Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu - Fyrir jólaboðin - Hangikjöt, hamborgarhryggur og villibráð Gæða kjötvörur Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Kim Jong-un, leiðtoga Norð- ur-Kóreu, við því að hann „hefði öllu“ að tapa með því að sýna Bandaríkj- unum fjandskap, eftir að Norður- Kóreumenn urðu vísir að „meirihátt- ar“ tilraun með kjarnorkuvopn um helgina. „Kim Jong er of snjall og hefur alltof miklu að tapa, í raun öllu, sýni hann Bandaríkjunum óvináttu,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. Skírskotaði hann til ótilgreindrar kjarnorkutilraunar í geimferðamið- stöðinni Sohae í Norður-Kóreu í fyrradag sem skýrt var frá í gær- morgun. Aðeins nokkrum stundum áður hafði Trump sagt opinberlega að hann hann yrði „undrandi“ ef ógn bærist frá Norður-Kóreu. Kvaðst hann eiga „afar gott samband“ við Kim. Skiptust leiðtogarnir á fjand- samlegum yfirlýsingum og óvægnum hótunum mánuðum saman árið 2017. Árið eftir batnaði sambúðin til muna. Trump og Kim hafa hist þrisvar frá í júní 2018 en með litlum árangri hvað kjarnorkuafvopnun áhrærir. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa veitt Bandaríkjamönnum frest til 31. des- ember til að leggja á borðið tilslakan- ir til að koma afvopnunarviðræðun- um aftur af stað. „Undir forystu Kim Jong-un á Norður-Kórea gríðarlega efnahags- lega möguleika, en þeir verða að af- vopnast í samræmi við loforð sín. NATO, Kína, Rússland, Japan og reyndar heimurinn allur stendur saman í þessu efni,“ sagði Trump. Hann sagði að Kim hefði á fundi þeirra í Singapúr í júní 2018 „und- Kim „hefur öllu“ að tapa  Trump minnir Kim Jong-un á skuldbindingar sínar eftir kjarnorkutilraunir AFP Kjarnorka Trump og Kim Jong-un hafa hist þrisvar án árangurs. irritað magnað afvopnunarsam- komulag“ og bætti við: „Hann vill ekki gera sérstakt samband sitt við forseta Bandaríkjanna að markleysu og heldur ekki skipta sér af forseta- kosningunum í nóvember.“ Talsmaður varnarmálaakademíu Norður-Kóreu sagði að „mikilvæg til- raun“ hefði verið framin og myndi hún breyta strategískri stöðu Norð- ur-Kóreu „verulega“, að sögn ríkis- fréttastofunnar KCNA. Ekki var nánar greint frá tilrauninni og eðli hennar. Í tengslum við leiðtogafund NATO-ríkjanna í Englandi í vikunni sagði Trump aðspurður að enn væru möguleikar á því að farið yrði með vopnum gegn Norður-Kóreu. Hart var brugðist við í Pyongyang og því heitið að gripu Bandaríkjamenn til vopna yrði „gripið skjótt til viðeigandi gagnaðgerða á öllum stigum“. Erlendir sendifulltrúar hjá Sam- einuðu þjóðunum segjast óttast að Norður-Kóreumenn hefji að nýju til- raunir með langdrægar flaugar er borið geta kjarnorkusprengjur kom- ist ekki fljótt skriður á viðræður þeirra og Bandaríkjamanna. Að minnsta kosti 43 farandverkamenn týndu lífi í gríðarlegu eldhafi í tösku- gerð í gamla hverfinu í Nýju-Delhí í Indlandi í gærmorgun. Umlukti bálið verksmiðjuna á augabragði og lýstu þeir sem út úr vítiseldinum komust neyðarópum þeirra sem eftir voru og komust hvergi. Margir þeirra sem fórust gistu í her- bergjum fyrir verkamennina á þriðju hæð byggingarinnar. Munu flestir þeirra hafa kafnað í reyknum af eld- inum sem kom upp á fyrstu hæð og breiddist hratt út. Mun hann hafa kviknað klukkan 5.00 að morgni í Ind- landi, 23.30 að íslenskum tíma. Eldsvoðinn er sá mannskæðasti í Nýju-Delhí frá því 59 manns fórust í bruna í kvikmyndahúsi 1997. Er því m.a. kennt um hversu linlega er fram- fylgt reglum um öryggisráðstafanir í mannvirkjum í Indlandi. Þeir sem fór- ust voru frá ríkinu Bihar sem er með fátækustu svæðum Indlands. Mannskæðasti eldsvoði í Nýju-Delhí frá árinu 1997 43 hurfu í eldhafið AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hélt í gær til Hollands til að svara til saka fyrir al- þjóðadóm- stólnum í Haag sem rannsakar meint þjóðar- morð á róh- ingjum í Búrma. Ákvörðun hennar að koma fyrir réttinn á morgun, þriðjudag, kom á óvart og þykir til þess fallin að skaða ímynd hennar út á við. Heima fyrir nýtur hún hins vegar gríðar- legra vinsælda. Málið snýst um aðgerðir hers Búrma sem hóf harkalegar aðgerð- ir gegn róhingjum 2017. Leiddi það til þess að 740.000 manns flúðu yfir landamærin til Bangladess. Stríðs- glæparétturinn í Haag hyggst einn- ig kanna hvort ástæða sé til að rannsaka framferði hersins . Aung San Suu Kyi Verði ákærð fyrir stríðsglæpi BÚRMA Tveir ævintýramenn, Mike Horn frá Sviss og Berge Ousland frá Nor- egi, luku í gær ferðalagi sínu þvert yfir Norður-Íshafið eftir nærri fjög- urra mánaða bið. Þeir lögðu upp í förina á báti frá Nome í Alaska 25. ágúst sl. og komu að ísjaðrinum 12. september og héldu ferðinni áfram á gönguskíðum. Ferðin reyndist mikil þrekraun, en matvæli tvímenninganna þrutu á föstudag en tveir menn af ísbrjótn- um Lance, sem sótti þá af pólnum, gengu á móti þeim með mat. Töfð- ust þeir mjög á ferðalaginu vegna þunns íss og kenndu þeir hlýnun andrúmsloftsins um það. Kláruðu ferð yfir Norður-Íshaf Pólfarar Borge Ousland (t.v.) og Mike Horn að þrekraun sinni lokinni. NORÐURPÓLLINN Emmanuel Macron forseti boðaði ráðherra, sem koma að breytingum á lífeyriskerfinu, til sín í gærkvöldi til að móta framhald málsins sem valdið hefur lamandi verkföllum um allt land síðustu daga og raskað samgöngum stórlega. Samgöngur á Parísarsvæðinu lágu að mestu niðri í gær, fjórða daginn í röð. Aðeins tvær línur jarð- lestanna voru gangandi en þær eru sjálfvirkar og þurfa því ekki lest- arstjóra. Aðeins ein af hverjum sex hraðlestum frönsku ríkisbrautanna SNCF gengu. Verkföllin hófust á fimmtudag en stjórn Macrons hefur ákveðið að stokka lífeyriskerfið upp svo það verði eins fyrir alla launþega, en í dag eru mismunandi útfærslur á því a.m.k. 42. Álíka breytingar stóðu til 1995 en frá þeim var horfið eftir þriggja vikna verkföll er lömuðu þjóðlífið. Forsætisráðherrann Edouard Phil- ippe stóð fastar en fótunum á því í viðtali við blaðið Le Journal du Dimanche í gær að ekki yrði hvikað frá áformunum. „Gerum við ekki víðtækar og framsæknar breytingar á kerfinu kemur það í hlut spor- göngumanna okkar að gera enn harkalegri breytingar,“ sagði Phil- ippe. Leiðtogi harðlínuverkalýðs- samtakanna CGT, Philippe Mart- inez, sagði við blaðið að þau myndu halda áfram mótmælum þangað til breytingarnar hefðu verið að fullu og öllu dregnar til baka. Philippe mun í síðasta lagi á mið- vikudag skýra frá því í smáatriðum hvernig núverandi 42 lífeyriskerfum verður steypt í eitt sem byggist á punktum en ekki því hversu lengi viðkomandi hefur greitt í lífeyr- issjóð. Eru þessi áform mjög um- deild þar sem margir telja sig missa spón úr aski sínum. agas@mbl.is Mæðir á Macron  Samgöngur lágu að mestu niðri í Parísarborg fjórða daginn í röð AFP Verkföll Hjólhestar og hlaupabretti hafa verið áberandi í samgöngum Parísar undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.