Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jeremy Cor-byn á ekkisjö dagana sæla núna. Hann situr uppi með Svarta-Pétur vetr- arkosninganna. Vonsvikin flokkssystkinin leggja nú áherslu á að hann hafi tapað þingkosningunum 2017 og nú sé tap hans margfalt meira. Hingað til hafa talsmenn Verkamannaflokksins sagt að Corbyn hafi verið sigurvegari í þeim kosningum og gert miklu meira en að vinna varn- arsigur. Þegar May forsætis- ráðherra hafi boðað til kosn- inga hafi hún haft meirihluta á þingi en vissulega tæpan þó, sérstaklega í ljósi þeirra stóru mála sem þurfti að afgreiða. Hún efndi til skyndikosninga í krafti kannana sem sýndu að flokkur hennar myndi bæta verulega við sig. Og hann bætti vissulega sex prósentu- stigum við fylgið, sem er myndarlegt, en ólánleg skipt- ing atkvæða leiddi til að í stað þess að styrkja sinn meiri- hluta missti hún hann! En Corbyn hafi hins vegar þá bætt við sig 30 þingsætum í neðri málstofunni. Nú er hamrað á að Corbyn hafi ekki náð meirihluta 2017 og í flokkshruninu nú tapað 60 þingsætum. Þeim þrjátíu sem hann vann fyrir tveimur árum og 30 til viðbótar. Og nú hafi hann tapað allmörgum kjör- dæmum sem flokkurinn hafði ekki tapað áratugum saman og áttu að vera langt utan seil- ingar íhaldsins. Og því er bætt við að Íhaldsflokkurinn hafi nú farið fyrir ríkisstjórn síðan 2010, lotið forystu þriggja for- sætisráðherra og flokkurinn hafi logað í innanmeinum. Það hafi t.d. sýnt sig í því að marg- ir öflugir þingmenn og fyrr- verandi ráðherrar hefðu verið reknir úr flokknum vegna and- ófsins og setið áfram sem óháðir í þingsalnum og gert Boris Johnson lífið leitt. Ríkis- stjórnin var orðin minnihluta- stjórn og átti það undir sam- þykki stjórnarandstöðu hvort kosningar yrðu eða ekki! Kosningastefnuskrá Verka- mannaflokksins þótti rótæk mjög í kosningunum 2017 en þó ekki svo stæk að hún fældi frá, enda bætti flokkurinn við sig 30 þingmönnum. Óánægðir flokksmenn segja nú að Cor- byn og harðlínumenn hans hafi bætt í núna og farið út fyrir mörk þess að flokkurinn gæti talist kosningatækur. Tony Blair, fyrrverandi for- maður og mesti sigurvegari flokksins fyrr og síðar, dregur ekki af sér í gagnrýni á Cor- byn: „Öfgavinstrið hefur tekið Verkamannaflokkinn yfir. Hafi það áfram tögl og hagldir í flokknum þá tel ég að flokkurinn sé búinn að vera sem raunverulegt afl í breskum stjórnmálum.“ Áð- ur hafði Blair sagt í ræðu að „yfirtaka vinstraliðsins hafi breytt Verkamannaflokknum í leiftrandi mótmælahreyfingu, bryddaða með einkennum ofsatrúarstefnu, og því víðs- fjarri að birtast fólki sem trú- verðugt stjórnmálaafl. Ekki væri furða að þeir sem horfðu á upplit Verkamannaflokksins spáðu því nú að 10 ára valda- skeið Íhaldsflokksins væri upprunnið. Geri Verka- mannaflokkurinn ekki rót- tæka breytingu á stefnu sinni horfir hann framan í þá hættu að komast aldrei framar í stjórnaraðstöðu“. Blair gagnrýndi Corbyn harðlega fyrir að stefna flokknum í hrakför á kjördag með því að leggja höfuð- áherslu á mál sem kjósendur höfðu engan áhuga á: „Hann persónugerði stjórnmálalega hugsjón sem var eins konar byltingarsósíalismi í blöndu af hagfræðigrufli af ysta kant- inum til vinstri og djúpstæðri óvild í garð vestrænnar utan- ríkisstefnu. Þess háttar upp- skrift hefur aldrei höfðað til hins venjulega kjósanda Verkamannaflokksins og mun aldrei gera það, en birtist hon- um sem blanda af vanhugsaðri hugmyndafræði og ótækum klaufaspörkum sem hlaut að misbjóða honum.“ Í fréttum af gagnrýni Tonys Blairs er minnt á að stuðn- ingsmenn Corbyns hafa aldrei farið í felur með það álit sitt að Blair hafi svikið málstað hinna vinnandi stétta með þvi að flengja flokki þeirra til hægri og ekki síst hafi hann gerst sekur um að draga úr tiltrú kjósenda með þátttöku sinni í árás á Írak undir forystu Bandaríkjanna. Sumir þeirra benda einnig á að Blair hafi sáð efasemdum í garð Verka- mannaflokksins með því að hvetja leynt og ljóst til þess að ekki yrði staðið við flokks- samþykktir um að virða niður- stöðu þjóðaratkvæðis um út- göngu. Blair svarar fyrir sig og seg- ir að óljós, flókin og tvíræð stefna Corbyns í afstöðunni til brexit hafi ýtt undir óánægju, bæði hjá þeim sem vildu fara úr ESB og þeim sem kusu að vera þar áfram. „Við (flokk- urinn) fetuðum stefnustíg sem var eins og skrípamynd af afstöðuleysi sem gerði báðar fylkingar fráhverfar okkur enda voru þar engin merki um leiðsögn eða forystu.“ Þetta uppgjör er rétt að byrja. Eins og forðum ganga nú klögu- málin á víxl} Heift ósamlyndra félaga V ið Íslendingar vorum minnt á það í síðustu viku hve náttúruöflin eru áhrifamikill þáttur í lífi okkar og tilveru. Veðurhamurinn varð þess valdandi að rafmagnslaust var á stórum svæðum á norðanverðu landinu í marga sólarhringa. Fjölmargir voru einnig án hita og fjarskipta og útsendingar RÚV lágu niðri á sumum svæðum. Hér skapaðist ástand þar sem reyndi á alla þætti almannavarna- kerfisins. Á sama tíma vorum við minnt á það hvað við búum yfir öflugum viðbragðsaðilum; björg- unarsveitum, Landhelgisgæslu, lögreglu og fleiri aðilum sem unnu óeigingjarnt starf. Við stöndum í þakkarskuld við alla þá viðbragðs- aðila sem létu til sín taka, fóru út í óveðrið og björguðu því sem bjargað varð við afar erfiðar aðstæður. Veðrið sem gekk yfir landið sýndi þó að ástand örygg- ismála og uppbygging innviða er ófullnægjandi. Það er því mikilvægt að greina hvað fór úrskeiðis og hvað sé unnt að bæta til að bregðast enn betur við ef og þegar slíkar aðstæður skapast á nýjan leik. Ég hef því virkjað rannsóknarnefnd almannavarna. Nefndin er sjálfstæð og starfar í umboði Alþingis. Henni er ætlað að rýna og meta framkvæmd almannavarnaaðgerða þannig að draga megi lærdóm af reynslunni og stuðla að umbótum. Nefndin hefur aldrei verið virkjuð áður þótt hún hafi verið kosin af Alþingi með reglubundnum hætti frá árinu 2008. Henni hefur fram til þessa ekki verið tryggt nauðsynlegt fjármagn á fjárlögum en ég hef gert ráðstafanir til tryggja nefndinni fjármuni til rannsóknar og skýrslugerðar í kjölfar nýliðinna atburða. Nefndin mun rann- saka þær áætlanir sem stuðst var við þegar hættuástandið skapaðist og hvernig við- bragðsaðilar brugðust við. Einnig á nefndin að gera tillögur um úrbætur og vekja athygli á atriðum sem henni þykja máli skipta og horfa til bóta. Það er mikilvægt að vel takist til í störfum rannsóknarnefndarinnar. Við höfum reynslu af störfum slíkra nefnda t.d. hvað varðar sjó- slys. Mikilvægt er að fá hlutlaust og faglegt mat sérfræðinga svo unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða í framhaldinu, fum- laust og án óþarfa ágreinings. Almannavarnir eru eitt mikilvægasta verk- efni sem stjórnvöld fást við og þeim verður að sinna af al- úð og kostgæfni. Við búum í friðsælu landi með öfluga náttúru. Það má því segja að almannavarnir séu einn mikilvægasti þáttur þess að tryggja öryggi almennings. Við búum yfir öflugu fólki úti um allt land sem aldrei verður þakkað nóg fyrir sitt öfluga framlag. Kerfin okk- ar þurfa samt að virka vel til að þau geti sinnt starfi sínu með enn öflugri hætti – og þau má alltaf bæta. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Öflugri almannavarnir Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aldrei hafa fleiri skemmti-ferðaskip komið til Faxa-flóahafna heldur en á árinusem er að líða. Sömu sögu er að segja um fjölda farþega. Alls voru 190 skipakomur farþegaskipa til Faxa- flóahafna, og þá aðallega Reykjavíkur, með 188.630 farþega. Fjölgun á skipa- komum var 25% milli ára og fjölgun farþega rúm 30%. Ef rýnt er í þróun á fjölda farþega með skipunum kemur í ljós að fyrir áratug voru farþegarnir alls um 70 þúsund. Þeim fækkaði síðan í 63 þús- und farþega 2011 en 2012 varð mikið stökk í farþegafjölda og voru þeir 92 þúsund það ár. Á síðustu fimm árum hefur fjöldinn farið úr um 100 þúsund farþegum í tæplega 189 þúsund á þessu ári. Í hópi farþega hafa Þjóðverjar í fjölda ára verið fjölmennastir og voru tæplega 50 þúsund í ár, eða meira en fjórðungur farþega. Bandaríkjamenn og Bretar voru í næstu sætum, hátt í 40 þúsund farþegar frá hvorri þjóð. Aðrar þjóðir standa þessum þremur langt að baki, en rúmlega sjö þúsund Kanadamenn og Ástralar komu til Reykjavíkur með skemmtiferða- skipum. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt á heimasíðu Faxaflóahafna og þar eru rifjaðar upp niðurstöður könnunar 2018 sem sýndi að heimsókn- ir farþegaskipa skildu alls 16,4 millj- arða eftir sig hér á landi. Um 920 heils- ársstörf urðu til og mörg þeirra á landsbyggðinni. Margir hafa tekjur af komu far- þegaskipa. Þannig fær ríkið skatt- tekjur í formi vitagjalda og toll- afgreiðslugjalda, hafnirnar fá tekjur af hafna- og þjónustugjöldum. Auk þessa fær fjöldi þjónustuaðila, birgja og um- boðsmanna sneið af kökunni. Svartolía á svörtum lista Í samantektinni er vikið að um- hverfismálum, en fyrir nokkrum árum undirrituðu Faxaflóahafnir og Hafna- samband Íslands áskorun (The Arctic commitment) um bann við notkun á svartolíu í Norðurhöfum. Frá og með 1. janúar má brenni- steinsinnihald í skipaeldsneyti sem not- að er hérlendis og í mengunarlögsögu Íslands ekki vera meira en 0,1% (m/m). Með nýrri reglugerð sem Stjórn- arráðið setti nú í desember verður tæplega mögulegt að nota svartolíu nema skip séu útbúin hreinsibúnaði og sá búnaður nægi til að brennisteins- innihald fari ekki yfir 0,1%. Þetta er í takt við það sem Faxaflóahafnir og Hafnasamband Íslands hafa verið að falast eftir síðustu ár, að sögn Ernu Kristjánsdóttur, markaðs- og gæða- stjóra Faxaflóahafna, sem vann sam- antektina. Landtengingar stórra skipa vart mögulegar „Þegar farþegaskip leggjast að bryggju í íslenskri höfn er slökkt á að- alvélum skipsins. Ljósavélarnar eru hins vegar áfram í gangi enda orku- þörfin mikil. Öllum skipum við bryggju er skylt að nýta sér rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis ef það er mögulegt. Það gildir auðvitað líka um stór skip eins og farþegaskip en dreifikerfi raforku eru því miður vanbúin til að veita slíka þjónustu enda kalla slík skip á háspennuteng- ingar,“ segir í samantektinni. Landtengingar draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og annarri mengun frá skipum í höfn. Árið 2016 var öllum þeim skipum sem geta tengst við höfn gert skylt að gera svo hjá Faxaflóahöfnum. Staðan er hins vegar þannig að íslenskar hafnir eiga að óbreyttu enga möguleika á að fjár- magna landtengingar stórra skipa án verulegrar aðstoðar ríkisins, segir í skýrslunni. Þar kemur fram að útgerðir far- þegaskipa leggja áherslu á að endur- nýja flota sinn samkvæmt bestu fáan- legri tækni og verja miklum fjár- munum í að gera þau umhverfisvænni. Nú eru mörg farþegaskip knúin nátt- úrulegu gasi (LNG) og sífellt fleiri útbúin sólarrafhlöðum. Þjóðverjar rúmlega fjórðungur farþega Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumarnótt í Sundahöfn Farþegum með farþegaskipum hefur fjölgað mjög. Þeim fylgja verulegar tekjur, en umhverfisþættir eru til skoðunar. Rúmt ár er síðan Ísland varð hluti af starfssvæði AECO, sem eru alþjóð- leg samtök rekstraraðila leiðangursfarþegaskipa og samstarfsaðila þeirra á norðurslóðum, sem helga sig umhverfisvænum, öruggum rekstri skemmtiskipa þar sem sýnd er tillitssemi. Cruise Iceland og North Atl- antic Agency á Íslandi eru meðlimir í AECO. Starfssvæðið nær yfir Sval- barða, Jan Mayen, Grænland, norðurhluta Kanada og norðurskauts- þjóðgarðinn í Rússlandi, sem og Ísland frá árinu 2019. Samtökin hafa unnið fjölda reglna sem meðlimum þeirra er skylt að fylgja, m.a. er varða starfsemi, dýralíf, gesti, ákveðna staði og annað. Í sumar munu líklega líta dagsins ljós leiðbeiningar frá AECO fyrir Seyðis- fjörð. Þá hefur Umhverfisstofnun gefið út leiðbeiningar fyrir Friðlandið á Hornströndum. Öryggi og tillitssemi SIGLINGAR Á NORÐURSLÓÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.