Morgunblaðið - 09.12.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.12.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 ✝ Pálína Bjarna-dóttir fæddist á Ytra-Hrauni í Landbroti í Vest- ur-Skaftafellssýslu 9. janúar 19. Hún var dóttir hjónanna Bjarna Bjarnasonar bónda og Sigrúnar Þorkelsdóttur hús- freyju. Þau eru látin. Pálína er þriðja í hópi fjögurra systkina. Hin eru: Valgerður, sem lést í frumbernsku, Bjarni, lést eins mundssyni bifvélavirkja. Hann er sonur Guðmundar Ein- arssonar og Önnu Grímsdóttur og eru þau látin. Einar ólst upp á Kirkjubæjarklaustri frá sex ára aldri. Hann lést árið 1989. Dóttir Pálínu og Einars er Sigrún, eiginmaður hennar er Kristján Sigurgeirsson. Börn Sigrúnar eru: Einar Páll Tómasson og Bára Tóm- asdóttir. Einar er kvæntur Sigrúnu Erlu Valdimars- dóttur, börn þeirra eru a) Erla María, maki Vilhjálmur Pét- ursson, b) Valdimar, og c) Kristín Erla. Börn Báru eru: a) Andrea Ýr Arnarsdóttir, maki Pétur Freyr Jóhann- esson. Þeirra börn eru: i) Ísa- bella Rós og ii) Baltasar Aron, áður á Pétur dótturina Evu Marín, b) Aníta Rún Ósk- arsdóttir, c) Einar Darri Ósk- arsson, hann er látinn, d) Árni Kristján Rögnvaldsson. Dætur Kristjáns eru: Unnur, gift Halldóri, börn þeirra eru: a) Tómas, maki Salka Sigurð- ardóttir, og b) Tinna Mjöll, látin, c) Maron. Þórdís, maki Guðbjörn Perry, dóttir hans Elva Natalie. Pálína og Einar hófu bú- skap í Kópavogi en fluttu síð- ar til Reykjavíkur. Pálína starfaði meðal annars við hreingerningar og þá aðallega í Austurbæjarskóla. Fyrir rúmu ári flutti Pálína á hjúkr- unarheimilið Mörk við Suður- landsbraut. Hún lést þar 26. nóvember síðastliðinn. Útför Pálínu fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 9. des- ember 2019, klukkan 13. árs að aldri, en Laufey er á lífi. Pálína ólst upp í Ytra-Hrauni til ársins 1939 en faðir hennar lést tveimur árum áð- ur. Móðir hennar lést 1987. Pálína flutti með móður og systur að Eystri-Dalbæ í Landbroti og bjuggu þær þar til ársins 1950. Pálína var gift Einari Guð- Í dag er elsku mamma mín borin til grafar. Takk fyrir alla umhyggju, ástina og væntum- þykjuna sem þú gafst mér, mamma mín. Síðustu dagarnir okkar saman eru mér dýrmætir og minning þín mun ætíð vera í hjarta mér. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Sigrún A. Einarsdóttir. Við kveðjum elsku ömmu okkar með söknuð í hjarta en einnig er hjartað fullt af þakk- læti og kærleika fyrir allar þær dásamlegu stundir sem við átt- um saman. Hjá ömmu Pálínu og afa Einari á Njálsgötunni áttum við systkinin okkar annað heim- ili. Þessar dýrmætu æskuminn- ingar einkennast af endalausri ást og þolinmæði enda virtust þau alltaf hafa endalausan tíma fyrir okkur, hvort sem það var að spjalla, spila, heimalærdóm- ur, knús eða þurrka tárin. Það var líf og fjör í eldhúsinu á Njálsgötunni, gestagangur nánast upp á hvern dag enda tóku þau öllum opnum örmum, þessi einstöku hjón, að undan- skildum köttum í hverfinu sem amma var ekki par hrifin af. Amma bakaði heimsins bestu pönnukökur og var alltaf eitt- hvað nýbakað fyrir gesti og gangandi. Svo vorum við svo heppin að okkar beið heitur matur hjá ömmu í hádeginu þegar við komum heim úr skólanum. Það ríkti sannarlega röð, regla og rútína hjá ömmu. Á sumrin fórum við systkinin í ferðalög með ömmu og afa, þá aðallega á Laugarvatn í sum- arbústað og áttum þar dásam- legar stundir. Afi Einar lést því miður áður en langafabörnin komu í heim- inn, en elsku amma tók alla tíð stóran þátt í þeirra lífi og var alltaf reiðubúin að gæta þeirra. Minning um heimsins bestu ömmu lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Einar Páll Tómasson, Bára Tómasdóttir. Elsku besta Langa mín. Það eru svo margar góðar minningar sem rifjast upp fyrir mér sem ég mun varðveita um ókomna tíð. Ég man sérstak- lega eftir pönnukökunum sem þú bakaðir svo oft og ég fékk oft á tíðum að hjálpa til við að setja sykurinn á þær og rúlla þeim upp en síðan hurfu nokkr- ar jafn óðum ofan í magann minn. Einnig man ég þau skipti sem ég var hjá þér í pössun og við fórum saman niður í bæ að kaupa umslög og svo fékk ég stundum litabók til að lita í mér til mikillar gleði. Fleiri góðar minningar rifjast upp sem við eigum saman að eilífu en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að hafa fengið að eiga svona góða og umhyggjusama langömmu sem hluta af mínu lífi. Elsku Langa, ég vona að þú sért á góðum stað í dag og hafir það gott. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Erla María og Vilhjálmur (Villi). Hjörtu okkar fyllast af sorg að kveðja þig, dýrmæta Langa okkar, minningarnar ylja okkur þó um innstu hjartarætur, sem einkennast af hlýju, kærleik, hlátri og undursamlegum pönnukökuilmi. Kærleiksríkari konu en þig er erfitt að finna og við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina. Við treystum því að þú sért núna á góðum og björtum stað, hlaupandi um, bakandi pönns- ur, passar Einar Darra bróður okkar og slúðrar með ömmu Heiðu yfir rjúkandi kaffibolla. Hvíldu í friði, elsku Langa, elskum þig. Andrea, Aníta og Árni. Heiðurskonunni Pálínu kynntist ég árið 1993 þegar leiðir okkar Einars Páls barna- barns hennar lágu saman. Þegar maður kynnist hjarta- hreinum, æðrulausum, gefandi og sterkum manneskjum sitja eftir góðar minningar að þeim gengnum og lærdómur sem kennir manni margt um lífið. Lífið sem fólk af hennar kyn- slóð lifði og þurfti að takast á við mótaði persónuleika þess að mörgu leyti, sem við yngri kyn- slóðir getum lært margt af og tileinkað okkur. Hún var sannarlega glæsileg- ur fulltrúi sinnar kynslóðar. Var klettur nærfjölskyldu sinn- ar og stóð með sínu fólki í gegn- um þykkt og þunnt, ásamt Ein- ari manni sínum á meðan hann lifði. Góðmennska, létt lund, góð nærvera en jafnframt festa voru eiginleikar sem voru henni í blóð bornir og eitt sem ein- kenndi Pálínu var að henni fannst hún verða að gera gagn. Vera að og gera vel við þá sem komu í heimsókn og við alla sem hún umgekkst og annaðist. Þess hafa notið dóttir hennar, börn, barnabörn og öll hennar fjölskylda. Aðdáunarvert var hvernig tengdamamma mín og nafna annaðist móður sína síðustu ár- in af natni, ósérhlífni, væntum- þykju og þakklæti. Ekki sjaldan slógum við Pál- ína á þráðinn, spjölluðum um heima og geima, leituðum ráða hvor hjá annarri og slúðruðum þó aldursmunurinn væri mikill og oft enduðu samtölin á því að hún sagði: „Við höfum þetta nú bara á milli þráðanna, Sigrún mín.“ Þessi samtöl þótti mér mjög vænt um. Eitt af því sem okkur fannst mikilvægt var að kveðja árið með virktum um hver einustu áramót. Þá sátum við jafnan tvær saman fyrir framan sjón- varpið um miðnætti á gamlárs- kvöld og horfðum á ártalið hverfa og annað birtast. Nú eru ár okkar Pálínu sam- an í þessum heimi liðin í ald- anna skaut. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. En hvers er að minnast? Og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma? Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá. En miskunnsemd Guðs má ei gleyma. Hún birtist á vori sem vermandi sól, sem vöxtur í sumarsins blíðum, í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól, sem skínandi himinn og gleðirík jól í vetrarins helkuldahríðum. (Valdimar Briem) Um ókomin ár munum við fjölskyldan kveðja árin og taka á móti nýju með hárri raust svo undir mun taka og minningin um góð ár með henni verður okkur ofarlega í huga. Við minnumst Pálínu með hlýju og af virðingu. Sigrún Erla og fjölskylda. Pálína Bjarnadóttir ✝ Nanna Þór-hallsdóttir fæddist á Djúpa- vogi 16. júní 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 2. des- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristbjörg Sveins- dóttir húsmóðir, f. 1886, d. 1965, og Þórhallur Sig- tryggsson, kaupfélagsstjóri á Djúpavogi og síðar á Húsavík, f. 1885, d. 1959. Systkini Nönnu: Anna Sigríð- ur, f. 1910, d. 2008; Leifur, f. 1912, d. 1975; Garðar, f. 1914, d. 2002; Baldur, f. 1915, d. 1987; Sigtryggur, f. 1917, d. 2008; Þorbjörg, f. 1919, d. 1992; og Hulda, f. 1921. Nanna ólst upp á Djúpavogi og á Húsavík, en fluttist ung til Reykjavík- ur. Starfsævi henn- ar var hjá SÍS, lengst sem sölu- maður í birgða- deild. Nanna var ógift og barnlaus. Hún hélt heimili með Önnu Sigríði systur sinni og foreldrum sín- um eftir að þau fluttust til Reykjavíkur og bæði lifðu. Lengst bjó hún á Langholtsvegi 187 eða í nærri sextíu ár með- an heilsan leyfði. Útför Nönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. desem- ber 2019, klukkan 15. Nanna, móðursystir mín og nafna, er látin. Hún varð 95 ára og var hvíldinni fegin. Skildi ekkert í því að guð væri að láta svona gamla kerlingu lifa svona lengi. Nanna hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti af mínu lífi. Eftir að mamma varð ekkja og flutti frá Patreksfirði til Reykjavíkur með börnin sín átta settist hún að í Vogahverfi þar sem flest af systkinum hennar voru búsett. Móður- systur mínar þær Anna Sigga og Nanna bjuggu á Langholts- vegi ásamt ömmu og bræður hennar bjuggu einnig þarna skammt frá. Mikill samgangur var á milli þeirra systkinanna. Sérstak- lega við Önnu Siggu og Nönnu. Mamma fór öll fimmtudags- kvöld, sem þá voru sjónvarps- laus, til þeirra í heimsókn og þá var skipst á dönsku blöð- unum, drukkið kaffi, spjallað og skipst á skoðunum. Þá var farið í ferðir á sumrin eins og á Laugarvatn, Bifröst eða með Framsóknarflokknum sem þær systur studdu af alhug ólíkt mömmu sem var mikil sjálf- stæðiskona. Alltaf flaut ég með enda yngst systkinanna. Stundum fékk ég að gista hjá systrunum um helgar og var þá dekrað við mig. Nanna tók mig í bæinn, stundum út að borða eða mér var leyft að fara í Kjalfell að kaupa nammi eða dót. Langholtsvegurinn var þannig mitt annað heimili á þessum tíma. Þær systur voru einstaklega frændræknar og var mikill gestagangur á heimili þeirra enda voru þær duglegar að bjóða fólki heim. Gamlárskvöld á Langholtsvegi voru alveg ein- stök en þangað mætti stórfjöl- skyldan um kvöldið og skemmti sér fram í nóttina. Eftir að mamma lést hélt ég áfram að heimsækja þær á fimmtudögum, fá kaffi og skiptast á dönsku blöðunum. Reyndar laumaðist ég til að skipta út Familie Journalen fyrir Alt for damerne eða Fem- ina en þótt þeim systrum fynd- ist þetta ekki góð býtti, þá létu þær sig hafa það. Nanna vann lengst af hjá söludeild SÍS og útvegaði ýms- um þar vinnu, m.a. okkur systrum auk þess sem hún létti undir með mömmu með ýmsum heildsöluvörum. Komin hátt á áttræðisaldur lét hún sig ekki muna um að passa Þorbjörgu dóttur mína á sumrin þegar leikskólinn var lokaður. Auðvit- að fékk hún sama atlæti og ég forðum daga. Þannig var Nanna. Alltaf til staðar. Alltaf tilbúin að aðstoða. Nanna tók hlutskipti sínu eftir að hún eltist og átti erf- iðara með að bjarga sér sjálf af miklu æðruleysi. Það má þakka hennar hugafari í lífinu og ekki síður Silvíu Garðarsdóttur sem annaðist hana af alúð og ósér- hlífni. Ég er svo afskaplega þakk- lát fyrir þessa frænku mína. Elsku Nanna mín, takk fyrir allt. Nanna Huld Aradóttir. Í morgunútvarpi í vikunni voru viðtöl um hamingjuna og leit fólks að henni. Þau opnuðu augun fyrir mikilvægi þess að eiga góða að; fólk sem er alltaf til staðar. Þannig voru þær systur; Nanna og Anna Sigga, og heimili þeirra var áratugum saman miðstöð stórrar fjöl- skyldu. Á stórhátíðum og líka bara hvers dags. Á Langholts- vegi var manni alltaf tekið opn- um örmum; allir voru aufúsu- gestir og á alla hlustað og við þá rætt, bæði börn og full- orðna. Þegar annir voru hjá öðrum var þar alltaf skjól, næði og nógur tími fyrir gesti. Þar sló klukkan hægt og þar leið öllum vel, enda var þar allt í föstum skorðum. Nanna var yngst átta systk- ina. Hún var ógift og barnlaus og bjó lengst af með elstu syst- ur sinni, Önnu Sigríði. Báðar náðu þær hárri elli en Anna Sigga lést fyrir rúmum áratug. Systkinabörnin voru þeirra stórfjölskylda og þær fylgdust náið með lífi og starfi hvers okkar af einlægri umhyggju og áhuga á velferð okkar. Í dag kveðjum við og þökk- um yndislegri frænku fyrir samhug, trausta leiðsögn á langri samfylgd, hlýju og skiln- ing. Bjarni Sigtryggsson. Mig langar til að minnast Nönnu frænku minnar sem hefur alltaf verið til staðar í lífi mínu sem ljúf frænka. Hún og Anna Sigga systir hennar voru nokkurs konar kjölfesta móð- urfjölskyldunnar og heimili þeirra á Langholtsvegi sam- komustaðurinn. Til þeirra kom fjölskyldan mín frá Patreks- firði meðan við bjuggum þar. Síðar áttum við þar okkar at- hvarf og þar hittist öll móð- urfjölskylda mín hvort sem var á hátíðarstundum eða bara hversdags. Nanna var ekki fyrir það að berast á en var alltaf til staðar. Hún var glaðlynd og alltaf gott að koma til hennar. Að sitja og spjalla við hana meðan hún prjónaði var róandi og fróðlegt því hún miðlaði svo vel og skemmtilega af minningum um fjölskylduna. Það brestur því ein taugin í viðbót sem getur miðlað minningum en þannig er nú lífið. Nanna var kölluð „barnið“ af föður sínum og hún var alltaf ung í anda og fasi. Mamma og Nanna spiluðu saman hand- bolta í Völsungi á sínum tíma og gerðu það virkilega gott og unnu ýmsa titla á sínum ferli. Þá vann ég með Nönnu hjá Sambandinu (SÍS) í nokkur sumur á menntaskólaárunum og sá ég hversu vel hún var metin sem starfsmaður þar enda samviskusöm og með góða samskiptahæfileika sem sölumaður. Nanna hefur alltaf verið fjöl- skyldu minni góð frænka sem átti svo auðvelt með að sinna bæði mér, Þorleifi og börnum okkar. Blessuð sé minning hennar. Anna Björg Aradóttir. Lífsgöngu Nönnu frænku lauk mánudaginn 2. desember. Hún var á 96. aldursári og fannst það óþarflega mörg ár. Hún hélt sínu skýra minni allt til enda og enginn kom að tóm- um kofunum hjá henni með fréttir af stórfjölskyldunni, öll- um kynslóðum hennar og fleiru. Síðustu árin voru skemmtilegustu endurminning- arnar frá uppvaxtarárunum á Djúpavogi, af foreldrum, systk- inum, vinum og gestaganginum í Faktorshúsinu. Hún trúði fastlega á endurfundi við allt þetta fólk í öðrum heimi. Ætl- aði að byrja á að heilsa, fá sér svo kaffisopa með þeim og kannski eina filterslausa camel, og ýmsar fleiri skemmtilegar vangaveltur. Eftir áratuga samveru fylgja Nönnu margar góðar minningar um gestrisni hennar og glaðværð. Hún fór á sinn hæga, ljúfa hátt í gegnum lífið, trú uppruna sínum, sjálfri sér og öðrum. Óskir um góða himnaför í hennar anda verða hinsta kveðja frá mér og mínum. Nú hallar degi kvöldroðinn færist yfir og umvefur sálina. Okkar himneski faðir, í hæstu hæðum, hefur kallað og sálin kveður þetta jarðlíf. Við hliðið hjá Drottni skín morgunsólin, hin eilífa sól, og hlý golan leikur um sálina. Englar Drottins syngja honum til dýrðar og svífa til og frá í golunni í sínum eilífðar dansi við komu nýrrar sálar í ríki Drottins þar sem sorg og tregi eru ekki til en alltaf er gleði og friður. (SA) Fari Nanna frænka í friði og við Jóna sendum kærar kveðj- ur með henni. Sveinn Arason. Nanna Þórhallsdóttir Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.