Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ístak hefur orðið hlutskarpast í út-
boði um uppbyggingu nýs grunn-
skóla í Nuuk, höfuðstað Grænlands.
Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 615
milljónir danskra króna, jafnvirði
11,3 milljarða króna. Karl Andreas-
sen, forstjóri Ís-
taks, er að vonum
ánægður með nið-
urstöðuna en í
lokahluta útboðs-
ins atti fyrirtækið
kappi við verk-
takafyrirtækið
MT Højgaard.
Athygli vekur að
tilboð Ístaks var
fimm milljónum
DKK hærra en
keppinautarins en varð þó fyrir val-
inu.
„Við unnum samkeppnina á stig-
um þótt verðið hafi verið eilítið
hærra. Útfærslan hjá okkur þótti
henta betur, m.a. hvernig byggingin
mætir þörfum skólans og þeirrar
starfsemi sem þarna mun fara
fram,“ segir Karl.
Viðhaldskostnaður skoðaður
Hann bendir á að í útboðinu hafi
m.a. verið gerð krafa um að þátttak-
endur gerðu grein fyrir því hvernig
rekstrarkostnaður hússins yrði til
næstu 30 ára.
„Þar skiptir miklu að sýna fram á
að verið sé að nota viðhaldslétt og
slitsterkt byggingarefni. Einnig er
mikilvægt að útlista með hvaða hætti
umhirðu og öllum rekstri hússins
skuli háttað á þessu tímabili til þess
að lágmarka viðhalds- og rekstrar-
kostnað hússins.“
Segir Karl að þessi þáttur tilboðs-
ins hafi verið unninn í samstarfi við
danska ráðgjafarfyrirtækið OBH
sem sérhæfir sig í rekstri bygginga.
Tilboðið vann Ístak í samstarfi við
Verkís og KHR. Fyrirtækin eru alls
ekki ókunnug þegar kemur að verk-
legum framkvæmdum á þessu svæði.
Ístak vann m.a. að uppbyggingu
nýrrar stórskipahafnar í Nuuk sem
tekin var í gagnið í fyrra og hefur
komið að uppbyggingu nær allra
vatnsaflsvirkjana á Grænlandi. Þá
unnu Ístak og KHR saman að ann-
arri skólabyggingu í bænum fyrir
nokkrum árum þegar Hans Lynge-
grunnskólinn var reistur. Karl segir
að nýja grunnskólabyggingin muni
gegna mikilvægu hlutverki í bæjar-
félaginu. Þannig mun hún ekki að-
eins hýsa 1.200 grunnskólanemend-
ur og 120 börn á dagheimili og í
leikskóla.
Menningarmiðstöð í Nuuk
„Skólinn verður einnig nýttur sem
félagsmiðstöð eða menningarhús á
kvöldin. Þannig er í raun verið að
byggja yfir unga sem aldna. Stór
hluti skólans, þ.e. íþróttahúsið og
samkomusalurinn verða nýtt með
þessum hætti og eru nefnd hjarta-
rýmið (d. hjerterum).“ Segir Karl að
þessi nálgun geri það að verkum að
skólinn verði einskonar miðpunktur í
bæjarlífinu og að hann tengi sömu-
leiðis við miðbæinn sem endastöð
svæðis sem nefnt er Kulturaksen.
Íslendingar sem ferðast hafa til
Nuuk hafa margir hverjir dvalið á
Hans Egede-hótelinu en byggingar-
svæðið er við hliðina á því.
„Byggingin verður í heildina um
16.000 fermetrar og hún er fremur
lágreist. Okkur fannst upplagt að
láta hana falla vel inn í umhverfið en
á sama tíma má hún ekki vera of ein-
föld í útliti. Dagheimilið og leikskól-
inn verða í öðrum endanum og á
einni hæð en eftir því sem ofar dreg-
ur á skólastiginu eru hæðir hússins
fleiri. Byggingin verður því einskon-
ar tröppugangur.“
Karl segist spenntur fyrir þessu
verkefni og að það sé gaman að vinna
að uppbyggingu í Grænlandi.
„Við gerum ráð fyrir að verktím-
inn verði um þrjú ár. Núna höldum
við áfram með hönnunarvinnuna og
við byrjum að flytja búnað og mann-
skap til Nuuk í mars eða apríl.“
Erfitt að fá starfsfólk í Nuuk
Gerir hann ráð fyrir að um 60
manns muni vinna að byggingunni
frá Ístaki þegar mest lætur en að
með undirverktökum telji hópurinn
vel yfir 100.
„Við viljum fá sem flesta heima-
menn að verkinu en það er erfitt að
fá starfsfólk því það er mikill upp-
gangur í Nuuk.“
Spurður út í framkvæmdakostn-
aðinn segir Karl að hann sé að
mörgu leyti sambærilegur við þann
kostnað sem við sjáum hér á landi.
„Það verður þó að taka tillit til
þess að öll aðföng eru mjög dýr á
Grænlandi og við þurfum að gera
miklar ráðstafanir, t.d. að flytja öll
tækin okkar á staðinn ásamt því að
hýsa og fæða mannskap okkar.“
Hann segir einnig að það geti
valdið misskilningi í samanburði við
framkvæmdakostnað hér á landi að í
tölunum á Grænlandi er ekki að
finna neinn virðisaukaskatt.
„Það kemur einfaldlega til af því
að það er enginn virðisaukaskattur
innheimtur á Grænlandi. Væri hann
svipaður og á Íslandi myndi verk-
kostnaðurinn hækka töluvert.“
Fékk 11 milljarða verkefni í Nuuk
Nuuk Nýja skólabyggingin mun falla vel að umhverfinu en þó mun hún vekja athygli vegfarenda.
Ístak reisir nýjan grunnskóla í Nuuk Mun hýsa 1.200 skólabörn og 120 leikskólabörn 16.000 fer-
metrar og verktíminn verður þrjú ár Verkið unnið í samstarfi við Verkís og arkitektastofuna KHR
Karl
Andreassen
Hjartað Í skólanum verður líf og fjör, bæði yfir daginn og á kvöldin.
Tölvuteikning/KHR Arkitektar
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
20. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.74 123.32 123.03
Sterlingspund 160.83 161.61 161.22
Kanadadalur 93.28 93.82 93.55
Dönsk króna 18.283 18.389 18.336
Norsk króna 13.584 13.664 13.624
Sænsk króna 13.057 13.133 13.095
Svissn. franki 125.23 125.93 125.58
Japanskt jen 1.1207 1.1273 1.124
SDR 169.27 170.27 169.77
Evra 136.62 137.38 137.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.2968
Hrávöruverð
Gull 1478.9 ($/únsa)
Ál 1753.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.84 ($/fatið) Brent
● Vísitala neysluverðs miðað við verð-
lag í desember hækkar um 0,11% frá
fyrri mánuði samkvæmt tölum Hagstof-
unnar. Á 12 mánaða tímabili hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 2% í sam-
anburði við 2,7% í nóvember, og er því
undir 2,5% verðbólgumarkmiðum
Seðlabankans. Fram kemur í Hagsjá
Landsbankans að tölurnar komi veru-
lega á óvart þar sem opinberar spár
voru á bilinu 0,4% til 0,5%. Munurinn
skýrist af minni hækkun á flugfar-
gjöldum, sem hækkuðu um 9,6% á
milli mánaða en þau eru jafnframt
9,2% lægri en í desember í fyrra. Auk
þess lækkaði matarkarfan og reiknuð
húsaleiga á milli mánaða en búist var
við hækkun í þeim liðum.
Lítil hækkun flugfar-
gjalda kemur á óvart
STUTT
● Sænski seðla-
bankinn hækkaði í
gær stýrivexti
bankans sem eru
nú í fyrsta sinn í
fimm ár ekki nei-
kvæðir. Stýrivextir
voru hækkaðir úr
-0,25 prósentu-
stigum í 0. Ástæð-
an er sögð vera
auknar áhyggjur af
áhrifum neikvæðra stýrivaxta á hag-
kerfi landsins, fyrirtæki og fjárfesta, að
því er segir í Financial Times. Í leiðsögn
bankans kom fram að stýrivextir yrðu
við núllið á næstu árum en peninga-
stefnunefnd bankans bætti þó við að
hún gæti þurft að lækka þá fari efna-
hagshorfur versnandi. Peningastefna
sænska seðlabankans, sem er sá elsti í
heimi, hefur verið gagnrýnd allt frá fjár-
málahruninu árið 2008. Bankinn hækk-
aði stýrivexti árin 2010 2011 og var fyrir
það harðlega gagnrýndur af nóbels-
verðlaunahafanum Paul Krugman, sem
lýsti peningastefnu bankans sem
„sjálfskvalarpeningastefnu“. Stýrivext-
irnir fóru lægst niður í -0,5%, frá 2016
til byrjunar þessa árs. Bankinn hélt
vöxtum svo lágum þetta lengi í þeirri
viðleitni að ná fram 2% verðbólgumark-
miðum eftir að hafa nálgast stig verð-
hjöðnunar. Hækkunin hefur þegar verið
gagnrýnd af hagfræðingum þar sem
hún er sögð auka taumhald peninga-
stefnunnar á sama tíma og sænskur
efnahagur gefur eftir.
Elsti seðlabanki í heimi
hækkar stýrivexti í 0%
Stefan Ingves
bankastjóri.