Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 1
Morgunblaðið/Alexander Gunnar Vettvangur Lögreglan að störfum við húsið. Karlmaður lést eftir að hann féll fram af svöl- um annarrar hæðar fjölbýlishúss í Úlfars- árdal í Reykjavík um miðjan dag í gær. Fimm einstaklingar voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins sem er á frumstigi, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins. Maðurinn sem féll niður af svölunum var fluttur á Landspítalann og var úrskurð- aður látinn við komuna þangað, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglunni. Ekki fengust í gær upplýsingar um það hvað varð til þess að maðurinn fór fram af svölunum. „Það er ekki hægt að segja til um tildrögin að svo stöddu,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tvær og hálf hæð niður á frosna jörð Lögreglan þurfti að brjóta upp lás íbúðar- innar á 2. hæð hússins til að komast þar inn. Þar er hátt svalahandrið baka til. Undir er ein hæð og hálfniðurgrafinn bílakjallari þann- ig að fallið er talsvert niður á frosna jörð. Maðurinn sem lést var erlendur ríkisborg- ari og sömuleiðis mennirnir fimm sem hand- teknir voru í íbúðinni í tengslum við rann- sókn málsins, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Lögreglan vann að rannsókn á vettvangi í gær en lauk störfum utanhúss fyrir kvöldið. Ekki fengust upplýsingar um það í gærkvöldi hvort óskað yrði gæsluvarðhalds yfir hinum handteknu. helgi@mbl.is, thor@mbl.is, agunnar@mbl.is Lést eftir fall fram af svölum  Lögreglan braut upp lás á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal og handtók fimm menn vegna rannsóknar mannsláts  Rannsókn er sögð á frumstigi  Lögregla gat ekki upplýst um tildrög málsins í gær M Á N U D A G U R 9. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  289. tölublað  107. árgangur  15 dagartil jóla Jólaleikir eru á jolamjolk.is HÖFUM EKKI RAUNSÆJA MYND AF JÓNI BINOCHE HLAUT HEIÐ- URSVERÐLAUN RISAEÐLUR Á REKAGRANDA RJÚFA FRIÐINN EFA Í BERLÍN 28 AÐVENTAN 11NÝ RANNSÓKN 6 Mikið var um dýrðir þegar Skógræktarfélag Mosfellsbæjar opnaði jólaskóginn í Hamrahlíð og hóf um leið sölu fyrstu jólatrjánna. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sagaði niður fyrsta tréð. Jólasveinninn lét ekki sitt eftir liggja og hélt uppi jólagleðinni fyrir börn á öllum aldri. Jólaskógurinn opnaður í Hamrahlíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðar Guðjónsson vidargudjons@gmail.com Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að fjölmiðla- frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, sé Sjálfstæðisflokknum þungt. Telur hann að frumvarpið sé andvana fætt í núverandi mynd og þá sérstaklega ljósi þess að ekki er rætt um stöðu RÚV ohf. á sam- keppnismarkaði í frumvarpinu. Tel- ur hann þessa afstöðu sína vera ríkjandi innan flokksins. Málið er komið á dagskrá Alþingis. „Þetta er ekki rétta leiðin til þess að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla. Sér- staklega þar sem á markaði er risi í RÚV og þetta gerir ekkert annað en það að skattgreiðendur greiða í beinhörðum peningum til einka- miðla. Ástandið mun engu að síður ekkert breytast í stóru myndinni. Tap fjölmiðla mun kannski fara úr 100 milljónum í 50 eða 30 milljónir t.a.m. en stóra málið er að rekstr- arumhverfið er óeðlilegt. Ég held að ekki verði komist hjá því að tak- marka mjög umsvif RÚV á auglýs- ingamarkaði, eða bara að taka það af auglýsingamarkaði. Það kann að vera að það sé rétt að gera það í einhverjum skrefum en ég tel rétt að það fari af markaði að lokum með sína auglýsingadeild,“ segir Brynjar. Lilja Alfreðsdóttir segist ánægð með að málið sé komið og koppinn og segir jafnframt að það sé hlut- verk forystusveitar Sjálfstæðis- flokksins að leysa úr ágreiningi um málið innan flokksins. Sérstaklega í ljósi þess að þingmenn úr öllum stjórnarflokkunum hafi komið að undirbúningi frumvarpsins. „Þing- menn úr öllum ríkisstjórnarflokk- um hafa komið að frumvarpinu og ríkisstjórnin hefur afgreitt málið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir og bætir við: „Það er verk forystu Sjálf- stæðisflokksins að leysa ágreining sem er innan þeirra raða,“ segir Lilja. Telur frumvarp andvana fætt  Brynjar segir ekki komist hjá því að takmarka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði MÞungt fyrir sjálfstæðismenn »4  Veðurstofan sendi í gær frá sér gula viðvörun, en gert er ráð fyrir að það muni ganga í norðan- og norðvestan storm eða rok á morg- un, þriðjudag. Munu vindhviðurnar verða á bilinu 20-28 m/s. Biður Veðurstofan fólk að vera við öllu búið á morgun, ganga frá lausum hlutum og sýna varkárni en ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að ferðast á vesturhluta landsins með- an veðrið gengur yfir. Gul viðvörun á Suð- ur- og Vesturlandi  Allur gangur er á því hvort sveit- arfélög veita stjórnmálasamtökum fjárframlög líkt og þeim ber sam- kvæmt 5. grein laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka. Að auki hafa fá sveitarfélög sett sér reglur um hvernig veita eigi fram- lögin, en Samband íslenskra sveitar- félaga, SÍS, undirbýr nú setningu viðmiðunarreglna. Í minnisblaði sem Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, lagði fram á síðasta stjórnarfundi SÍS er lagt til að fjárhæðin miðist við 150 kr. á hvern íbúa sem hafði kosningarétt í næstliðnum kosningum. »4 Allur gangur á styrkjum til flokka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.