Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndin The Favourite, eða Uppáhaldið, eftir gríska leikstjórann Yorgos Lathimos, var valin sú besta á Evrópsku kvikmyndaverðlaun- unum (EFA) í fyrrakvöld í Berlín og hlaut jafnframt flest verðlaun, átta talsins. Var hún því ótvíræður sig- urvegari kvöldsins. Ingvar E. Sig- urðsson var tilnefndur sem besti leikari fyrir leik sinn í Hvítur, hvítur dagur en spænski leikarinn Antonio Banderas hlaut þau fyrir Dolor y gloria. Á næsta ári verða Íslendingar gestgjafar hátíðarinnar sem verður haldin í Hörpu. Var því nokkur fjöldi Íslendinga í Berlín um og fyrir helgi að afla sér fróðleiks um hátíð- arhöldin og í hófi í sameiginlegu húsi sendiráða Norðurlandanna, Felles- hus, á föstudagskvöld var því fagnað sérstaklega að eftir ár yrði skálað í Reykjavík. Lanthimos besti leikstjórinn Strax í upphafi hátíðar voru veitt verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Sam- keppnin var hörð í þeim flokki, merk- ir leikstjórar tilnefndir fyrir áhrifa- miklar kvikmyndir sínar. Verðlaunin féllu Grikkjanum Yorgos Lanthimos í skaut fyrir hina rómuðu kvikmynd The Favourite sem fjallar um lík- amlega og andlega hrjáða Önnu Englandsdrottningu á 18. öld þegar Bretar háðu stríð við Frakka og tvær konur tókust á um hylli drottningar og ást. Verðlaun fyrir bestu evrópsku stuttmyndina voru veitt næst og hlaut þau The Christmas Gift eftir rúmenska leikstjórann Bogdan Mu- resanu. Næsti kynnir var Hera Hilm- arsdóttir og var henni falið að kynna verðlaun fyrir bestu teiknimynd en í þeim flokki má jafnan finna mikil listaverk. Fjórar teiknimyndir voru tilnefndar og hlaut verðlaunin Buñu- el en el laberinto de las tortugas, þ.e. Buñuel í völundarhúsi skjaldbak- anna, eftir spænska leikstjórann Salvador Simó. Tilkynnt hafði verið um átta verðlaun fyrir hátíðina og hlaut The Favourite helming þeirra og þótti því sigurstrangleg í kvöld, sú mynd sem líklegust væri til að hljóta flest verðlaun og þá m.a. sem besta evrópska kvikmyndin. Kona í ljósum logum Verðlaunin fyrir besta handrit hlaut Céline Sciamma fyrir handrit Portrait de la jeune fille en feu eða Portrett af ungri konu í ljósum log- um en sama mynd hlaut fyrir skömmu verðlaun háskólanema sem besta kvikmyndin og eru þau hluti af EFA. Það kom svo fáum á óvart að Olivia Colman skyldi hljóta verðlaun- in sem besta leikkonan fyrir The Favourite þó að margar aðrar hafi verið mjög sigurstranglegar, m.a. hin danska Trine Dyrholm. Colman var fjarri góðu gamni, líkt og Bande- ras og sendi frá sér myndband þar sem hún sagðist djúpt snortin yfir verðlaununum. Agnieska Holland, fráfarandi formaður stjórnar EFA, kynnti næst til sögunnar ný verð- laun, fyrir bestu sjónvarpsþættina, og hlutu þau Babylon Berlin, dýr- ustu þættir þýskrar sjónvarpssögu. Verðlaun alþjóðasamtaka kvik- myndagagnrýnenda, FIPRESCI, fyrir „evrópska uppgötvun“, Euro- pean Discovery á ensku, hlaut svo kvikmyndin Les misérables eftir franska leikstjórann Ladj Lyd. Hugvekja franskrar leikkonu Leikkonan Juliette Binoche, annar af tveimur heiðursverðlaunahöfum hátíðarinnar, var því næst hyllt en kynnir verðlaunanna var vinkona hennar og landi Claire Denis sem leikstýrt hefur Binoche í tveimur kvikmyndum. Denis, heiðurs- verðlaunahafi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, fyrr á þessu ári, sagðist bera mikla virð- ingu fyrir Binoche sem felldi tár und- ir lofræðunni. Binoche er ein þekkt- asta leikkona Frakka og sagði í þakkarræðu sinni að heimurinn væri ekki á réttri leið, hatrið mætti finna víða. „Við verðum að opna hjörtu okkar og leggja við hlustir,“ sagði Bi- noche og að listin snerist um að gefa af sér. Hún hvatti leikara til að velja hlutverk sín í kvikmyndum af kost- gæfni og sagði nóg komið af kvik- myndum sem snerust um að drepa fólk. Aría handa Herzog Werner Herzog, einn merkasti leikstjóri Þýskalands og heið- ursverðlaunahafi Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík fyrir tveimur árum, var næst kynntur til leiks með mjög svo undarlegu grín- atriði í formi aríu. Var atriðið að auki óþægilega langt, að mati ofanritaðs. Herzog virtist þó hafa gaman af og Wim Wenders, leikstjóri og formað- ur Evrópsku kvikmyndaakademí- unnar, steig að því loknu á svið og söng óvænt til Herzog lagið „Not- hing compares to you“ sem Sinéad O’Connor gerði frægt hér um árið. Wenders vottaði Herzog virðingu sína og kvaðst hafa verið undir mikl- um áhrifum frá honum sem ungur kvikmyndagerðarmaður. Wenders minntist þeirra ummæla Herzog að kvikmyndalistin snérist um líf eða dauða. „Þú hræddir líftóruna úr okk- ur en heillaðir mig líka gjörsamlega, sagði Wenders. Síðar hefðu þeir orð- ið starfsbræður, kenndir við þýsku nýbylgjuna í kvikmyndalist. Herzog þakkaði fyrir sig og sagði frábærar kvikmyndar hafa komið að undan- förnu frá Evrópu sem þakka mætti samheldni kvikmyndagerðarmanna álfunnar. Handa Sömu besta heimildarmyndin Þrjár kvikmyndir voru tilnefndar sem besta gamanmyndin sem er nýr verðlaunaflokkur EFA. Fáar vissu- lega en líkleg þótti The Favourite til að hreppa hnossið. Og sú varð raunin enda kostuleg kvikmynd og vönduð, samanber fullt hús stjarna hjá kvik- myndarýni Morgunblaðsins snemma árs. Voru þá sjö verðlaun komin í hús hjá henni, en fjögur hafði hún hlotið fyrir verðlaunahátíðina, fyrir kvik- myndatöku, búningahönnun, klipp- ingu og hár og förðun. Besta heimildarmyndin þótti hin marglofaða For Sama sem segir frá ungri konu, Waad al-Kateab, og sýn hennar á heimaborg sína Aleppo í Sýrlandi. Hún verður ástfangin og eignast sitt fyrsta barn á tímum borgarastyrjaldar í heimalandinu. Er myndinni lýst sem ástarbréfi hennar til dóttur sinnar, Sama. Og besta kvikmynd Evrópu árið 2019 er … Og þá var komið að aðalverðlaun- um kvöldsins, fyrir bestu kvikmynd Evrópu árið 2019. The Favourite var það og kom fáum á óvart. Frábær kvikmynd í alla staði að öðrum til- nefndum ólöstuðum. Næsta stopp Reykjavík. Uppáhaldið í uppáhaldi  The Favourite hlaut átta verð- laun á Evrópsku kvikmyndaverð- laununum Kátur Werner Herzog sést hér kampakátur undir lok hátíðar með kynnum og verðlaunahöfum. Heiðruð Franska leikkonan með heiðursverðlaunin sem hún hlaut fyrir listsköpun sína. AFP Hamagangur Aðalkynnar EFA brugðu sér m.a. í risaeðlubúninga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.