Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Konurnar sem standa að átaksverk- efninu „Á allra vörum“, þær Elísa- bet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirs- dóttir og Guðný Pálsdóttir, hafa afhent söfnunarfé þessa árs, 43 milljónir. Í þetta skiptið nýtur „Eitt líf“ stuðningsins, en þar hefur verið unnið óhefðbundið forvarnastarf í grunnskólum landsins, sem vakið hefur mikla athygli. Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra, í maí 2018, og byggir á því að fræða börn og ungmenni, foreldra þeirra og kenn- ara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja. „Á allra vörum“ hefur alls safnað yfir 600 milljónum í þjóðarátaki sem fram hefur farið níu sinnum. Eitt líf fékk 43 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg Söfnun Elísabet, Gróa og Guðný. Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á lotu nr. 01.40.49 af graflaxi frá Ópal sjávarfangi vegna greiningar á listeríu. Fyrir- tækið hefur inn- kallað graflaxinn af markaði í samráði við Matvæla- stofnun. Innköllunin á eingöngu við um graflaxbita, heila með roði í loft- tæmdum umbúðum. Síðustu notk- unardagar umræddrar lotu eru 25.12.2019, 26.12.2019, 27.12.2019, 30.12.2019, 31.12.2019 og 01.01.2020. Innkalla graf- lax frá Ópal ýta á takka og þá opnaðist gat og upp kom viskíflaska. Skúrkurinn var líka alltaf að fá sér sjúss, kvölds og morgna. Ég fann gamla Dallasþætti á netinu þar sem J.R. var gjarnan að hella sér viskíi í glas en ég fann ekki barinn inni á skrifstofunni og þurfti því að teikna hann eftir minni. Það gerði ég í síðasta teikniáfanganum í skólanum. Svo var smíðað eftir þeim í verklega hluta námsins. Og hingað er húsgagnið nú komið; í trésmiðju í Kópavogi og sómir sér vel, rétt eins og gripurinn gerði hjá olíugreifunum í Texas.“ Smiðir Eyjólfur með nafna sínum og föður sem er Axelsson. Sá er meistari sonarins í námi hans í húsgagnasmíði. Samkvæmt könnun MMR reyndist Kertasníkir vinsælastur meðal jóla- sveinanna en 29% landsmanna, 18 ára og eldri, tilnefndu Kertasníki sem sinn uppáhaldsjólavein. Stúfur reyndist næstvinsælastur sem fyrr en saxaði aftur á móti verulega á forskot Kertasníkis og stökk úr 25% stuðningi í 28%. „Þegar sagan er skoðuð sjáum við að stuðningur við Stúf hefur rokið svona upp áður og má sjá vís- bendingar um að vinsældir hans fylgi svolítið þeirri poppmenningu sem er uppi hverju sinni. Í ár var til að mynda gefin út bók um Stúf sem fengið hefur töluverða athygli og Stúfur sjálfur tekið þátt í almannatengslaherferð til að kynna bókina. Stúfur fór líka með himinskautum í vinsældum árið 2017, sama ár og hann var í aðal- hlutverki í jólalagi Baggalúts og Friðriks Dórs,“ segir í frétta- tilkynningu frá MMR. Hurðaskellir fylgdi svo á eftir í þriðja sætinu með 11% tilnefninga en röðun þriggja vinsælustu jólasveinanna hefur haldist óbreytt frá því að mælingar hófust árið 2015. Kertasníkir vinsæl- asti jólasveinninn  Fimmta árið í röð í könnun MMR Morgunblaðið/Einar Falur Jólasveinar Kertasníkir og Bjúgna- krækir taka „sjálfu“ af sér. Alma en ekki Erna Aðalpersónan í glæpasögunni Barnsráninu, nýjustu bók Guðrúnar Guðlaugsdóttur, er blaðakonan Alma Jónsdóttir en ekki Erna eins og misritaðist í bókardómi í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.