Morgunblaðið - 09.12.2019, Síða 29
Myndlistarunnendur Áhugasamir gestir höfðu safnast saman áður en sýningin var opnuð og troðfylltu salinn um leið og hleypt var þar inn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
» Þröng var á þingi þegar jólabasarinn Ég hlakkasvo til, með afar fjölbreytilegum myndlistar-
verkum, var opnaður í Ásmundarsal á laugardaginn
var. Veggir höfðu verið þaktir með hundruðum
ýmiskonar myndverka eftir um 160 listamenn sem
virkir hafa verið á myndlistarsenunni undanfarin ár.
Verk voru rifin út af áhugasömum kaupendum og
pakkað í silkiprentaðan jólapappír sem sýningar-
stjórarnir í Prenti & vinum höfðu útbúið. Og í stað
þeirra sem seldust voru önnur sett upp, eins og vera
ber á líflegum sölubasar sem þessum.
Vinsæll myndlistarbasar í Ásmundarsal
Veltu vöngum Áhugasamir gestir horfðu upp á veggi og rýndu í sýningar-
skrá með upplýsingum um listamennina, verkin og verðið á þeim.
Skemmtileg Sýningargestir nutu þess sýnilega að skoða fjölbreytileg
myndverkin sem flest eru ný og eftir virka myndlistarmenn á Íslandi.
Umbúðir Starfsmenn Ásmundarsalar voru önnum kafnir við að pakka
seldum myndverkum inn í sérstaklega silkiþrykktan umbúðapappír.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 2019
Skáldsagan Ungfrú Ísland eftir
Auði Övu Ólafsdóttur kom nýverið
út í Danmörku í þýðingu Eriks
Skyum-Nielsen við mikla hrifningu
þarlendra gagnrýnenda.
„Auður Ava hefur ítrekað skrifað
mikilfenglegar skáldsögur sem
maður elskar frá fyrstu til síðustu
setningar. Ef hún hefði ekki fengið
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs á síðasta ári hefði hún átt að fá
þau í ár,“ skrifar Henriette Bacher
Lind, bókmenntagagnrýnandi hjá
Jyllands-Posten, og gefur skáldsög-
unni fullt hús eða sex stjörnur.
„Tungumálið, sjónarhornið, per-
sónusköpunin og framvindan renna
saman í heilsteypta frásögn af bar-
áttunni fyrir því að fá leyfi til að
vera sá sem maður er,“ skrifar Lind
og klykkir út með því að Ungfrú
Ísland sé svipmikil tíðarfarslýsing
og „dýrlegt portrett af kvenkyns
skáldi sem er mótuð af glóandi
hrauni og glitrandi norðurljósum.“
Marianne Träff, rýnir hjá Litte-
ratursiden, lýsir Ungfrú Ísland sem
dásamlegri bók sem skrifuð sé með
„velþekktri ljóðrænni og titrandi
taug“ höfundarins. Segir hún lestur
bókarinnar hafa fyllt sig jafnmikilli
gleði og þegar hún las Ör, Svanir
skilja ekki og Afleggjarann enda
búi allar skáldsögurnar yfir „svo
miklu hjarta og séu uppfullar af
ljóðrænu og femínísku hand-
bragði,“ skrifar Träff og hvetur
alla til að lesa Ungfrú Ísland.
Skáldið Auður Ava Ólafsdóttir.
Fær fullt hús fyrir
Ungfrú Ísland
ICQC 2020-2022
Nánari
upplýsingar
um
sýningartíma
á sambíó.is