Morgunblaðið - 09.12.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.12.2019, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 GRÆNA TUNNAN auðveldar flokkunina 577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is S: 577 5757 NÁTTÚRAN ER TAKMÖRKUÐ AUÐLIND HUGSUM ÁÐUR EN VIÐ HENDUM Í hana má setja allan pappír, pappa, plastumbúðir og minni málmhluti – Muna að skola Pantaðu græna tunnu í síma 577 5757 eða á igf.is 60 ára Jóhanna er fædd og uppalin Kefl- víkingur og býr þar. Hún lærði skrif- stofutækni og er starfsmaður hjá Landsbankanum. Maki: Einar Haralds- son, f. 1956, framkvæmdastjóri Kefla- víkur – íþrótta- og ungmennafélags. Börn: Þóra Guðrún, f. 1979, Haraldur Axel, f. 1981, og Einar Trausti, f. 1989. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar: Guðbjartur Kristinn Krist- insson, f. 1937, d. 2015, vörubílstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum, og Þóra Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1939, d. 1971, húsmóðir. Þau voru búsett í Keflavík. Jóhanna Kristín Guðbjartsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Reyndu að vera raunsæ/r og nota skynsemina í deilu við nágranna. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfa/n þig. Ein- hver hefur óhreint mjöl í pokahorninu, því skaltu ekki trúa öllu sem þú heyrir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er um að gera að grípa tæki- færin sem gefast og spila síðan eins vel úr þeim og frekast er unnt. Þér er margt til lista lagt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Besta leiðin til að forðast leiðindi á heimilinu er að setja góða músík á og dansa. Passaðu hvað þú segir í hita leiks- ins. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allt sem tengist vinnunni ætti að breytast til batnaðar á næstunni. Þú ert eirðarlaus og þarft að leggja þig sér- staklega fram við að sýna öðrum skilning og þolinmæði. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinnan sem þú innir af hendi krefst hugrekkis. Ekki stinga höfðinu í sandinn, vandinn hverfur ekki við það. Horfstu í augu við hann. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu opin/n fyrir nýjum tækifærum. Einhver vill gleypa þig með húð og hári, en þú skalt sporna við því. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sá sem þú ert að bíða eftir, bíður þín einnig. Þú hefur lifað helst til hátt undanfarið, dragðu úr eyðslunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fjörugt félagslíf gæti leitt til óvarkárni í fjármálum. Freistaðu gæfunnar og farðu í ferðalag eins fljótt og þú getur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þínum hag sé borgið. Þú missir andlitið vegna fréttar sem þú heyrir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu það ekki setja þig úr jafn- vægi, þótt eitt og annað gangi á í kringum þig. Þú ert öryggið uppmálað og rósemi þín er aðdáunarverð. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er rétti tíminn til þess að taka til hendinni heima fyrir og koma því í geymslu eða gefa það sem þú hefur ekki þörf fyrir lengur. Andinn kemur yfir þig og þú fyllist óstöðvandi bjartsýni. þar söng Arndís Halla ásamt öðrum. „Núna er ég að syngja óperuaríur sem koma út á diski í Þýskalandi á næsta ári.“ Arndís Halla hefur líka verið að syngja með miðaldaþung- arokkssveitinni Corvus Corax og mun fara út í janúar til að leika í tón- listarmyndbandi með hljómsveitinni og á tónlistarhátíð í september. Arndís Halla hefur verið að vinna dísar Höllu og DVD-diski. Þetta var einn af þremur best seldu bókunum í sinni kategóríu næstu þrjú árin.í Þýskalandi. Árið 2015 kom svo út Ístónar – fyrr og nú – með Arndísi Höllu og Emil sem á var íslensk tón- list. Árið 2017 var svo gefinn út disk- urinn Íslanda: álfadans með íslensk- um þjóðlögum á vegum Sony sem var gefinn út í Þýskalandi 2017, en A rndís Halla Ásgeirs- dóttir er fædd 9. desem- ber 1969 í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún dvaldi í sveit Glæsibæ í Skagafirði. „Ég kom með mömmu þangað á hverju sumri frá að ég man eftir mér. Síðan var ég þar í sveit þar til ég var 15 ára. Það var alltaf mikið sungið í Skagafirði og þegar ég kom heim þá kunni ég víst allar drykkjuvísurnar.“ Arndís Halla gekk í Lækjarskóla, Álftanesskóla, Garðaskóla og Fjöl- brautaskóla Garðabæjar, fór síðan í Tónlistarskóla FIH, þaðan í Söng- skólann í Reykjavík og síðan út í Listaháskólann í Berlín og útskrif- aðist þaðan 1998. Eftir útskrift var Arndís Halla fastráðin við Komische Oper í Berlín í tvö ár. Hún fór síðan í lausa- mennsku og hefur margoft sungið hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, m.a. í Íslensku óp- erunni 2001 og Staatsóperunni í Prag. Hún hefur komið fram víða á tónleikum og tekið þátt í alls kyns verkefnum. Arndís Halla söng við Ís- lensku óperuna hlutverk Zerbinettu í Ariadne á Naxos haustið 2007 og var tilnefnd til Grímunnar. Frá árinu 2003-2011 var Arndís Halla aðalsöngkonan í einni stærstu skemmtisýningu með hesta í Evrópu þar sem hún söng fyrir milljónir áhorfenda. Í sýningunni, Appassio- nata, voru um 50 hestar, 35 knapar og um 120 manns sem unnu að sýn- ingunni þar fyrir utan. „Ég fékk að semja bæði lög og texta og var í tón- listarteymi hópsins. Þetta var svaka- lega skemmtilegt og við þvældumst um allt Þýskaland og Evrópu. En þetta var mikil vinna og ég ákvað að koma heim 2011 og festi kaup á húsi við Strandgötuna í Hafnarfirði og hef búið þar síðan.“ Árið 2007 gaf Arndís Halla út sína fyrstu sólóplötu, Óður. Síðan komu diskarnir Edda og Keep on Walking. Hún hóf síðan samstarf við ljós- myndarann Emil Þór Sigurðsson og þau gáfu 2011 út bókina sem hét á ís- lensku Fagurt er frelsið og sam- anstóð af landslagsmyndunum hans Emils, geisladiski með tónlist Arn- sem leiðsögukona fyrir Iceland Pro Cruiser og um leið sungið í skipi fyrirtækisins, Ocean Diamond. Hún stýrir einnig Zodiak-bátum. „Ég er að skottast með fólk í kringum Ís- land og förum líka til Grænlands. Svo má nefna að ég stofnaði ný- verið band með Ingimar Pálssyni sem spilar með mér á skipinu, Olgu Björk Ólafsdóttur sem spilar á 1 Arndís Halla Ásgeirsdóttir, söngkona og leiðsögukona – 50 ára Appassionata Úr hestasýningunni þar sem Arndís Halla var aðalsöngkonan og samdi hún líka tónlistina ásamt öðrum. Skottast með fólk og syngur Leiðsögukonan Arndís Halla stýrir Zodiak-bátum við Ísland og Grænland. Söngkonan Arndís Halla. 40 ára Ásgeir er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholtinu en býr í Bústaða- hverfinu. Hann er verkefnastjóri á markaðsdeild Stöðvar 2 og Voda- fone. Maki: Unnur María Guðmundsdóttir, f. 1978, kennari í Barnaskóla Hjalla- stefnunnar. Börn: Júlía Anja, f. 2006, og Henrik Bói, f. 2010. Foreldrar: Sigurður G. Sigurðsson, f. 1956, sölumaður hjá Fálkanum, bú- settur í Reykjavík, og Anna Ósk Ragnarsdóttir, f. 1956, búsett í Reykjavík. Ásgeir Þór Sigurðsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.