Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hagkvæmt að auka aflið
Landsvirkjun undirbýr að auka afl Sultartangastöðvar um 8 MW með betri nýt-
ingu vatns Ekkert jarðrask eða framkvæmdir við mannvirki Laga þarf vélar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Stækkun Sultartangastöðvar sem
Landsvirkjun er að undirbúa getur
aukið afl virkjunarinnar um 8 mega-
vött án nokkurs jarðrasks eða fram-
kvæmda við mannvirki. Áætlað er að
aðgerðin kosti undir 40 milljónum kr.
og er því afar hagkvæmur kostur.
Búrfellsstöð var stækkuð á árun-
um 2016 til 2018 með því að nýta bet-
ur það vatn sem í gegnum stöðina fer.
Við það jókst virkjað rennsli í 380
rúmmetra á sekúndu. Sultartanga-
stöð er næsta stöð fyrir ofan Búrfells-
stöð og nýtir vatn bæði úr Tungnaá
og Þjórsá og er hámarksrennsli
hennar 322 m3/s. Komi til þess að
keyra þurfi Búrfellsstöð á fullum af-
köstum verður að hleypa vatni um
farveg Þjórsár frá Sultartangalóni að
inntaki Búrfellsstöðvar. Við það mun
vatn renna óvirkjað framhjá Sultar-
tangastöð. Samkvæmt upplýsingum
frá Landsvirkjun geta skapast áskor-
anir þegar vatni er hleypt þessa leið
að vetrarlagi, þegar snjór og ís er í
farvegi, sem geta valdið krapaflóði og
erfiðleikum við Ísakot, inntak Búr-
fellsstöðvar, og þar með rekstrar-
truflunum í stöðinni.
Framkvæmt 2021?
Stækkun Sultartangastöðvar hefur
ekki í för með sér breytingar eða
framkvæmdir á mannvirkjum og
heldur ekki jarðrask. Aðeins þarf að
gera breytingar á núverandi vélbún-
aði innanhúss. Í þessu ljósi taldi
Skipulagsstofnun að framkvæmdin
væri ekki líkleg til að hafa í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif og
hún væri því ekki háð mati á um-
hverfisáhrifum.
Landsvirkjun bendir á að fram-
kvæmdin sé hagkvæm og falli vel að
hlutverki fyrirtækisins um að há-
marka afrakstur af þeim orkulindum
sem því er trúað fyrir.
Landsvirkjun hefur sótt um leyfi
hjá Orkustofnun til aflaukningar
Sultartangastöðvar úr 125 MW í 133
MW. Ekki hefur verið ákveðið hve-
nær ráðist verður í verkið, ef öll leyfi
fást, en það gæti það orðið á árinu
2021, samkvæmt upplýsingum
Landsvirkjunar.
Ljósmynd/Landsvirkjun
Sultartangastöð Unnt er að nýta
vatnið betur í virkjuninni.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra segir það vera af
og frá að tengja Landsréttarmálið
svokallaða við óeðlileg pólitísk af-
skipti framkvæmdavaldsins af skip-
an dómsvaldsins og að sú afstaða rík-
isstjórnarinnar komi skýrt fram í
greinargerð dómsmálaráðuneytisins
til yfirdeildar Mannréttindadóm-
stóls Evrópu. Segist hún jafnframt
vera þeirrar skoðunar að Landsrétt-
armálið eigi ekkert skylt við máls-
atvik í Póllandi. Ríkisstjórnin, sem
áfrýjaði niðurstöðu Mannréttinda-
dómstólsins um að dómsmálaráð-
herra hefði brotið lög við skipan
dómara í Landsrétt, afgreiddi grein-
argerð vegna
áfrýjunarinnar á
föstudaginn var.
Málið verður tek-
ið fyrir hjá Yfir-
deildinni hinn 5.
febrúar.
„Mannrétt-
indadómstóllinn
klofnaði í afstöðu
sinni í neðri deild-
inni og við teljum
minnihlutaálitið þar vera vel rök-
stutt. Þar kemur meðal annars fram
að álit Hæstaréttar varðandi túlkun
á íslenskum lögum um að dómararn-
ir séu löglega skipaðir sé rétt nið-
urstaða,“ segir Áslaug í samtali við
Morgunblaðið.
Spurð um afstöðu sína varðandi
þann stuðning sem ríkisstjórn Pól-
lands hefur sýnt íslenska ríkinu í
Landsréttarmálinu segir Áslaug það
vera alvanalegt að önnur lönd komi
fram sjónarmiðum sínum á framfæri
málum fyrir Mannréttindadómstóln-
um. Vísir.is hefur greint frá því að
formaður Dómarafélagsins telji af-
stöðu Póllands áhyggjuefni vegna af-
stöðu stjórnvalda þar í landi varð-
andi sjálfstæði dómstóla. Segist
Áslaug ekki telja að afstaða pólska
ríkisins muni hafa áhrif á málavexti.
„Við munum bara halda áfram
með málið út frá okkar forsendum og
þeim sjónarmiðum. Ég tel að Lands-
réttarmálið eigi ekkert skylt við
málsatvik í Póllandi. Það er ansi
langsótt að tengja það saman,“ segir
Áslaug.
Tenging við Pólland langsótt
Af og frá að Landsréttarmálið tengist óeðlilegum pólitísk-
um afskiptum framkvæmdavaldsins, segir Áslaug Arna
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Bíó Paradís stendur nú fyrir japönskum kvik-
myndadögum í samstarfi við Japan Foundation
og sendiráð Japans hér á landi. Bauð íslensk-
japanska félagið af því tilefni til origami-smiðju
og fengu þar gestir og gangandi tilsögn í hinni
fornu japönsku list að brjóta pappír.
Mátti til dæmis sjá pappírströnur og papp-
írshjörtu þar á borðum, en einnig var þetta kjör-
ið tækifæri til að bæta við sig jólaskrauti.
Brotið blað í tilefni japanskra kvikmyndadaga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Talið er líklegast að flugmennirnir
hafi misst stjórn á vélinni við ofris-
æfingu og hún farið í spuna sem ekk-
ert fékkst ráðið við. Það er niðurstaða
Rannsóknarnefndar samgönguslysa
á slysinu þegar eins hreyfils kennslu-
flugvél af gerðinni Tecnam P2002 jf
spann til jarðar í Hafnarfjarðar-
hrauni í nóvember 2015 með þeim af-
leiðingum að flugmennirnir sem báðir
voru flugkennarar létust.
Lokaskýrsla Rannsóknarnefndar
samgönguslysa um flugslysið var gef-
in út í fyrradag. Rannsóknin var flók-
in vegna takmarkaðra upplýsinga, að
sögn Þorkels Ágústssonar, rannsókn-
arstjóra flugsviðs. Engin vitni voru
að slysinu og ekkert um borð í vélinni
sem tók upp feril hennar. Hann segir
að allir þættir hafi verið skoðaðir í
þeim tilgangi að útiloka sem flestar
mögulegar orsakir.
Rannsakendur könnuðu vettvang,
skoðuðu flugvélina í rannsóknarskýli,
fóru með hreyfilinn til framleiðanda
og rannsökuðu hann þar og heim-
sóttu framleiðanda flugvélarinnar á
Ítalíu. Þá var unnið að rannsókninni í
samvinnu við yfirvöld í öðrum lönd-
um, Póllandi og Ungverjalandi þar
sem flugslys á samskonar vélum
höfðu orðið og á Ítalíu þar sem flug-
vélin var framleidd.
Tilmæli um úrbætur
Rannsóknarnefndin beindi þeim
tilmælum til Alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar að leiðsögutæki sem notuð
eru um borð í flugvélum væru með
búnaði sem tekur upp feril flugsins.
Því er beint til Flugöryggisstofnunar
Evrópu að láta kanna eiginleika vél-
arinnar eftir breytingar sem gerðar
hafa verið. Þá var því beint til flug-
skóla sem nota þessar vélar að æfing-
ar sem geta leitt til spuna yrðu ekki
framkvæmdar undir 5.000 feta hæð
og óskað eftir því við Samgöngustofu
að útvega slíkt æfingasvæði .
helgi@mbl.is, athi@mbl.is
Voru lík-
lega að
æfa ofris
Erfitt að meta
ástæður flugslyssins
Tecam Vél sömu gerðar og fórst í
Hafnarfjarðarhrauni fyrir 4 árum.