu framsal kvóta árið 1990. Átökunum innan Framsóknar- flokksins vegna aðildarinnar að evr- ópska efnahagssvæðinu og afstöð- unnar til ESB er lýst. Halldór Ásgrímsson valdi aðra leið í EES- málinu árið 1992 en Steingrímur Hermannsson flokksformaður, sem hratt viðræðunum um EES af stað fyrir Íslands hönd árið 1989 en greiddi síðan atkvæði á móti aðild- inni. Átökin innan þingflokks fram- sóknarmanna voru svo hatrömm að Steingrímur taldi tímabært fyrir sig að hætta í stjórnmálum vegna þeirra. Guðjón segist hafa hitt hinn gamla leiðtoga Framsóknarflokks- ins, Eystein Jónsson, þegar þessi átök um EES stóðu í flokknum og hann hafi viknað við þá tilhugsun að flokkurinn kynni að styðja EES- aðildina. Með þessa forsögu er illskiljan- legt hvers vegna Halldór gerðist síðan að minnsta kosti óbeinn tals- maður aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu. Í bókinni eru rakin dæmi um hvernig afstaða hans klauf Framsóknarflokkinn. Hún mótaðist líklega af andrúmsloftinu í heimi utanríkisráðherra og dipló- mata því að engir skýrir þjóðar- hagsmunir mæltu þá frekar en nú með ESB-aðild. Halldór varð forsætisráðherra síðsumars 2004 samkvæmt sam- komulagi hans og Davíðs Odds- sonar eftir kosningarnar 2003 þegar óánægja kraumaði undir niðri í báð- um stjórnarflokkunum vegna úr- slitanna. Eftir illa útreið í sveitar- stjórnarkosningum í maí 2006 og vegna óvæginnar neikvæðni sem magnaðist í garð stjórnmálamanna almennt og Halldórs sérstaklega þótti honum nóg komið og hvarf af vettvangi stjórnmálanna í byrjun júní 2006. Með ævisögu Halldórs Ásgríms- sonar miðlar Guðjón Friðriksson miklum fróðleik. Hefði hann unnið meira úr efninu hefði bókin gefið skýrari mynd af Halldóri Ásgríms- syni. Skráningu á viðkvæmu efni Morgunblaðið/Eyþór Stjórnmálasaga „Með ævisögu Halldórs Ásgrímssonar miðlar Guðjón Friðriksson miklum fróðleik,“ skrifar rýnir. Ævisaga Halldór Ásgrímsson – ævisaga bbbmn Eftir Guðjón Friðriksson. Mál og menning, 2019. Innb., 668 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.