Morgunblaðið - 09.12.2019, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
✝ Eðvarð H. Vilmundarson
fæddist í bænum
Löndum í Staðar-
hverfi, Grindavík, 2.
október 1932. Hann
lést 30. nóvember
2019.
Foreldrar hans
voru Guðrún Jóns-
dóttir, f. 12.7. 1891,
d. 4.8. 1958, og Vil-
mundur Árnason, f.
12.3. 1884, d. 23.1. 1975.
Hann var 11. barn þeirra
hjóna en alls áttu þau 13 börn.
Tólf komust á fullorðinsár en eitt
dó í frumbernsku.
Eðvarð ólst upp í Staðarhverf-
inu til unglingsára og fór þá til
vinnu í Keflavík hjá bróður sín-
um á bifreiðaverk-
stæði hans. Eðvarð
vann lengst af á
sjónum og seinni ár-
in hjá Esso eða þar
til hann varð 70
ára.Þá bjó Eðvarð
einnig nokkur ár á
Siglufirði en lengst
af í Hafnarfirði.
Hann eignaðist
fimm börn sem eru
Birgir Jens, Helgi
Björgvin, Ingi Rúnar, Vilmundur
Ægir og Filippía Ásrún.
Árið 1997 hóf hann sambúð
með Dýrley Sigurðardóttur og
voru þau saman þar til yfir lauk.
Útför Eðvarðs fer fram frá
Garðakirkju í dag, 9. desember
2019, klukkan 13.
Minn kæri vinur. Þér vil ég
þakka öll árin okkar saman,
sem voru svo ljúf og góð.
Ég mun sakna þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Foersom/Sveinbjörn Egilsson)
Góða nótt.
Þín
Dýrley Sigurðardóttir.
Kveðja vil ég þig kæri afi að góðra
manna sið
þú sem ekki lengur stendur okkur
við hlið.
Við þig gátum við alltaf rætt hin
ýmsu mál
Þú hafðir að geyma góða og
yndislega sál
Nú þegar sorgin blasir við mér ...
þá rifjast upp þær stundir sem við
áttum með þér
Það var svo margt sem við gerðum
saman
á mörgum þeim stundum var
feikigaman.
Þú veski ömmu geymdir um hálsinn
á þér.
Ætli þú munir það eins vel og ég?
Ó, hve sorgin er óyfirstíganleg.
Okkur finnst svo oft að þú sért enn
hér
og við munum fljótlega heyra í þér.
Raunveruleikinn blasir þá við
Þú ert farinn í gegnum hið gullna
hlið.
Ég veit að þú ert kominn á betri
stað
þótt erfitt sé að hugsa um það.
Ætíð vildi ég hafa þig hjá okkur.
Því þurftir þú að fara jörðu frá?
Við áttum ætíð að hafa gaman
en þú fórst svo skjótt frá okkur.
Hvernig á okkur þá að vera rótt?
Hvað gerum við án þín?
Hvað gerum við nú?
Minn elsku besti afi.
Guð blessi þig.
Kristín Lára
og Lena Ósk.
Elsku langafi.
Sársaukinn má fara,
Guð vill þig hjá sér hafa
gefa þér líf og leik
og leyfa þér að fara á kreik.
Það er óþarfi að kveðja,
við sjáumst á ný,
svo leyfðu drottni sársaukann að
seðja
Ávallt verður þú afi minn
á jörðu sem á himni.
Ég kyssi þína kinn
og býð þér góða nótt.
Segi þér að við sjáumst fljótt,
þú sem alltaf mér stendur við hlið.
Takk fyrir allt
og takk fyrir að hafa verið til.
(Höf. ók.)
Fyrir hönd langömmubarna
Dýrleyjar,
Lára Dan.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Góða ferð heim, Ebbi minn.
Þórey Daníelsdóttir
og Daníel Karl.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók)
Dýrley Dan, Stella Ósk,
S. Lovísa og Elísabet
Anna og makar.
Eðvarð Vilmundarson, Ebbi,
eins og hann var gjarnan kall-
aður, kom inn í líf fjölskyld-
unnar á áttunda áratug síðustu
aldar. Hann og mamma hófu
sambúð sem varði þar til
mamma dó árið 1993. Ebbi var
Suðurnesjamaður, kom úr
stórri fjölskyldu, hafði unnið
við ýmislegt en mest sjó-
mennsku. Ebbi hafði nú ekki
alltaf valið auðveldustu leiðirn-
ar í lífinu, má jafnvel segja að
það hafi verið rót á honum og
stundum fannst mér það trufla
hann.
En sambúð mömmu og
Ebba var farsæl. Þau voru
samheldin og mér fannst þeim
líða vel saman. Mamma hafði
alla tíð haft mikið dálæti á jörð
sinni Þingnesi í Bæjarsveit og
deildi Ebbi þeim áhuga og þar
áttu þau griðastað. Ebbi gekk
til hrossa, veiddi silung og
stundaði heyskap með mér.
Áhuginn var mikill að ná heyi í
hús áður en skúrin félli og þá
var ekki alltaf hugsað um bak-
ið, sem var aðeins farið að gefa
sig. Í Þingnesi man ég Ebba
bestan. Hann gekk til verka og
kunni jafnframt öðrum betur
að njóta þess að gera nákvæm-
lega ekki neitt. Það er kostur
sem fáir hafa.
Það er ekki auðvelt að sam-
lagast nýrri fjölskyldu. Hver
er staða þess nýja í fjölskyld-
unni? Ebbi fór þá farsælu leið
að gerast frekar félagi en
reyna að gerast foreldri eða
uppalandi. Enda held ég að
það hefði mistekist hrapallega.
Við systkinin hefðum orðið
honum mjög erfið þá. Þess í
stað hampaði hann barnabörn-
unum, sem öll kölluðu hann
afa. Ég á margar góðar minn-
ingar tengdar þeim stundum.
Engin er þó jafn ljóslifandi og
þegar hann lék sér við stelp-
urnar mínar á aðfangadag með
tæki er gaf frá sér dýrahljóð.
Gleðinni ætlaði aldrei að linna,
hvorki hjá stelpunum né Ebba.
En rétt eins og Ebbi kom
snöggt inn í líf fjölskyldunnar,
þá hvarf hann á sama hátt.
Eitt tók við af öðru og sam-
skiptin urðu að minningum,
ljúfum minningum. Held að
það hafi verið eðli hans að ein-
beita sér að því sem næst stóð
hverju sinni. Í þessum orðum
er engin biturð heldur miklu
frekar tilraun til að skilja
mannsandann og vegi hans.
Að ferðalokum hugsa ég
hlýlega til Ebba, þakka honum
fyrir góð ár og það hvernig
hans reyndist mömmu. Um
leið bið ég Guð að blessa minn-
ingu hans og styrkja þá sem
nú syrgja látinn ástvin.
Sveinbjörn Eyjólfsson.
Í dag kveð ég einn þann
besta mann sem ég hef kynnst,
hann hafði allt það til að bera
sem góðum manni sæmir,
myndarlegur, ljúfur, brosmild-
ur, hraustur, áreiðanlegur, já-
kvæður og með skemmtilegan
húmor.
Það var mikil gæfa snemma
árs 1997 þegar Ebbi og
mamma hittust og ákváðu að
ganga saman lífsins veg, ferða-
lög, sumarbústaðurinn eða
bara að hafa það kósí heima
var þeirra heimur. Gagn-
kvæma ást og virðingu hvort
fyrir öðru báru þau svo vel.
Ebbi minn smellpassaði inn í
fjölskylduna mína. Allir elsk-
uðu Ebba frá fyrsta degi, í
augum barnabarna minna varð
hann afi þeirra og sýndi þeim
alltaf mikinn áhuga og er ég
þakklát fyrir það því pabbi
minn dó ungur. Hann var
hreinræktaður Man. United-
maður, á því er enginn vafi,
stuðningsmaður FH, fylgdist
grannt með Stjörnunni í hand-
bolta, Haukum í fótbolta og
Álftanesstrákunum sínum.
Hann gat spjallað endalaust
um boltaíþróttir og þegar ís-
lenska landsliðið var að keppa,
sama hvort það voru stelpurn-
ar eða strákarnir, þá var það
heilög stund hjá honum og
mömmu sem var ekki síður
aðdáandi boltans. Hann sá allt-
af það jákvæða þó að liðin hans
ættu slæman dag. „Það gengur
bara betur næst,“ sagði hann.
Eitt málefni var honum þó
viðkvæmt og það var Fram-
sóknaflokkurinn sem hann
studdi með ráðum og dáðum.
Það gat fokið í hann ef við
stríddum honum á lélegum
ákvörðunum flokksins, en reið-
in var nú fljót að renna af hon-
um og hlegið saman á eftir.
Svo líða frábær 23 ár og
alltaf er hann hress, göngutúr
daglega og þó hann færi í
stóra hjartaaðgerð 2016 gekk
batinn svo vel að læknirinn
hans stóð á gati og líkti honum
við ungling.
En svo kom óveðrið,
mamma og hann fóru í hvíld-
arinnlögn hjá Das sept./okt.
Hann varð eitthvað slappur og
27. október sl. er hann greind-
ur með krabbamein öllum að
óvörum. Þetta varð snörp bar-
átta, aldrei kvartaði hann né
bölvaði yfir örlögum sínum
heldur var hann þakklátur fyr-
ir árin sem hann og mamma
áttu. Hans einu áhyggjur sner-
ust um mömmu, hvernig henni
myndi líða og bjarga sér eftir
hans dag.
Hann var mömmu svo góður
og guð blessi hann fyrir það.
Við Ebbi vorum góðir vinir
og ég sá væntumþykjuna hans
gagnvart mér í öllu sem við
gerðum saman. Var duglegur
að hringja í mig þegar ég
greindist og gat alltaf fengið
mig til að brosa. Hann var ein-
stakur klukkumaður, þegar
mamma var á sjúkrahúsinu þá
hringdi hann kl. 9.30-14 og
20.30 alla daga til að bjóða mér
góðan daginn, hvernig gengur
og góða nótt.
Ég elskaði þennan vin minn
og mun sakna hans, en jafn-
framt er það mér heiður að
hafa kynnst honum.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Lára Dan.
Af lifandi gleði var lund þín hlaðin,
svo loftið í kringum þig hló,
en þegar síðast á banabeði
brosið á vörum þér dó,
þá sóttu skuggar að sálu minni
og sviptu hana gleði og ró.
En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki
að eiga langa töf.
Frá drottni allsherjar ómaði kallið
yfir hin miklu höf:
Hann þurfti bros þín sem birtugjafa
bak við dauða og gröf.
(Grétar Ó. Fells.)
Hjartans þakkir fyrir góða
tíma og samveru.
Sigurður Harðarson.
Edvarð H. Vilmundarson.
eða Ebbi eins og hann var kall-
aður, er fallinn frá eftir stutta
baráttu við krabbamein.
Manni verður orða vant,
þegar upplifunin verður eins
og raun ber vitni, að þurfa að
lúta í lægra haldi fyrir grimmi-
legum sjúkdómi, eftir rétt
rúman mánuð frá greiningu.
Ebbi var einstakt ljúfmenni
sem kom inn í fjölskylduna
fyrir 23 árum, hann var orð-
heppinn og alltaf stutt í húm-
orinn hjá honum Ebba okkar.
Það eru ákveðin forréttindi
að hafa fengið að kynnast eins
góðum manni og Ebbi var, og
það er aðdáunarvert að hafa
fengið að fylgjast með honum
þessi ár, og sérstaklega síð-
ustu mánuðina, þegar hann
arkaði út í búð nánast orðinn
blindur og fór þetta allt nánast
eftir minni.
Léttur, ljúfur og kátur er
það sem kemur fyrst upp í
hugann þegar maður hugsar
til Ebba. Ebbi glímdi við
hjartakvilla og fór í stóra
hjartaaðgerð fyrir nokkrum
árum, sem hann tókst á við
með mikilli æðruleysi. Ebbi
hafði sterkar skoðanir á öllu,
en alltaf fann eitthvað jákvætt
við allt og alla.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/
Gísli frá Uppsölum)
Við munum sakna þín, elsku
Ebbi okkar, og minning þín
geymist í hjörtum okkar,
minning um góðan og einstak-
an mann.
Hvíl í friði, ljúflingurinn.
Karl, Ragnheiður og börn.
Eðvarð H.
Vilmundarson
✝ Einar BjarniGuðmundsson
var fæddur í
Holtahólum 23.
janúar 1956. Hann
lést á Höfn í
Hornafirði 26.
nóvember 2019.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Bjarnason, f. 9 júlí
1927, d. 6. nóv-
ember 2001, og
Sigríður Ólafsdóttir, f. 13. des-
ember 1928, d. 23. júlí 2015.
Þau bjuggu í Holtahólum.
Systkini Einars eru Ólöf
Anna, f. 15. ágúst 1952, maki
Steinþór Torfason, þau eru bú-
Einar landsprófi frá Alþýðu-
skólanum á Eiðum, seinna lauk
hann vélavarðarprófi frá FAS.
Hann fór ungur á vetrarvertíð
frá Höfn en vann á búi for-
eldra sinna á sumrin. Árið
1989 festi hann kaup á Hóla-
braut 4 í félagi við foreldra
sína og hélt heimili þar, hann
reyndist foreldrum sínum stoð
og stytta þegar halla fór und-
an fæti hjá þeim. Einar stund-
aði sjómennsku áfram eftir að
hann flutti á Höfn en varð að
skipta um starfsvettvang eftir
að hafa slasast, hann starfaði
um tíma við akstur flutn-
ingabíla hjá KASK og hjá
verktökum við vegagerð, síð-
ustu árin starfaði Einar í land-
vinnslu hjá Skinney/Þinganesi
þar sem hann starfaði til ævi-
loka.
Útförin fer fram frá Hafn-
arkirkju í dag, 9. desember
2019, klukkan 11.
sett á Hala í Suð-
ursveit, þau eiga
þrjú börn. Stúlka,
f. 10. júní 1954,
lést í fæðingu.
Víðir, f. 6. júní
1959, búsettur í
Holtahólum, hann
á eina dóttur.
Lucia Sigríður, f.
15. ágúst 1963,
maki Hannes Jó-
hannesson Lange,
þau eru búsett í Hafnarfirði,
þau eiga tvö börn en fyrir átti
Lucia einn son.
Einar ólst upp í Holtahólum
við hefðbundin sveitastörf, eft-
ir hefðbundna skólagöngu lauk
Boðaföll lífsins eru margs
konar, það var stór brotsjór að
frétta af andláti Einars bróður,
brotsjór sem erfitt er að takast
á við, en lífið heldur áfram, eft-
ir stendur minningin um ein-
stakan ljúfling sem gerði ekki
mannamun.
Einar Bjarni var einstakt
ljúfmenni, hæglátur og vildi öll-
um vel, bæði mönnum og mál-
leysingjum. Hann var einstak-
lega barngóður og þess nutu
systkinabörn hans, þegar þau
komu i heimsókn hurfu þau inn
til Einars og nutu gestrisni
hans og oft mátti heyra fjör-
ugar umræður þeirra á milli.
Einar fór ungur á vetrarver-
tíð frá Höfn, þá var oft siglt
með aflann til Englands, upp í
huga minn kemur minning frá
þeim tíma, þá var Einar að
koma heim úr siglingu og Elm-
ar Már sonur minn tæplega
tveggja ára, þá kom Einar
hlaðinn leikföngum handa litla
frænda sínum, þar á meðal var
stór fótstiginn bíll ásamt
ógrynni af leikfangatraktorum
og margskonar landbúnaðar-
tækjum ásamt dágóðum bú-
stofni, kindum, kúm og öllum
þeim dýrum sem prýddu al-
mennilegan sveitabæ, því auð-
vitað varð litli púkinn að læra
réttu tökin á landbúnaðargræj-
unum. Einar átti eftir að reyn-
ast Elmari vel og verður að
aldrei fullþakkað, til þess eru
ekki til nein orð. Þeir tveir
voru miklir vinir alla tíð og
brölluðu ýmislegt saman sem
ekki er allt prenthæft, en ég
veit að Elmar á margar góðar
minningar um Einsa frænda
sem hann geymir í hjarta sínu
og munu ylja honum í þeirri
miklu sorg sem við stöndum
frammi fyrir. Einar keypti hús
á Höfn 1989 í félagi við foreldra
sína, hann reyndist þeim óend-
anlega vel þegar heilsu þeirra
fór að hraka, svo þétt stóð
hann við bak þeirra að aðdáun-
arvert er, svona var Einar, allt-
af boðinn og búinn að hjálpa
öðrum sem þurftu á hjálp að
halda. Einar hjálpaði Víði bróð-
ir sínum við bústörfin á álags-
tímum í sveitinni.
Mér og minni fjölskyldu var
ekki í kot vísað þegar við kom-
um til Hornafjarðar, þá nutum
við gestrisni Einars sem var
ekki af verri endanum, alltaf
fannst okkur vera annaðhvort
matur eða kaffi og hann
galdraði fram veislu í hverri
máltíð, hvergi hef ég fengið
eins góðan soðinn fisk og hjá
honum, enda var natnin svo
mikil að hann stóð með klukk-
una við fiskipottinn, fiskurinn
skyldi vera rétt matreiddur
sem hann sannarlega var.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast þess þegar Elmar son-
ur minn hafði lokið 9. bekk í
grunnskóla en hann dvaldi hjá
afa sínum og ömmu og Einsa
frænda og var í skóla á Höfn, á
þeim tíma sóttu íslensk fiski-
skip Smuguna af miklum móð.
Elmar hringir í mig og spyr
hvort hann megi fara í Smug-
una, jörðin hreinlega fraus
undir fótum mínum, við rædd-
um þetta uppátæki frá ýmsum
hliðum, ég spurði stráksa hvort
hann væri búinn að tala við
pabba sinn um þetta, já og
Einsa frænda, ég er viss um að
hans atkvæði vó þyngra,
stráksi var búinn að fá far-
arleyfi hjá þeim, kannski hefur
þessi ferð sem stóð allt sumarið
og fram að skólabyrjun að
hausti verið ráðandi þegar
Elmar valdi sér starfsvettvang,
Stýrimannaskólinn skyldi það
vera, það var ákvörðun sem
gladdi Einar.
Þó Einar væri hæglátur gat
hann verið hnyttinn í tilsvörum,
hann sá broslegu hliðarnar á
mönnum og málefnum, hann á
mörg gullkorn sem við sem eft-
ir stöndum geymum í hjörtum
okkar, ásamt hafsjó góðra
minninga um öðlinginn hann
Einsa eins og hann var gjarnan
kallaður.
Minningin mun lifa, takk fyr-
ir allt, elsku Einar Bjarni.
Þín systir og fjölskylda.
Lucia Guðmundsdóttir.
Einar Bjarni
Guðmundsson