Morgunblaðið - 09.12.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Frá kr.
69.995
TILBOÐ TIL KANARÍ
GranCanaria
ROQUE NUBLOaa
11. DESEMBER Í 8 NÆTUR
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Allur gangur hefur verið á því að sveitarfélög
veiti stjórnmálasamtökum fjárframlög eins og
þeim ber að gera lögum samkvæmt og fá
sveitarfélög hafa sett sér reglur um framlögin.
Þetta má lesa út úr minnisblaði Sigurðar Á.
Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs
Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem lagt
var fram á seinasta stjórnarfundi sambands-
ins. Í undirbúningi eru viðmiðunarreglur um
framlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.
Gerðar voru lagabreytingar á síðasta ári á
lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og
frambjóðenda þar sem sambandinu er gert að
setja viðmiðunarreglur og kveða lögin á um að
öllum sveitarfélögum verði skylt að veita árleg
fjárframlög til stjórnmálasamtaka sem hafa
fengið a.m.k. einn mann kjörinn í sveitar-
stjórn eða hlotið hið minnsta 5% atkvæða. Í
eldri lögum voru sveitarfélög með færri en
500 íbúa undanþegin greiðsluskyldu.
Á minnisblaði Sigurðar kemur fram að sam-
bandið nýtti sér ekki lagaheimild til að setja
viðmiðunarreglur og allnokkur sveitarfélög
leituðu ráða um hvernig þau ættu að standa að
þessum málum. Gerði sambandið könnun árið
2011 sem leiddi í ljós að 25 sveitarfélög með
fleiri en 500 íbúa inntu á þeim tíma af hendi
framlög til stjórnmálaflokka og eitt sveitarfé-
lag með færri íbúa. 16 af 41 sveitarfélagi með
fleiri en 500 íbúa gerðu hins vegar ekki ráð
fyrir að styrkja stjórnmálasamtök árið 2011.
Að meðaltali var framlagið 196 kr. á íbúa
(eða um 243 kr. á núvirði) en framlögin voru
þó mishá, það hæsta 862 kr. en það lægsta 43
kr.
Greiddu 176 kr. að meðaltali
Sigurður segir að ekki hafi verið unnt að
endurtaka könnunina frá 2011 en haft var
samband við allmörg sveitarfélög og þau innt
eftir upplýsingum um fjárframlög. „Þannig
fengust upplýsingar frá 15 sveitarfélögum
sem einnig voru í könnuninni frá 2011 Þessi
upplýsingaöflun leiddi í ljós nokkurn misbrest
á framfylgd laganna. Nokkur sveitarfélög
greiða eingöngu út styrki í aðdraganda kosn-
inga og enn önnur virðast ekki hafa vitneskju
um lögin og greiða engin framlög.
Að meðaltali greiddu þessi 15 sveitarfélög
sem svarar 176 kr. á íbúa, samanborið við 190
kr. árið 2011. Um er að ræða lækkun um 7,6%.
Framlög hækkuðu um 5,5% en íbúum í þess-
um sveitarfélögum fjölgaði um 14,2%,“ segir á
minnisblaðinu.
Lögin veita ekki leiðsögn
Bendir Sigurður á að lagabreytingin frá í
fyrra feli í sér að sveitarfélögum með færri en
5 þúsund íbúa sé nú skylt að veita stjórnmála-
samtökum fjárframlög árlega. Þessi skylda á
þó ekki við þar sem um óbundnar kosningar
er að ræða þar sem stjórnmálasamtök bjóða
ekki fram en þar er alls um að ræða 12 sveit-
arfélög með færri en 500 íbúa. „Tólf sveitar-
félögum verður nú skylt að greiða stjórnmála-
samtökum framlög en alls bjuggu tæplega
3.500 íbúar í þessum sveitarfélögum 1. janúar
sl.
Fá sveitarfélög hafa sett sér reglur um
framlög til stjórnmálasamtaka en a.m.k. eitt
sveitarfélag hefur í bígerð að setja slíkar regl-
ur. Vitnað er til þess að lögin séu skýr og auð-
veld í framkvæmd,“ segir þar.
Lögin veiti ekki leiðsögn um hvað viðmið-
unarreglurnar eiga að fela í sér eða hver fjár-
hæðin skuli vera en lögð er fram tillaga á
minnisblaðinu að viðmiðunarreglum fyrir
stjórn sambandsins um slíkar reglur.
Lagt er m.a. til að árlegum framlögum
sveitarfélaga þar sem haldnar eru hlutfalls-
kosningar til stjórnmálasamtaka sem hafa
fengið a.m.k. einn mann kjörinn eða hlotið hið
minnsta 5% atkvæða í seinustu sveitarstjórn-
arkosningum verði úthlutað í hlutfalli við at-
kvæðamagn.
„Miða skal við að greiða 150 kr. á hvern
íbúa í sveitarfélaginu sem kosningarétt hafði í
næstliðnum kosningum til sveitarstjórnar.“
Þessi fjárhæð breytist svo árlega miðað við
vísitölu neysluverðs.
Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga ákvað að
fresta umræðu um málið til næsta stjórnar-
fundar.
Misbrestur á framlögum til flokka
Nokkur sveitarfélög greiða eingöngu styrki fyrir kosningar og önnur virðast ekki hafa vitneskju um
lögin Lagt til að framlögin verði 150 kr. á hvern íbúa Minnisblað um framlögin lagt fyrir stjórn SÍS
Aðventugleði lá í loftinu á jólatónleikum Vals-
kórsins sem haldnir voru í Friðrikskapellu á
Hlíðarenda á laugardaginn var. Voru þar flutt
bæði íslensk og erlend aðventu- og jólalög sem
ungir jafnt sem aldnir gátu notið á aðventunni.
Öll börn sem sóttu tónleikana með fjölskyldum
sínum fengu pakka í anda hátíðarinnar en efnt
var til hlutaveltu fyrir fullorðna fólkið sem hafði
tækifæri til að vinna glæsilega vinninga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glæsilegir jólatónleikar í anda aðventunnar
Giftusamlega
tókst til með
björgun þegar
tvær ungar konur
frá Kína voru í
reiðileysi eftir að
hafa misst smábíl
út af veginum í
Grímsnesi í fyrri-
nótt. Þæfingur
var á veginum
sem bíllinn rann
út af en skemmdist ekki. En þegar
neyðin er stærst er hjálpin næst, seg-
ir máltækið, því nú bar að rútu þar
sem voru fangaverðir frá Litla-
Hrauni, sem með mökum voru að
koma af jólahlaðborði á Hótel Geysi.
„Konurnar hlupu í veg fyrir rútuna
og veifuðu öllum öngum,“ segir Jó-
hann Páll Helgason. Hann var einn
tólf fílefldra fangavarða sem fóru út
til aðstoðar, ýttu hraustlega á smábíl-
inn og komu honum upp á veginn.
„Kínversku konurnar voru í áfalli,
grétu allan tímann sem við stóðum
hjá þeim. Sennilega skildu þær ekk-
ert af því sem við sögðum þeim. Von-
andi verður þetta ferðalag þeirra þó
þegar frá líður að ljúfri minningu um
íslenska víkinga,“ segir Jóhann Páll.
sbs@mbl.is
Jóhann Páll
Helgason
Fangaverð-
ir björguðu
Kínverjum
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Þetta mál er mjög þungt fyrir okkur
sjálfstæðismenn og ég held að fjöl-
miðlamarkaðurinn verði óeðlilegri nái
þetta fram að ganga og þetta mun
ekkert nýtast einkamiðlum í sam-
keppni við risamiðilinn (RÚV),“ segir
Brynjar Níelsson, þingmaður í Sjálf-
stæðisflokki, um fjölmiðlafrumvarp
Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og
menningarmálaráðherra, sem komið
er á dagskrá Alþingis. Í greinargerð
með frumvarpinu er m.a. lagt til að
komið verði á stuðningskerfi við
einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar
sem fellur til við miðlun frétta. Hlut-
fall endurgreiðslu eigi að hámarki að
vera 18% af kostnaði við miðlun frétta
en að hún nemi ekki hærri upphæð en
50 milljónum kr. til umsækjanda.
Brynjar segir að ef vilji sé fyrir því
að ívilna einkareknum miðlum með
einhverjum hætti þá eigi það að vera í
gegnum skatt-
kerfið. „Hvort
sem það væri í
formi lægri skatta
eða lægra trygg-
ingagjalds. Það er
strax orðið eðli-
legra umhverfi,“
segir Brynjar.
Birgir Ár-
mannsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokksins,
segir það ljóst að skiptar skoðanir séu
innan flokksins um frumvarpið.
„Flokkurinn hefur samþykkt málið
fyrir sitt leyti. Menntamálaráðherra
hefur því stuðning flokksins til þess
að leggja það fram. Við meðferð
málsins í okkar flokki voru gerðir
heilmargir fyrirvarar á málinu, bæði
hvað varðar ýmis efnisatriði og einnig
hvað varðar samkeppnisumhverfi
einkarekinna fjölmiðla í breiðari
skilningi. Þá eru menn einkum að
hugsa um fyrirferð RÚV á sam-
keppnismarkaði,“ segir Birgir. Hann
segir að mikill áhugi sé á því innan
Sjálfstæðisflokksins að staða RÚV
verði skoðuð samhliða.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, segir að
frumvarpið sé afsprengi þess sem
stendur í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar um að styðja eigi við
einkarekna fjölmiðla. „Þingmenn úr
öllum ríkisstjórnarflokkunum hafa
komið að frumvarpinu á fyrri stigum
málsins. Ríkisstjórnin hefur afgreitt
málið sem og allir stjórnarflokk-
arnir,“ segir Lilja.
Hún segist ekki gera lítið úr gagn-
rýni en bætir því við að málið sé vel
undirbúið og löngu tímabært að það
komi fram. Spurð hvort hún sjá fyrir
sér að málið muni taka miklum breyt-
ingum í meðförum þingsins, segir
hún brýnast að klára málið sem fyrst
og að það sé hlutverk forystusveitar
Sjálfstæðisflokksins að leysa úr
ágreiningi innan sinna raða.
Þungt fyrir sjálfstæðismenn
Lilja segir sjálfstæðismenn þurfa að leysa úr ágreiningi
Brynjar Níelsson