Morgunblaðið - 09.12.2019, Side 12

Morgunblaðið - 09.12.2019, Side 12
FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Af hverju er Alþjóðabankinn að lána Kína peninga? Fær þetta stað- ist? Kína á meira en nóg af pening- um, og ef þá vantar meira geta þeir prentað þá. STOPP!“ Þannig hljóð- aði tíst Donalds Trumps Bandaríkja- forseta á föstudagskvöld. Tilefnið var lánasamningur sem Alþjóðabankinn og Kína gerðu sín á milli á fimmtudag um lágvaxtalán að upphæð 1 til 1,5 milljarðar dala ár- lega, fram til miðs árs 2025. Samn- ingurinn kveður á um að dragi smám saman úr lánveitingum Alþjóða- bankans til Kína en undanfarin fimm ár hafa stjórnvöld í Peking að jafnaði tekið að láni 1,8 milljarða dala ár- lega. Í frétt Reuters um málið er vitnað í tilkynningu frá Alþjóðabankanum þar sem segir að lánveitingar til Kína hafi farið minnkandi og muni halda áfram á sömu braut, í sam- ræmi við samkomulag bankans við alla hluthafa sína – Bandaríkin þar á meðal. Segir í tilkynningunni að eftir því sem þjóðir verða ríkari hætti þær að eiga möguleika á lánum hjá bank- anum. Alþjóðabankinn lánaði Kína 1,3 milljarða dala á reikningsárinu 2019, sem lauk 30. júní. Til samanburðar tók Kína að láni 2,4 milljarða dala á reikningsárinu 2017. Ríkisstjórn Trumps hefur gagnrýnt lánveiting- arnar harðlega og segir fjárhag Kína allt of sterkan til að hann réttlæti fjárhagslega aðstoð af þessu tagi. Til að útrýma fátækt Alþjóðabankinn var settur á lagg- irnar árið 1944 með það fyrir augum að aðstoða við uppbyggingu í Evrópu eftir eyðileggingu seinni heimsstyrj- aldar. Í dag felst hlutverk bankans einkum í því að uppræta fátækt á heimsvísu og er Alþjóðabankinn með um 2.600 verkefni af ýmsum toga í gangi í nær öllum þróunarlöndum heims. Hörðustu gagnrýnendur bankans segja stofnunina ekki nauð- synlega í fjármálaumhverfi nú- tímans, enda hafi það tekið miklum breytingum frá því um miðja síðustu öld, og að þau skilyrði sem fylgi lán- veitingum bankans hafi í sumum til- vikum haft hamlandi frekar en örv- andi áhrif á efnahagsvöxt. Greina má aukna spennu í sam- skiptum Kína og Bandaríkjanna að undanförnu og greinir Guardian frá vaxandi áhyggjum sérfræðinga af að ekki takist í bráð að ljúka við bráða- birgðasamning sem myndi binda enda á tollastríð þjóðanna. Spilar þar inn í að Bandaríkjaþing samþykkti nýlega lög sem fela í sér refsiaðgerð- ir gegn tilteknum embættismönnum og meðlimum kommúnistaflokksins vegna ofsókna í garð Uyghur-þjóð- flokksins í Xinjiang-héraði í Vestur- Kína. Þá er stutt síðan Trump undir- ritaði lög frá þinginu sem kveða á um refsiaðgerðir ef gengið verður fram af of mikilli hörku gegn mótmælend- um í Hong Kong. Ef fram heldur sem horfir munu bandarísk stjórnvöld hækka tolla á fleiri kínverskar vörur 15. desember næstkomandi. Batamerki í Kína Nýjustu hagtölur frá Kína benda þó til að efnahagslífið þar sé að rétta aftur úr kútnum nú þegar tolla- stríðið við Bandaríkin hefur varað í sautján mánuði. Samkvæmt inn- og útflutningstölum sem birtar voru á sunnudag dróst útflutningur saman í nóvember um 1,1% miðað við sama tímabil í fyrra, og er það fjórði sam- dráttarmánuðurinn í röð. Aftur á móti jókst innflutningur um 0,3% samkvæmt mælingum hins opin- bera, þvert á spár markaðsgrein- enda. Kann aukning í innflutningi að vera til marks um að örvunaraðgerð- ir stjórnvalda hafi náð að efla eftir- spurn innanlands. Vill að Alþjóðabankinn hætti lánveitingum til Kína AFP Átök Trump þykir Kína hafa svo sterkan efnahag að landið þurfi ekki lengur á hjálp Alþjóðabankans að halda.  Bandaríkjaforseti óánægður með nýgerðan lánasamning  Óvissa í tollastríði 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 Jólagjöfin í ár Verð 7.290,- stk. NÝ SENDING SMÁRALIND – KRINGLAN DUKA.IS Shadow T-Light Tíu gullfallegir litir 9. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.86 121.44 121.15 Sterlingspund 158.64 159.42 159.03 Kanadadalur 91.64 92.18 91.91 Dönsk króna 17.935 18.039 17.987 Norsk króna 13.217 13.295 13.256 Sænsk króna 12.739 12.813 12.776 Svissn. franki 122.24 122.92 122.58 Japanskt jen 1.1124 1.119 1.1157 SDR 166.52 167.52 167.02 Evra 134.03 134.77 134.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.0432 Hrávöruverð Gull 1474.6 ($/únsa) Ál 1755.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.41 ($/fatið) Brent ● Jeff Bezos hef- ur áhyggjur af að helstu tæknifyrir- tæki Bandaríkj- anna vilji ekki starfa með varnar- málaráðuneyti landsins og óttast hann að það leiði til þess að öðrum þjóðum takist að standa jafnfætis og jafnvel fara fram úr Bandaríkjunum á sviði hernaðartækni. Þetta sagði hann um helgina á ráð- stefnu um varnarmál sem haldin er ár hvert í Reagan-bókasafninu í Kaliforníu. Bætti Bezos við að Amazon vildi leggja sitt af mörkum. Skemmst er að minnast þess þegar starfsmenn Google mótmæltu harð- lega þegar í ljós kom að hugbúnaðar- lausnir fyrirtækisins væru notaðar af bandaríska hernum. Eins hafa starfs- menn Microsoft verið óánægðir með að tæknirisinn taki þátt í verkefnum á sviði varnarmála. Sagði Bezos mikilvægt að virða gildi starfsfólksins en það væri undir æðstu stjórnendum komið að velja af kost- gæfni hvaða verkefnum fyrirtækið sinnti. „Ef tæknirisarnir snúa baki við varnarmálum eru [Bandaríkin] í vanda stödd.“ ai@mbl.is Jeff Bezos Vill að Amazon vinni með Pentagon STUTT Bandaríski raðfrumkvöðullinn Elon Musk var á föstudag sýknaður í meiðyrðamáli sem björgunarkafar- inn Vernon Unsworth hafði höfðað gegn honum vegna ummæla á Twit- ter. Kastaðist í kekki á milli Musks og Unsworths í fyrra þegar sá síð- arnefndi vann að björgun hóps ungra pilta sem lokuðust inni í helli í Taílandi vegna óvæntra vatnavaxta. Ýjaði Musk að því að Unsworth væri barnaníðingur þegar hann upp- nefndi hann „pedo guy“ á vinsælum Twitter-reikningi sínum. Hafði Uns- worth farið fram á 190 milljóna dala bætur vegna ummælanna. Að sögn Reuters er sennilega um að ræða fyrsta kviðdómsmálið þar sem einstaklingur höfðar meiðyrða- mál vegna ummæla á Twitter, en niðurstaða kviðdóms kom mörgum sérfræðingum á óvart og höfðu þeir flestir reiknað með að Unsworth hefði lögin á bak við sig. Verði málið fordæmisgefandi myndi það þýða að meiðandi ummæli á miðlum eins og Twitter flokkist sem málskrúð og ýkjur frekar en staðhæfingar. Reuters hefur eftir Mark Sablem- an, sem sérhæfir sig í meiðyrðamál- um, að það kunni að lita sams konar mál í framtíðinni að verjendur vísi til þess hve óheflað tal fólks er orðið jafnt á samfélagsmiðlum, í sjónvarpi og í pólitískri umræðu, og að mörg orð sem áður hefðu flokkast sem meiðyrði séu í dag notuð þannig að þau lýsi skoðunum fólks frekar en að vera staðhæfingar. Málfrelsisákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar verndar rétt fólks til að viðra skoð- anir sínar en verndar aftur á móti ekki rétt borgaranna til að vega að orðspori annarra með röngum stað- hæfingum. ai@mbl.is AFP Óvænt Musk þykir hafa sloppið vel frá málinu. Sumum þykir niður- staða kviðdóms ekki boða gott. Musk-málið gæti litað tjáskipti á netinu  Hnútukast á sam- félagsmiðlum mál- skrúð frekar en meið- andi staðhæfingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.