Morgunblaðið - 02.12.2019, Page 32
Verið
velkomin
í nýja
vefverslun
RÚN.IS
Black Friday
oooooooooooooooooo
Cyber Monday
Allt að 60%
afsláttur
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Afturelding er áfram á hælum
Hauka í toppbaráttu úrvalsdeildar
karla í handknattleik eftir sigur
gegn KA í hörkuleik á Akureyri í
gær, 28:25. Haukar eru enn ósigr-
aðir í efsta sætinu og eru tveimur
stigum á undan Mosfellingum eftir
sigur gegn HK og bæði ÍR og Valur
unnu mjög örugga sigra í leikjum
sínum um helgina. »25
Afturelding áfram á
hælum Haukanna
ÍÞRÓTTIR
Er Leicester City eina liðið sem
mögulega getur elt Liverpool og
veitt Jürgen Klopp og hans sigur-
sælu sveit keppni um enska meist-
aratitilinn í fótbolta í vetur? Sigur
Leicester á Gylfa Þór Sigurðssyni
og samherjum í lánlausu liði Ever-
ton, 2:1, í gær þýðir að Brendan
Rodgers og hans menn
eru áfram átta stig-
um á eftir Liverpool
en komnir þremur
og sex stigum fram
úr Manchester
City og Chelsea
sem töpuðu
stigum á laug-
ardaginn. »24
Leicester eina liðið
sem eltir Liverpool?
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hver er höfundur Njálu? Margir hafa
velt því fyrir sér í áratugi, greinar og
bækur komið út um efnið, en enn virð-
ist svarið vera á huldu. Gunnar Guð-
mundsson frá Heiðarbrún sendi ný-
verið frá sér bókina Leitin að Njálu-
höfundi, þar sem hann rekur söguna,
tekur fyrir helstu persónur og stað-
hætti, fer yfir fyrri kenningar og
þrengir hringinn með útilokunar-
aðferð, þar til tveir eru eftir og líkleg-
astir sem höfundar.
„Ég hef haft áhuga á Njálu frá
barnsaldri, fylgst með því sem menn
hafa rætt um og frá unglingsaldri hef
ég velt fyrir mér hver sé höfundurinn,“
segir Gunnar. Hann segist hafa verið
brenndur af því að trúa í blindni á
skoðanir Einars Ólafs Sveinssonar, en
þegar hann hafi farið að rannsaka sög-
una markvisst vegna bókarinnar hafi
hann séð að Einar Ólafur hafi ekki haft
á réttu að standa í öllum tilvikum.
Gunnar segir að hann hafi velt efn-
inu fyrir sér í áratugi og byrjað að
skrifa bókina fyrir um tveimur árum.
„Þá sá ég að ég hafði vaðið í villu eins
og svo margir aðrir,“ segir hann. „Eft-
ir að hafa farið yfir 14 aðalkenning-
arnar, farið ítarlega yfir þær og tínt til
rök og gagnrök, stendur eftir að flest-
ar þessar tilgátur geta alls ekki stað-
ist.“ Hann segist ekki vilja segja það
sem hann geti ekki staðið við. „Ég
reyni að nálgast höfundinn og varpa
síðan niðurstöðunum til lesandans.“
Þrjú mikilvæg atriði
Ekki stóð til að komast að bókstaf-
legri niðurstöðu í bókinni heldur að
þrengja hringinn, að sögn Gunnars.
Niðurstaðan hafi orðið skýrari en hann
hafi búist við í upphafi. „Ég nefni þrjú
atriði sem ég veit ekki til að menn hafi
áður bent á,“ segir hann um hugsan-
legan höfund. „Þvottá í Álftafirði rétt
austan við Hornafjörð er ákaflega
tengd manni, sem ræður hvað sett er í
Njáls sögu, og ég fer ítarlega yfir það.
Síðan er ekki hægt að ganga framhjá
kunnugleika mannsins í Vestur-
Skaftafellssýslu. Það verður ekki horft
framhjá því. Síðan átta ég mig á því að
hann ber alveg einhverja sérstaka
kærleikstilfinningu til Keldna á Rang-
árvöllum.“
Gunnar telur líklegast að bókin hafi
verið færð til bókar 1267-1285. Þegar
hann var um tvítugt taldi hann að
Loftur sonur Páls Jónssonar, biskups í
Skálholti, hefði ritað Njálu, en í bók-
inni færir hann rök gegn því. „Ég er
ekki þeirrar gerðar að hengja mig við
eitthvað sem ég hef sagt. Ef hægt er
að benda mér á að það standist ekki
sem ég segi er mér ljúft að viðurkenna
það, því við erum að leita að sannleik-
anum, leita að því rétta.“
Bókin er viðamikil, útdráttur er á
ensku og henni fylgir ítarleg tilvísana-
og mannanafnaskrá auk staðarnafna.
„Ég dreg saman allar kenningar sem
hafa komið fram um höfund Njálu í
eina bók,“ segir Gunnar. „Það hefur
ekki verið gert áður.“
Morgunblaðið/RAX
Margir kallaðir en tveir
útvaldir höfundar Njálu
Gunnar frá Heiðarbrún þrengir hringinn í nýrri bók
Leitin að Njáluhöfundi
Gunnar Guðmundsson frá
Heiðarbrún beitir útilok-
unaraðferðinni í bókinni.
Team Rynkeby
Ísland, sem
hjólar til styrkt-
ar góðu mál-
efni, stendur
fyrir tónleikum
í Hlégarði á
miðvikudag, 4.
desember, kl.
19.30 til styrkt-
ar krabbameinsveikum börnum.
Þar koma fram Eva María Þrast-
ardóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir,
Margrét Eir Hönnudóttir, Maríanna
Másdóttir, Karlakór Kjalnesinga,
Björg Þórhallsdóttir, Kjartan
Valdemarsson og Helga Bryndís
Magnúsdóttir. Kynnar eru Gunnar
Helgason og Felix Bergsson. Allir
flytjendur gefa vinnu sína. Miðar
eru seldir á tix.is.
Styrktartónleikar fyrir
krabbameinsveik börn
MENNING