Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Ein af helstu röksemdunum fyr-ir tilvist Ríkisútvarpsins er að það gegni öryggishlutverki. Þessi röksemd hljómar æ fjarstæðu- kenndari eftir því sem Rúv. bregst oftar þessu hlutverki. Nýjasta dæmið er ofsaveðrið sem gekk yfir landið í liðinni viku. Bryndís Haralds- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, hafði orð á þessu í umræðum um fjölmiðla- frumvarp mennta- málaráðherra. Hún benti á að eitt af því sem væri að á fjölmiðlamarkaði væri „sú staðreynd að á mark- aðnum er risa, risa, risastórt ríkis- rekið fyrirtæki. Á öllum öðrum mörkuðum myndum við telja það óæskilegt“, sagði hún.    Og hún bætti við: „Þá verð égþví miður að segja að mér finnst það hafa brugðist hérna á síðustu dögum. Ég verð líka vör við það þegar ég ferðast um landið að það virðist auðveldara að ná Bylgjunni eða K100 heldur en Rúv., ríkisfjölmiðlinum okkar. Ég skil ekki hvernig á því stendur þegar mikilvægt skilgreint hlut- verk Rúv. er þetta öryggis- hlutverk.“    Sú staðreynd að meint öryggis-hlutverk er aðeins orðin tóm er ekki það eina sem sýnir hve óþarft Ríkisútvarpið er orðið. Tæknin hefur gjörbreyst frá því að talin var ástæða til að stofna út- varp ríkisins og aðgengi að upplýs- ingum er ekki takmarkað eins og þá var.    Ríkið þarf ekki að reka fjölmiðiltil að landsmenn fái upplýs- ingar, fréttir og afþreyingu. Aðrir eru betur fallnir til að sinna þeirri þjónustu – að ekki sé talað um ör- yggishlutverkið. Rökin fyrir tilvist ríkisfjölmiðils eru þess vegna ekki lengur fyrir hendi. Bryndís Haraldsdóttir Tilvistarkreppa STAKSTEINAR Yfir helmingur umsækjenda um al- þjóðlega vernd hér á landi í nóvem- ber, eða 43 einstaklingar, er frá Vene- súela en alls bárust Útlendingastofnun 78 umsóknir um vernd þann mánuðinn. Þetta kemur fram í yfirliti sem stofnunin birti á miðvikudag. Er þetta töluverð fjölgun umsókna þaðan en 144 Venesúela- menn hafa nú sótt um vernd hér á landi það sem af er ári og eru þeir nú fjölmennastir fólks af einstöku þjóð- erni sem sótt hefur um vernd á árinu. Til samanburðar hafa 128 Írakar, sem undanfarin ár hafa verið stærsti hóp- ur umsækjenda sem ekki koma frá öruggum upprunaríkjum, sótt um vernd á Íslandi. Þórhildur Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið að fjölgunin sé í samræmi við það sem er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. Hún staðfestir að að hingað til hafi allar umsóknir Venesúelamanna, sem hafa verið afgreiddar á árinu, verið samþykktar hér á landi. Þetta segir hún einnig vera sam- bærilegt í öðrum löndum. „Ástandið í Venesúela er bara talið vera þannig að það er mælst til þess að þessum ein- staklingum sé veitt hvort heldur sem er vernd, viðbótarvernd eða mannúð- arleyfi,“ segir Þórhildur. rosa@mbl.is Flestar umsóknir frá Venesúela  Allar hælisumsóknir Venesúela- manna hafa hingað til verið samþykktar Morgunblaðið/Eggert Vernd 43 Venesúelamenn sóttu um vernd hér á landi í nóvember sl. Fallegar íbúðir frá 36m2 viðHverfisgötu 40-44 lausar til langtímaleigu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnarmeðeldhústækjum. Nánari upplýsingar í tölvupósti hjá thildur@egh.is Langtímaleiga Hverfisgata 40-44 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er það mikið frávik að það verður að breyta deiliskipulaginu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveit- arstjóri Skútu- staðahrepps. Skipulags- nefnd hreppsins hefur lagt til við sveitarstjórn að hafna umsókn Neyðarlínunnar um framkvæmda- leyfi vegna heimarafstöðvar við Drekagil. Eins og fram hef- ur komið í fjölmiðlum fékk Neyðar- línan heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu í fyrra til að byggja „litla heimarafstöð“ í Dreka- gili við Öskju. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferða- þjónustuskálum. Vettvangsskoðun leiddi í ljós að framkvæmdir í haust voru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um; stífla sem átti að vera 1,5 metrar reyndist vera tæpir ellefu metrar. Var fram- kvæmdin því stöðvuð. Umsókn Neyðarlínunnar um nýtt framkvæmdaleyfi felur í sér breyt- ingar á framkvæmdinni og kemur í kjölfar fundar með sveitarstjóra og skipulagsstjóra hinn 4. desember. Skipulagsnefnd telur hins vegar að umrædd framkvæmd sé ekki í sam- ræmi við gildandi deiliskipulag. „Þetta er að sjálfsögðu jákvætt verkefni en það verður að fara eftir lögum og reglum sem gilda um skipulagsmál. Þetta er að þróast í rétta átt af hálfu Neyðarlínunnar,“ segir Þorsteinn sveitarstjóri. Hafna umsókn Neyðarlínunnar  Breyta þarf deiliskipulagi við Drekagil Morgunblaðið/Golli Mývatn Framkvæmdir í Skútu- staðahreppi voru stöðvaðar í haust. Þorsteinn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.