Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands og Tómasi Axel Ragnarssyni sem er blúsari. Þetta verkefni er eingöngu til að gleðja okkur og aðra. Við höf- um verið að syngja í Friðheimum á Sólheimasvæðinu og ætlum að spil- um fyrir fólk sem minna mega sín og gerum það fyrir ánægjuna.“ Helsta áhugamál Arndísar Höllu er hestamennska. „Það var mikið af hestum í Glæsibæ og ég fékk hest í fermingargjöf. Síðan hef ég verið viðloðandi hesta og reið til dæmis berbakt á frísneskum hesti sem var á hestasýningunni.“ Fjölskylda Börn Höllu eru 1) Gunnarr Bald- ursson, f. 5.11. 1988, tölvunarfræð- ingur. Eiginkona hans er Lidia Pash- kova, f. 17.2. 1988, verkfræðingur, þau eru búsett í Reykjavík; 2) Júlía Levi Baldursdóttir, f. 14.6. 1990, mál- vísindakona, búsett í Hafnarfirði. Systkini Höllu eru Gunnlaugur Ásgeirsson, f. 1.11. 1965, tölvunar- fræðingur, búsettur í Reykjavík; Margrét Ásgeirdóttir, f. 26.4. 1976, tölvunarfræðingur, búsett í Reykja- vík og hálfsystir Höllu samfeðra er Kristín Ásgeirsdóttir, f. 22. 10. 1991, hugbúnaðarfræðingur, búsett í Kópavogi. Foreldrar Höllu eru Júlía Leví Gunnlaugsdóttir Björnson, f. 26.2. 1947, ferðaþjónustufræðingur, og Ásgeir Halldórsson, f. 30.7. 1946, verslunarmaður. Sambýlismaður Júlíu er Bjarni Gunnar Sveinsson, f. 19.5. 1946, viðskiptafræðingur og fyrrverandi sjómaður. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Eiginkona Ásgeirs er Elín Fanney Guðmundsdóttir, f. 17.10. 1952, sjúkraliði og versl- unarkona. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Arndís Halla Ásgeirsdóttir Júlía Kristjánsdóttir húskona í Hafnarfi rði Jón Leví Guðmundsson gullsmiður í Reykjavík Margrét Jónsdóttir Björnson handmenntakennari í Reykjavík Hólmfríður Hjálmarsdóttir húsfrú í Reykjavík Ásgeir Þorvaldsson múrari á Blönduósi Arndís Ásgeirsdóttir húsfrú í Reykjavík Halldór Erlendsson íþrótta- og handavinnukennari í Reykjavík Gestína Guðmundsdóttir húsfrú í Reykjavík Erlendur Jónsson skósmiður á Ísafi rði og í Reykjavík Úr frændgarði Arndísar Höllu Ásgeirsdóttur Ásgeir Halldórsson verslunarmaður í Reykjavík Júlía Leví Gunnlaugsdóttir Björnson ferðaþjónustufræðingur í Reykjavík Gunnlaugur G. Björnson stærðfræðingur og tölvunarfræðingur í Reykjavík Margrét Stephensen húsfrú í Reykjavík Guðmundur Björnsson landlæknir í Reykjavík Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VERÐA NÚ AÐ SEGJA ÞAÐ AÐ ÉG ER FEGIN AÐ ÉG BORÐAÐI EKKI BITA AF ÞESSU.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ganga glaður til verka. ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ FÓLK HÆTTI AÐ MINNA MIG Á AFMÆLIÐ MITT ÉG SAGÐI … HRÓLFUR, HÖGGÐU VIÐ FYRIR ELDSTÓNA! ÞÚ GETUR RÁÐIÐ EINHVERN TIL ÞESS! HVENÆR ER KVÖLD- MATURINN? ÞAÐ FER EFTIR ÞVÍ HVERSU FLJÓTT ÉG GET RÁÐIÐ KOKK! „GLEYMDU ÞESSU – ÉG SÉ AÐ ÞÚ ERT ENN AÐ „BALLANSERA” BÓKHALDIÐ.” Sigurlín Hermannsdóttir kveðurum matarkostnað borgar- stjórnar: Sumir voru að fetta fingur í fé sem var í matinn eytt. Gjaldkeri út um glugga slyngur gáði, og máli burtu fleytt: Þótt etnar væru andabringur þær ekki þyrftu kosta neitt, sagði hann og brosti breitt. Hallmundur Guðmundsson yrkir á Boðnarmiði „Borgarstjórnar- fundarfóðurljóð“: Salat gott og sultutau, saddi í fundartörninni Í aðalréttinn átu þau; endurnar af Tjörninni. Hallmundur Kristinsson horfir þannig á málin: Þótt margur virðist uppvís að ótrúlegri spillingu, alltaf höndlar þjóðin það af þónokkurri stillingu. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Minnisleysi“: Hann var krepptur orðinn af elli og ekki mikill á velli, og mundi það eitt, að hann mundi ekki neitt hann Mundi á Ysta-Felli Hér yrkir Guðmundur um skáld sinnar sveitar og segir: Í minni fæðingarsveit eru bornir þrír skáldjöfrar, sem ég er náttúrlega stoltur af, þeir Matthías Joch- umsson, Gestur Pálsson og Jón Thoroddsen: Horfins tíma hugur leitar, heim og vestur beini sjón, mæri skáldin minnar sveitar, Matthías og Gest og Jón. Matthíasar yljar óður ennþá dáður vítt um Frón, forðum þótti Gestur góður, gaf oss fögur ljóðin Jón. Gott er þessa þrjá að finna, þeirra hljómar tigið mál, þegar lestur ljóða hinna leiða veldur minni sál. Fía á Sandi skrifaði á fésbókar- síðu sína 29. nóvember: „Þegar raf- magnið fór í fyrrakvöld í átta tíma og myrkrið varð algert eða þann- ig“: Nú langar mig að lofa og prísa langnættið og gefa hrós. Allar stjörnur úti lýsa afar skært og norðurljós Þögnin alger enginn rafmagnsniður. Inni lítið kertaljós og friður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af borgarstjórn og andabringum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.