Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is MIKIÐ ÚRVAL! Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - verslun@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla VASAHNÍFAR VERÐ FRÁ 2.190 krSWISS TOOL VERÐ FRÁ 27.950 kr Vefverslun brynja.is Tilvalin jólagjöf Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eftir að hafa lært trésmíðina lít ég margt í framleiðslunni hér öðrum augum en var. Tilfinning mín fyrir faginu verður önnur og betri en var. Handverkið er mikilvægur þáttur í allri smíðavinnu, það er að huga að smáatriðunum og nostra við hlutina,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson nýútskrif- aður úr húsgagnasmíði. Hann braut- skráðist frá Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins sl. miðvikudag. Námið tók Eyjólfur á þremur önnum jafn- hliða starfi sínu sem framkvæmda- stjóri og annar eigenda trésmiðj- unnar Axis í Kópavogi. Fljótur með faggreinarnar Að læra húsgagnasmíði segir Eyj- ólfur að hafi verið gamall draumur sinn. „Ég er nánast alinn upp hér í trésmiðjunni sem Axel Eyjólfsson afi minn stofnaði árið 1935. Hér vann ég á sumrin sem unglingur en þá var Eyjólfur Axelsson faðir minn tekinn við rekstrinum. Eftir stúdentspróf lærði ég lögfræði við Háskóla Ís- lands og starfaði eftir það í nokkur ár hjá sýslumanninum á Ísafirði og lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það var svo árið 2006 sem við Gunnar bróðir minn keyptum fyrirtækið af föður okkar og hér hef ég verið síð- an,“ segir Eyjólfur. Axis er stórt fyrirtæki og þar eru framleiddar innréttingar, borð, skáp- ar, skrifstofuhúsgögn og svo fram- vegis. Starfsmenn eru í dag 28 tals- ins, að meirhluta menntaðir smiðir: „Í svona rekstri þarf maður að vera vakandi yfir málum allar stund- ir. Þegar ég svo vissi að tími minn væri orðinn rýmri og svigrúmið meira ákvað ég síðan að skella mér í trésmíðanámið, eins og lengi hafði staðið til. Byrjaði í Tækniskólanum á haustönn í fyrra og gat þá strax flýtt fyrir mér með því að vera búinn með grunnáfanga bóknámsins og komst fljótt í gegnum margar faggreinar með raunfærnimati. Áfanga í fag- teikningu og verklega námið í hús- gagnasmíði tók ég hins vegar í skól- anum og þá var ég – fimmtugur maðurinn – í tímum hjá kennurum sem margir voru mér yngri og sam- nemendurnir gjarnan um tvítugt. Þetta var samt mjög skemmtilegt.“ Skúrkurinn og sjússinn Eyjólfur hefur verið á námssamn- ingi hjá föður sínum. Sveinsprófið stendur til að taka í vor, en skóla- náminu er lokið með eftirminnilegu lokaverkefni. „Já, þegar ég var unglingur voru Dallas-þættirnir vinsælasta sjón- varpsefnið. Úr þeim þáttum var mér minnisstætt skrifborðið sem J.R. Ewing hafði og þurfti ekki annað en Handverkið er mikilvægt í starfinu  Rekur eina stærstu trésmiðju landsins og nam sjálfur húsgagnasmíði  Eyjólfur í Axis fór í Tækni- skólann  Leitaði fyrirmynda að lokaverkefni í Dallasþáttunum  Viskíborð JR nú í Kópavogi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skál! Eyjólfur hér við borðið góða sem hann teiknaði og smíðaði og tekur mið af gripnum sem var á skifstofu olíufurstans í Texas forðum daga. Öryggi farþega var ekki stefnt í hættu þegar slökkva þurfti á öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Conn- ect og snúa henni við til lendingar skömmu eftir flugtak á Reykjavík- urflugvelli í ágúst í fyrra. Þetta segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins. Rannsóknar- nefnd samgöngu- slysa gaf út loka- skýrslu um atvikið í gær, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik. Þar er reynsluleysi flug- virkja sögð frum- orsök atviksins, sem og að yfir- menn og flugvirkjar á viðhaldssviði hafi ekki fylgt verklagi. Flugmenn vélarinnar, sem er af gerðinni Bombardier DHC-8-402, lýstu yfir neyðarástandi tveimur mínútum eftir flugtak frá Reykja- víkurflugvelli eftir að vélin hafði misst olíuþrýsting á hægri hreyfli. Lendingin gekk vel. „Það er einfaldlega slökkt á hreyflinum við þennan olíuleka og það að fljúga á einum hreyfli er ekki vandamál fyrir þessar vélar þannig að það er ekki hægt að segja um þetta atvik að það hafi verið mikil hætta á ferðum,“ segir Árni. Verklagi breytt eftir atvikið Flugvélin var grandskoðuð eftir lendingu og í ljós kom mikill olíuleki á hægri hreyflinum. Þrír flugvirkjar áttu að vera á svokallaðri línuvakt en aðeins tveir voru á vakt vegna sumarfría og aðeins annar þeirra var með tilskilin réttindi á vélina sem um ræðir. Hann var hins vegar upptekinn í öðrum verkefnum og náði ekki að yfirfara vélina. Air Iceland Connect rannsakaði einnig atvikið og var vaktakerfi í viðhaldsstöð breytt í kjölfarið. Árni segir að breytingarnar tryggi að at- vik á borð við þetta komi ekki upp aftur og ávallt séu flugvirkjar á vakt með tilskilin réttindi á vélar flug- félagsins. „Við fórum vandlega í gegnum þetta atvik innanhúss og það var brugðist við því strax. Við teljum okkur vera komin með verk- lag sem kemur í veg fyrir að svona atvik gerist aftur,“ segir Árni og ítrekar að breytingarnar séu í sam- ræmi við niðurstöður skýrslu nefnd- arinnar. Öryggi farþega ekki stefnt í hættu  Reynsluleysi flugvirkja olli flugatviki Árni Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.